Austri


Austri - 21.06.1990, Blaðsíða 8

Austri - 21.06.1990, Blaðsíða 8
Bfíoms býður betur! Opið mánd. - föstud. kl. 13:00 til 18:00 Aukið vöruúrval. Komið og gerið góð kaup. Egilsstöðum, 21. júní 1990. 24. tölublað. Egilsstaðir: Opnun áfengisútsölu í sjónmáli „Ég vil nú ekki gefa upp neina tímasetningu á því hvenær útsala verður opnuð á Egilsstöðum, en ég geri ráð fyrir því að þegar fer að líða á sumarið þá komi ég austur og athugi málið. Þaö var á okkar áætlun að opna útsölu á Egils- stöðum í ár en það er nú ekki alveg víst að af því verði, en það er gefið mál að við munum semja einhverja áætlun. Hvort hún svo kemst í framkvæmd hérna megin eða hinum megin við áramótin er svo annað mál“, sagði Höskuldur Jónsson, forstjóri ÁTVR, er blm. spurðist fyrir um opnun áfengisút- sölu á Egilsstöðum, en nú eru um tvö ár frá því að samþykkt var í almennri atkvæðagreiðslu á staðnum að óska eftir að opnuð yrði áfengisútsala. Þá sagði Höskuldur að opnun útsölu á Egilsstöðum tengdist óhjákvæmilega útsölunni á Seyðis- firði og framtíð hennar, en sala þar dróst verulega saman þegar opnuð var útsala í Neskaupstað. Sagði Höskuldur það gefið mál að salan á Seyðisfirði myndi fyrst og fremst þjóna bæjarbúum einum eftir opnun verslunar á Egilsstöð- um. Því tengdust þessi útsölumál á Egilsstöðum og Seyðisfirði. B. Búast má við að ferðum Héraðsbúa yfir „Hólinn" fækki nokkuð eftir opnun áfengisútsölu á Egilsstöðum. Reyðarfjörður: Bryggjiihátíð 30. júní Efnt verður til svokallaðrar Bryggjuhátíðar í annað sinn á Reyðarfirði 30. júní nk. og verður þar boðið upp á fjölbreytta skemmtidagskrá frá kl. 14:00 og fram á nótt. Sjá nánar í frétt á bls. 5. F áskrúðsfj örður: Annar lögreglumaður í fast starf og ný lögreglubifreið Aðeins einn fastráðinn lögreglu- þjónn hefur verið staðsettur á Fá- skrúðsfirði á undanförnum árum, og hefur hann því nánast verið á vakt allan sólarhringinn. Hjá lögreglunni á Fáskrúðsfirði fengust þær upplýsingar sl. föstu- dag, að fyrir um það bil mánuði hefði verið bætt við öðrum lög- reglumanni í fullt starf og yrðu því tveir lögreglumenn starfandi þar framvegis. Ganga þeir nú 8 tíma vaktir og geta yfirleitt farið í helg- arfrí til skiptis. Er þetta mikil breyting til batnaðar að mati lög- reglunnar. Lögreglan á Fáskrúðsfirði á að sinna útköllum og löggæslu á öllu svæðinu norðan við Eyri í Reyðar- firði og suður í Geithellnahrepp, svo oft fylgir starfinu mikill akstur. Hefur komið fyrir að akstur hafi farið upp í um 800 km á sólarhring að sögn lögreglunnar. Ný lögreglubifreið Nýlega fékk lögreglan á Fá- skrúðsfirði nýja bifreið, af gerð- inni Toyota Corolla, til notkunar, og vildu lögreglumennirnir lýsa ánægju sinni með að fá þennan nýja lögreglubíl, svo þeir gætu hvílt eitthvað gamla Ford- jeppann, sem notaður hefur verið til þessa. Gamli Ford-jeppinn verður þó notaður áfram t.d. við löggæslu á dansleikjum, þar sem hægt er að setja menn inn í hann til gæslu. Á Fáskrúðsfirði eru einnig tveir fangaklefar. g.i. Laxyeiðitíminn nálgast Nú styttist óðum í það að lax- veiði megi hefjast hér austanlands. Samkvæmt heimildum blaðsins hefst veiði í Vesturdalsá í Vopna- firði fyrstu dagana í júlí. Þar eru leyfðar þrjár stangir samtímis. Þar veiddust um 220 laxar í fyrra, sem mun vera nálægt meðallagi. Hofsá í Vopnafirði verður vænt- anlega opnuð fyrir veiði rétt fyrir mánaðamótin júní/júlí, en Sunnu- dalsá eitthvað seinna. í fyrra veiddust um 870 laxar í Hofsá, sem mun hafa verið tæplega í með- allagi, en veiði þar hefur farið upp í um 1700 laxa í bestu árum. Veiðileyfi í Hofsá selur Haraldur Jónsson bóndi á Einarsstöðum. Laxveiði í Breiðdalsá hefst 20. júní. Á svæði I og II eru leyfðar 4 stangir og ein stöng á svæði III, sem er á vatnasvæði Tinnu í Norðurdal. Svæði IV opnar ekki fyrr en 15. júlí og svæði V 1. ágúst. Veiðileyfi kosta 4300 kr. á dag til 30. júní, en 6300 kr. á dag frá 1. júlí, en skylda er að kaupa tvo daga saman. Veiðileyfi