Austri


Austri - 19.12.1991, Qupperneq 16

Austri - 19.12.1991, Qupperneq 16
16 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1991. arnagaman Kafli úr bókinni „Raggi litli í sveitinni“ eftir Harald S. Magnusson Strákarnir voru komnir næstum alveg upp á Ásinn og voru þar í hvarfi milli hóla. Raggi litli leit stundum um öxl til aö vita hvort hann sæi ekki mömmu sína, því að hann mundi hvaö hún haföi sagt, en Bjössi vildi halda áfram og fara alveg upp á hæsta hólinn. Þá heyrðu þeir kallað: „Raggi, Bjössi, Bjössi, Raggil" og að lokum dóu þau út. Þeir risu á fætur og ætluðu að fara í sömu átt og hún. En nú fór illa. Þegar þeir komu á bak við hólinn þar sem mamma Ragga hafði horfið beygðu þeir ekki í sömu átt og hún, heldur tóku þveröfuga stefnu og fjarlægðust Stóra-Bæ jafnt og þétt. En það vissu þeir ekki. Þeir litu við og sáu mömmu Ragga koma hlaupandi á þúfna- kollunum. Hún hafði enn ekki séð þá. Allt í einu kippti Bjössi í Ragga þannig að hann datt næstum því. Hann dró Ragga áfram milli stórra steina og bað hann að leggjast niður og þegja og láta sem minnst á sér bera. Þeir lágu þarna í hvarfi á meðan mamma Ragga hljóp fram hjá þeim og kallaði í þá til skiptis. Ragga langaði til að rísa upp og kalla í hana á móti, en Bjössi hélt í hann, því að hann vildi ekki fara heim strax. Mamma hljóp áfram eftir Ásnum og hvarf á bak við hól. Smám saman fjarlægðust köllin Raggi litli var alltaf að skima í kringum sig eftir mömmu sinni. Hann var orðinn smeykur og spurði Bjössa: „Ratarðu til baka?“ „Nei, nei, við erum orðnir rammvilltir,“ svaraði Bjössi borginmannlegur. Hann ætlaði að stríða Ragga og benti í allar áttir. „Stóri-Bær gæti verið á öllum þessum stöðum." Ragga varð ekki um sel. Þeir héldu áfram, en eftir dálitla stund gerði Bjössi sér grein fyrir því að hann var raunverulega orðinn villtur. Hann lét á engu bera, en tók aðeins fastar um hönd Ragga eins og hann vildi vernda hann. Hann hélt ótrauður áfram. Mamma Ragga litla hlaut að fara að koma og bjarga þeim úr þessari klípu. Þegar mammma Ragga hafði hlaupið fram og aftur um Ásinn án þess að finna strákana ákvað hún að hlaupa til baka, hringja til næstu bæja og biðja um hjálp. Brátt barst sú frétt um alla sveitina að tveir strákar frá Stóra-Bæ væru týndir. Síminn hringdi stanslaust, því að allir vildu hjálpa. Brátt kom fólk að Stóra-Bæ og fór að leita uppi á Ásnum. Bjössi og Raggi voru orðnir mjög þreyttir, en héldu ferðinni samt áfram. Þeir gengu upp á hól og hlupu niður af honum og upp þann næsta. Svona gekk þetta nokkurn tíma. Allt í einu voru þeir komnir upp á Ásinn þar sem hann var hæstur. Þeir litu niður í dalinn. En Stóri-Bær var hvergi sjáanlegur og þeir könnuðust ekkert við þennan dal. Eftir honum rann á, og beint fyrir neðan þá var brú yfir hana. Handan árinnar var bóndabær sem þeir þekktu ekki. Þeir ákváðu að fara þangað og fá að hringja heim og láta vita hvar þeir væru. Strákarnir hlupu síðasta spöl- inn heim að bænum og börðu að dyrum. Maðurinn sem kom til dyra var ekkert hissa að sjá gestina. Hann spurði: „Er annar ykkar kallaður Raggi og hinn Bjössi? Það var hringt í mig frá Stóra-Bæ og sagt að þið væruð týndir." Maðurinn sagði þeim að bær- inn héti Lækjarbakki og væri hinum megin við Ásinn. Hann bauð þeim inn og spurði hvor þeir væru ekki svangir eftir allt labbið. Þeir sögðu já við því, og á meðan þeir fengu sér brauð og mjólk hringdi maðurinn að Stóra-Bæ og lét vita að þeir væru komnir fram. Þegar þessi tíðindi bárust þangað var farið með lak upp á þakið á húsinu og breitt úr því þar. Fólkið sem var að leita uppi á Ásnum sá lakið og vissi að þetta merkti að strákarnir væru fundnir. Boðin voru fljót að ber- ast milli manna og ekki leið á löngu þar til leitinni var hætt. Allir voru glaðir og fegnir því að strákarnir voru heilir á húfi. Orðaleit Nú eigið þið að finna nokkur mannanöfn í stafasúpunni. Nöfnin geta verið lárétt, lóðrétt eða skáhöll, bæði afturábak og áfram. Sami bókstafur getur verið í fleiri en einu nafni. Nöfnin sem þið eigið að finna eru: Alfreð, Ásgeir, Bjarni, Davíð, Eggert, Guðmundur, Helgi, Jóhann, Karl, Magnús, Reynir, Sigfús, Torfi, Þorvaldur, Örn. A P Ö S G V N K J Ð E S K T D O E A R I E G S Á U Ú Ð R N Y N H U B A T N N T L A K Ó R F Á Þ R T Ð E S R O I G A F M R Ú L I R H Æ M B U J H D N S G T B G D J Ö B R U M A V I U H N E K G F I L A V R O Þ G S M R U M S Ú Ö E A P A J Y R E L A Ó Á í N L Ð K J S K Ð G R E Y N N F P I R Æ R Geturðu komið knettinum í netið? Lausnir á bls. 34. Hundar og kanínur Þessi þraut er í því fólgin að láta hundana og kanínurnar skipta um staði. Aðeins má færa dýrin eftir beinum línum á auða hringi og best er að nota keilum í ólíkum litum fyrir hvert dýr. Þið ráðið alveg í hvaða röð þið færið dýrin t.d. má færa sama hundinn þrisvar í röð ef þið viljið. En athugið! Aðeins má færa dýrin 16 sinnum alls. Lausnir á bls. 34. Heilabrot I234 Raðið þessum 5 tölum þannig að þegar 2 fyrstu eru margfald- aðar með tölunni í miðjunni þá myndi 2 síðustu tölurnar útkomuna.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.