Austri


Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 3

Austri - 31.05.1990, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 31. maí 1990. AUSTRI 3 Þátttakendur á vinnuréttarnámskeiði Alþýðusambands Austurlands og Félagsmála- skóla alþýðu. Myndin er tekin á Eiðum sl. föstudag. Alþýðusamband Austurlands: Námskeið í vinnu- rétti á Eiðum Dagana 23. til 25. maí sl. geng- ust Alþýðusamband Austurlands og Félagsmálaskóli alþýðu fyrir námskeiði í vinnurétti, á Eiðum. Námskeiðið var ætlað starfs- mönnum stéttarfélaga og fólki, sem situr í stjórnum stéttarfélaga. Námsefni á námskeiðinu voru einkum samningar stéttarfélaga, lög þeirra og túlkanir á þessum hlutum, t.d. um kjarasamninga, verkföll, réttindi í veikinda- og slysatilfellum, um orlof og barns- burðarleyfi. Einnig réttindi vegna veikinda, um uppsagnir úr starfi, ráðningarsamninga og verksamn- inga svo eitthvað sé nefnt. Leiðbeinandi á námskeiðinu var Lára V. lúlíusdóttir, sem er lög- fræðingur og framkvæmdastjóri ASÍ. Þátttakendur á námskeiðinu voru 12 og voru þeir af svæðinu frá Höfn í Hornafirði og alveg norður á Þórshöfn, sem reyndar er ekki á svæði Alþýðusambands Austur- lands, en þaðan kom einn gestur. Ekki hefur áður verið haldið þess konar námskeið hér á Aust- urlandi, en áður hafa t.d. verið haldin hér sérstök námskeið fyrir trúnaðarmenn stéttarfélaga. Sigurður Ingvarsson forseti Alþýðusambands Austurlands sá um undirbúning námskeiðsins, en stjórnandi þess var Bergþóra Ing- ólfsdóttir. G.I. Fiskifélag íslands: Næstmestum afla landað á Seyðisfirði fyrstu fjóra mánuði ársins Heildarsjávarafli landsmanna í apríl var 77.919 tonn samkvæmt bráðabirgðatölum frá Fiskifélagi fslands, en heildarafli í sama mán- uði í fyrra var töluvert meiri eða 125.394 tonn. Heildarafli landsmanna fyrstu fjóra mánuði ársins var þá orðinn 858.222 tonn á móti 868.958 tonnum á sama tímabili í fyrra. Heildarþorskafli í apríl sl. var 39.275 tonn á móti 51.522 tonnum í apríl í fyrra. Þorskafli fyrstu fjóra mánuði ársins var þá orðinn 135.764 tonn á móti 161.692 tonnum á sama tímabili í fyrra. Ýsuafli var nú í apríl samtals 8.482 tonn á móti 7.182 tonnum í sama mánuði í fyrra. Ufsaafli í apríl var samtals 9.815 tonn, en 6.102 tonn í apríl í fyrra. Karfaafli í apríl var 9.198 tonn, en 8.703 tonnn í sama mánuði í fyrra. Grálúðuafli var 4.522 tonn í apríl, en 10.088 tonn í apríl á síðasta ári. Loðnuafli var enginn í apríl í ár, þar sem loðnu- vertíð var lokið, en í apríl í fyrra Apríl 1990 Bakkafjörður 186 tonn Vopnafjörður 669 - Borgarfjörður e. 122 - Seyðisfjörður 31 - Neskaupstaður 1.483 - Eskifjörður 986 - Reyðarfjörður 751 - Fáskrúðsfjörður 1.514 - Stöðvarfjörður 604 - Breiðdalsvík 826 - Djúpivogur 373 - Höfn 2.488 - veiddust 33.174 tonn af loðnu. Heildarloðnuafli á vertíðinni fyrstu þrjá mánuði ársins varð 616.295 tonn, en var alls 607.323 tonn á vertíðinni í janúar til apríl í fyrra. Fyrstu fjóra mánuði þessa árs hefur mestur afli borist á land í Vestmannaeyjum alls 106.790 tonn. Seyðisfjörður