Austri


Austri - 26.07.1990, Blaðsíða 5

Austri - 26.07.1990, Blaðsíða 5
Egilsstöðum, 26. júlí 1990. AUSTRI 5 Komið í land í Papey og gengið frá borði á náttúrlega bryggju í Áttærings- vogi. Jón Gunnarsson ferjaði grillin og kostinn í land á trillu sinnt. Helgistund var haldin við vitann og myndaði náttúran þar bœði kór og altari. Séra Sjöfn Jóhannesdóttir sá um helgistundina og var hún mjög hátíðleg og áhrifarík í þeirri umgjörð sem þessi fagri dagur skapaði. Séra Sjöfn gat m.a. um að á þessum stað hefði nafn Krists að líkindum fyrst verið nefnt hér á landi. Pað er Elís Þórarinsson sem heldur á gjallarhorninu fyrir séra Sjöfn. Sigurjóna Sigurðardóttir og Jón Kristjánsson voru í hópi nokkurra afbragðs grillmeistara sem tóku til hendinni í Papey. Síðasti maður úr sumarferð stígur um borð í bát Stefáns Jóhannssonar, Auð- björgina. Á myndinni er Broddi B. Bjarnason, formaður KSFA, en allir þræðir skipulagningar þessarar sumarferðar sameinuðust á skrifborði hans. Á Hellisbjargi stendur vitinn í Papey. Hann er í um 60 m hæð yfir sjó og var hann byggður sumarið 1922. Þaðan er gott útsýni sé skyggni á annað borð gott, sem svo sannarlega var sl. laugardag. Lengst til hægri á myndinni má sjá Hall- dór Ásgrímsson ráðherra. Myndirnar hér í opnunni tóku: Heimir Sveinsson, Jón Kristjánsson, Sóley Guðmundsdóttir og Broddi B. Bjarnason.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.