Austri


Austri - 26.07.1990, Blaðsíða 6

Austri - 26.07.1990, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 26. júlí 1990. Bændur skera sjálfa sig gamals bónda um riðumálin Hugleiðingar Hvar sem tveir eða fleiri hittast á þessu voru, hefur talið borist að þeirri skyndilegu ákvörðun, að skera niður allan fjárstofn bænda á Héraði, milli Lagarfljóts og Jökuls- ár á Dal, til útrýmingar riðuveiki á svæðinu. Samkvæmt upplýsingum Sig- urðar Sigurðssonar yfirdýralæknis í Árbók Stéttasambands bænda, var fyrst staðfest riðuveiki í sauðfé hér austanlands árið 1969, bæði í Borgarfirði og Norðfirði. Taldar mestar líkur á, að riðan hefði bor- ist með heyi, sem keypt var í Eyja- firði, líklega á kal- og grasleysisár- unum 1965-1969. Árið 1971 var veikin staðfest í Breiðdal, 1976 á Brú á Jökuldal og 1979 í Fossár- dal, Berufirði. Byrjað var á niður- skurði haustið 1982 í Breiðdal, á nokkrum riðubæjum. Skipuleg slátrun vegna riðu hefst svo á Aust- urlandi 1986, með förgun alls fjár á 10 bæjum. Síðan skipulögð stór- felld förgun 1987 og 1988 en færra 1989. í Borgarfirði og víðar var byrjað 1979, að farga öllum kindum, sem sýndu byrjunareinkenni, jafn- harðan og reynt var að velja til ásetnings stofna, sem haldið var að þyldu betur veikina. Ekki töldu borgfirskir bændur sig geta búið við það afhroð, sem riðan gerði á bústofni þeirra. Var samþykkt heildarförgun í Borgarfirði og alla strandlengjuna til Breiðdals haustið 1987, nema í Mjóafirði 1989. Einnig fargað öllu fé á Hér- aði, austan Lagarfljóts, nema í Skriðdal árin 1987-88. Laugardaginn fyrir páska, 14. apríl 1990, var almennur sveitar- fundur haldinn í Fljótsdal, um riðumálin. Búnaðarsamband Aust- urlands, ásamt formanni Sauðfjár- veikivarna á Austurlandi, boðuðu til fundarins. Fundurinn var óvenju vel sóttur og gagnstætt venju voru þar margar konur. Fundarstjóri var Jónas Magnússon bóndi á Uppsölum. Hófst fundur- inn með ræðu formanns Búnaðar- sambandsins, Aðalsteins Jóns- sonar bónda í Klausturseli, sem var skipulega fram sett. Endaði hann ræðu sína eitthvað á þessa leið: — Ég bið ykkur, bændur góðir, að íhuga rólega þetta mál, og taka þá ákvörðun, sem ætla má að öllum bændum á svæðinu verði fyrir bestu —. Það geta allir sagt sér, að vandi er á höndum og mörgum tilfinn- ingamál, þegar fyrirvaralaust er boðaður niðurskurður heilbrigðra fjárstofna. Ekki voru allir sam- mála ræðu formannsins. En það er nú bara svo í hverju máli, og sjálf- sagt að sitt sýnist hverjum. Búnaðarsambandið hafði að vísu sent bréf á öll sauðfjárheimili á svæðinu, dagsett 4. apríl 1990. Þar er fremst bréf og greinargerð til landbúnaðarráðherra, undir- ritað af stjórn Búnaðarsambandsins. Segir í bréfinu, að vetrarfóðraðar kindur á svæðinu milli Lagarfljóts og Jökulsár á Dal, séu rúmlega 13.000 á 55 býlum. Kostnaður við aflífun fjárins og hreinsun húsa er áætlaður 200 milljónir kr., og má það kallast vel sloppið. Landbún- aðarráðherra ábyrgist, með inn- sigli sínu, að greiða alla súpuna. Fundurinn samþykkti, með yfir- gnæfandi meirihluta atkvæða, að taka tilboði landbúnaðarráðherra, að slátra öllu fé í Fljótsdal að hausti og verði fjárlaust þar í tvö ár. Daginn áður hafði svipuð sam- þykkt verið gerð á sameiginlegum fundi Fella-, Tungumanna og Jökuldæla austan Jöklu, í Fellabæ. Dauðadómur á páskum Eftir miðnætti, þegar heilög páskahátíð var í garð gengin, var kindunum okkar kveðinn dauða- dómur. Ekki verður sagt að góður andi hafi svifið yfir vötnunum þetta kvöld í Végarði. „Það er svo misjafnt sem mennirnir leita að, og misjafn tilgangurinn sem fyrir þeim vakir.