Austri


Austri - 25.03.1993, Side 4

Austri - 25.03.1993, Side 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 25. mars 1993. Austraspurning Sefurðu í náttfötum? Rúnar Óskarsson, Reykjavík Nei, ég hef ekki sofið í náttfötum í mörg ár. Sigurður Jóensen, Eskifirði Nei, það geri ég ekki. Ég á svo hlýja og góða sæng. Guðmundur Örn og Sigurður Guðjónssynir, Reykjavík Guðmundur: Nei, en ég gerði það þegar ég var lítill. Sigurður: Stundum, en mér finnst al- veg nóg að sofa bara í bol og nær- buxum. Anna Guðný Guðmundsdóttir, Reykjavík Já, ég sef alltaf í náttkjól. Freysteinn Bjarnason, Neskaup- stað. Nei, það er alltof heitt. Sigurjón Mikael Baduer, Nes- kaupstað Nei, ég sef annað hvort í stuttbuxum eða nakinn. / Utileikhúsið hér fyrir austan Eiðar, þar sem Ungmenna- og í- þróttasamband Austurlands er að byggja upp útihátíðarsvæði, hafa áður nýst til hátíðarhalds. A þjóð- hátíðardaginn 1974 var t.d. viða- mikil dagskrá þar; þá var sviðið umlukt vatni og Norðfirðingar und- ir stjóm Kristjáns Ingólfssonar á Eskifirði riðu inn á svæðið á hest- baki sem goðar Austurlands. Nú í sumar áformar undirritaður að fara af stað aftur með bæði leik- og danssýningar á UIA-svæðinu. Þær munu fara fram öll miðvikudags- kvöld frá 30. júní til 18. ágúst og verða auglýstar nánar þá. Eftir samráð við nokkra aðila er einnig búið að ákveða nafn á útileikhúsið, og mun það heita Hér fyrir austan, sem hægt er að nota í ýmsu sam- hengi. Keppt verður næstu vikur um merki fyrir framtakið; um það sjá auglýsinguna annarsstaðar í blaðinu. Leikþættir þessa árs eru alveg að verða til. I fyrsta lagi er þáttur eftir Sigrúnu Björgvinsdóttur sem sýnir eldri og yngri kynslóðir bænda- stéttarinnar nú til dags og breyting- ar sem stéttin hefur þurft að glíma við, t.d. við að prófa sig áfram í refarækt, fiskeldi og trjáplöntun. Svo eru nokkur samofin atriði úr þjóðsögum frá ýmsum stöðum hér á Austurlandi. Eitt atriði er tekið saman af nemendum í Brúarásskóla en hin af Amdísi Þorvaldsdóttur. Svo er þáttur eftir Guðjón Sveins- son sem færir rómantík síldarævin- týrisins eftir miðbik aldarinnar aft- ur á sviðið, þannig að áhorfendur fái að upplifa fjörið á síldarplaninu. Harmoníkuleikur og söngur lífga upp á hina leiknu dagskrá, sem verður í höndum Leikfélags Borg- arfjarðar, undir stjóm Guðna Sig- mundssonar. Pör úr dansfélaginu Fiðrildunum koma einnig fram á sviðinu, þannig að sýningin verður nokkuð fjöl- menn. Þau sýna þjóðdansa, en at- hygliverðara er e.t.v. að þau koma einnig niður af sviðinu til að kenna gestunum að dansa sjálfir eitthvað af dönsunum. Þar með hita gestim- ir sig upp, skyldi kvöldið vera svalt, en einnig verður hægt að fá hressandi yl í magann, því kvenfé- lögin í Eiðaþinghá og Hjaltastaða- þinghá munu skiptast á um veit- ingasölu. Þjóðlegur vamingur af ýmsu tagi verður til sölu og framleiðendur mega gjaman hafa samband við undirritaðan, vilji þeir koma vöru sinni á framfæri á sýningarkvöld- um. M.a. eru fimm konur að þreifa sig áfram í framleiðslu skóa og í- leppa til að selja. Einnig hefur Gunnhildur Bjömsdóttir í Heiðar- seli sérhannað skotthúfu fyrir úti- leikhúsið. Húfan mun nýtast vel á- fram í hversdagsleikanum, eins og skómir með íleppum innandyra. Hugsunin bakvið skóna og húfum- ar er að þau skapi gestinum nokkra grímutilfinningu við að þjálfa þjóð- dansana, og láta hann líkjast að ein- hverju leyti bæði forfeðrum og Fiðrildunum. Menningarsamtök Héraðsbúa hafa hjálpað mikið til með þetta fram- tak, því þau veittu 150.000 kr. styrk til þess í september. Einnig hefur stjóm UIA sýnt mikla velvild og ætlar að