Austri


Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 2

Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 31. maí 1990. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi Skrifstofa Austra Lyngási 1, 700 Egilsstaðir, pósthólf 73 S 97-11984 Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson Útgáfustjóri: Broddi Bjarni Bjarnason Auglýsingastjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir Blaðamaður: Guðgeir Ingvarsson Auglýsinga- og áskriftarsími: 97-11984 Áskrift kr. 335,- á mánuði. Lausasöluverð kr. 90.- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum S 97-11449 Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 á mánudagsmorgnum. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Að loknum sveitar- stjórnar- kosningum Þegar kosningaúrslit liggja nú fyrir eru uppi margvíslegar túlkanir á úrslitum. Forysta Sjálfstæðisflokksins telur að ríkisstjórnin hafi fengið þau skilaboð að henni beri tafarlaust að fara frá. Slíkt er að sjálfsögðu fráleitt, enda snérust kosn- ingarnar um sveitarstjórnarmál en ekki landsmál. Hvað sem líður öllum túlkunum er ljóst að sveitarstjórnarmenn á Austurlandi sem bjóða sig fram undir merki Framsóknar- flokksins hafa fengið mjög góða kosningu. Á Eskifirði, Fá- skrúðsfirði og Norðfirði bætir flokkurinn við sig einum manni og víða annars staðar vinnur hann verulega á. Framsóknarflokkurinn hefur um langan tíma verið for- ystuafl í stjórnmálum á Austurlandi, bæði á vettvangi sveit- arstjórnar og íandsmála. Kosningaúrslitin staðfesta enn á ný þessa stöðu flokksins í fjórðungnum. Sveitarstjórnarmenn sem unnið hafa undir merkjum Framsóknarflokksins hafa unnið mjög gott starf í sínum byggðarlögum. Peir hafa starfað þar af krafti og fengið ótvíræðan trúnað íbúanna í hinum ýmsu sveitarfélögum. Þótt kosningarnar túlki fyrst og fremst traust við þá aðila sem í framboði eru er jafnframt ljóst að þeir starfa undir merki Framsóknarflokksins á landsvísu. Framsóknarmenn hafa lagt á það mikla áherslu að undanförnu að treysta atvinnulíf í sessi á landsbyggðinni. Seinni hluta árs 1988 var svo komið að mjög víða á Austurlandi blasti stöðvun atvinnulífsins við. Þá var Atvinnutryggingarsjóður stofnaður sem stóð að fjárhagslegri endurskipulagningu atvinnuveg- anna. Þessi skipan mála var gagnrýnd mjög mikið af sjálf- stæðismönnum sem ásökuðu ríkisstjórnina um óeðlilega fyrirgreiðslu við undirstöðuatvinnuvegina. Það er mikilvægt fyrir sveitarstjórnarmenn að flokkar þeirra standi tryggilega á bak við þá og fylgi fram sjónarmiðum byggðarlaganna á landsvísu. Framsóknarflokkurinn hefur óhikað beitt sér fyrir því að atvinnuvegunum væri komið til aðstoðar með einum eða öðrum hætti. Atvinnulífið er sá grunnur sem við byggjum á og fjárhagur sveitarfélaga og íbúanna verður því aðeins traustur að grundvöllur atvinnulífsins sé góður. Úrslit sveitarstjórnarkosninganna á Austurlandi eru skila- boð sem ber að túlka á þann hátt að framsóknarmenn haldi áfram að vinna á þeirri braut sem þeir hafa gert að undan- förnu. Það er ljóst að Sjálfstæðisflokkurinn hefur unnið kosningasigur á höfuðborgarsvæðinu. Þau kosningaúrslit ber hins vegar ekki að túlka þannig að ríkisstjórnin fari frá. Þvert á móti hefur Framsóknarflokkurinn fengið gott