er enn í öðru sæti með 89.572 tonn, þrátt fyrir það að fiskvinnsla hefur legið þar niðri frá áramótum og afli togar- anna þar fluttur út í gámum. Er sá afli, sem landað hefur verið á Seyðisfirði frá áramótum nær ein- göngu loðnuafli. í þriðja sæti frá áramótum er svo Eskifjörður með 72.356 tonn rétt á undan Siglufirði í fjórða sæti með 71.558. Hér fer á eftir listi yfir afla, sem landað hefur verið á höfnum á Austurlandi í apríl og í sama mán- uði í fyrra. Einnig bráðabirgða- tölur yfir heildarafla á sömu stöðum fyrstu fjóra mánuði þessa árs: Apríl 1989 Jan. til apríl 1990 286 tonn 404 tonn 770 - 7.852 - 92 - 229 - 485 - 89.572 - 3.536 - 65.654 - 1.358 - 72.356 - 890 - 30.570 - 1.035 - 4.214 - 273 - 1.467 - 406 - 1.865 - 731 - 1.606 - 2.896 - 22.949 G.I. Stólpi tekur við einnota umbúðum Stólpi, sem er verndaður vinnu- staður Lyngási 12 á Egilsstöðum, hefur nú tekið að sér að taka á móti einnota umbúðum, svo sem gosflöskum, plast- og áldósum undan gosdrykkjum eða bjór og einnota glerjum. Tekur Stólpi við þessu hlutverki af Kaupfélagi Hér- aðsbúa, sem áður sá um þettá fyrir Endurvinnsluna hf., en KHB aðstoðar þó Stólpa við að geyma umbúðirnar og flytja þær. Tekið skal fram að Stólpi tekur ekki á móti plastbrúsum undan ávaxtasafa eða djúsi, en öllum umbúðum undan gosdrykkjum og bjór. Fólk er hvatt til að telja og flokka plast-, ál- og glerumbúðir hverjar fyrir sig og er þá hægt að fá umbúðirnar staðgreiddar. Tekið er á móti umbúðum alla virka daga frá kl. 9 til 16. Einnig má geta þess að Stólpi framleiðir og selur skiltin „Vinsamlegast dreptu á bílnum“, sem nú sjást orðið víða við opin- berar bygginar og fyrirtæki. Fréttatilkynning. Þverklettum 1, Egilsstöðum, sími 12002. AUSTFIRÐINGAR - AUSTFIRÐINGAR Allt í garðinn á einum stað. GRÆNA TORGIÐ Egilsstaðaskóla laugardaginn 2. júní kl. 13 til 16. Söluaðilar verða með tré, runna, fjölærar plöntur, sumarblóm, græn- meti, ávexti, áburð, garðáhöld, gangstéttarhellur og fleira. Einnig verður garðyrkjufræðingur á vegum Garðyrkjufélags- ins, sem veitir ráðgjöf. Egilsstaðadeild Garðyrkjufélags íslands. Ljósmyndasafnið á Egilsstöðum: Af hverjum er myndin? 44 Mmnum hvert annað á - Spennum beltin! aUMFERÐAR RÁÐ Bjarni Þorsteinsson ljósmyndaði. Bjarni tók myndir á Borgarfirði 1897-1900 og á Vopnafirði 1900-1903. Myndin er úr búi Gunnþór- unnar Eiríksdóttur og Jóhanns Kristjánssonar Bakkagerði, Jökuls- árhlíð. Mynd nr. 38: í Austra 29/3 1990. Guðrún Ingibjörg Sveinbjörnsdóttir, f. 17. des. 1895, d. 3. okt. 1930. Bjó í Neskaupstað. Mynd nr. 40: í Austra 29/3 1990. Gunnlaugur Jóhannesson, vitavörður, Glettinganesi 1930-1944. Búsáhaldadeild: Gasgrill, kolagrill, grillkol, grilláhöld ALLTÁ GRILLIÐ n SW'ar' ° Vi6ld. V0'0 Fatadeild: Frá MELKA fyrir herra: Sumarblússur, skyrtur og buxur. Sumarbolir, stuttbuxur, sundfatnaður. Úrval af ungbarnafatnaði. Opið mánud. - fimmtud. kl. 9-18. Föstud. kl. 9-19. Laugard. kl. 10-14. ygy Kaupfélag Héraðsbúa Egilsstöðum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.