Austri


Austri - 26.07.1990, Blaðsíða 1

Austri - 26.07.1990, Blaðsíða 1
Söluskáli KHB Egilsstöðum Við erum í þjóðbraut. Munið okkar vinsælu „SKALAPIZZU takið með ykkur eða neytið á staðnum. Réttur dagsins í hádeginu og á kvöldin. ísréttir, öl, gos og sæigæti. Mjóik, brauð og algeng matvara. Opið 8-23:30 alla daga. Esso bensín og olíur. • Sjálfsali eftir lokun. Sumarferð KSFA í Papey Forsíðumyndin að þessu sinni er úr sumarferð framsóknarmanna í Papey, sem farin var sl. laugardag. Hugað er að grillinu og setið að snæðingi. Á Áttæringsvognum liggur Haukafellið sem flutii fólkið tii eyjarinnar, en fróðir menn teija að aldrei hafi fleira fólk verið statt samtímis í eyjunni frá landnámstíð. Sjá grein og myndir frá ferðinni inni í blaðinu. Austram./B Landsvirkjun: Vegagerð á Fljótsdalsheiðl boðin út Heildarlengd vega um 30 km Myndin sýnir geldgœsahóp á Eyjabökkum og var hún tekin nýlega úr flugvél. Það er þolinmceðisverk að tekja fuglana eftir loftmyndum þegar hóparnir eru sem þétt- astir. MyndtS.Þ. ing í ár liggur enn ekki fyrir. Petta er yfir 570% fjölgun á 10 árum. Skarphéðinn sagði, að hafa bæri þó í huga, þegar rætt er um þessar tölur, að fleiri jökullón og vötn eru á Eyjabakkasvæðinu einkum undan jökulröndinni, þar sem heiðagæsir eru oft, svo misjafnt getur verið frá einu ári til annars, hve margar geldgæsir hafa safnast saman í þennan eina hóp, þegar talning fer fram. Einnig taldi hann, að hugsanlegt væri, að geld- gæsir gætu hafa komið þangað af öðrum svæðum t.d. úr Þjórsárver- um, þar sem stærsta heiðagæs- avarpið er. Fjölgunin í þessum geldgæsahóp við Eyjabakka þarf því ekki að vera öll frá þessu svæði hér eystra. Skarphéðinn sagði, að í fálkaleit frá Lómagnúpi og að Þjórsá í sumar hefðu hann og fylgdar- maður hans allvíða fundið heiða- gæsir verpandi á hálendinu og einnig hefðu þeir haft spurnir af heiðagæsavarpi víðar þar um slóðir frá grenjaskyttum og fleir- um. Virtist heiðagæs nú verpa all- víða í Vestur-Skaftafellssýslu og Rangárvallasýslu. Á fáum stöðum sumrin er kornsúrurætur, en Skarphéðinn Þórisson telur ekki mikla hættu á landspjöllum af hennar völdum, enda þótt rann- saka þyrfti það betur. Hann er nú að vinna að þremur greinum um heiðagæsavarp á Austurlandi og sögu þess ásamt Kristni Hauki Skarphéðinssyni, sem einnig hefur rannsakað þetta mál. Þeir áætla samkvæmt þessum athugunum að varpstofn heiðagæsar á Austur- landi sé um 3000 pör. G.i. Ég legg til að þeir á Fáskrúðs- firði semji um fastagöngu búfjár. Landsvirkjun hefur nú boðið út vinnuvegi á Fljótsdalsheiði, sem gera á í sumar til undirbúnings Fljótsdalsvirkjun. Er þar um að ræða að leggja vegi að þremur gangamunnum, svo að hefja megi jarðgangagerð undir Fljótsdals- heiði. Skal verkinu vera að fullu lokið 24. október 1990. Samkvæmt upplýsingum frá Landsvirkjun er hér um að ræða eftirtalin verk: 1. Lagning vegar um 1 km að lengd, sem liggur að munna aðkomuganganna að stöðvarhús- inu. Þetta er svokallaður stöðv- armunnavegur, sem verður varan- legur vegur, sem á að liggja frá þjóðvegi í Norðurdal norðan Jökulsár í Fljótsdal rétt innnan við eyðibýlið Hól upp hlíðina að munna aðkomuganganna skammt innan og ofan við beitarhúsatóft- irnar Teigshús. 