Austri


Austri - 19.12.1991, Page 6

Austri - 19.12.1991, Page 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1991. Vilhjálmur Hjálmarsson: „Ég hef gaman af þessu“ „Ég hugsa að ég haldi þessu áfram meðan ég hef góða heilsu, ég hef gaman af þessu“ sagði Vilhjálmur Hjálmarsson í örstuttu spjalli við blaðið, þegar hann var inntur eftir því, hvort hann hyggðist halda áfram ritstörfum. En blaðamaður gómaði hann á tveggja manna tal, þegar hann snemma á jólaföstu var staddur í KHB og áritaði bók sína “Hann er sagður bóndi“. Síðan Vil- hjálmur hætti þingmennsku hefur hann helgað starf sitt ritstörfum og hyggst halda áfram á þeirri braut, enda lítt merktur „elli“ kerl- ingu. Hvað er Iangt síðan þú hættir ingasögur, sem er byggðasaga þingmennsku? Mjófirðinga. bók allt þitt æviskeið eða verða þetta fleiri bækur? Ég ákvað það að hafa þetta bara yfir allt tímabilið, frá vöggu til þessa dags og hafa þetta í frekar stuttu formi. Ég forðast endur- tekningar að því leyti, að ég segi ekki mikið frá sveitungum mínum, ég segi jú frá þeim í Mjófirðinga- sögunum. Sama er að segja um landsmálapólitíkina, því henni hef ég gert rækileg skil í ævisögu Eysteins Jónssonar. Það eru orðin 12 ár síðan. Ég hætti 1979 í desember, þá voru aukakosningar. Ég notaði tæki- færið þá til að koma mér út úr pólitíkinni, þó að væri reyndar nýbúið að kjósa mig til fjögurra ára, en þetta var upplagt tækifæri, Halldór var tilbúinn að taka við. Tókstu þá strax til við að skrifa? Já, fyrst og fremst. Á veturna hef ég verið að grúska í þessu fyrir sunnan. Þetta hefur verið mikil vinna við heimildasöfnun og ég hef mikið haldið til á Landsbóka- og þjóðskjalasafninu, sérstaklega í sambandi við Mjófirðingasögurn- ar. Á sumrin hef ég nú verið heima á Brekku og verið að vinna þar hin og þessi störf, en jafnframt verið í prófarkalestri og prentsmiðju- vinnu. Hvað eru bækurnar þínar orðnar margar? Þær eru orðnar 9 núna, sú 10. er í vinnslu, þ.e. fjórða og síðasta bindið sem ég hef kallað Mjófirð- Þessa dagana eru að koma út æviminningar þínar. Spannar sú Eigum við von á fleiri bókum frá þér í framtíðinni? Vilhjálmur áritar bók fyrir Þorstein Sveinsson, fyrrv. kaupfélagsstjóra. Auðvitað þurftu þeir félagarnir margt að spjalla og rifja upp í leiðinni. Austramynd: Aþ. Já, ég hugsa að ég haldi þessu áfram meðan ég hef góða heilsu. Ég held ég fari ekki í að taka mér neitt annað nýtt fyrir hendur og ég hef gaman af þessu. Ég þarf að ganga frá síðasta bindinu af Mjó- firðingasögunum, en svo hef ég nú ekki formað neitt um framhaldið. Datt þér í hug, þegar þú varst á fullu í pólitíkinni að þú ættir eftir að verða afkastamikill rithöfund- ur? Ég hef alltaf verið voðalega lélegur að gera áætlanir fram í tímann. Þetta hefur einhvern veg- inn komið af sjálfu sér. Það er nú eins með ritstörfin, það var ekki fyrr en um það leyti að ég var að hætta þingmennsku, að ég var kominn með þann ásetning að skrifa eitthvað og þá helst frá Mjóafirði. Annað var það nú ekki. Hvar ætlar þú að eyða jólunum að þessu sinni? Við ætlum nú gömlu hjónin að vera heima á Brekku, eins og við