“ Sumir bændur á þessu svæði eru komnir mjög til aldurs og farnir að hugsa til að hætta búskap. Fyrir suma var þetta gullið tækifæri til að fá ríkisstimpl- aða ávísun fyrir ærnar sínar, allt í einu og upp úr þurru. Þó eru þeir margir, sem hirða lítí um slíkar ávísanir ríkisins, og vilja heldur vera án þeirra, ef til þess eru nokkur ráð. Á einum bæ í Fljótsdalnum var staðfest riða seint í vetur, einnig í Fellum og á Jökuldal, ein kind á hverjum bæ. Eftir að þetta þótti fullsannað, var eins og skriða félli, því enginn orðrómur hafði farið hér á kreik, að til stæðu svona hreinsanir. Búnaðarsambandið virðist hafa tekið málið upp á sína arma. Tíminn var orðinn naumur, komið eitthvað fram í apríl, og stutt í að bændur færu að keyra heim áburði sínum. Varð því að fara dagfari og náttfari og veitti ekki af. í Fljótsdal eru þetta 16 býli, af 25 býlum sem nú eru í byggð, en á nokkrum öðrum hafði verið slátrað öllu fé vegna riðu 1988-89. Ýmsum hér í sveitinni fannst seint og illa boðað til fundarins. Fundarboðið var ekki póstlagt fyrr en sólarhringi fyrir fundardag. Óvíst að það hefði staðist, ef hengt hefði verið á laganna krók. Ýmsir bændur í hinum sveitunum, sem ekki voru hlynntir svona aðferð- um, vonuðu að Fljótsdælingar björguðu málinu á síðustu stundu, en það fór á annan veg, sem kunn- ugt er. Hreinsun fjárhúsa getur orðið vandamál hér í dalnum, því að á 10 bæjum eru enn í notkun fjárhús byggð úr torfi og grjóti. Óvíst er hvort leyfð verður hreinsun þeirra. Ljós í myrkrinu Sigurður Sigurðsson yfirdýra- læknir mætti á fundinn í Végarði. Skýrði hann faraldur þennan, skýrt og skilmerkilega fyrir fund- armönnum, og sýndi skyggnur til skýringa. Um hreinsun húsanna sagði hann: — Þið eigið að brenna torf og grjót húsanna með gasloga, en gætið bara að kveikja ekki í þeim, og á eftir má kalka yfir þau. Þið eigið ekki að leggja gömlu húsin fyrir róða, sagði dýralæknir- inn, síðast orða. Orð hans hljóta að vega þungt, og eru ljós í myrkrinu fyrir torf- húsabændur. Fæstir þeirra myndu hafa nokkur tök á að leggja út í nýjar byggingar. Undirrituðum fannst gæta nokkuð einhliða áróðurs á fund- inum 14. apríl sl. — og tekur það ekki aftur — og flausturslega staðið að því að afgreiða svo mikið alvörumál. Ekki gafst neinn tími til að íhuga málið í ró og næði. Það er einstrengingsleg hugsun að sjá bara eina hlið á málinu, að þetta væri það skynsamlegasta. Tíminn mun leiða í ljós, hvort skynsemin ber þarna ávöxt. Vonandi að svo verði. Þegar um stórt er teflt, þarf lengri aðlögun í hverju máli. Yfirstjórn Sauðfjárveikivarna setti það inn í niðurskurðarlögin, að leyft var að taka lömb eftir 2-3 ár, þótt búast mætti við, að riða kæmi upp allt í kring. Þar hefði átt við að flýta sér hægt. Margt bendir til, að bændum fækki við niðurskurðinn. Helsta ástæðan er sú, að þeir eru margir orðnir aldnir og munu því ekki taka fé að nýju, en hefðu haldið áfram búskap einhver ár enn, við óbreyttar aðstæður. Hér í Fljóts- dal er aðeins eitt kúabú. Ólíklegt finnst mér að fólk fari aö sökkva sér í skuldafen með nýjum fjós- byggingum, þótt þar sé kannske einhver lífsvon. Þegar riðan kom upp í Teigaseli á Jökuldal 1981, var fénu ekki fargað fyrr en 1987. í 6 ár gerir hún eitthvað vart við sig þar. Slátrað var kindum sem sáust ein- hver einkenni á. En Riðunefnd hefur þar vissa afsökun. Meðan ekki var kominn kvóti á innlegg kindakjöts, var þetta talin skerð- ing á afkomu heimilanna og því illa séð. Ein mikil mistök Sauðfjár- veikivarna, voru að reyna ekki að koma upp girðingum, eftir að riðan varð útbreidd í landinu. Af því höfðu menn þó nokkuð góða reynslu á mæði- og garnaveikiár- unum. Á það var ekki minnst. Þetta er auðvitað góð spegil- mynd af þeirri stefnu, sem á seinni árum hefur rutt sér til rúms hér á landi, sem gengur út á það að fækka bændum, jafnvel hvað sem það kostar ríkiskassann. Girð- ingar hefðu