Austri


Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 1

Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 1
I í helgarmatinn: 1 Krydduð lambalæri m/beini . kr. 764.-pr.kg. I Kryddaðir lambaframp. úrb . kr. 790. - pr. kg. R Svínakótilettur . kr. 995.-pr.kg. I Svínalærissneiðar . kr. 650,- pr. kg. I Ávaxtasallat . kr. 355.-pr.kg. * Opið laugardaga írá kl. 10-14. 1 uctílb KHB matvörudeild Egilsstöðum Þetta óvenjulega flýildi á myndinni hér að ofan er af gerðinni Maxair Drifter, tveggja manna og knúið áfram af 50 ha. snjósieðamótor. Hjá vélinni stendur eigandinn Sveinn Ingimarsson frá Eyrarlandi í Fljótsdal. Sagði hann hámarkshraða vélarinnar vera 75 mílur á klst. en venjulegur ferðahraði er 50 mílur á klst. Vélin þarf aðeins 25-30 metra flugbraut til að komast á loft. En hvers vegna keypti hann vélina? „Ætli það hafi ekki verið til þess að hrella nágrannana,“ svaraði Sveinn Ingimarsson kíminn á SVÍp. Austramynd/B. Kosningaúrslitin á Austurlandi: Framsókn styrkir stöðu sína Hægri sveiflan daufari en annars staðar Þegar talið var upp úr kössunum á Austurlandi síðastliðinn laugar- dag kom í ljós að framsóknar- menn, sem buðu fram til sveitar- stjórna, höfðu styrkt stöðu sína, og unnið verulegt fylgi. Fram- gangur Sjálfstæðisflokksins er ekki eins mikill hér eystra, eins og á höfuðborgarsvæðinu syðra, og alþýðubandalagsmenn halda meirihluta sínum í Neskaupstað. f>að má því segja að minni sveiflur séu hér Austanlands heldur en annars staðar og minna um óvænt úrslit, þó unnu framsóknarmenn stórsigur á Eskifirði og bættu við sig 20%. Að loknum kosningum taka við þreyfingar um samstarf og myndun meirihluta og hefur blaðið aflað sér upplýsinga um gang mála frá nokkrum stöðum þar sem breytingar hafa orðið. Taka verður fram, að allt er þetta breytingum undirorpið, enda fór blaðið í prentun á þriðjudag, þannig að viðræður um þessi efni eru rétt að byrja. Egilsstaðir: Sú breyting varð á Egilsstöðum að sjálfstæðismenn töpuðu manni, sem Alþýðubandalagið vann af þeim í þessum kosningum. Fram- sóknarflokkurinn jók fylgi sitt um 3% frá síðustu kosningum, en fékk þrjá fulltrúa eins og áður. Alþýðubandalagið jók fylgi sitt um 1% frá síðustu kosningum, en Sj álfstæðisflokkur og Óháðir töp- uðu fylgi. Sjálfstæðisflokkur, Alþýðubandalag og Óháðir mynd- uðu meirihluta á síðasta kjörtíma- bili og voru þá sjálfstæðismenn með tvo fulltrúa, en hinir með einn fulltrúa hvor. Voru fram- sóknarmenn þá einir í minnihluta með þrjá fulltrúa. Nú eru í gangi þreyfingar um myndun meirihluta á Egilsstöðum, en niðurstöður eru ekki ljósar enn sem komið er. Seyðisfjörður: Meirihlutinn hélt velli. Á Seyðisfirði hélt meirihluti Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks velli í kosningunum, en T- listi Tinda, félags jafnaðar- og vinstrimanna, fékk fjóra menn kjörna. Framsóknarmenn hafa boðið sjálfstæðismönnum upp á áframhaldandi meirihlutasam- starf, en svör höfðu ekki borist þegar blaðið fór í prentun. Heyrst hefur að sjálfstæðismönnum hafi borist bréf frá Tindum, lista óháðra, en ekki er vitað um efni þess. Á kjörskrá voru 694. Atkvæði greiddu 603 eða 86.88%. Eskifjörður: Stórsigur framsóknarmanna. Framsóknarflokkurinn vann kosningasigur á Eskifirði, fékk 39,59% atkvæða og bætti við sig manni og fékk þrjá menn. Við það féll meirihluti Alþýðuflokks, Sjálf- stæðisflokks og óháðra, en óháðir buðu ekki fram í þessum kosning- um. Alþýðuflokkur fékk einn mann kjörinn, Sjálfstæðisflokkur fékk tvo menn og bætti við sig einum manni og Alþýðubanda- lagið fékk einn mann, eins og áður. Gísli Benediktsson, efsti maður á lista framsóknarmanna, sagði í viðtali við Austra sl. þriðjudag, þegar hann var spurður um kosn- ingaúrslitin: „Við erum afskaplega ánægðir með þessi úrslit. Petta er langt umfram vonir.