Austri


Austri - 21.06.1990, Blaðsíða 4

Austri - 21.06.1990, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 21. júní 1990. Austraspurning Ætlar þú að ferðast eitthvað í sumar? Friðmar Gunnarsson, Fáskrúðsfirði. — Það hugsa ég ekki. Ég geri ráð fyrir að vera heima. Hákon Aðalsteinsson, Egilsstöðum. — Já, ég verð mikið fyrir ofan 1000 metrana í sumar. Ég verð mest allt sumarið uppi á hálend- inu. Ég fer á mínum fjallabíl. Sigfinnur Karlsson, Neskaupstað. — Já, þrítugasta og fyrsta júlí fer ég með hóp frá Verkalýðsfélagi Norðfirðinga í 12 daga hringferð um Vestfirði, Snæfellsnes og Norðurland. Hreggviður Jónsson, Fellabæ. — Ég reikna með því að verða að vinna á fullu í allt sumar, nema þá helst, ef ég skrepp eitthvað um helgi, kannski helst um verslunarmannahelg- ina. Geir Valur Ágústsson, Seyðisfirði. — Nei, það er ekkert ákveðið. Sólveig Svavarsdóttir, Seyðisfirði. — Ég var að koma úr nokkurra daga ferðalagi til Finnlands. Ég var þar með hópi frá íþróttafélagi fatlaðra. Ferðin gekk mjög vel. Það voru 10 keppendur í ferðinni og þeir komu heim með 15 verðlaunapeninga. Minning: Ingibjörg Sigfúsdóttir Egilsstöðum Fædd 17. mars 1952 Dáin 10. júní 1990 Deyr fé, deyja frændur, deyr sjálfur ið sama; en orðstír deyr aldregi, hveim er sér góðan getur. (Hávamál) Með fáeinum orðum viljum við minnast Ingibjargar Sigfúsdóttur skólasystur okkar sem útskrifaðist með okkur þann 19. maí 1990. Það var mikið áfall að frétta að nú hefur verið höggvið skarð í þennan hóp. Ingibjörg var sterkur persónu- leiki, hreinskiptin og ákveðin og kom ævinlega til dyranna eins og hún var klædd. Ingibjörg var ætíð létt og hress í tímum og kom oft af stað umræðum um námsefnið. Hún var áhugasöm um námið og stundaði það af miklum dugnaði, þrátt fyrir að hún þyrfti einnig að sinna heimilinu og atvinnu sinni. Var það okkur sem yngri erum mikil hvatning í okkar námi. Ingi- björg lauk námi sínu nú um ára- mótin en svo mikill var námsáhugi hennar að þrátt fyrir að hafa lokið tilskyldum áföngum til stúdents- prófs þá tók hún einn áfanga um skógrækt á vorönn. Þegar komið var að því að fagna námslokum og „Dimmitera“ saman, tók hún þátt í því af lífi og sál og opnaði heimili sitt fyrir okkur öllum. Mikil gleði ríkti þennan dag og kynnin urðu öðru- vísi en á venjulegum kennslu- dögum þegar setið var yfir skóla- bókunum. Ingibjörg Sigfúsdóttir. Útskriftardagurinn var stór dagur fyrir okkur öll. Langþráðum áfanga var náð, stúderitsprófið í höfn. Stutt er á milli gleði og sorgar og skyndilega er komið að því að kveðja einn úr hópnúm. Ingibjörg hefur verið kölluð burt af þessari jarðvist til að gegna öðru hlut- verki. Ég veit þú heim ert horfin nú og hafin þrautir yfir, svo mœt og góð, svo trygg og trú, svo tállaus, falslaus reyndist þú, ég veit þú látin lifir! (S. Sigurðsson) Við þökkum Ingibjörgu sam- fylgdina og biðjum góðan Guð að styrkja alla fjölskyldu hennar í þessari miklu sorg. Samstúdentar Kosninga- úrslit Laugardaginn 9. júní sl. var kosið til 50 hreppsnefnda víðs vegar um landið. Kosningin var alls staðar óhlutbundin utan í fjórum hreppum þar sem kosið var á milli tveggja lista. Hér á Austur- landi var kosin ný