Austri - 19.12.1991, Side 9
Egilsstöðum, jólin 1991.
AUSTRI
9
Pátttakendur á vortónleikum 1982.
fastra kennara við skólann, sem
hér hafa verið nefndir að framan,
var Sigurbjörg Helgadóttir tónlist-
arkennari um skeið. Stundakenn-
arar hafa einnig verið nokkrir við
skólann. Það er ekki að efa að
stofnun Tónlistarfélagsins og síðar
Tónskólans markaði tímamót í
tónlistarlífi hér á Héraði. Þeir eru
orðnir margir einstaklingarnir sem
sótt hafa skólann, sumir aðeins
stuttan tíma en aðrir hafa staldrað
við lengur eins og gengur. Mark-
miðið var í upphafi og er enn að
gefa þeim sem áhuga hafa á hvaða
aldri sem er tækifæri til að læra
nótnalestur og hljóðfæraleik. Frá
upphafi hefur skólinn verið fullset-
inn og nú á 20 ára afmælinu eru
nemendur að nálgast 100.
Haustið 1982 réðist David Knowles til skólans og hófst þá kennsla á strokhljóðfœri,
hér er hann ásamt nemanda sínum Védísi Ingólfsdóttur.
Frá tónleikum Tónskólans í apríl 1989.
Á tónfundum fá nemendur að spreyta sig. Myndin sýnir nokkra unga blokkflautu-
leikara 1990.
Áhrif af starfi Tónskólans gætir
víða í menningarlífi okkar hér og
ég er ekki viss um að allir geri sér
í fljótu bragði grein fyrir þeim
áhrifum, sem hann hefur haft á
mannlíf hér á Héraði.
í tengslum við skólann hefur
oftast verið starfandi lúðrasveit,
sem var á fyrstu árum skólans
skipuð bæði börnum, unglingum
og fullorðnu fólki. Lúðrasveitir
skólans hafa oft sett svip á bæinn
við hátíðleg tækifæri, auk þess
hafa þær lagt land undir fót, heim-
sótt nágrannabæi, sótt mót lúðra-
sveita utan fjórðungs og heimsótt
frændur Færeyinga. Einnig hefur
hér verið mikið sönglíf, blandaður
kór „Tónkórinn“ starfaði um 10
ára skeið með miklum blóma og
gerði þá víðreist. Stjórnun lúðra-
sveitanna og kórsins hefur frá
fyrstu tíð verið í höndum Magn-
úsar Magnússonar, sem nú æfir
kór Egilsstaðakirkju og er organ-
isti. Á þessum áratug var Karlakór
Fljótsdalshéraðs endurvakinn og
hefur hann starfað undir stjórn
Árna ísleifssonar. Hér hefur að-
eins verið stiklað á stóru í sögu
Tónskólans, þeirri sögu verða ekki
gerð tæmandi skil í stuttu máli. En
á tímamótum sendir Austri Tón-
skólanum afmæliskveðjur með ósk
um gifturríkt starf á komandi
árum sem hingað til. Lokaorðin
hér eru tekin úr erindi sem
Magnús Magnússon flutti á fundi
Rotarymanna í haust. „Árangur af
starfi tónlistarskólanna mælum við
ekki á mælistiku þess, hve margir
fara utan til framhaldsnáms,
heldur nægir okkur að líta í
Núverandi kennaralið skólans, Magnús
Magnússon skólastjóri og tónlistarkenn-
ararnir Róbert Birchall og Árni ísleifs-
son.
kringum okkur. Hvarvetna í þjóð-
lífinu sér þessa starfs merki. Þús-
undir íslendinga iðka tónlist sér til
ánægju í kórum, hljómsveitum af
öllum toga og þúsundir eru við
nám í tónlistarskólum. Ég tel að
þannig beri að meta starfið sem
þar fer fram. Aþ
Byggt að hluta á erindi Magnúsar
Magnússonar sem flutt var á Rotary-
fundi á s.l. hausti og spjalli við þá nafna
Magnús Magnússon og Magnús Einars-
son.
Hinsta ferð
Guðrúnar Magnúsdóttur
Stuttu fyrir jólin 1886 varð Guðrún Magnúsdóttir, þá til
heimilis í Fjallsseli í Fellum úti á Fellaheiði. Hún var þá á
leið til Jökuldals, nánar tiltekið að finna unnusta sinn,
sem var vinnumaður í Hnefilsdal. Þorleifur Stefánsson í
Teigaseli fann jarðneskar leifar Guðrúnar árið 1916 en
merkti ekki nógu vel við staðinn svo hann fannst ekki
aftur. Um það bil 60 árum síðar gekk Eiríkur Sigfússon
bóndi á Giljum fram á bein Fjallssels-Gunnu. Nokkru
seinna voru beinin sótt og voru m.a. í þeirri för Jón
Björnsson frá Hnefilsdal, Völundur Jóhannesson og Ei-
ríkur Sigfússon. Beinin voru sett í kassa, sem sérstaklega
var smíðaður til þessa og jarðsett í Áskirkjugarði. Hjá
beinunum fannst kistulykill og leifar af brennivínskút,
sem Guðrún mun hafa ætlað að færa unnustanum.
(Um þessa atburði má lesa í Múlaþingi 5. og 7. hefti.)
Hin hörmulegu ævilok Guðrúnar hafa komið nafni
hennar á spjöld sögunnar og orðið skáldum yrkisefni og
má í því sambandi nefna ljóð Benedikts frá Hofteigi
„Svefnbrúður“. III örlög Guðrúnar urðu einnig ungum
manni, Braga Björnssyni frá Surtsstöðum hugstæð og
rúmlega tvítugur að aldri yrkir hann kvæðið sem hér fer á
eftir.
Örlagaför
Fáum reynist Fellaheiði
farartálmi í góðu leiði
séu veðravöldin blíð.
En skjótt er oft í skammdeginu
að skella á með norðanhrynu.
— Mörg hefur komið manndrápshríð —
Lagði á fjallið Fjallssels-Gunna
— ferðasöguna engir kunna —,
til jólagleði á Jökuldal.
Unnusta á æskuskeiði
átti fyrir norðan heiði;
Þráði yndi og ástahjal.
Til að ylja og endurnæra
ástvininn sinn hjartakæra
var hún á ferð með vín á kút.
Vissi hún að vara mundi
varmi af þeirra ástarfundi
næstum vetur allan út.
Ferðin sækist furðanlega,
á Fellaheiði miðja vega
mætir Gunna mönnum tveim.
Ber í loftið bliku svarta,
bugast þó ei Gunnu hjarta;
— vill ei snúa við með þeim.
Brátt er komið versta veður,
vasklega samt áfram treður
til kærastans með kútinn sinn.
Þótt ferðagaman fari að grána
Fjallssels-Gunna hvessir brána,
frostið herðir, kelur kinn.
Þreytist Gunna og þyngist óðum
þæfingsfœrð á hennar slóðum.
Hríðin enga veitir vægð.
Meðan njóta yls frá eldi
aðrir menn á helgu kveldi
uppgefin hún leggst í lægð.
Breiðir hríðin blæju fanna
bráðlega yfir kút og svanna,
— unnustinn þau aldrei sá —
En í fari Fjallssels-Gunnu
fagurlega saman runnu
áræði, tryggð og ástarþrá.
Árin koma, kveðja, renna,
kúturinn gisnar, beinin fenna,
vínið jarðar vœtir brá.
— Loksins fannst samt Fjallssels-Gunna,
um forlög hennar vitna kunna
bognir stafir beinum hjá.