Austri


Austri - 19.12.1991, Blaðsíða 20

Austri - 19.12.1991, Blaðsíða 20
20 AUSTRI Egilsstöðum, jólin 1991. Margt er mjög ólíkt hér og heima Patricia Rabascall Velasco er skiptinemi sem hefur dvalist á Egilsstöðum síðan í ágúst síðast- liðnum. Hún er frá borginni Pto Ordaz í Venezúela og býr nú hjá Védísi K. Þórðardóttur og Friðriki Kjartanssyni en hún stundar nám í Menntaskólanum á Egilsstöðum. Henni finnst erfitt að læra íslensku en er þó farin að skilja talsvert í málinu. Stutt viðtal við hana fer hér á eftir. Hvers vegna komstu til íslands? Þegar ég ákvað að gerast skipti- nemi fékk ég valblað þar sem ég gat valið um Kanada, Bandaríkin, Jamaíka og Evrópu. Ég valdi Evr- ópu en ekki var gefinn kostur á því að velja eitthvert tiltekið land í Evrópu. Við erum þrír skipti- nemar frá Venezúela á íslandi - hinir eru í Stykkishólmi og Reykjavík - og þetta er í fyrsta skipti sem skiptinemar frá Vene- zúela koma til dvalar á íslandi. Hvað fínnst þér líkast með Venezúela og íslandi? Flest er mjög ólíkt finnst mér. Þó er landslag sums staðar svipað t.d. fjöll, ár og fossar. Mér finnst víða mjög fallegt í báðum þessum löndum. Hvað fínnst þér ólíkast hér og í heimalandinu? Mér finnst fólkið mjög ólíkt. íslendingar eru miklu lokaðri en landar mínir og það er erfiðara að kynnast íslendingum og eignast vini meðal þeirra. Hinir tveir skiptinemarnir frá Venezúela segja þetta líka. Svo eru auðvitað ýmis smærri atriði gjörólík. Hér gengur fólk ekki á útiskóm inni í húsum og ég hef borðað hrossa- kjöt og hreindýrakjöt, sem er ný reynsla. Hvorttveggja bragðaðist ágætlega. Ég þarf ekki að minnast á veðrið, Venezúela er suður undir miðbaug en ísland er norður undir heimskautsbaug svo það segir sig sjálft. Eru skólar í þessum tveimur löndum svipaðir? í mínu landi klæðast nemendur skólabúningum og þar ríkir meiri agi en í íslenskum skólum. Skóla- kerfið er ekki alveg eins. Hjá okkur eru 7-13 ára börn í barna- skóla en 14-18 ára nemendur eru í unglingaskóla og að loknu námi þar geta nemendur farið í háskóla sem eru margir og viðhafa verka- skiptingu. Þegar nemendur eru 15 ára velja þeir um tvær námsbraut- ir, raungreinar eða samfélags- greinar, en að nokkru leyti er svipað námsefni í báðum. Ég valdi raungreinar og ætla að læra verk- fræði sem lýtur að olíuvinnslu en olía er mikilvægasta útflutnings- vara okkar. Að svo miklu leyti sem ég get um það dæmt sýnist mér að kunn- átta nemenda í hinum ýmsu náms- greinum sé almennt svipuð í báðum löndunum nema hvað íslenskir nemendur eru upp til hópa betri í ensku en nemendur í mínu föðurlandi. Segðu mér nú eitthvað frá jóla- haldi fjölskyldu þinnar. Við kaupum jólamatinn á aðfangadag og uppistaðan í honum er nautakjöt, svínakjöt eða kjúklingar. Mamma og amma fara alltaf í kirkju á aðfangadagskvöld og á miðnætti safnast margt fólk aftur saman í kirkjunni og syngur. Um miðnætti tökum við upp jóla- gjafir en allir í fjölskyldunni fá gjafir. Gjafirnar eru margs konar t.d. leikföng, föt, skartgripir o.fl. en lítið er um bækur til jólagjafa. Við höfum jólatré og ég held að lifandi jólatré tíðkist alls ekki í Patricia Rabascall Velasco. mínu heimalandi. Börnin trúa á jólasveininn sem kemur með gjaf- irnar. Hann á heima á Norður- pólnum og kemur akandi í loftinu í sleða sem dreginn er af 4-5 hreindýrum. Fjölskyldur foreldra minna eiga sveitahús þar sem við dveljum á jóladaginn. Þar borðum við, t.ölum saman og leikum okkur. Börnin fá einu sinni í skóinn. Það er aðfaranótt 7. janúar en þá koma vitringarnir þrír og setja sælgæti í skóinn hjá krökkunum. Hvað gerið þið um áramótin? Þá förum við til föðurömmu minnar og það er borðað klukkan 9. Klukkan 12 hringir kirkjuklukk- an 12 sinnum. Þá setjum við pen- ing undir setuna í stólnum og stöndum uppi á stólnum. 