Austri


Austri - 19.12.1991, Side 10

Austri - 19.12.1991, Side 10
10 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1991. Jóíamatseðiíí Jólamatseðillinn kemur að þessu sinni frá Óla Gísla Sveinbjörnssyni matreiðslunema á Hótel Höfn. Óli Gísli er á fjórða ári í námi sínu, en að því loknu hyggur hann á framhaldsnám erlendis. Hann er 22 ára gamall, borinn og barnfæddur Hafnarbúi og hefur stundað mat- reiðslunám undir handleiðslu Árna Stefáns Árnasonar matreiðslumeistara á Hótel Höfn. Villibriesósa: 4 dl soð (soðið sem kom af pönnunni) 1/2 gul paprika 1/2 rauð paprika 1 sellerístöngull 5 sveppir 1 lítill laukur 1/2 1 rjómi 1 dalabrie (afhýddur) rifsberjahlaup eftir smekk Grafinn humar, fyrir fjóra: 20 meðalstórir, skelflettir humarhalar. Kryddblanda: 4 tsk. dill 3 tsk. dillfræ 4 tsk. salt 3 tsk. sykur 1/3 tsk. hvítur pipar 1/5 tsk. fenkel safi úr hálfri sítrónu Til skrauts: 2 tómatar, skornir í tvennt og kjarninn fjarlægður 4 sítrónubátar steinselja Stráið 1/3 af kryddblöndunni á grunnt fat og leggið humarhalana yfir. Stráið afgang- inum af kryddinu jafnt yfir og þekjið með dilli. Hellið sítrónusafanum að síðustu jafnt yfir. Látið standa í kæli í sólarhring. Sinnepssósa: 2 msk. sætt sinnep 2 msk. sterkt sinnep 2 msk. majones 1 tsk. dill Fyllið tómatana með sósunni og setjið á miðjan diskinn. Raðið humrinum í kringum tómatinn og setjið steinselju á milli humarhalanna. 1 sítrónubát á hvern disk og berið síðan fram með ristuðu brauði. Hreindýrasteik: Þar sem að hreindýrakjöt er vandmeð- farið hráefni er erfitt að gefa einhlíta uppskrift um eldunartíma. Þar ræður mestu smekkur hvers og eins. Heindýra- kjöt er hin mesta kóngafæða ef það er fallega rautt og safamikið en verður að mínu áliti óæti, mikið steikt og þurrt. Ágætis viðmiðun er eldun líkt og á roast beef. Lokið vöðvanum á heitri pönnu, setjið síðan í ofn ekki heitari en 120°C. Tími fer eftir stærð og þykkt vöðvans. Hellið 1/2 1 af vatni á pönnuna og látið sjóða (notað síðar í sósu). Nota má hvers konar villibráðakrydd- blöndu á kjötið en ég mæli með ÖRTSE- SONING frá EUROSPICE. 200-250 gr af kjöti ættu að vera nóg á mann. Umsjón: Ólafur G. Sveinbjörnsson matreiðslumaður. Skerið allt grænmetið smátt og kraumið í potti. Hellið soðinu saman við og látið sjóða í 5-10 mín. Bætið rjómanum og rifs- berjasultunni í og takið síðan af hita. Setjið að síðustu ostinn út í í litlum bitum. Látið bráðna vel. Setjið allan þann safa sem kemur af kjötinu loks út í. Ávaxtasalat: 2 epli 2 bananar 1 sellerístöngull 1 dós sýrður rjómi 1 1/2 dl þeyttur rjómi Afhýðið eplin og takið kjarnann úr, saxið smátt. Skerið sellerí og banana smátt. Hrærið saman sýrða- og þeytta rjómanum og blandið öllu saman, kælið. Stráið söxuðum valhnetum yfir. Sykurbrúnaðar kartöflur og heit pera til- heyra þessum rétti. Ávaxtakvintett í brauðformi: 1 hunangsmelóna 1 Cantelópmelóna 1 stjörnuávöxtur 1 kiwi 10 dökk vínber 1 dl Malibu (kókoshnetulíkjör) Skerið melónurnar í hæfilega bita. Sneiðið stjörnuávöxtinn, kiwi og vínberin. Setjið allt í skál og hellið líkjörnum yfir, hrærið í og kælið. Brauðform: 100 gr flórsykur 100 gr smjör 100 gr hveiti 2 eggjahvítur Hrærið saman flórsykrinum og mjúku smjörinu. Stífþeytið eggjahvíturnar og bætið þeim varlega saman við, sigtið hveitið og jafnið deigið. Smyrjið deiginu í þunnum kökum á smurða, hveitistráða plötu. Bakið kök- urnar ljósgullnar. Losið kökurnar eina í senn og leggið heitar ofan á glas og leggið hliðarnar varlega niður. Látið kólna. Ofnhiti 225°C, tími 4-5 mín. Skiptið ávöxtunum jafnt í skálarnar og setjið þeyttan rjóma yfir, skreytið t.d. með ferskum jarðarberjum. Njótið vel og lengi. Gleðileg jól. Ólafur G. Sveinbjörnsson

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.