leyfa eða framkvæma sjálf nokkrar lagfæringar til að gera svæðið meira aðlaðandi. Auk þess ætlar sambandið að bjóða tjald- stæði með fullkominni hreinlætis- aðstöðu rétt hjá. Stórar málaðar myndir af fjallahringnum með helstu ömefnum em einnig í undir- búningi hjá nemendum í grunn- skólanum á Eiðum og munu þær prýða tumana sitt hvorum megin við sviðið. Utlitið er fyrir að hend- ur og hugmyndir fjölmargra sam- einist um að gera sýningamar hér fyrir austan skemmtilegar í sumar. Philip Vogler Fórnarlamb kerfisbreytinganna Haustföla jörð, nú er leið minni að ljúka mig langar að hverfa í þitt skaut. Laufin af víðinum falla og fjúka og fuglamir tínast á braut. Guð minn! Ó, Guð minn! Ég get ekki meira gráturinn blindar mér sýn. Tilgangslaust líf, ég hef við ekkert að eira orðlaus er sálarkvöl mín. Ég keypti mér jörð, fremur ungur að áram og ætlaði að framleiða mat. Ég safnaði ei auði með svita og táram en sýndi oft hvað ég gat. Ég ræktaði, byggði og barðist við skuldir og bað ekki miskunnar neinn. Andvökuþymar að deginum duldir þó dytti í götuna steinn. Búmannsins gleði er blönduð með arfa og breytist í neikvæða mynd. Því engan ég þekki sem elskar þann starfa að aflífa saklausa kind. Oft varð ég að taka þá ákvörðun sjálfur hvað ætti að fara hvert haust. Þá fannst mér ég ei vera heill eða hálfur í herfjötrum samviskan braust. Kindurnar mínar í réttina rannu, sá rekstur minn síðastur var. Orðlausar kvalir í brjósti mér brannu, beiskjan í hjarta mitt skar. Ég sá hvemig golan við lokkana lék sér á lagðana haustsólin skein. Þær þefuðu fáeinar örlítið af mér og ýfðu mín kviksára mein. Ég þekkti þær allar, hver einasta snoppa var eitt sinn í lófa mér smá. Og ég sá þær vaxa, hamast og hoppa hraustar og glaðar á brá. Það glamraði í homum er gaf ég á jötu, þótt glóralaus hríð væri á var ylur í húsi og ilmur úr götu, alltaf þar næði að fá. Vor eftir vor hef ég vakað um nætur og vaktað hvem einasta burð. Setið á jötu og gefið því gætur hvort gnægð sé af mjólk eða þurrð. Nú finnst mér ég lítill, lánlaus og veikur því lífsstarf mitt allt er í rúst. Það bregður víst engum þó blaktandi kveikur sé byrgður við örlitla þúst. Október 1992, Ingibjörg Bjarnadóttir. Höfundur er bóndi í Gnúpufelli í Eyjafirði, birtist í Degi 7. nóvember 1992. Leikhússvœðið, en ýmsar lagfœringar eru fyrirhugaðar áður en sýningar hefjast. Krakkar í Brúarásskóla tóku saman tröllasögu úr Hróarstungu. □ _______________________________________________________ O PERSÓNULEG FERMINGARGJQF • Fram yfir fermingar bjóðum við sérstakt verð. • Áletrun og sendingar- gjald innifalið. • Stuttur afgreiðslufrestur. Ath. Sama verð hjá okkur og öllum þeim verslunum sem selja vöru okkar hvarvetna á landinu. BORGARFIRÐI EYSTRA SÍMI97 - 2 99 77 □ Syngjandi sveifla á Hótel íslandi Nýlega frumsýndi Hótel ísland söng- skemmtun undir stjóm Magnúsar Kjart- anssonar, sem byggð er á lögum Geir- mundar Valtýssonar, og hlotið hefur frá- bærar viðtökur. Geirmundur fær til liðs við sig landskunna söngvara eins og Ara Jónsson, Guðrúnu Gunnarsdóttur og Berglindi Björk Jónsdóttur, sem ásamt Geirmundi flytja lög skagfirska sveiflu- kóngsins í gegnum tíðina og rifja upp góðar minningar með gestum. Matreiðslumenn Hótel íslands töfra fram glæsilega máltíð sem boðið er upp á samhliða skemmtidagskrá. Upp úr miðnætti tekur síðan Hljómsveit Geirmundar Valtýssonar við og heldur uppi fjörinu fram eftir nóttu. Á Hótel Islandi er stórglæsilega að- staða til einkasamkvæma af öllu tagi í sölum er taka allt frá 30-200 manns.

x

Austri

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.