Austri - 14.01.1993, Side 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 14. janúar 1993.
Austraspurning
Vannstu eitthvert
áramótaheit?
Sævar Benediktsson, Egilsstöðum
Ekki að þessu sinni, en fyrir 6 árum
strengdi ég þess heit að hætta að reykja
og hef staðið við það.
Arnljótur Bjarki Bergsson, Egils-
stöðum Nei, það gerði ég ekki.
4
k
Sigrún Halldórsdóttir, Egilsstöðum
Nei, ekkert svona sérstakt.
Kári Ólason, Árbakka Nei, slíkt forð-
ast ég.
Gunnþóra Snæþórsdóttir, Gilsár-
teigi Já, ég lofaði sjálfri mér því, að ná
af mér nokkrum grömmum.
Guðþór Sigurðsson, Egilsstöðum
Nei, og hef aldrei gert.
Kristjana Bergsdóttir kennari, 5. maður á lista
Framsóknarmanna í Austurlandskjördæmi, bæjarfulltrúi
framsóknarflokksins á Seyðisfirði
Atkvæðagreiðslur á
Alþingi um ónýtan EES
samning
Ljóst er að ríkisstjórnin ætlar að
keyra í gegn með ofbeldi samþykkt
á samningi um EES eins og hann
liggur nú fyrir og sést ekki fyrir í
aðferðum sínum eins og margsinnis
hefur komið fram. A árinu 1993
mun ísland því sennilega verða
lokað inni í EES og gangast um
leið undir yfirþjóðlegt vald Evr-
ópurisanna í Evrópska Efnahags-
svæðinu
Samflotsleiðin revndist illa
Upphaf EES samninganna er að sú
leið var talin vænlegust af fyrrver-
andi ríkisstjóm, fyrir utanríkisvið-
skipti Islendinga að vera í samfloti
með öðmm EFTA ríkjum í samn-
ingum við Efnahagsbandalag Evr-
ópu áður en innri markaður þess
tæki gildi. Talið var að þannig
fengjum við sterkari samningsað-
stöðu en ella gagnvart EB en hins
vegar var vitað fyrirfram að stór
munur var á endanlegri stefnu ein-
stakra EFTA landa því sum litu á
þetta sem stökkpall inn í EB.
Síðan hefur verið unnið sleitulaust
að þessum samningum og því mið-
ur þó það sé auðvitað erfitt fyrir þá
sem vörðuðu þessa leið í upphafi
þá verðum við að vera menn til að
viðurkenna að útkoman er alls ekki
í samræmi við upphaflegar vænt-
ingar né heldur langtímahagsmuni
Islendinga.
Samflotsleiðin reyndist illa fyrst
og fremst vegna lélegar frammi-
stöðu og meðferðar Jóns Baldvins
Hannibalssonar á hagsmunamálum
íslendinga.
Endurtekin mistök krata og
íhalds í samskiptum við erlenda
aðila á þessari öld
Hann er einkennilegur þessi sí-
felldi undirlægjuháttur krata gagn-
vart útlendingum sem birtist svo
vel í framferði utanríkisráðherra í
EES samningnum. Kratar vom
lengst af á móti því að við fengjum
sjálfstæði 1944 Alþjóðahyggja
kratanna sem nú seinni árin hefur
sameinast alþjóðahyggju auð-
magnsins, sem endurspeglast í EB
og EES, hefur lengi verið okkur Is-
lendingum ákaflega dýrkeypt. Allir
muna eftir landhelgissamningi
krata og íhalds 1961 þegar þeir ját-
uðust því undir forystu utanríkis-
ráðherra krata að færa ekki út land-
helgi okkar aftur nema að spyrja
fyrst alþjóðadómstólinn í Haag
hvort við mættum það. Það þurfti
svo vinstri stjóm 1971, sem þorði
að brjóta af okkur þessa hlekki, af-
neita þessum samningi og hunsa al-
þjóðadómstólinn í Haag út frá
neyðarrétti. Þetta var erfitt og til
þess þurfti kraft og kjark en því
miður virðast kratar og íhald alltaf
þurfa að endurtaka mistök sín í
samskiptum við erlenda aðila.
EES þýðir ekki viðskiptafrelsi
heldur aflokun og tollamúra
EES svæðið þýðir ekki viðskipta-
frelsi heldur aflokun innan Vestur
Evrópu gagnvart öðrum ríkjum
utan þess svæðis þ.e.a.s. tollamúr-
ar. í raun og vem vinnur það því
Kristjana Bergsdóttir.
gegn frjálsum viðskiptum sem okk-
ur íslendingum eru mjög nauðsyn-
leg þar sem við erum svo mjög háð
viðskiptum við aðrar þjóðir. Marg-
ir segja að við verðum að hafa ein-
hverja samninga, við þá segi ég að
í stað EES eigum við hiklaust að
tilkynna öllum þjóðum að við vilj-
um tvíhliða viðskiptafrelsi við þær
t.d. Bandaríkin, Japan, Austur Asíu
og Evrópu, og forðast að verða lok-
uð inni í einhverri viðskiptablokk-
inni. Það eru brýnustu hagsmunir
okkar. Ábyrgir aðilar hafa mikið
haldið því á lofti hversu stór hluti
fiskútflutnings okkar fer inná hið
Evrópska efnahagssvæði. pró-
sentuhlutfall viðskipta okkar við
einstök lönd og heimsálfur hafa
sveiflast mikið undanfarin ár og
áratugi. Síðari árin hefur gengis-
þróun verið hagstæð Evrópumark-
aðnum en nú seinustu mánuði hefur
hækkun dollars gert það að verkum
að framleiðendur keppast við að
framleiða fyrir Ameríkumarkað
þannig að hugsanlega gæti Amer-
íka aftur orðið okkar mikilvægasti
markaður á örfáum mánuðum.