hreppsnefnd í 8 hreppum og fara úrslit hér á eftir. Tunguhreppur Á kjörskrá voru 70. Atkvæði greiddu 51, eða 71,5%. Auðir og ógildir seðlar voru 3. Kosningin var óhlutbundin. Kosningu hlutu: Þórarinn Hallsson, Rangá (41), Jón Steinar Elísson, Hallfreðar- stöðum (32), Anna Bragadóttir, Flúðum (29), Gunnar Guttorms- son, Litla-Bakka (24) og Örn Þor- leifsson, Húsey (15). Flj ót sdalshr eppur Á kjörskrá voru 88. Atkvæði greiddu 71, eða 80,7%. Auðir og ógildir seðlar voru 0. Kosningin var óhlutbundin. Kosningu hlutu: Magnhildur Björnsdóttir, Víði- völlum (50), Guttormur V. Þormar, Geitagerði (42), Hjörtur E. Kjer- úlf, Hrafnkelsstöðum (42), Ingi- mar Jóhannsson, Eyrarlandi (35) og Bergljót Þórarinsdóttir, Egils- stöðum (31). J ökuldalshreppur Á kjörskrá voru 111. Atkvæði greiddu 94, eða 84,7%. Auðir og ógildir seðlar voru 0. Kosningin var óhlutbundin. Kosningu hlutu: Arnór Benediktsson, Hvanná (69), Vilhjálmur Þ. Snædal, Skjöldólfsstöðum (65), Jón V. Einarsson, Hvanná (51), Sigurður Aðalsteinsson, Vaðbrekku (42) og Björgvin Geirsson, Eiríksstöðum (38). Hlíðarhreppur Á kjörskrá voru 76. Atkvæði greiddu 52, eða 68,4%. Auðir og ógildir seðlar voru 2. Kosningin var óhlutbundin. Kosningu hlutu: Björn Sigurðsson, Surtsstöðum (43) , Guðgeir Ragnarsson, Torfa- stöðum (34), Benedikt Hrafnkels- son, Hallgeirsstöðum (29), Stefán Sigurðsson, Breiðumörk (26) og Stefán Geirsson, Ketilsstöðum (25). Skriðdalshreppur Á kjörskrá voru 79. Atkvæði greiddu 54, eða 68,4%. Auðir og ógildir seðlar voru 0. Kosningin var óhlutbundin. Kosningu hlutu: Einar Árnason, Hryggstekk, (45), Jónína Guðmundsdóttir, Lynghóli (44) , Jón Júlíusson, Mýrum (44), Kjartan Runólfsson, Þorvalds- stöðum (40) og Magnús Karlsson, Hallbjarnarstöðum (22). Umsjón: Sigurður Óskar Pálsson. / I hendingum Á minnisblaði sé ég, að þann 22. fyrra mánaðar hef ég hripað niður vísu eftir Braga frá Surts- stöðum, þá nýlega kveðna. Hann hafði frétt hvernig sauð- burður gengi á bæ einum í Fellum og vikið orðaröð fregn- arinnar lítið eitt: Ærnar bera og þær gera betur. Þær sem eru ei þrílembdar þær eru allar tvílembdar. Um einlembinga ekki framar getur. Þegar ég fór að hugsa fyrir þessum þætti hringdi ég í Braga og spurði hvort hann hefði aldr- ei glímt við stikluvikið. Lét hann ekki mikið yfir því og kvöddumst við að sinni. Ekki leið þó á löngu uns hann hringdi í mig og átti eitt og annað í pokahorninu: Glaður leikur lambs um vor, líf og kveikja bragsins, mönnum eykur mátt og þor möguleiki um heillaspor. Fróðir menn telja, að fyrst hafi verið ort undir þessum hætti á 16. öld og segja hann hafa orðið mjög algengan á rímum, einkum á 19. öld. Sak- laus lesari veit ekki betur en að hann sé að renna augum yfir venjulega ferskeytlu þar til síð- asta braglínan steypist yfir hann eins og þruma úr heiðskíru lofti, með jafnmörgum atkvæðum og sama rími og fyrsta og þriðja hending. Man ég vel hve afkáralegur mér þótti háttur þessi er ég heyrði hann í fyrsta sinn, og hélt að höfund- urinn hefði kveðið svona ein- göngu vegna þess, að hann hefði með engu móti getað fundið orð sem rímaði við loka- hljóð annarrar braglínu. Að sjálfsögðu hafa menn leikið sér að