Austri


Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 6

Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 6
BBOMIS býður betur! Opið mánd. - föstud. kl. 13:00 til 18:00 Aukið vöruúrval. Komið og gerið góð kaup. Egilsstöðum, 31. maí 1990. 21. tölublað. ©&P@ AKAI EGILSSTÖÐUM ® 12020 alvoru tæki Frá Sigurjóni í Ytri-Hlíð: Nýtt fólk í hreppsnefnd V opnafjarðarhrepps Sigurjón Friðriksson í hreppsnefnd- arkosningum hér voru fjórir listar í boði. Úrslit urðu þau, að B-listi Framsóknarfélags Vopnafjarðar hlaut 213 atkvæði og þrjá menn kjörna. Þetta er um 9% aukning frá síðustu sveit- arstjórnarkosningum. D-listi sjálf- stæðismanna hlaut 72 atkvæði og einn mann kjörinn, og stendur fylgi listans í stað frá síðustu kosn- ingum. G-listi Alþýðubandalags Vopnafjarðar hlaut að þessu sinni 142 atkvæði og tvo menn kjörna. Töpuðu þeir um 12% atkvæða frá síðustu kosningum. H-listi óháðra kjósenda hlaut 129 atkvæði og einn mann kjörinn, og jók listinn fylgi sitt um nálægt því 12 af hundraði. Þess má geta, að nú eftir þessar kosningar eru aðeins þrír af núver- andi hreppsnefndarmönnum, sem einnig sátu í hreppsnefnd á síðasta kjörtímabili, og þar með fjórir nýir hreppsnefndarmenn, sem ekki hafa komið við sögu í sveitar- stjórn áður. Af B-lista voru kjörnir: Kristján Magnússon oddviti, Friðbjörn H. Guðmundsson og Anna Pála Vígl- undsdóttir. Af D-lista var kjörinn Steindór Sveinsson. Af G-lista voru kjörin Aðalbjörn Björnsson og Sigrún Oddsdóttir, og af H-lista Framhald á bls. 2. Hrafnsungamir sem við höfum fylgst með að undanförnu eru nú orðnir mánaðar gamlir. Það liggur við að hreiðrið, sem kallast laupur, sé orðið of lítið, því þeir dafna svo vel. Á innfelldu myndinni er krummamamma mjög svo óhress með heimsókn ljósmyndarans. Austramynd/óii. Landgræðsluátak: Nú er að hefjast hið svokallaða landgræðsluátak, sem m.a. var kynnt í sjónvarpi fyrir um það bil mánuði og safnað hefur verið fjár til m.a. með sölu „grænu greinar- innar“. Að sögn Orra Hrafnkelssonar, hjá Skógræktarfélagi Austurlands, er þessu þannig háttað, að þeir sem taka þátt í þessu átaki heima í héruðunum fá trjáplöntur ókeypis, en eiga að sjá um að gróðursetja þær. Hér á Fljótsdalshéraði hafa þrjú svæði verið valin til að planta í trjáplöntum, þar sem eiga að vaxa upp hinir svokölluðu landgræðslu- skógar. í fyrsta lagi er um að ræða svæði fyrir utan Eyvindará, við minnismerki um Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara. í öðru lagi er svæði í svokölluðum Ekkjufells- ásum neðan Fellavegar og and- spænis Egilsstöðum. Er þar mis- hæðótt land með klettaásum, sem skemmtilegt er til útivistar. í þriðja lagi er svo svæði við Brúar- ásskóla. Nú síðastliðinn laugardag var plantað í svæðið utan við Eyvind- ará og einnig var byrjað að planta í svæðið í Ekkjufellsásnum, en eftir er að planta í svæðið við Brú- arásskóla. Er stefnt að því að fara þangað til gróðursetningar um hvítasunnuna. Að sögn Orra stóð til að planta í þessi þrjú svæði alls um 30.000 trjáplöntum, og er þar eingöngu um birki að ræða, en eitthvað minna magn hefur fengist, því plöntur þær, sem landsátakið ætl- aði að fá úr þeirri ræktun, sem í Bakkafjörður: „Þetta gengur alveg skínandi, það er búinn að vera mokafli“, sagði Sjöfn Aðalsteinsdóttir, verk- stjóri hjá Útver hf. á Bakkafirði, þegar Áustri hafði samband við hana st. föstudag. Hún sagði að bátarnir hefðu oft