Austri


Austri - 25.03.1993, Síða 1

Austri - 25.03.1993, Síða 1
Verslunarfélag Austur- lands hyggst leita nauðarsamninga Verslunarfélag Austurlands hefur fengið greiðslustöðvun til þriggja vikna og rennur hún út þann 29. mars næstkomandi. Að sögn Sig- urðar Grétarssonar, fulltrúa tilsjón- armanns hefur reksturinn verið erf- iður undanfarin ár og er orsökin að nokkru gjaldþrot tveggja viðskipta- vina árið 1988, sem varð félaginu þungt í skauti. Stjóm félagsins vinnur nú að því, að komast að nauðarsamningum við skuldunauta og jafnframt er unnið að endur- skipulagninu á rekstrinum með það í huga að auka hagkvæmni. Verslunarfélag Austurlands rekur þrjár verslanir, vöruhús í Fellabæ og tvær minni matvöruverslanir á Egilsstöðum. Aðra þeirra, Artún keypti fyrirtækið í janúar 1992. Að sögn Sigurðar koma verslanimar á Egilsstöðum þokkalega út í rekstri en mikið tap er á versluninni í Fellabæ. Öllu starfsfólki fyrirtækis- ins um 20 manns í 14-15 stöðugild- um var sagt upp um áramót og áttu uppsagnimar að ganga í gildi 1. apríl, en hefur verið framlengdur til 1. maí. AÞ Seyðisfjörður: Tónlistarskólanemar á námskeiði Nemendur og kennarar í tónlist- arskólum á Austurlandi hittast á Seyðisfirði um helgina í boði Tón- listarskóla Seyðisfjarðar og stilla saman strengi sína. Námskeiðið hefst á laugardag og stendur fram á sunnudag. Tímanum verður varið til æfinga og m.a. æfð sameigin- lega nokkur lög, því mótið endar á tónleikum í Herðubreið þar sem 60 -70 mann hljómsveit skipuð nem- endum og kennurum úr tónlistar- skólum vítt og breitt á Austurlandi kemur fram, ásamt barnakórum frá Neskaupstað og Seyðisfirði. Að sögn Kristrúnar Bjömsdóttur, skólastjóra er þetta sameiginlegt átak tónlistarskóla á Austurlandi, en forsaga þess er sú, að fyrir þremur árum stofnuðu tónlistar- kennarar samtök í því skini m.a. að efla samstarf milli skólanna. Eitt af verkefnum samtakanna var að standa að sameiginlegri hljómsveit, sem byggðist upp á helgarnám- skeiði sem þessu og er þetta í þriðja sinn sem slíkt námskeiðið er haldið. Tónleikamir í Herðubreið em öllum opnir og aðgangur ó- keypis. AÞ Frá helgarnámskeiðinu, sem haldið var í Neskaupstað ífyrra. Mynd MM Jökulsá á Breiðamerkursandi: Ekkert eyðst af strandlengjunni í vetur Ekkert landbrot hefur verið á strandlengjunni við Jökulsá Breiða- merkursandi í vetur en eins og fram kom í fréttum á síðasta ári, hafa eyðst að minnsta kosti um 8 metrar af strandlengjuni við brúnna á hverju ári. I fyrrahaust kom rof í farveginn en það virðist hafa fyllst uppí það í vetur. Komið hafa fram hugmyndir um hvort það hafi hjálpað við stöðvun landbrotsins að ósinn hefur staðið uppi í vetur þannig að það hefur ekki verið um miklar hreyfingar í farveginum. A næstunni ráðgerir Vegagerð ríkisins að bjóða út grjótfyllingu í farveg Jökulsár á Breiðamerkur- sandi. Meiningin er að verja far- veginn betur. Talið að jakamir úr lóninu skafi upp botninn í ánni þegar þeir fara til sjávar. MM Djúpivogur: Sjónvarpsnotendur á Djúpavogi þreyttir á slæmum útsendingum Ibúar Djúpavogs em orðnir lang- þreyttir á slæmum sjónvarpsútsend- ingum. Blaðið hefur það eftir ein- um íbúa á Djúpavogi, að heilu dag- skrárliðirnir hafi dottið út og er- lendar sjónvarpsstöðvar komið inn af og til ofan í íslenska dagskrá og oft sjáist ekki fréttir og veðurfréttir. Hreppsnefnd Djúpavogs hefur sent útvarpsstjóra bréf þar sem skorað er á ríkisútvarpið að sjá til þess að tengingu ljósleiðara verði hraðað þannig að sjónvarpsútsend- ingar í Djúpavogshreppi komist í viðunandi horf. Ennfremur telur hreppsnefndin brýnt að komið verði upp endurvarpsstöð í Alfta- firði þannig að útsendingar Rásar-2 náist þar. Blaðið fékk þær upplýsingar hjá Kristjáni Benediktssyni verkfræð- ingi við dreifikerfi ríkisútvarpsins, að ekki væri enn búið að taka á- kvörðun um hvað yrði ofaná,en það væri verið að kanna þetta mál. Það sem tefur úrlausn þessa máls er að það er í gangi samanburður á heild- arkostnaði við ljósleiðara og ör- bylgjustöðvar sem væntanlega myndi leysa vandamál Djúpavogs- búa og um leið á sunnanverðum Nú er búiö aö reka mig ú. horninu mínu. Suðurfjörðum en sjónvarpsútsend- ingar hafa víða verið mjög slæmar á því svæði. Aðspurður hvort á að setja upp endurvarpsstöð fyrir Rás- 2 í Álftafirði, sagði Kristján að lok- um að hún væri á óformlegum framkvæmdalista á þessu ári. Hjá Pósti og síma fengust þær upplýsingar að verið er að vinna þessa dagana við tengingu ljós- leiðara á milli Reyðarfjarðar og Djúpavogs og staða þar á milli. Síðan á eftir að tengja endabúnað á hverjum stað. Ekki er ljóst í dag hvenær það verður gert. Ennfrem- ur á eftir að ganga frá sæsímateng- ingum yfir Berufjörð. MM SAMKEPPNI MEÐ ÍSLANDSFLUGI TIL OG FRÁ EGILSSTÖÐUM Kr. 7.900,- báðar leiðir* Kr. 4.900,- önnurleið* Frítt fyrir ungaböm EKKERT REX - EKKERT PEX - EKKERT APEX Flogið verður alla daga nema laugardaga, kl. 14:00 frá Reykjavík Frá Egilsstöðum verður brottför kl. 15:30 mánudaga, miðvikudaga og föstudaga kl. 16:20 þriðjudaga, fímmtudaga og sunnudaga Umboðsmaður á Egilsstöðum er: Reynir Sigurðsson, Shell-stöðin, sími 12333 Kynningargjald framlengist til 30/4 Bamagjald kr. 3.900,- önnur leið ^ÍSLAHDSFLUG nrtea úsi viinn RrvkiavíViirfliigvnllnr- Sfini

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.