Austri


Austri - 19.12.1991, Page 15

Austri - 19.12.1991, Page 15
Egilsstöðum, jólin 1991. AUSTRI 15 Breyttir tímar Nýútkomin bók Löngum hafa samgönguleiðir á Austurlandi þótt torfærar á köflum. Á síðari árum hafa þó orðið miklar breytingar til bóta í þessum efnum, þó að enn bíði þar úrlausna stór verefni. Öræfin, sveitin milli sanda, er næst vesturmörkum Austurlandskjör- dæmis. Pessi sveit, sem liggur milli Breiðamerkursands og Skeiðarár- sands, var löngum talin meðal afskekktustu byggða á landinu með Öræfajökul að baki og hafnlausa brimsanda framundan. Þó hefur sveitin verið í þjóðleið um allar aldir íslandsbyggðar, því að framhjá henni varð ekki komist landleiðina sunnan jökla milli Austurlands og Suðurlands. En vegna jökulvatnanna á söndunum beggja megin sveitar- innar var þessi leið oft vandfarin og stundum torfær. Það varð því stór- felld breyting og samgöngubót, þegar hringvegurinn svonefndi var opn- aður með brúargerðum á Skeiðarársandi, en eigi löngu fyrr höfðu vatns- föll sveitarinnar og Breiðamerkursands verið brúuð. Að sjálfsögðu unn- ust þessar brúarframkvæmdir í áföngum, og fögnuðu menn sameigin- lega hverjum áfanganum sem vannst. í einu slíku fagnaðarhófi var flutt eftirfarandi kvæði: Brúarljóð í tilefni af brúarbyggingu í Öræfum: Frá tíð þeirrar farar á feðranna hjarli, sem fyrst er af sögunni ljós, er þrælarnir víðförlu, Vífill og Karli, hér völdu hinn skaftfellska ós, hafa æðandi jökulvötn sorfið og sagað og sandorpið blómlega grund, og búendum amað , en byggðirnar jagað og bjargræði lamað og samgöngum bagað hér lengst fram að líðandi stund. Oft þreytunni og vosinu þrekmennið varðist með þrautseigju á auðnanna slóð. Gegn kvíða og ótta þá kjarkurinn barðist, og kláranna hnignaði móð með feril að baki, sem fjörganginn lægir, en framundan elfunnar nið. Og jöfrarnir frægir, þeir „Jökull“ og „Ægir“, að jafnaði ei vægir né viðskiptaþægir þar surfu að sinn hvorri hlið. Hve oft var á bakkanum starað og staðið við strauminn með klifberalest, uns lagt var svo tíðum á tæpasta vaðið í trausti á Guð sinn og hest með heimilisbjörgina bundn’ upp á klakkinn, sem beðið var eftir með þrá. Gegn flaumnum var barist, þótt freyddi um hnakkinn, og föllunum varist, uns heimalands-bakkinn við hófblökum hestanna lá. En nú hafa vélar á láði og legi og lofti hér högunum breytt og rutt hinum þarfasta þjóni úr vegi, en þægindi búendum veitt. Par varninginn flytja nú vagnstjórar glaðir á vegi um járnstælta spöng, sem ætt fram af ætt gegnum aldanna raðir um urðir og hættur og keldur og traðir á reiðingnum reiddi sín föng. En þess ber að minnast, er mannvirkin rísa, þótt metist þau rammger og sterk, að hamfarir skaftfellskra elda og ísa oft óvirtu mannanna verk. En á það skal vona og treysta og trúa, að tíðin sé framundan blíð. Og því skal hér rækta og byggja og brúa, að búsældarnægtum og menningu hlúa á frelsis og framfaratíð. Sá eilífðarmáttur, sem feðranna förum til farsældar stýrði yfir láð um stórfljót og auðnir í stríðustu kjörum, hann styðji vort framtak og ráð. Hann láti ekki kraftinn frá ljósinu þverra, sem lægt getur jökulsins ris. Hann blessun æ gefi til hagsælda hverra, en hefti og sefi öll áhrif hins verra, svo hindrist hver hörmung og slys. Hver dagleið æ markast af dögun og kvöldi, hvort dæmist hún treg eða greið. Að alheimsins lögum vor lífdagafjöldi sig lestar um ævinnar skeið. En hvernig sem kappið við hvetjum og brýnum, þá hverjum er nóttin þó vís. Þá gott er að finna í farangri sínum þann farsældar-vinning, að áttum ei týnum, uns morgunsól mót okkur rís. Þorsteinn Jóhannsson Svínafelli, Öræfum ÞÉR VEITIST INNSÝN Leiðsögn á lífsleiðinni Hörpuútgáfan hefur sent frá sér 3. útgfu lífsspekibókarinnar „Þér veitist innsýn“. Einn lesandi gaf henni nafnið „Náttborðsbókin“ — lykill að lausn vandamála minna. í formála þýðanda segir m.a.: „Trú mín er að þessi gagnmerka bók eigi eftir að verða mörgum til blessunar og leiðsagnar í andlegri leit þeirra, og færa birtu inn í Iíf margra, sem hugsanlega hafa ekki getað fundið haldfestu á hálum leiðum þessa heims. Hér er að finna speki sem hver maður á að geta fært sér í nyt í flestum vanda- málum lífsins. Segja má að hagnýti kenninganna sé slíkt að sérhver geti fundið lykil að sínum vanda- málum.“ ÞÉR VEITIST INNSÝN er 153 bls. Sveinn Ólafsson íslenskaði. Hönnun og útlit: Hafsteinn Guð- mundsson. Offsetprentun og bókband: Oddi hf. SHELL stöðvarnar á Austurlandi óska viðskiptavinum sínum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla og farsœldar á komandi ári. Um leið og við þökkum viðskiptavinum okkar árið sem er að líða viljum við minna á að veturinn er genginn í garð. Höfum fyrirliggjandi allt til vetraraksturs: — Vetrarmottur — íseyði á rúðurnar — ísvara í bensínið — DEEZOL í dieselolíuna — Rúðusköfur — Fjölþykktarolíur — Frostlög — Sœtaáklœði — BRITAX barnastóla SHELL stöðvarnar Egilsstöðum - Seyðisfirði - Neskaupstað Eskifírði - Reyðarfirði - Fáskrúðsfírði Gott er heilum bíl heim að aka. XMÆSiMiÆníXnXMXBiíBMMiiBiniÆÆMiMÍÆÆMÆÆÆMiMiÉM

x

Austri

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.