Það er því mjög varhugavert að
taka trúanlegar staðhæfingar um
peningalegan hagnað af aðild okkar
að EES því enn sem komið er virð-
ist hann nú vera meiri orði en sést á
borði eins og margt annað hjá utan-
ríkisráðherra.
Afdrifaríkasta ákvörðun í sögu
lýðveldisins
Það er svo að aðild að EES snýst
ekki bara um bókhaldstöður. Þetta
skref er nefnilega svo risastórt og
afdrifaríkt fyrir þjóðina að ísland
verður aldrei sama landið eftir að
það er stigið þar sem frjálsir fjár-
magnsflutningar og vinnuaflsflutn-
ingur fyrir utan yfirþjóðlegar laga-
setningar munu á nokkrum árum
gjörbreyta íslensku samfélagi. Auk
þess sem líkur benda til að stjómar-
skráin sé brotin með samþykkt EES
samningsins. Eflaust munu flestir
núlifandi Islendingar fitna eitthvað
af þessum samning ef af honum
verður en þessi samningur verður
bömum okkar fjötur um fót. Horf-
um aðeins á stöðu svokallaðra “út-
kjálkasvæða” innan EB í dag s.s.
Hjaltlandseyja, Orkneyja, jafnvel
Grænlands ofl., allir em sammála
um að þessir staðir sem eru illa
staddir innan EB og álitnir “
byggðavandamál”. Það er engin á-
stæða til að ætla að framtíðarstaða
Islands verði neitt betri en þessara
svæða í Evrópska Efnahagssvæð-
inu og mun auk þess með tímanum
hafa áhrif á þá þjóðfélagsskipan
sem réttætir það að við lítum á okk-
ur sem sjálfstæða þjóð. Þessi
samningur mun eyðileggja menn-
ingarlega og efnahagslega sérstöðu
okkar og þar með er grundvöllurinn
horfinn fyrir íslensku samfélagi í
þeirri mynd sem þar er í dag. Það
getur verið að meirihluti þjóðarinn-
ar telji það rétt að gefa frá sér þetta
sérstaka samfélag okkar og sér-
stöðu þó ég sé það alls ekki en það
er lágmark við svona stóra ákvörð-
un að þjóðinni sé gefin kostur á að
segja álit sitt beint um það, hver
svo sem niðurstaðan verður, því
um þetta mál var ekki kosið í kosn-
ingunum síðustu.
Ríkisstjórnarmeirihlutinn
hindrar vandaða umfjöllun um
EES málið
Það er átakanlegt að andspænis
svo afdrifaríkari umfjöllun sem
EES málið hefur verið, skuli ríkis-
stjórnarmeirihlutinn reyna að koma
í veg fyrir það að málið fái tilhlýði-
lega og vandaða umfjöllun eins og
minnihlutinn hefur lagt sig fram
um að gera. Og hvað á það líka að
þýða núna að vera að þrasa um
samning sem aldrei verður samn-
ingur en er þegar orðinn ógildur
vegna breytinga á þátttöku EFTA
þjóðanna þar sem Sviss hætti við.
Hvað áttu svardagar utanríkisráð-
herra að þýða um alla eindaga
þessa samnings, sem hann hefur sí-
fellt verið að gefa upp. Það hafa
allt verið ómerk orð.
Að öllu ofnanefndu teldi ég það
skyldu hvers þingmanns að greiða
atkvæði gegn þessu samningsrugli
sem aldrei verður endanlegur
samningur. Eina vonin virðist nú
vera að forseti Islands af stjómar-
skrárástæðum stoppi þetta mál og
hvet ég alla landsmenn til að beina
þeim tilmælum til forseta Islands
þó fordæmi sé ekki fyrir slíku, for-
setanum ber að vernda stjórnar-
skrána og allan vafa ber að túlka
mjög stíft stjómarskránni til vemd-
ar.
: fHgjjjjj]
■ j ■OTB
Myndin hér að ofan sýnir nýbyggða þjónustumiðstöð á tjaldstœðinu á Höfn í
Hornafirði. Mynd: Sverrir Aðalsteinsson.
Það eru Jöklaferðir hf. sem sjá um rekstur þjónustumiðstöðvarinnar. Við
afgreiðsluborðið situr Tryggvi Arnason, framkvœmdastjóri.
Mynd: Sverrir Aðasteinsson.
Egilsstaðir:
Hestaeigendur fá aðstöðu hjá bænum
Nýlega fengu nokkrir hestamenn vilyrði fyrir aðstöðu hjá Egilsstaðabœ fyrir
hesta sína í Selhrekku, en þar eru fyrir útihús sem fylgdu landi því er Egils-
staðahœr keypti sl. haust en húsið sést þegar ekið er í gegnum Egilsstaða-
skóg. Stofnað hefur hesteigendafélag um þessa nýju aðstöðu. Þarna skapast
aðstaða fyrir u.þ.b. 40 til 50 hesta. Þarna er komið kœrkomið húsnæði, þar
sem margir hestamenn hafa ekki átt fast pláss í hesthúsum sem fyrir voru.
Fram hafa komið hugmyndir um að útbúa góðar reiðgötur frá hesthúsinu og
inn fyrir hceinn svo að hestamenn eigi greiða leið til ogfrá hesthúsunum og til
að þurfa ekki að vera á götum hœjarins og ennfermur að tengja hestaleiðir
saman semfyrir eru. Þess má geta að skammtfrá hesthúsunum var áramóta-
brenna bœjarbúa í ár og er ætlunin að brennan verði þar íframtíðinni. MM.