Austri


Austri - 21.06.1990, Blaðsíða 6

Austri - 21.06.1990, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 21. júní 1990. Göngum vel um sæluhúsin ygfí'iÐ velkomiíQ ' JMGFNGNI LÝSIR iNNRA MAI > SlYSAVARNAFÉlwAG ÍSIAUD^ Allir þeir, sem á þurfa að halda eru boðnir velkomnir í sæluhús Slysavarnafélags íslands, eins og sjá má á skiltinu hér á myndinni, og jafnframt er hvatt til góðrar umgengni um húsin. Hún getur þó orðið köld og óvistleg aðkoman að slíku húsi, ef fólk í neyð kemur að brotnum rúðum og umgengni innan dyra eftir því, eins og nú er ástatt með sæluhúsið við veginn yfir Fagradal. Enginn veit hver næst þarf að leita skjóls í þessu sæluhúsi kannski í blindbyl og ófærð að vetrarlagi. Því ætti ekki að þurfa að hvetja vegfarendur og ferða- menn til að ganga vel um öll sælu- hús, hvar sem þau eru, og valda þar ekki skemmdum. Ekki ætti heldur að fjarlægja þaðan neitt af búnaði eða vistum að óþörfu, svo þau. séu ávallt tilbúin, sem öruggt skýli fyrir nauðstadda ferðalanga. Það getur jafnvel skipt sköpum að nauðsynlegur búnaður sé til staðar í sæluhúsinu, þegar á honum þarf að halda. Þess má geta til gamans, að sam- kvæmt upplýsingum frá Slysa- varnafélagi íslands eru nú 81 neyð- arskýli eða sæluhús á vegum félagsins víðs vegar um land. í landinu eru starfandi 94 björgun- arsveitir á vegum Slysavarnafé- lagsins, en aðeins 7 menn eru á launum hjá félaginu. Öll starfsemi á vegum sveitanna er annars unnin í sjálfboðavinnu. Austramynd/B Flugleiðir velja Fokker 50 fyrir innanlandsflug FIRRING í Búðardal er gefið út héraðs- fréttablað sem heitir Dalablaðið, og í síðasta tölublaði þess birtist leiðari sem ber nafnið „Firring“. Jónas Pétursson í Fellabæ kom hér við á Austra og hafði hann með- ferðis umræddan leiðara sem hann bað okkur að birta við fyrsta tæki- færi. Taldi Jónas þessa ritsmíð eiga erindi til fleiri en lesenda Dalablaðsins og var tekið undir það sjónarmið hér á bæ. Fer umræddur leiðari hér á eftir: „Firring er það kallað þegar or- sakasamhengi hlutanna slitnar og grundvöllurinn hverfur, eða verður ekki séður og málin svífa í lausu lofti. Þegar maður upplifir það að lærðir hagfræðingar og aðrir þekktir hugsuðir spá því að hin íslenska þjóð muni innan 15 ára ganga í Efnahagsbandalag Evrópu með öllum þeim skilmálum sem það bandalag byggist á, þá dettur manni þetta orðtak í hug, - firring. Eðli EBE er slíkt að íslenskt þjóðfélag myndi hrynja á örfáum vikum ef við gengjum í það banda- lag. íslenskur landbúnaður hefur ekki nokkra samkeppnismögu- leika á þeim vettvangi af þeirri ein- földu ástæðu að ísland er svo harð- býlt land. Jafnvel bændur í einu frjósamasta héraði Svía á Skáni undirbúa sig undir það að leggja af mestan hluta búskaparins vegna þess að þeir telja sig ekki sam- keppnishæfa á hinum fyrirsjáan- lega EBE markaði. Öll fiskvinnsla mun leggjast niður á íslandi ef íslendingar ganga í EBE. Lítil þorp vítt og breitt hringinn í kringum landið munu leggjast í auðn. Útlendingar sækjast nú þegar mjög eftir því að fá keyptan óunnin fisk til vinnslu erlendis og væru til í að kaupa allan fisk sem við veiðum óunninn. Er hugmyndin um að íslend- ingar gangi í EBE ekki firra? Vantar ekki að lærðir menn eins og hagfræðingar og aðrir þekktir hugsuðir sjái orsakasamhengið og skoði endinn á slíkri gjörð? Eða hugsa menn sem svo að farið hafi fé betra en íslenskur landbúnaður og afskekkt sjávarþorp, en þora kannski ekki að segja það upphátt? K.E.