stuðlað að viðhaldi sauðfjárbúskapar. Við hefðum sjálfir getað girt, það voru okkar mistök, þegar séð var að hverju dró. Miklar líkur eru til, að með girðingu yfir heiðina milli Lagar- fljóts og Jöklu, hefði t.d. mátt bjarga allri norðurbyggð Fljótsdals. Lítið um vinnu á Egils- stöðum Meðan búskapur blómstraði á Héraði gátu uppgjafabændur komið sér vel fyrir á Egilsstöðum og margir þeirra unnið við land- búnað eða störf honum tengd. Síð- ustu árin hefur sú vinna dregist saman vegna minnkandi afurða bænda, og leggjast kvótakerfið og riðuslátrunin þar á eitt. Ekki verður lengur í það skjólið flúið, fyrir uppflosnaða bændur. Næstu árin er líka hætt við að halli undan fæti fyrir rekstri sláturhúsanna, því jafnmargt fólk þarf til að gæta véla og húsa þótt fáu sé slátrað. Ekki vil ég saka Búnaðarsam- bandsmenn, né aðra sem fyrir þessu hafa staðið, um undirferli, þótt það lægi beinast fyrir. Ég segi bara þetta: Það regúlerar illa í manni, að hjálparsveit bændanna, ráðunautarnir, yfirmenn sauðfjár- veikivarna, skuli hafa forgöngu um svo stórfelldan niðurskurð heilbrigðs fjár. Að vel athuguðu máli veit ég þó að þeim gengur gott til. Sigurður yfirdýralæknir sagði á fundinum í Fljótsdal, að riðuveiki hefði þekkst í 100 ár. Ætla má að veiran hafi lengi átt erfitt upp- dráttar, innan við 90 ár síðan riða fór að gera nokkurn usla hér á landi. Hennar er fyrst getið á Norðurlandi. Vantar tilraunir í Æviminningum Tryggva Emilssonar, sem lesnar voru í út- varpið nýlega, getur hann um riðu- veiki á mörgum bæjum í Öxnadal og Hörgárdal, eftir 1940. Hvaða riða var á ferð fyrir 50 árum? Flestir bændur þekkja til heyriðu, eða Hvanneyrarveiki, eins og hún var kölluð, eftir að súrheysgjafir byrj- uðu. Sé þetta sama veiran sem var í fénu fyrir 50-100 árum, þyrfti að gera ítarlegar tilraunir með fóðrun sauðkinda. í 40 ár hefur féð nær eingöngu verið fóðrað á áburðartöðu. Nú eru augu fólks að ljúkast upp fyrir skaðsemi gerviáburðar fyrir menn og málleysingja. Ætla má að riðu- veiran geri meira vart við sig í sauðfé, sem fóðrað er með töðu af gerviáburði. Líka má nefna „Gammatox“-baðlöginn, sem drap alla færilús á fénu. Liðin er sú tíð, sem betur fer, þegar sjálfsagt þótti að eyða öllum smáverum. Líklega verður þetta bannað innan fárra ára, eftir ræðum og ritum að dæma, um þetta efni. Nú eru þessar smáverur taldar ómissandi fyrir lífkeðjuna. Það ætti að vera vandalaust að komast að því, með tilraunum, hvort fóður og fóðrun hefur einhver áhrif í sambandi við Tæknilega séð er ekkert því til fyrirstöðu að draga stórlega úr loftmengun með því að blanda hreinum vínanda saman við bensín og díselolíu. Vínanda má m.a. framleiða úr hveiti og víða á Vest- urlöndum eru uppi hugmyndir um að aðlaga hefðbundinn landbúnað að lífrænum orkubúskap. Rannsóknir hafa leitt í ljós að bensín sem hefur verið blandað saman við vínanda (etanol) að fimm hundraðshlutum gefur 15 til 20 prósent minni kolsýru (CO) frá sér við bruna. Ennfremur verður koltvísýrlingsmengun (C02) mun minni. Kolsýra og koltvísýrlingur sleppa út í andrúmsloftið með útblæstri bíla. Kolsýran er eitruð lofttegund en koltvísýrlingurinn getur aftur á móti orsakað gróður- húsaáhrif. Víða á Vesturlöndum er mikill áhugi á lífrænni orkuframleiðslu meðal stjórnvalda og bænda. Vonir eru bundnar við að hún dragi stórlega úr loftmengun, minnki innflutning á eldsneyti og efli innlendan landbúnað. Það hefur þó verið gagnrýnt, aðallega á þeirri forsendu að innlent hrá- efni sé of dýrt til þess að slík fram- leiðsla geti almennt borgað sig. Það þarf ekki að breyta venju- legum bílvélum fyrir bensín sem er hóflega blandað vínanda. Á hinn bóginn getur of lítill skammtur af vínandanum lækkað oktanstyrk bensínsins niður