Austri - 19.12.1991, Blaðsíða 8
8
AUSTRI
Egilsstöðum, jólin 1991.
Tónskóli
Flj ótsdalshéraðs
20 ára
sf' fggwjö g' • jr ■( $0
: k M&f ' - ■ - VWM j/
Sameiginlegir kabarettar Tónlistarfélags og Leikfélags urðu nokkrir og nutu vin-
sœlda. Hér gefur að líta nýstofnaða Dixilandhljómsveit Árna tsleifssonar í léttri
sveiflu.
Tónkór Fljótsdalshéraðs byrjaði að œfafyrir jólin 1971. Myndin hér að ofan er tekin áfyrsta starfsári kórsins. Á henni eru talið Hér bregða þeir Sigurður Magnússon og Magnús Magnússon sér í hlutverk hesta-
frá vinstri efsta röð: Hrafnhildur Gísladóttir, Anna Birna Snœþórsdóttir, Erla Jónasdóttir, Þorbjörg Bergsteinsdóttir, Dagný manna á kabarettsýningu 1977.
Pálsdóttir, Lára Guðmundsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Helga Þórhallsaóttir, Magnús Einarsson, Víðir Stefánsson, Einar
Halldórsson, Eyþór Ólafsson, Þórólfur Stefánsson, Björn Hólm Björnsson. Miðröð: Helga Jóhannsdóttir, Arndís Þorvalds-
dóttir, Anna Káradóttir, Ljósbrá Björnsdóttir, Sigurborg Sigurbjörnsdóttir, Guðfinna Sigurbjörnsdóttir, Margrét Gísladóttir,
Sigurður Pálsson, Björn Pálsson, Ófeigur Pálsson, Sæbjörn Eggertsson, Haraldur Gunnlaugsson. Fremsta röð: Erla Vil-
hjálmsdóttir, Gunnþórunn Hvönn Einarsdóttir, Helga Alfreðsdóttir, Anna Þórhallsdóttir, Helga Aðalsteinsdóttir, Magnús
Magnússon, Þórunn Brynjólfsdóttir, Kristmann Jónsson, Ásmundur Þórhallsson, Einar Sigurbjörnsson.
Á síðastliðnu hausti voru 20 ár
liðin frá stofnun Tónskóla Fljóts-
dalshéraðs, en að stofnun hans
stóð Tónlistarfélag Fljótsdalshér-
aðs, sem stofnað var á Eiðum 29.
desember 1969. Markmið félagsins
var að efla tónlistarlíf á Héraði
m.a. með stofnun tónlistarskóla og
haustið 1971 tók Tónskóli Fljóts-
dalshéraðs til starfa undir stjórn
Magnúsar Magnússonar tónhstar-
kennara sem flutti hingað frá
Ólafsfirði og veitir hann skólanum
forstöðu enn í dag. Skólinn var
fyrst til húsa í einu herbergi í kjall-
aranum hjá Guðmundi Magnús-
syni og píanó var fengið að láni hjá
Valaskjálf. Fyrsta veturinn voru
nemendur 25 og sá fyrsti sem inn-
ritaðist í skólann var Magnús Ein-
arsson formaður Tónlistarfélagsins
en hann hefur alla tíð verið mjög
áhugasamur um starfsemi skólans
og m.a. setið í skólanefnd frá upp-
hafi. Tónlistarfélagið hefur alla tíð
verið áberandi í menningarlífi hér
á Héraði. Strax á fyrsta vetri tón-
skólans var stofnuð lúðrasveit og
blandaður kór sem starfaði um
árabil og félagið fór fljótlega að
beita sér fyrir því að hingað kæmu
atvinnulistamenn bæði söngvarar
og hljóðfæraleikarar, einu sinni til
tvisvar á ári. Óskabarni félagsins
Tónskólanum óx fljótt fiskur um
hrygg. Pegar á fyrsta. ári keypti
Tónlistarfélagið blásturshljóðfæri
frá Bretlandi, einnig var keyptur
flygill í samvinnu við Grunnskól-
ann á Egilsstöðum. Minni blást-
urshljóðfærin keyptu nemendur,
en stærri hljóðfærin voru í eigu
Tónskólans. Strax eftir þennan
fyrsta vetur fékk skólinn inni í
nýbyggingu Grunnskólans, en þar
fékk hann afnot af kennslustofu og
hefur skólinn verið þar til húsa
allar götur síðan, það húsnæði er
þó fyrir löngu sprungið utan af
starfsseminni og er nú einnig
kennt í einbýlishúsi sem Egils-
staðabær á að Tjarnarlöndum 13
og í Grunnskólanum í Fellabæ. Nú
á ofanverðum vetri var hafin bygg-
I!
Lúðrasveitin spilar framan við Egilsstaðaskóla, myndin er frá 1973.
ing Félagsmiðstöðvar sem tengd
verður Grunnskólanum með
tengibyggingu og þar er fyrirhugað
að skólinn fái framtíðarhúsnæði.
Árið 1975 var lögum um stofnun
tónlistarskóla breytt. Gefin voru
út lög sem báru nafnið „Fjárhags-
legur stuðningur við tónlistar-
Magnús Einarsson var fyrsti formaður
Tónlistarfélagsins og hefur setið I skóla-
nefnd frá upphafi. Hér ávarpar hann
nemendur skólans á degi Tónlistarskól-
anna.
skóla“. Þessi lög voru sett, þegar
Vilhjálmur Hjálmarsson var
menntamálaráðherra og undir-
rituð af honum. Við setningu þess-
ara laga varð sú breyting á að nú
tók ríki og sveitarfélög sameigin-
lega við rekstri tónlistarskólana,
en áður háfði Tónlistarfélagið
greitt einn þriðja af kostnaði á
móti þessum aðilum. Við þetta
gjörbreyttust allar aðstæður skól-
ans og skólagjöld lækkuðu.
Nemendum Tónskólans fjölgaði
jafnt og þétt og árið 1976 var Árni
ísleifsson ráðinn kennari að
skólanum. Við ráðningu Árna
jókst fjölbreytni í námsframboði,
því þá hófst kennsla á gítar, sem
varð strax mjög vinsæl. Árni er
sem kunnugt er einnig liðtækur í
tónlist af léttara taginu og stofnaði
fljótlega Dixielandhljómsveit sína,
sem hleypti nýju fjöri í tónlistar-
lífið og var m.a. efnt til kabarett-
sýninga í samstarfi við Leikfélag
Fljótsdalshéraðs. Áfram fjölgaði
nemendum og árið 1982 var ráðinn
til skólans Breti að nafni David
Knowles og var þá farið að kenna
á strokhljóðfæri, fiðlu og selló.
David starfaði hér í 3 ár en þegar
hann hætti var ráðinn annar
breskur kennari Róbert Birchall,
sem starfar hér enn. Starfssvið
skólans var í upphafi miðað við
allt Fljótsdalshérað og fyrsta vet-
urinn fór Magnús tvisvar í Hall-
ormsstað og kenndi þar um
tveggja vikna skeið í hvort skipti,
en skólanum á Egilsstöðum var
lokað á meðan. Það kom fljótt í
ljós að þetta form gafst ekki vel og
var í framhaldi af því stofnað útibú
á Hallormsstað, en nemendur frá
Eiðum sóttu skólann á Egils-
stöðum um tíma. Á þessum
stöðum báðum hefur nú verið
stofnaður tónlistarskóli. Auk
Lúðrasveit Tónskólans hefur oft sett skemmtilegan svip á bæjarlífið. Pessi mynd er tekin 1987, skömmu fyrir Fœreyjaför sveit-
arinnar.