“ Jónsmessumót UÍA UMFÍ hlaup Laugardaginn 23. júní gengst UÍA fyrir frjálsíþróttamóti á Egilsstöðum, svokölluðu Jóns- messumóti, og er það fyrst og fremst úrtökumót fyrir Landsmót UMFÍ í Mosfellsbæ. Mótið hefst kl. 11:00 og þar verður keppt í flestum Landsmótsgreinum. Félögin eru beðin að skrá sem flesta keppendurna á skrifstofu UÍA eða hjá frjálsíþróttaráði eigi síðar en á föstudag. Þeir, sem ekki verða skráðir fyrirfram, verða skráðir á keppnisstað. Öllum félögum í UÍA, 13 ára og eldri, er heimil þátttaka í mótinu og það er einnig opið gestum. UMFÍ - hlaup Á Landsmótinu í Mosfellsbæ fer fram svokallað UMFÍ-hlaup fyrir börn fædd 1976, 1977, 1978 og 1979. Jafnhliða Jónsmessumótinu 23. júní verður haldin undan- keppni fyrir þetta hlaup á Egils- staðavelli og hefst hún kl. 14:00. Skráð verður í hlaupið við völlinn á milli kl. 13:00 og 14:00. Allir aldurshópar hlaupa 2000 m og þrír fyrstu í hverjum flokki öðlast rétt til þátttöku í UMFÍ-hlaupinu í Mosfellsbæ. Allir þátttakendur fá viðurkenningu. ATVINNA Vikublaðið Austri óskar eftir að ráða útgáfustjóra og blaðamann í fullt starf. Upplýsingar veitir Broddi Bjarnason í síma 11984 Stjórn Flugleiða ákvað 7. júní sl. að endurnýja innlandsflugflota Flugleiða með nýjum 50 sæta Fokker 50 skrúfuþotum innan tveggja ára. Sigurði Helgasyni, forstjóra félagsins var falið að ganga frá samningum við Fokker verksmiðjurnar í Hollandi um kaupleigu þriggja véla og að láta fara fram frekari arðsemisútreikninga um fjórðu vélina. Gert er ráð fyrir að allar vélarnar komi til félagsins innan tveggja ára og Fokker verk- smiðjurnar hafa þegar tekið frá framleiðslunúmer vegna þeirra. Nýjar Fokker 50 flugvélar kosta í dag um 12 milljónir dollara eða um 730 milljónir króna. Flugleiðir gera ráð fyrir að nýju flugvélarnar verði teknar á kaupleigu. Félagið hafi þær á leigu í 10 ár og öðlist þá kauprétt á föstu umsömdu verði og leigugjaldið renni upp í kaup- verðið. Gert er ráð fyrir að Fokker verksmiðjurnar kaupi allar eldri Fokker 27 flugvélar Flugleiða þegar í stað og félagið endurleigi þær fram að afhendingu flugvél- anna. Fokker 50 eru fullkomnustu skrúfuþotur sem völ er á og með þessari ákvörðun hafa Flugleiðir sett markið hærra en nokkru sinni fyrr í innanlandsflugþjónustu. Allur aðbúnaður farþega er fylli- lega sambærilegur við það sem gerist í millilandaþotum. Allur stjórnklefabúnaður er mjög full- kominn og þar hefur reyndar orðið tæknibylting þar sem mekanískur búnaður hefur vikið fyrir staf- rænum rafeindatækjum. Þá eru nýju vélarnar búnar fullkomnustu tegund flugleiðsögutækja. Flugvél- arnar eru með nýja tegund hreyfla sem eru hinir hljóðlátustu sem fáanlegir eru á skrúfuþotum af þessari stærð. Mjög mikill munur er því á hávaða frá nýju Fokker 50 flugvélunum og Fokker 27 vél- unum sem Flugleiðir hafa nú í þjónustu í innanlandsfluginu. Flugleiðir hafa alltaf gert kröfur um öryggi og þægindi