traust á landsbyggðinni og reyndar í Reykjavík líka. Við munum því ótrauðir halda áfram okkar starfi og vinna með sveitar- stjórnarmönnum að eflingu sveitarfélaganna og atvinnulífs- ins á viðkomandi stöðum. Mikilvægur árangur hefur náðst í málefnum sveitarstjórnanna með breyttri verkskiptingu og endurskipulagningu tekjustofna. Þessu starfi þarf að halda áfram og sveitarfélögin þurfa að yfirtaka sem flesta mála- flokka þannig að mikilvægustu stjórnsýslueiningar landsins verði efldar og sjálfstæði þeirra aukið. Ég vil þakka stuðningsfólki Framsóknarflokksins fyrir mjög góð störf við undirbúning þessara kosninga. Alþingis- menn flokksins hafa átt gott samstarf við stuðningsmenn um allt kjördæmið. Þau samskipti hafa verið ánægjuleg eins og alltaf áður. Við óskum nýkjörnum sveitarstjórnarmönnum til hamingju með kosninguna og vitum að hún mun verða til heilla fyrir byggðarlög þeirra. H.Á. Frá ársþingi UÍA Ársþing Ungmenna- og íþrótta- sambands Austurlands, sem var hið 47., var haldið í Brúarásskóla 5. maí síðastliðinn. Þingið var fjölsótt og voru þar 52 fulltrúar frá 16 aðildarfélögum. Nýr formaður var kjörinn Sig- urður Aðalsteinsson, en Hrafnkell Kárason gaf ekki kost á sér til endurkjörs. Aðrir í stjórn voru kjörnir Jóhann P. Hansson, Sig- urjón Baldursson, Bjarni Frey- steinsson og Þórarinn Hrafnkels- son. Þrem nýjum félögum var veitt innganga í UÍ A, Golfklúbbi Seyð- isfjarðar og íþróttadeildum hesta- Nýtt fólk í .... Framhald af baksíðu. var kjörinn Ingólfur Sveinsson. Sú breyting hefur nú orðið, að tvær konur eru nú í hreppsnefnd, en aðeins ein kona var í hrepps- nefnd á síðasta kjörtímabili. Staðan eftir kosningarnar er nánast sú sama og var eftir kosn- ingarnar fyrir fjórum árum, en þá misstu framsóknarmenn hreinan meirihluta í hreppsnefnd. Nú hafa hinir framboðslistarnir fjóra menn í hreppsnefnd, og sýnist mér á öllu, að fólk á þessum þrem listum muni reyna að ná saman um form- legan meirihluta, sem ekki var til staðar á síðasta kjörtímabili. Mér sýnist, að uppstilling á þessum þremur listum hafi miðast við það, ef svona færi með úrslit, sem líklegt þótti, að útiloka full- trúa Framsóknarfélagsins frá þeim áhrifum, sem þeir hafa haft, og þessu fólki hefur á tíðum þótt heldur mikil. Það er þó álit margra, að fulltrúar Framsóknar- flokksins hafi ekki misnotað sína stöðu í hreppsnefnd. Það var vel ljóst, að sjaldan hefur verið betra samstarf í hreppsnefnd eins og það kjörtímabil, þegar framsóknar- menn höfðu hér hreinan meiri- hluta. Til marks um það er að það var sjálfstæðismaður starfandi sem varaoddviti allt það kjörtímabil. Útlit fyrir kal í túnum Tíðarfar breyttist mjög til batn- aðar hér fyrsta maí og hefur verið nær óslitin blíða út allan maí utan þrír kuldadagar, sem komu í mán- uðinum. Eru tún nú óðum að grænka, en þó lítur út fyrir að all- mikið kal sé í túnum. Ekki er þó hægt að sjá ennþá, hversu mikið það er, þar sem svo stutt er síðan síðustu klakafannirnar fóru af túnum, en þeir blettir, er síðast komu undan snjó, líta mjög illa út. Að öðru leyti sýnist mér, að menn séu bjartsýnir í þessari góðu tíð hér í sveitinni. Sauðburður hefur gengið mjög vel að því best er vitað, enda sauðburðartíð ákaf- lega hagstæð, þar sem engar úr- komur hafa