1 hvert skipti sem kirkjuklukkan slær borðum við eitt vínber eða 12 alls og drekkum síðan eitt glas af heimalöguðum drykk. Síðan tökum við peninginn aftur undan setunni og okkur mun ekki skorta peninga á nýja árinu samkvæmt þjóðtrúnni. SH Andi jólanna Andi jólanna horfði döprum augum á skýrsluhlaðann á skrif- borðinu. Það var jólanótt og hann varð að ljúka við skýrslurnar fyrir dögun, reglurnar hjá Almættinu voru nú einu sinni þannig. Andinn kveið alltaf fyrir þessu verki. Þessu árlega yfirliti yfir hegðun jarðar- búa, ekki vegna þess að þetta væri svo mikið verk - onei, hann kunni nú enn til verka þótt gamall væri. Það voru miklu fremur pappír- arnir sjálfir og innihald þeirra sem áttu sök á hugarástandi hans þessa heilögu nótt. Hann var að verða eitthvað svo viðkvæmur með árunum og átti æ erfiðara með að taka öllum þeim vonbrigðum sem þetta uppgjör hafði óneitanlega í för með sér. En það dugði ekki að hangsa svona yfir eigin hugsunum, ekki gæti það bjargað heimskringl- unni - eða hvað? Hann stóð upp og gekk að gömlum útskornum skáp sem stóð í einu horninu, opnaði hann og tók út úr honum gylltan kassa. Hann bar kassann að borð- inu og lagði hann varlega frá sér. Hvar skyldi nú lykillinn vera? Hann leitaði í vösum sínum - bíðum nú við - þarna var hann. í brjóstvasanum auðvitað eins og undanfarin nítjánhundruð níutíu og eitt ár. Andi jólanna stakk lykl- inum varlega í skrána á gyllta kass- anum, sneri honum og - vúps - kassinn var opinn. Þarna lá hún sjálf vogin og það glampaði á gullið í vogarskálun- um. Þessi vog hafði verið notuð frá upphafi vega til að greina á milli mannvonsku og mannkærleika og andinn fylltist ævinlega lotningu þegar hann fór um hana höndum. Hann tók vogina upp og setti hana varlega á borðið. Nú var komið að því, uppgjör alls mann- kyns á góðverkum og illverkum á liðnu ári lá þarna á skrifborðinu fyrir framan hann og uppi á efstu hæð beið Almættið eftir niðurstöð- um. Andi jólanna hafði aðeins átt sér eina ósk í tímanna rás og hún var sú, að mannkærleikurinn vægi þyngra á vogarskálunum. Þá gæti hann svo sannarlega haldið gleði- leg jól. Það gladdi hann alltaf að hugsa til þess að þarna á vogar- skálinni væru loksins allir jafnir, fátækir sem ríkir, betlarar sem konungar, verk allra væru vegin og metin á sama hátt. Það sakaði ekki að gera sér vonir um betri útkomu en síðast. Með eftirvæntingu og glampa í augum tók hann hvern skýrslubunkann af öðrum og lagði á vogina. Ef til vill rættist óskin hans nú um þessi jól. Hann skráði nákvæmlega allar niðurstöður í stóra hvíta bók, sem lá á borðinu fyrir framan hann. Hann sá að mannanna börn höfðu enn sem áður látið blindast af dansinum kringum gullkálfinn. Þessum tryllta dansi sem engu eir- ir. Hann sá líka baráttuna um völd og yfirráð um alla heimsbyggð, ásamt grimmd og illsku valda- manna. Verst fannst honum þó að sjá, að sömu nöfnin og í fyrra höfðu ráfað um í vanþekkingu á öllu því sem verðmætast er í þessu jarðlífi voru enn í sömu sporum. Öðru hvoru brá þó gleðibrosi fyrir hjá honum og hann smellti kossi á einhverja skýrsluna og á næsta augnabliki táraðist hann af gleði yfir óskrifuðum blöðum ungbarn- anna af því að á þeirra blöðum lá von mannkyns um alla framtíð. Við skiljum við Anda jólanna í hugleiðingum sínum enda er jóla- nóttin ekki liðin. Skýrslurnar okkar eru á borðinu hjá honum og það er enn ekki of seint að bæta inn í þær einu og einu góðverki til að gleðja þennan öðling sem vitjar okkar stundvíslega í skammdeg- ismyrkrinu. Vilt þú bæta lóði réttu megin á vogarskálina? Guðrún Tryggvadóttir SKQGRÆKT RIKISINS HALLORMSSTAÐ Góðfúslega pantið jólatrén ítíma Umboðsmerm á Austurlandi: Bakkafirði Vopnafirði Borgarf. eystri Seyðisfirði Neskaupstað Neskaupstað Eskifirði Reyðarfirði Fáskrúðsfirði Stöðvarfirði Breiðdalsvík Djúpavogi Járnbrá Einarsdóttir Kaupfélag Vopnf. K.H.B. K.H.B. Aðalst. Halldórss. Kaupfél. Fram Jóhanna Sigtryggsd. K.H.B. Kaupfél. Fáskr. Kaupfél. Stöðf. Kaupfél. Stöðf. Kaupfél. Djúpav. Höfn Kiwaniskl. / Haukur Sveinbj. Egilsstöðum Byggingavörud. K.H.B. S 31660 S* 31203 E* 29940 S 21201 S* 71253 5 71304 S* 61466 6 41200 S* 51245 S* 58882 S* 56670 S* 88882 S* 81260 S 11200 Velunnarar og starfsfólk! Bestu þuHHir fyrir góðar gjafir, hlýhug og wel unnin störf. Gleðileg jól og gæfuríkt komandi ár. Sjúkrahúsið, Heilsugæslustöðin og Dvalarheimili aldraðra á Egiisstöðum Sendum viðskiptavinum okkar og öðrum Austfirðingum bestu jóla- og nýársóskir. Þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða. PRENTVERK AUSTURLANDS HF. ■s 11800 5endum starfsfólKi og viðshiptavinum bestu jóla- og nýársóshir. Með þöKK fyrir viðsKiptin á liðnu ári. Dagsverk sf. Egilsstöðum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.