Austri


Austri - 19.12.1991, Qupperneq 17

Austri - 19.12.1991, Qupperneq 17
Egilsstöðurrij jólin 1991. AUSTRI 17 Ráðgáta „Segðu mér þetta allt saman aftur, Ómar“, sagði löggan, „það er eitthvað í frásögninni sem ég skil ekki“. Ómar endurtók frásögnina: „Ég hafði farið upp á hótelher- bergið mitt til að hafa fataskipti. Þegar ég var í miðjum klíðum að skipta um föt kom þjófurinn aftan að mér. Hann hlýtur að hafa verið í herberginu þegar ég kom inn og hefur áreiðanlega falið sig bak við gluggatjöldin. Ég hafði teygt báða handleggina upp í loftið og hann skipaði mér að snúa mér við. Ég gerði það og þá skipaði hann mér að fara inn í fataskápinn, sem ég gerði, og þar var ég innilokaður meðan hann komst undan“. „Já, já, þetta liggur Ijóst fyrir“, sagði löggan, „en ég skil bara ekki af hverju þú getur ekki gefið lýsingu á þjófnum. Þú hefur ágæta sjón, Ijósin voru kveikt og þú stóðst rétt hjá honum. Þú hlýtur að geta lýst honum eitt- hvað.“ „Ég sagði þér að ég hefði ekki séð hann. Þú veist hvað ég var að gera þegar ég varð var við þjófinn", sagði Ómar. Hvers vegna sá Ómar ekki þjófinn? Lausnir á bls. 34. Eru þær eins? Finndu 7 atriði sem hefur verið breytt á neðri myndinni. Lausnir á bls. 34. Óli: Af hverju ertu að skæla? Siggi: Hundurinn minn er dáinn. Óli: Láttu það ekki á þig fá. Ekki skældi ég þegar afi dó. Siggi: Þú hafðir heldur ekki átt hann síðan hann var hvolpur. ★ Stína: Ósköp ertu gráhærð, mamma mín. Mamma: Já, mömmurnar verða gráhærðar þegar litlu stúlkurnar eru ekki góðar. Stína: Amma er miklu grá- hærðari. ★ Fimm ára strákur lék sér í stof- unni og faðir hans sem var bíl- stjóri lá í sófa og hraut ógur- lega. Þar kom að bílstjórinn velti sér á hliðina og hætti að hrjóta. Drengurinn hljóp með miklu írafári til móður sinnar og sagði: Mamma, mamma, komdu fljótt til hans pabba. Hann hefur drepið á sér. REIKNIÐ NÚ ÚT Eins og sést á myndinni fer strikið yfir 6 reiti og samtals er upphæðin í þeim 50, þegar saman er lagt. — Nú er það vandinn að draga beint strik yfir 6 reiti og fá út úr þeim samtals 75. 2 5 9 6 15 7 16 12 14 10 'n Z' 'C 1 13 Reyndu nú að draga samfellda línu frá kettinum til rottunnar með því að draga línu gegnum hvern bókstaf og hvert hlið. Þú mátt bara fara einu sinni í gegnum hvern bókstaf og hvert hlið og þú mátt aldrei fara yfir línuna. Lausnir á bls. 34. Loftbelgjakeppni. Þátttakendur nota keilur (eða tölur, eða annað sem hentar) af mismunandi lit og skiptast á um að kasta peningi. Ef talan kemur upp á að færa keiluna um 2 reiti en ef skjaldarmerkið kemur upp á að færa keiluna um 1 reit. Ef þatttakandi lendir á stjörnu má hann gera aftur.

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.