erum vön. Við höfum nú haldið þessum sið, síðan við fórum að vera bæði syðra. Ég er nú búinn að vera 30 vetur að minnsta kosti í Reykjavík en alltaf heima á jólun- um. Þú segist vera búinn að vera 30 vetur í Reykjavík, ert þú samt ennþá Mjófirðingur í hjarta þínu? Já, ég er það, og ég kem víst inn á það einhversstaðar í bókinni, að þetta, að eiga alltaf víst athvarf á Brekku, hefur átt sinn þátt í að gera dvölina í Reykjavík bærilega alla þessa vetur. Hlakkar þú alltaf til að koma heim? Já, maður fer svona, þegar líður að heimför, að hlakka til þess að koma austur, þó mér líki ágætlega fyrir sunnan og sé þar í návist Jóhann Björnsson, fyrrum bóndi á Ei- ríksstöðum á Jökuldal, fær sitt eintak áritað. Austramynd: Aþ. minna, því ég bý í sama húsi og Hjálmar sonur. Og ekki er maður einmanna, hvorki hvað varðar ættingja eða vini, því kunningja hefur maður eignast marga í gegnum árin. Ég vil nota þetta tækifæri til að senda lesendum Austra hlýjar kveðjur, þetta er blað sem ég átti þátt í að stofna og var lengi að skrifa í. Og mér þykir merkilegt, þegar ég lít til baka að okkur skyldi takast að halda í því lífinu, því ósköp var það nú veikt líf og vanburðugt fyrstu árin, komst þetta niður í fjögur blöð á ári. Svo fluttist blaðið í Egilsstaði og Jón Kristjánsson tók við og þá varð þetta vikublað. Svo kom kvenfólkið í spilið og þá varð þetta glæsilegt nútímablað og það er því gaman að líta yfir farinn veg. En svo vil ég svona í lokin ítreka jóla- og nýárskveðjur til allra lesenda blaðsins og óska þeim velfarnaðar á nýju ári. Aþ „Hann er sagður bóndi“ er nafnið á nýútkominni ævisögu Vilhjálms Hjálmarssonar. Eftirfarandi kafla úr bókinni valdi höfundur sjálfur til birtingar í Austra Óbjörgulegt bókhald Eitt sinn komu að máli við mig tveir stúdentar úr Félagsvísinda- deild Háskóla íslands. Þeir höfðu meðferðis heljarmikinn spurninga- lista um alþingismenn og amstur þeirra dag frá degi og varðaði verkefni stúdentanna til lokaprófs, minnir mig. Við lauslega athugun læddist að mér sá grunur að verk- efni þetta væri ef ekki þýtt úr „amerískensku" þá í það minnsta hannað eftir fyrirmynd frá U.S.A. þar sem þingmenn kváðu hafa þjálfaðan sérfræðing á hverjum fingri auk vélvæddrar og vel mann- aðrar skrifstofu. Svo mikið var víst að bókhald 5. þingmanns Austurlandskjördæmis var gersamlega ófullnægjandi gagnvart akademíunni. Ég gat til dæmis ekki upplýst hve mörg bréf ég skrifaði á dag að jafnaði. Því síður hafði ég á hreinu hvað margar mínútur tæki að semja nefndarálit eða reka erindi úti í bæ. Bókhald mitt sýndi ekki einu sinni hve oft ég hafði heiðrað stofnanir ríkisins með nærveru minni eða heimsótt sendiráð ann- arra þjóða. Mér þótti þetta afar leiðinlegt og fór hjá mér að vera staðinn að svona óvönduðum vinnubrögðum. En til þess að gera hinum ungu vís- indamönnum einhverja úrlausn bauðst ég til að sitja fyrir svörum hjá þeim stundarkorn. Seinna sýndu þeir mér afraksturinn sem mér virtist framar vonum og allra bestur endirinn: „Hefur ekki af- skipti af utanríkismálum." Á þeytingi Enda þótt bókhald þingmanns- ins stæðist ekki