“ Gísli vildi m.a. þakka þessa góðu útkomu framsóknarmanna því, að þeir hefðu bent á ástandið í bænum og þá sérstaklega á fj ármálastöðu bæjarins. „Ég held að fólk hafi verið farið að gera sér grein fyrir, hvernig skuldastaða bæjarins var, og það hafi kallað á einhverja breytingu þar. Skuldastaðan er mjög erfið hjá bænum og ég er hræddur um að það þurfi að taka á því máli fyrst og fremst.“ Gísli sagði ennfremur, að menn væru nú að þreyfa sig áfram um myndun nýs meirihluta, og hefðu þeir framsóknarmenn verið í óform- legum viðræðum við alþýðubanda- lagsmenn. Hann kvaðst búast við, að framsóknarmenn myndu verða í næsta meirihluta, og að myndun meirihluta myndi væntanlega skýr- ast í lok vikunnar. Á kjörskrá á Eskifirði voru 762, en atkvæði greiddu 629, eða 82.6%. Fáskrúðsfjörður: Á Fáskrúðsfirði urðu þær breyt- ingar að framsóknarmenn og F- listi óháðra bættu við sig manni á Framhald á bls. 5 Frá stofnfundi Dyngjunnar hf. í sl. viku. Hluthafar eru nú 23, en vonast er eftir að þeim fjölgi töluvert á ncestunni. Austram.lB Egilsstaðir: Stofnað hlutafélag um prjónastofu Eins og áður hefur komið fram hér í blaðinu, hefur verið unnið að undirbúningi stofnunar hlutafélags um rekstur prjónastofu á Egils- stöðum undanfarnar vikur. Stofnfundur hins nýja hlutafé- lags var haldinn sl. fimmtudag, sem var uppstigningardagur 24. maí. Nýja hlutafélagið hlaut nafnið Dyngjan hf., og var félag- inu kosin þriggja manna stjórn á stofnfundinum. í stjórn voru kosin Ólafur Sigurðsson, Sigurjón Jón- asson og Ásta Sigfúsdóttir, og mun stjórnin sjálf skipta með sér verkum. Hluthafar eru nú orðnir 23, en þeim á væntanlega eftir að fjölga töluvert. Að sögn Sigurjóns Jónassonar, eins stjórnarmanna er nú búið að safna 500 þúsund krónum í hluta- fé, en það er þó aðeins byrjunin, því áætlað er að safna 2 milljónum króna í hlutafé, og mun hlutafjár- söfnun halda áfram í sumar. Eins og kunnugt er keypti Egils- staðabær nýlega húsnæði og vélar prjónastofunnar Dyngju hf. af Iðnlánasjóði, sem keypti þessar eignir á nauðungaruppboði eftir gjaldþrot þess fyrirtækis. Sigurjón sagði, að næstu skref hins nýja T lutafélags yrðu að gera samning við Egilsstaðabæ um leigu á húsnæðinu og vélunum og að ganga frá samningum við bústjóra þrotabúsins, en segja mætti að þeir samningar væru á lokastigi. Væri vonast til að hægt yrði að ganga frá báðum þessum atriðum í þessari viku. Hann sagði ennfremur, að búið væri að gera áætlanir um að fá tvo starfsmenn til að byrja með. Eru það þau Ólafur Sigurðsson og Ólöf Jónsdóttir, sem bæði störfuðu áður sem stjórnendur og verk- stjórar hjá Dyngju hf. Þau munu losna úr störfum sínum annars staðar nú um næstu mánaðamót og munu þá taka til starfa af fullum krafti hjá hinu nýja hlutafélagi. Ekki þarf að kaupa nýjar vélar eða tæki svo heitið geti til félags- ins, en reiknað er með að vélar og tæki þurfi ýmissar aðhlynningar við og hreinsunar, áður en eiginleg framleiðsla getur hafist hjá fyrir- tækinu. Að sögn Sigurjóns hafa menn hugsað sér að byrja á því að fara út í blandaða framleiðslu, sem reynt verður að byrja á upp á eigin spýtur. Fljótlega yrði svo farið að huga að mörkuðum og svo hugsan- legri samvinnu við aðra aðila um frekari framleiðslu. „Við höfum sett okkur það mark, að taka eitt skref í einu, og tókum þá ákvörðun að reyna að komast yfir verksmiðjuna og reyna að gangsetja hana og sjá, hvaða byr við fengjum í seglin,“ sagði Sigurjón. Hann sagði, að draum- urinn væri, að geta komið verk- smiðjunni í gang, þó ekki ,væri nema að nafninu til, þegar á laug- ardaginn fyrir hvítasunnu. Pað skal ítrekað að lokum, að hlutafjársöfnun í þessu nýja hluta- félagi heldur áfram í sumar og eru allir þeir, sem hafa áhuga á að ger- ast hluthafar og vilja styrkja þetta fyrirtæki, hvattir til að hafa sam- band við einhvern af stjórnar- mönnum. G.I. Þeir hafa svo sannarlega verið á sóknarmarki frambjóðendur framsóknarmanna á Austur- landi um síðastliðna helgi.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.