stikluvikinu, eins og öðrum rímnaháttum gegnum tíðina, skreytt það með alls konar listilegum rímkrúsi- dúllum þvers og kruss, ef mér leyfist að taka svo gálauslega til orða, en lítt hætti ég mér út í þá sálma. Bragi benti réttilega á, að auðvelt væri að breyta vísunni þeirri arna í ferskeytlu með því að hafa síðustu hendinguna svona: möguleiki dagsins. Svo geta lesendur skemmt sér við að athuga hvor gerðin þeim þykir betri. Þá kemur hér önnur vísa sem Bragi lét mig heyra: Enga rengi sagða sögn, sannananna leita þó, finn og kynni gömul gögn gengins drengs í tímans þögn. Sé að gáð, sést að þessi vísa er ekki með sama bragarhætti og hin fyrri, enda er hér ekki á ferðinni hið eina, sanna stiklu- vik, skilji ég bragfræðinga rétt. Hér eru allar braglínur jafn- langar, sjö atkvæði, allar brag- línur stýfðar, eins og það er kallað þegar síðasti liður er aðeins eitt atkvæði. Þetta er gagaraljóð með stikluvikstil- brigði, nefnt gagarastikluvik og er vísan síst verri fyrir það. Hér að auki er hún framhend, eins og það er nefnt: Enga rengi, sannananna, o.s.frv. Bragarháttur alkunnrar vísu eftir Pétur Pétursson prófast (í Stafholti, viti ég rétt) er gott dæmi um gagaraljóð, óbreytt: Litli Gráni leikur sér, lipurt hefir fótatak. Pabbi góður gaf hann mér, gaman er að skreppa á bak. Oft kemur mér í hug gömul vísa sem ég lærði einhvern tíma þegar ég var krakki. Ég hef heyrt af henni þrjú tilbrigði og a.m.k. eitt þeirra heyrist oft í útvarpinu. Öll eru tilbrigðin hringhend. Austan kaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga. Veltir alda vargi Hlés, við skulum halda á Siglunes. f þessari gerð er vísan með hætti stikluviks. Sumir hafa síð- ustu braglínuna svona: við skulum halda á skaga. Hér er hátturinn orðinn fer- skeyttur. Og að lokum hef ég heyrt hana svona: Austan kaldinn á oss blés, upp skal faldinn draga trés. Síðan áfram eins og í fyrsta tilbrigðinu og er hún þá komin í búning samhendu, sem hefur sömu braglínulengd og gagara- ljóð, en sömu rímhljóð í öllum endingum. Skal svo látið af bragfræði- stagli í bili. Með bestu kveðju. S.Ó.P. Mj óafj arðarhreppur Á kjörskrá voru 24. Atkvæði greiddu 20, eða 83,3%. Auðir og ógildir seðlar voru 1. Kosningin var óhlutbundin. Kosningu hlutu: Sigfús Vilhjálmsson, Brekku (13), Jóhann Egilsson, Kastala (12) og Erlendur Magnússon, Dalatanga (11). Geithellnahreppur Á kjörskrá voru 54. Atkvæði greiddu 22, eða 40,7%. Auðir og ógildir seðlar voru 5. Kosningin var óhlutbundin. Kosningu hlutu: Ragnar Eiðsson, Bragðavöllum (15), Flosi Ingólfsson, Flugu- stöðum (13), Eysteinn Ingólfsson, Flugustöðum (13), Ástríður Bald- ursdóttir, Hofi (10) og Haukur Elísson, Starmýri (5). Fáskrúðsfjarðarhreppur Á kjörskrá voru 68. Atkvæði greiddu 47, eða 69,1%. Auðir og ógildir seðlar voru 0. Kosningin var óhlutbundin. Kosningu hlutu: Friðmar Gunnarsson, Tungu (36), Jón Úlfarsson, Eyri (33), Friðrik Steinsson, Hafranesi (31), Björn Þorsteinsson, Þernunesi (29) og Gestur Sigmundsson, Kappeyri (23). Legsteinar úr fallegum norskum steini. Gerið verðsamanburð. Sendum myndalista. SJALFASTEIKN? ■''720 Borgarfirði eystri S 97-29977

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.