staðlaðar spurn- ingar háskólastigs var mér ekki alls varnað á því sviði. f fjögur ár, 1970-’73, hef ég skrifað niður ferðir mínar, hvert farið, hvað lengi er dvalið á hverjum stað og hvað ég hafði fyrir stafni í stórum dráttum. Við árslok hef ég síðan gert upp — í heilum dögum — á þessa leið: ______________________1970 1971 1972 1973 1. Heima á Brekku 120 91 97 83 2.1 Reykjavík, Alþingi 138 158 180 145 3. í Reykjavík, annað 32 30 26 48 4.1 kjördæmi____________75 86 63 89 Þetta bókhald var ekki fært af vísindalegri nákvæmni. Þó mun það allt satt og rétt er þar stendur svo langt sem það nær og er því óneitanlega dálítið fróðlegt. Viðveran heima á Brekku var mjög slitrótt og kemur fram að hún hefur skipst í 16-22 tímabil hvert ár. Einnig að dvalist er heima á stórhátíðum og fleiri til- haldsdögum. Nokkuð var legið yfir síma og fengist við skriftir, annars í búskap. — Með þeim tíma, sem setið er á Alþingi, tel ég skyld störf, til dæmis fundi í fjár- veitinganefnd og þingflokki. — Annað í Reykjavík er einkum hjá bændasamtökunum. — Undir 4. lið hef ég svo fært ferðir og funda- höld á Austurlandi, bæði varðandi þingmennskuna og almenn sveitar- stjórnar- og félagsmál. Þó þetta yfirlit nái aðeins yfir fjögur ár af miklu lengri ferli segir það sína sögu og gefur bendingu um háttu dreifbýlisþingmanna á liðnum árum. Verður þó auðvitað að hafa í huga að engir tveir menn haga störfum sínum allaðeinu og á þessum vettvangi að minnsta kosti breytast störf einnig á frá ári. Tvær hliðar Það er ævinlega gaman að vera á ferð þar sem maður er velkominn. Á Austurlandi er alþingismönnum tekið fagnandi, gert við þá vel og jafnan sagt að skilnaði: Þið eruð bara allt of sjaldan á ferðinni! Þetta er ekki amalegt. Eitt vorið þegar ég var að störf- um syðra hittist svo á að ég fór fjórum sinnum austur með stuttu millibili að hitta fólk að máli. Það voru landsmálafundir, fundir í sýslunefnd, búnaðarsambandi, kaupfélagi og þar fram eftir götun- um. Var ég búinn að sitja samtals á níu fundum þegar ég hélt suður úr síðustu ferðinni af þessum fjórum. —„Sjaldséðir hvítir hrafnar," sagði kunningi minn sem ég hitti á flugvellinum. Mérdauðbrá. „Laun heimsins" o.s.frv. En jafnskjótt hlýnaði mér um hjartarætur — mín var þá svona sárt saknað! Nokkrum vikum seinna upphóf- ust leiðarþing'og fórum við jafnan tveir saman, framsóknarþing- menn. Þá komu í ljós sem oftar tvær hliðar á sama máli. Á daginn ókum við um fagrar byggðir. Hvar- vetna sáust verkin mannanna, framkvæmdir og byggingar af ýmsu tagi, framleiðsla mikil í mörgum greinum. Og við hittum margt fólk og nutum gestrisni og góðrar fyrirgreiðslu í hvívetna. Síðan var sest niður á auglýstum stað og tíma og mál rædd af ein- urð, kurteisi og fjöri fram eftir kvöldi. En nú hafði skipt um svið. Innan fjögurra veggja fundarstaðar forð- uðust ræðumenn eftir föngum að nefna það sem þokast hafði til réttrar áttar á svæðinu síðustu messeri en sneru sér einhuga að því sem ógert var. (Góðfús lesari athugi að engin regla er án undan- tekninga). Hvenær-----------? Skemmtilegt atvik á fundi á Jökuldal sýnir