í innanlandsfluginu Flugleiðir og Flugfélag íslands fyrir þeirra daga hafa alltaf gert mjög miklar kröfur um öryggi og þægindi í innanlandsflugi. Flugfé- lagið sté stórt framfaraspor þegar F-27 flugvélarnar tóku við af DC-3 flugvélunum hér á landi fyrir 25 árum bæði hvað varðar flugöryggi, rekstraröryggi, afkastagetu innan- landsflugvéla og aðbúnað farþega. Þær meginreglur sem fyrirtækið setti sér þá hefur það enn í heiðri nú þegar aftur er komið að endur- nýjun innanlandsflugflotans. Flug- Ieiðir gerðu því eftirfarandi grund- vallarkröfur til nýju flugvélanna. a) Að þær gætu athafnað sig við fullt öryggi á íslenskum malar- flugbrautum og við aðflug í fjörðum landsins. b) Áð þær væru búnar jafnþrýsti- klefa sem gerðu þeim kleift að fljúga yfir veður, þar með væri meira öryggi í flugi tryggt og betur væri búið að farþegum. c) Að þær væru búnar tveimur áreiðanlegum skrúfuhverflum. d) Að þær væru framleiddar af viðurkenndum verksmiðjum í N-Ameríku eða Evrópu. e) Að þær væru sem víðast í notkun meðal helstu flugfélaga í Evrópu. f) Að um háþekjur væri að ræða og loftskrúfur í nægjanlegri fjarlægð frá yfirborði malarflug- brauta. Meginástæður fyrir vali á Fokker 50 Flugleiðir stefndu að kaupum á 45-50 sæta flugvél og með framan- greind skilyrði í huga komu auk Fokker 50 til greina Dash 8-300 frá De Havilland verksmiðjunum í Kanada og ATR 42 sem er frönsk- ítölsk smíði. Eftir ítarlegan samanburð hafði Fokker 50 betur. Ástæðurnar eru fyrst og fremst eftirfarandi: Reynsla Flugleiða af sam- skiptum við Fokker undanfarin 25 ár er mjög góð og þjónusta verk- smiðjanna við flugrekendur yfir- leitt talin með ágætum. Flugleiðir eiga hægt um vik með að nálgast varahluti vegna nálægðar verk- smiðjanna við flugvelli sem íslensk flugfélög þjóna. Flugmenn og tæknimenn Flug- leiða hafa kynnt sér þessi mál og hafa almennt lýst yfir stuðningi við kaup á Fokker 50. Margt í gerð á skrokki Fokker 50 er svipað og í F27 vélum félagsins og flugeigin- leikar vélanna eru um margt líkir. Skiptin yrðu því áhættuminni og einfaldari. Þau flugfélög í Evrópu sem Flug- leiðir hafa mest samskipti við hafa öll valið Fokker 50. Þar má nefna SAS, Luxair, Mærsk Air, Busy Bee, Austrian, Crossair (dóttur- félag Swissair) og KLM. Þetta býður uppá gagnkvæma aðstoð varðandi viðhaldskerfi, viðhalds- þjónustu, varahluti, þjálfun og flugaðferðir. Fokker 50 getur borið mesta arðhleðslu þeirra þriggja gerða sem komu til álita og getur jafn- framt flutt hana lengst. Fokker 50 getur meðal annars flutt fulla hleðslu til Oslo, Glasgow , Narsar- suaq, Kulusuk, Færeyja og London. Auk innanlandsflugs gefst því færi á að nýta þessa teg- und til fjölbreyttari þjónustu en hinar tvær. Það er ein af forsend- um þess að rekstri innanlands- flugsins verði snúið til betri vegar. Langflugseiginleikar Fokker 50 gera meðal annars mögulegt að fljúga beint frá flugvöllum úti á landi til viðkomustaða erlendis. Fokker 50 á auðveldara um vik en hinar gerðirnar tvær með að athafna sig fullhlaðin og með fullu öryggi þar sem aðstæður eru erfið- ar líkt og við ísafjarðarflugvöll og í Færeyjum. Fréttatilkynning.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.