farið upp í þrjár sjóferðir á dag að undanförnu og t.d. hefðu fjögra tonna trillur verið með upp í 7 til 8 tonn yfir daginn. Stutt hefur verið að sækja, því fiskurinn hefur nánast fengist við bæjardyrnar eða þar í firðinum. Er það aðallega góður þorskur, sem veiddur hefur verið í net og hefur hann verið á takmörkuðum svæðum eða blettum. Sjöfn sagði, að mikil vinna hefði verið í saltfiskverkuninni hjá þeim að undanförnu, og hefði verið unnið bæði á laugardögum og sunnudögum og oft frameftir kvöldum til að hafa undan að verka aflann, en heldur hefur dregið úr aflanum nú síðustu daga. Nú vinna á milli 25 og 30 manns hjá Útver hf. og er hluti af því skólafólk þar úr hreppnum. Sagði Sjöfn, að unglingarnir hefðu alveg bjargað þeim, er þeir komu til vinnu eftir að skólum lauk, og væri því minni þörf fyrir aðkomufólk til vinnu en ella. Hún sagði, að nokkrir unglingar frá Vopnafirði hefðu verið þar f vinnu meðan mest var að gera, en þeir væru nú að tínast burtu aftur. Það sem einkum veldur mönnum nú áhyggjum á Bakka- firði er, að óðum gengur á fisk- veiðikvóta bátanna, þegar svona vel veiðist, og a.m.k. tveir bátar þar munu vera búnir með kvótann og hafa orðið að hætta af þeim sökum að sögn Sjafnar. Bjóst hún við, að fleiri bátar myndu klára kvóta sinn áður en langt liði, en síðast liðinn hálfan mánuð hafa um 15 bátar lagt upp afla sinn hjá Útveri hf. g.i. Að undanförnu hefur verið mokafli af góðum þorski í Bakkafirði. Fjögra tonna trillur hafa verið með 7-8 tonn á dag. KURL Steinþór Eiríksson með málverkasýningu Steinþór Eiríksson, listmál- ari, opnaði málverkasýningu í húsakynnum RARIK á Egils- stöðum á uppstigningardag, en hann hefur áður haldið hér margar málverkasýningar á liðnum árum. Að þessu sinni sýnir Stein- þór 26 olíumálverk, sem nær öll eru máluð sl. vetur og eru það landslagsmyndir, flestar málaðar af stöðum hér á Aust- urlandi. Sýningin er sölusýn- ing og höfðu nokkrar myndir þegar selst, er Austri hafði samband við Steinþór sl. mánudag. Sýningin er opin virka daga frá kl. 17 til 22, en frá kl. 14 til 22 um helgar, og verður hún að minnsta kosti opin fram að hvítasunnu og jafnvel lengur. Steinþór við eitt verka sinna. Speki Það erfiðasta í lífinu er að vita hvaða brýr maður á að fara yfir og hverjar á að brenna að baki sér. Fjögur krummabörn gangi hefur verið í þessu skyni, reyndust eitthvað færri en stefnt var að, og því varð að fækka eitthvað þeim plöntum, sem komu í hlut hvers aðila um sig. Þetta landgræðsluátak með ræktun landgræðsluskóga er nú að hefjast víða um land og m.a. verður plantað trjám í eða við flesta þéttbýlisstaði á Austurlandi. Orri Hrafnkelsson taldi, að hér væri um merkilegan áfanga að ræða, þar sem reynt væri að virkja þann áhuga, sem virtist vera hjá almenningi til að styðja þetta mál. Hann sagði, að vonast væri til að framhald gæti orðið á þessu átaki á næstu árum. Yrði þá væntanlega haldið áfram að safna fé til þessa málefnis hjá almenningi, þar sem einstaklingar, félög og fyrirtæki gætu lagt málinu lið með frjálsum framlögum, og þannig stuðlað að því að skila komandi kynslóðum betra og gróðursælla landi. G.I. Þessi litla planta kúrir sunnan við minnismerkið um Sigfús Sigfússon þjóðsagnaritara, við Eyvindarána, en henni var plantað fyrir fáum dögum. Austram./B Mokafli í net að undanförnu Ræktun landgræðsluskóga

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.