þetta í hnotskurn. Eins og margir vita er sú sveit býsna löng og langt á milli bæja á köflum. Var lengi tvísýnt um raf- lögn að fjarstu bæjum en það leyst- ist farsællega. Urðu þingmenn fegnari en frá megi segja. Og þakk- látir starfsmönnum rafveitnanna sem ekki létu sitt eftir liggja, ég segi ekki meira. Já, svo var leiðarþing á Skjöld- ólfsstöðum, líflegt að vanda og vikið að mörgu. Engtnn minntist á rafmagnið enda var það komið á hvern bæ og málið því úr sögunni. Þá er það, ég held í lokaorðum, að annar komumanna getur ekki á sér setið og segir sem svo að mikið hafi þetta verið gott með raf- magnið sem nú sé komið um Dal allan. Hann hafði varla lokið setn- ingunni þegar gripið var fram í og allharkalega: Hvenær fáum við þriggja fasa rafmagn? (Margar sveitalínur eru einfasa. Þriggja fasa lögn er miklu dýrari en að sumu leyti hagkvæmari notend- um). Raunsæisfólk Það var annars eftirtektarvert og bar fagurt vitni um raunsæi Austfirðinga að á leiðarþingum var nær aldrei rætt um of háa skatta og aðrar álögur samhliða því að krafist var umbóta. En ég hef aldrei botnað í því þegar til dæmis alþingismenn og aðrir kjörn- ir fulltrúar margra krefjast í senn lækkunar skatta og hærri framlaga til framkvæmda og þjónustu. Um tíma var ég hálfleiður yfir eintóna málflutningi góðkunningja minna á leiðarþingum og við fleiri tækifæri. En svo rann það upp fyrir mér að þetta var vinnuhag- ræðing, hitt hefði verið eins og hver önnur tímasóun að fjasa um það sem var búið og gert! Þó jafnan væri líflegt á fundum okkar alþingismanna heima í hér- aði og fundasókn yfirleitt dágóð að mínu mati þá var hún varla í sam- ræmi við orðræður manna um að við létum lítið sjá okkur. Og eitt sinn kepptum við óvart um aðsókn við leikflokk úr Reykjavík, mig minnir á Hornafirði, og stóðumst honum ekki snúning. Engin miskunn hjá Magnúsi Stöku sinnum fengum við líka fullt hús en ekki kom það alltaf til af góðu! Eitt sinn breytti Alþingi með lögum, að tillögu okkar austan- manna, hreppamörkum milli Reyð- arfjarðar og Eskifjarðar. Reyð- firðingar létu land fyrir botni Eski- fjarðar sem hinir hrepptu. Litlu seinna fór ég til fundar við flokksbræður mína á Reyðarfirði. Fundarsókn var í hámarki og ég fékk vitanlega orð í eyra. Enginn lætur af hendi lönd sín með ljúfu geði. Nokkru seinna þegar í ráði var að flytja hluta af starfsemi- vega- gerðarinnar frá Reyðarfirði þóttist ég jafna metin nokkuð. Mér virtist þetta óeðlilegt og beitti mér gegn flutningunum. Sýna þessi atvik að ekki er alltaf hægt að gera öllum til hæfis. Um þessar mundir kom upp örlítið svipað mál á Seyðisfirði og olli metfundarsókn á leiðarþingi þar. Símstöðvarstjórinn á Seyðisfirði var jafnframt umdæmisstjóri Pósts og síma á Austurlandi. Nú hafði landssíminn komið upp tækni- og viðgerðaþjónustu á Egilsstöðum ásamt varahlutalager. Og þar greinast höfuðleiðir landssímans um Austurland. Var ráðgert að færa umdæmisstjórastarfið yfir á stöðvarstjórann á Egilsstöðum. Mér þótti þetta eðlilegt en Seyð- firðingar voru því andvígir. Mót-

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.