2. Ljósármunnavegur. Vinnu- vegur af Fljótsdalsheiðarvegi, en svo er nefndur vegur upp með Bessastaðaá og upp á Grenisöldu, fimm til sex km langur fram á Teigsbjarg. 3. Eyjabakkavegur. Um 21 km vinnuvegur frá Grenisöldu og inn að Laugará. Þetta verður upp- hækkaður vegur með burðarlagi, fyrsti áfangi, en vegurinn verður ekki byggður upp í fulla hæð í þessum áfanga. 4. Axarmunnavegur. Vinnu- vegur 4 til 5 km að lengd frá Eyja- bakkavegi og nokkurn veginn miðja vegu milli Langavatns og Stóralækjarvatns og niður hlíðina að munna Axarárganga, þar sem meiningin er að gera aðkomugöng fyrir borvélarnar að aðrennslis- göngunum. Vegir þessir eiga að þola þunga- flutninga, og þá á að vera hægt að opna hvenær árs sem er á meðan virkjunarframkvæmdir standa yfir. Tilboð í þessi verk verða opnuð mánudaginn 30. júlí kl. 14:15 á Fáskrúðsfjörður: Ðeilur um lausagöngu búfjár Á síðasta ári var samþykkt í hreppsnefnda Búðahrepps reglu- gerð um að banna alla lausagöngu búfjár í hreppnum, og var sauðfé þar ekki undanskilið, en reglu- gerðin mun eiga sér stoð í lögum um búfjárhald í kaupstöðum og kauptúnum. Þröstur Sigurðsson, sveitarstjóri í Búðahreppi, sagði í viðtali við Austra að áður en reglugerðin var sett, hafi verið rætt við bændur til að reyna að komast að samkomu- lagi um málið, en ósamkomulag hefur verið um það síðan milli Framhald á bls. 2 Frá Fáskrúðsfirði. skrifstofu Landsvirkjunar í Revkiavík G.I. Aðalbœkistöð vegagerðarmanna á Fljótsdalsheiði er á Grenisöldu. Heiðagæsinni fjölgar ört: Geldgæsum við Eyjabakka hefur fjölgað um rúmlega 7000 fugla á 10 árum í viðtali við Skarphéðin Þóris- son, líffræðing á Egilsstöðum, nýlega, kom m.a. fram, að heiða- gæs hefur verið að fjölga mikið hér á landi í mörg ár, og eykst út- breiðsla hennar stöðugt, þannig að nánast á hverju ári eru að finnast nýjar varpstöðvar hennar. Skarphéðinn sagði, að árið 1980 hefði fundist geldgæsahópur á jökullóni á Eyjabakkasvæðinu inni undir Vatnajökli og hefðu þá verið um 1500 fuglar í þessum hópi. Síðan hefur þessi geldgæsahópur, þar sem gæsirnar safnast saman meðan þær eru í sárum, verið tal- inn eftir loftmyndum á hverju ári og hefur hann stækkað ört. Þannig reyndust vera um 8600 fuglar í þessum eina hópi í fyrra, en taln- á þessu svæði virtist þó vera um gamalgróin heiðagæsavörp að ræða, heldur víðast hvar fáar gæsir, sem virtust tiltölulega nýbyrjaðar að verpa. Nýjar varpstöðvar á Austfjörðum í fyrra fundust einnig í fyrsta skipti verpandi heiðagæsir á Suðurfjörðum Austfjarða, nánar tiltekið í Fossárdal og Hamarsdal, þar sem varp var aðeins að byrja. Vitað er um, að heiðagæsir verpa innst í Fljótsdal og vart hefur orðið við verpandi heiðagæs í Jökulsárhlíð. Grunur leikur einnig á að heiðagæsir verpi í Ketilsstaða- ásnum og jafnvel víðar á Héraði. Aðalfæða heiðagæsarinnar á

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.