fyrir æskileg mörk. Það hefur reyndar sýnt sig að bensín með 5 prósent af vín- anda uppfyllir báðar kröfur: Það heldur nægilegum oktanstyrk án þess að það þurfi að breyta venju- legum bensínvélum. í Bandaríkj- unum eru menn m.a.s. farnir að nota bensínblöndu með 10 prósent af vínanda með það fyrir augum að draga enn frekar úr mengun. Það gegnir aðeins öðru máli um díselvélarnar. Svo þær gangi fyrir vínandablöndu þarf að breyta þeim verulega. Sú gífurlega „Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands 1990, fagnar þeirri þjóðarvakningu sem orðið hefur í umhverfismálum með aukinni uppgræðslu landsins og betri umgengni almennt. Fundurinn telur þetta þó aðeins vera upphaf að starfi sem verður að haldast svo lengi sem landið er í byggð og vill því skora á alla íslendinga að skipuleggja á hvern riðuveiki og aðrar pestir sauðfjár- ins, eða hvort lúsin gegnir þar ein- hverju hlutverki. í slíkar tilraunir mætti einnig nota riðuveikar kindur, sem væru einangraðar í girðingarhólfum. Almennt séð virðist það skynsamlegt að koma upp varn- argirðingum um landið, til að fjárpestir eigi ekki eins greiða útbreiðslumöguleika og nú er, því varla er riðuveikin síðasta hol- skefla sauðfjárpesta sem berast til landsins. í sumum sveitum styttist í, að sauðfé verði ekki veitt frjáls haga- ganga, þar sem mikil fækkun verður, eða er þegar orðin, og aðrir geta þurft að minnka afréttir sínar vegna fólksfækkunar í sveit- um. Droplaugarstöðum, 1. júlí 1990 Hallgrímur Helgason. mengun sem díselvélarnar valda hafa þó gert það að verkum að víða á Vesturlöndum er verið að þróa vélar sem ganga að hluta fyrir vínanda. Nægir að nefna í þessu sambandi að þekktir bandarískir bílaframleiðendur eru að þróa slíkar vélar, sem eru því miður enn nokkuð stórar og þungar, og sænsk stjórnvöld kosta tilraunir á strætisvögnum sem ganga fyrir vínanda. Svíar hafa um árabil rannsakað möguleikana á að nota vínanda með hefðbundnu eldsneyti. Þeir teija að samkeppnisstaða vínand- ans gagnvart innfluttu eldsneyti hafi stórbatnað á síðustu árum og íhuga sænsk stjórnvöld nú að veita fé í nýja verksmiðju sem fram- leiðir vínanda úr innlendu hráefni, til dæmis hveiti. Það liggur þó ljóst fyrir að elds- neyti framleitt úr sænsku hveiti er ekki samkeppnisfært við það inn- flutta og ráðgerir Mats Hellström, landbúnaðarráðherra Svía, að veita 500 milljónum sænskra króna til landbúnaðarins svo hann aðlagi sig að lífrænni orkuframleiðslu. Það er liður í fimm ára umfangs- mikilli áætlun Svía um að markaðs- væða þarlendan landbúnað og ætla sænsk stjórnvöld að verja til þess alls 13,6 milljörðum sænskra króna. Það er hægt að framleiða lífræna orku úr öðru en hveiti. Austurrík- ismenn framleiða til dæmis olíu úr repju sem er ein af fjölmörgum tegundum fóðurkáls og blanda henni saman við díselolíuna. Olían er unnin úr fræjum repj- unnar og er talið að notkun þess- arar svonefndu „lífrænu díselolíu“ nemi um 15 prósent af heildar díselolíunotkun bænda í stærstu landbúnaðarhéruðum Austurríkis. Olíuframleiðslan stendur ekki undir sér en austurrísk stjórnvöld telja framleiðsluna það mikilvæga að þau veita henni sérstaka styrki. Frá Upplýsingaþjónustu landbúnaðarins. hátt þeir geta fegrað land sitt sem mest. Sérstaklega vill þó fundurinn hvetja bændafólk til að láta sitt ekki eftir liggja við að fegra og bæta sitt nánasta umhverfi. B.S. A. beinir því til hreppabúnaðarfélaga á sambandssvæðinu að veita viður- kenningu árlega til þess býlis, sem mesta framför sýnir í umgengni." Jón A. Gunnlaugsson. Fara bændur að brugga? Framleiðsla á lífrænu eldsneyti í landbúnaði Aðalfundur Búnaðarsambands Austurlands: Samþykkir ályktun um umhverfismál

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.