á silunga- svæðið kostar 1700 kr. og þar er hægt að kaupa leyfi fyrir einn dag í senn. Veiðileyfi eru seld á Hótel Bláfelli. Veiði í Selfljóti og Gilsá hefst 20. júní og eru veiðileyfi seld hjá Ferðamiðstöð Austurlands á Egilsstöðum. G.i. Orlofshús: Starfsmannafélag Landsbankans byggir Á myndinni hér að ofan sjást fimm af sex orlofshúsum Starfsmannafélags Lands- bankans sem verið er að byggja í svokall- aðri Stóruvík við Löginn skammt innan Egilsstaða. Húsin eru frá Trésmiðju Hjót- sdalshéraðs og verða þau afhent fullbúin um miðjan næsta mánuð. Töluverð eftir- spurn er eftir landi til bygginga sumarhúsa víða á Héraði og má geta þess að í Valla- hreppi eru nú um 60 orlofshús og liggur fyrir umsók um byggingu átta til viðbót- ar. Austram./B. Egilsstaðaflugvöllur: Framkvæmdir hefjast síöar en áformað var Samkvæmt upplýsingum frá Ing- ólfi Arnarsyni, umdæmisstjóra Flugmálastjórnar á Austurlandi, hefur orðið nokkur seinkun á því að framkvæmdir við fjórða áfanga nýja flugvallarins á Egilsstöðum geti hafist, og er það einkum vegna erfiðrar fjárhagsstöðu Flug- málastjórnar. Engu að síður kvaðst Ingólfur búast við því , að þeim verkefnum, sem ljúka átti við flugvallargerðina á þessu ári, yrði lokið á árinu, þótt það yrði eitthvað síðar en áformað var. Nú eru þau gögn, sem vinna þarf fyrir þennan fjórða áfanga í lokavinnslu og verða væntanlega tilbúin í næstu viku. Verður þá væntanlega hægt að taka ákvarð- anir um framhald málsins. í fjórða áfanga, sem til stendur að vinna á þessu ári, eins og fyrr segir, á að skipta um jarðveg í flugvélarstæðum og koma fyrir öllum röralögnum í brautarfylling- unni, auk þess sem gengið verður betur frá öryggissvæðum meðfram flugbrautinni og þau jöfnuð, svo það helsta sé nefnt. G.i. KURL Sjónvarp Jónas Jónsson, búnaðar- málastjóri, hefur að undan- förnu skrifað greinar um land- búnaðarmál í Tímann. í máli hans kemur m.a. fram gagn- rýni á fréttastofu sjónvarpsins fyrir óvilhallan fréttaflutning um landbúnaðarmál. Nefnir hann nokkur dæmi máli sínu til stuðnings og er víst af nógu að taka. Um myndbirtingar sjónvarpsins skrifar hann svo: „Haugakjötsmyndir sínar er ríkissjónvarpið búið að sýna svo oft að hreinum undrum sætir. Eftir sífellda birtingu þessa ljóta myndefnis að dæma, mætti ætla að það væri árlegur ef ekki enn algengari viðburður að góðum mat væri hent á hauga á íslandi. Erfitt er að skýra ást einstakra fréttamanna á myndum af þeim leiða atburði þegar menn neyddust til þess fyrir um þremur árum að henda nokkru af ærkjöti og gömlum frampörtum öðruvísi en þeim sé fróun að því að sverta land- búnaðinn. Er önnur skýring á því?" Þessi skrif Jónasar leiða hugann að annarri mjög svo algengri myndbirtingu frétta- manna ríkissjónvarpsins þ.e. þegar fjallað er um hvalveiðar okkar íslendinga og baráttu okkar fyrir því að ráða sjálf nýtingu náttúruauðlinda okkar, og eru þá sjávar- spendýr að sjálfsögðu þar innifalin. Einhverra hluta vegna er það nánast regla hjá fréttastofu sjónvarpsins þegar fjallað er um þessar veiðar, eða mál þeim tengd, að sýna þá myndefni af nýskotnum hval fljótandi í eigin blóði eða þá hvar verið er að skera þá langs og þvers uppi í Hval- firði. Sumum kann að finnast þetta eðlilegar myndbirtingar, en mætti ekki alveg eins birta myndir frá fínu veitingahúsi í Japan, þar sem viðskiptavinir þess eru að bragða á hval- kjöti, þessari vinsælu og dýru útflutningsvöru? Myndirnar sem birtast í sjónvarpinu eru styrkur þess og áhrifamáttur, frekar en hið talaða orð. Því þarf að vandá valið á því myndefni, sem sent er út með fréttum. Skop Læknirinn hringdi æstur til eins sjúklings síns: — Ávís- unin yðar kom aftur frá bank- anum. — Það er allt í lagi, svaraði hinn. — Ég fékk flensuna líka aftur. ★ — Jæja, Jónsi. Viltu nú segja mér hvers vegna ég flengdi þig? — Þetta var líkt þér. Að berja mig fyrst sundur og saman og muna svo ekki hvers vegna.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.