Austri


Austri - 26.07.1990, Blaðsíða 8

Austri - 26.07.1990, Blaðsíða 8
Borgarfjörður eystri: Miklu meira um ferða- fólk en venjulega Mikið hefur verið um ferða- menn á Borgarfirði eystra það sem af er sumri. Að sögn Helga Arn- grímssonar, framkvæmdastjóra Álfasteins, hefur verið mun meira um ferðamenn hjá þeim en venju- lega. Taldi hann að gestir, sem komið hefðu í Álfastein í sumar, væru um 15 til 20% fleiri en venju- lega, og hefur sala á minjagripum og öðrum vörum fyrirtækisins auk- ist nokkuð með auknum ferða- mannastraumi. Helgi sagði að meira væri nú um það en áður að rútur komi með ferðafólk og teiur hann að Ferða- miðstöð Austurlands eigi stóran þátt í þessari aukningu. Munu a.m.k. fimm rútur, með 20 til 25 manns hver, koma til Borgar- fjarðar í sumar og gista þeir ferða- menn í þrjár nætur á Borgarfirði og skoða sig þar um. Auk þess koma rútur með ferðafólk, sem gistir aðeins eina nótt eða fer aftur samdægurs og eru þá ótaldir ferða- menn á eigin bílum. íslendingar eru fjölmennastir, ef ferðamennirnir eru taldir í heild, en einnig er mikið um útlendinga ekki síst meðal hópferðafólksins. Ferðafólkið, sem komið hefur með rútunum hefur aðallega gist í Stapa, þar sem rekin er ferðaþjón- usta og í félagsheimilinu Fjarðar- borg, en einnig rekur Ólína Hall- dórsdóttir gistihús og matsölu í þorpinu. Ferðamannahópar, sem gista t.d. þrjár nætur og skoða sig um á Borgarfirði, skilja eftir töluverða peninga á staðnum fyrir gistingu og fæði og annað sem þeir kaupa þar. Það er því mikil lyftistöng fyrir sveitarfélagið og ekki síst þá aðila, sem vinna við ferðamannaþjón- ustu, að fá til sín aukinn straum ferðamanna, ekki síst ef ferða- mennirnir staldra við og gista þar nokkrar nætur. G.I. Töluvert fleiri ferðamenn hafa lagt leið sína til Borgarfjarðar það sem af er sumri, heldur en i fyrra. AUSTRI í sumarfrí Þetta blað er síðasta tbl. fyrir sumarfrí starfsfólks Austra, sem standa mun í þrjár vikur. Samkvæmt því kemur næsta tbl. út 23. ágúst og eru lesendur blaðsins beðnir velvirðingar á þessari ráð- stöfun. Héraðsprent sf. verður ekki lokað vegna sumarleyfa. „Með öngulinn í rassinum" Engirt uppgripa silungsveiði hefur verið það sem af er sumri í vatnasvæði Lagarfljótsins eftir þeim upplýsingum sem Austri hefur getað aflað. T.d. hefur veiði í Grímsá verið mjög treg enn sem komið er a.m.k. Veiðimaðurinn á myndinni hér að ofan var búinn að berja vatnsborð Grímsár dágóða stund sl. sunnudag án þess að verða fiskjar var. Þar sem hann hafði fengið þá flugu í höfuðið að silungurinn héldi sig við hinn bakka árinnar og engar vöðlur voru með í ferðinni tók hann það ráð að klæða sig úr buxunum og vaða út í ána. Ekki dugði það til og fór hann heim með „öngulinn í rassinum“ eins og sagt er. Austramynd/Sóley KURL Besta veðrið á Seyðisfirði Þegar Norræna kom til Seyð- isfjarðar í sl. viku voru meðal farþega fjölskylda frá Akureyri sem ferðast hafði um átta Evr- ópulönd í húsbíl og hafði ferðin staðið fjórar vikur. Veðrið hafði ekki beinlínis leikið um ferðalangana því þeir höfðu á orði við komuna til Seyðis- fjarðar að besta veðrið í allri ferðinni mætti þeim þar. Þetta mundi nú einhver kalla að farið hafi verið yfir lækinn til þess að sækja vatnið. Skop „Halló. Eruð þér þjónninn sem tók pöntunina mína?“ „Já, það mun rétt vera.“ „Ja. Nú er ég hlessa. Ég hafði búist við að það væri miklu eldri maður.“ Pabbinn: „Heldur þú ekki að sonur okkar hafi allar gáfurnar frá mér?“ Mamman: „Sennilega. Ég hef mínar ennþá.“ Nýr bátur til sjómælinga í smíðum hjá Yélsmiðju Seyðisfjarðar - tilbúinn um áramót Hjá Vélsmiðju Seyðisfjarðar er nú unnið að smíði báts fyrir Sjó- mælingar fslands. Stefán Jóhanns- son, forstjóri vélsmiðjunnar, tjáði blaðinu að verkinu miðaði vel og væri smíði skrokksins og stýris- hússins lokið. Ætlunin væri að ljúka smíðinni í kringum áramót. Báturinn er 20 metra langur og er óvenjulegur að því leyti að hann er úr áli, 8 mm þykku. Þetta er að sögn Stefáns gert til þess að hann sé léttari og henti betur á grunn- sævi, en bátinn á að nota til mælinga og sjókortagerðar. Þetta dregur þó ekkert úr sjóhæfni bátsins. Auk þessa verður hann búinn sérstökum tækjum til verk- efna sinna en Vélsmiðja Seyðis- fjarðar sér um uppsetningu þeirra. Það er Skipahönnun hf. sem teiknar þennan bát. Stefán Jóhannsson tjáði blaðinu að enn væru engin verkefni fyrir- sjáanleg hjá vélsmiðjunni þegar þessu lyki, nema eitthvað í við- haldsverkefnum, sem ekki nægði til þess að halda þeirri starfsemi sem nú er. Nýlega var boðið í hafnsögubát fyrir Hornafjörð, en 14 tilboð bárust, sem sýnir verk- efnastöðuna í þessari iðngrein um þessar mundir. Egilsstaðir: Mannlíf á markaðstorgi Á útimarkaðnum á Egilsstöðum er líf og fjör alla daga og setur það óneitanlega svip á bæjariífið. Þar hefur verið komið upp 3 sölutjöldum þar sem fólk getur komið og selt vöru sína og eru þessi tjöld nýtt bæði af einstaklingum og félagasamtökum. / sölutjaldi höndla mœðgurnar Margrét Björgvinsdóttir og Björk Gunn/augs- dóttir með heimagerða skartgripi og ýmsa aðra handunna muni. Myndirnar sem Björk heldur á eru málaðar af Elsu Reynisdóttur á Neskaupstað. „Grœnmeti er góðmeti". Sigurður Ananíasson, matreiðslumaður, kynnir mat- reiðslu á ýmsu framandlegu grænmeti og ávöxtum. AusiramyndirlB. Karl Hjelm frá Neskaupstað þenur nikkuna fyrir markaðsgesti. EGILSSTÖÐUM ® 12020 GRUÍIDI Gæðanna vegna Úr - klukkur og skartgripir í miklu úrvali. Viðgerðarþjónusta. Birta hf. Egilsstöðum, sími 11606. Opið: mán. - föst. 10-12 og 13-18 laugard. 10-12 Staðgreiðsluafsláttur. versiunin Ný sending af skóm í KRUMMAFÓTUR. hverri viku. Egilsstoðum, simi 11155.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.