verið. S.F. Erum fluttir að Lagarbraut 4, Fellabæ. Allar almennar bíla- og búvélaviðgerðir. Bremsuborðaálíming. Garðsláttuvélaviðgerðir. BÍLABÓT Lagarbraut 4, Fellabæ Sími 12252 mannafélaganna Blæs og Frey- faxa. Eru þá aðildarfélög UÍA orðin 37 talsins. Þingið samþykkti að lottótekjur ársins 1990 skiptust milli aðildar- félaganna á þann hátt að aðildar- félögin fái 65%, en 35% renni til UÍA. Fjórir félagar hlutu starfsmerki sambandsins: Jón Steinar Elisson, Þórarinn Hrafnkelsson, Anna Dóra Árnadóttir og Hákon Magn- ússon. Margar samþykktir voru gerðar á ársþinginu, sem of langt mál yrði að rekja hér í heild. Meðal annars var samþykkt að skora á nýkjörin sérráð UÍ A að láta átak í menntun dómara verða eitt af sínum fyrstu verkum, en dómaraskortur hefur torveldað framkvæmd móta í Hin árlega sveitakeppni tafl- félaga á Austurlandi var haldin í Hótel Bláfelli á Breiðdalsvík 20. maí. Fjórir menn skipa hverja sveit. Þrjár sveitir tóku þátt að þessu sinni. Frá Fellabæ, Djúpa- vogi og Höfn. Tefld var tvöföld umferð, 25 mín. á mann á skák. Sigursælust varð sveit Djúpa- vogs, sem hlaut 11 vinninga og fékk því gullverðlaunin. í öðru sæti varð Fellabær með 8 vinninga og fékk silfurverðlaun og í þriðja sæti varð Hafnarsveitin með 5 vinninga og hlaut bronsverðlaun. Sigursveit Djúpavogs var dálítið blönduð, því hana skipuðu Sverrir Unnarsson, Breiðdalsvík; Kjartan Másson, Djúpavogi; Magnús Valgeirsson, Fáskrúðsfirði og Gísli Bogason Djúpavogi. mörgum íþróttagreinum. Þá var samþykkt að hvetja aðildarfélög UÍA til að koma á skipulögðu for- eldrastarfi innan sinna vébanda, þar sem því hefur ekki enn verið komið á. Þingið samþykkti að harma það skilningsleysi, sem framkvæmdastjórn ÍSÍ sýnir hér- aðssamböndunum í landinu með þeim gerræðislegu reglum, sem hún hefur sett í skiptingu lottó- tekna. Einnig samþykkti þingið að haldin verði á starfsárinu grunn- námskeið ÍSÍ á Egilsstöðum, Neskaupstað, Seyðisfirði og Fá- skrúðsfirði. Einnig að halda skuli A-námskeið fyrir þjálfara í knatt- spyrnu, frjálsum íþróttum og skíðaíþróttum á sambandssvæð- inu. Aðildarfélögin voru hvött til þátttöku í Egilsstaðamaraþoni 8. júlí næstkomandi. Loks var sam- þykkt að hvetja öll héraðssam- böndin innan ÍSÍ og UMFÍ til rækilegrar umfjöllunar um þá hugmynd, að stofnað verði sér- samband um almenningsíþróttir í landinu, svo drepið sé á nokkrar af samþykktum ársþings UÍA. G.I. Eins og sjá má komu óvenjufáar sveitir til leiks og sátu æðimargir skákmenn heima og fengu engin verðlaun. Sveltur sitjandi kráka .... segir máltækið! Að venju var haldinn aðal- fundur Skáksambands Austur- lands í kaffihléinu. Þar var kjörin ný stjórn og er hún nú þannig skipuð: Formaður: Guðmundur Ingvi Jóhannsson, meðstjórnendur: Magnús Valgeirsson og Gunnar Finnsson. Varamenn: Viðar Jóns- son og Sigurður Hannesson. Næsti skákviðburður er Svæðis- mót unglinga, sem haldið verður á Fáskrúðsfirði 2. júní. Gunnar Finnsson sér um mótið. G.I.J. Sigursveitin: Gísli Bogason, Kjartan Már Másson, Magnús Valgeirsson og Sverrir Unnarsson. Myndin er tekin á 47. ársþingi UÍA, sem haldið var í Brúarásskóla 5. maí sl. og sýnir hluta þingfulltrúa. Skákfréttir: Sveitakeppni taflfélaga á Austurlandi

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.