Austri


Austri - 15.04.1993, Qupperneq 4

Austri - 15.04.1993, Qupperneq 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 15. apríl 1993. Guttormur V. Þormar: Frá Búnaðarþingi niðurlag Umsjón : Amdís Þorvaldsdóttir Ég skal kveða við þig vel Einar Beinteinsson fæddist í Grafardal í Borgarfirði-syðra 5. febrúar 1910. Hann mun þegar á unga aldri hafa farið að setja saman vísur og kvæði, enda alinn upp í stórum systkinahópi, þar sem skáldskapur var í heiðri hafður. Systkinin í Grafardal voru 8 og fengust þau öll við skáldskap, þegar þau eltust nema ein systir. En sagt var að undir- meðvitundin hafi ekki getað sætt sig við þá vanrækslu hennar, því fyrir kom að hún orti vísur í svefni. Einar missti heilsuna hálf þrítugur, en þá fór hann að kenna sjúkleika af völdum heilaæxlis sem ekki tókst að komast fyrir, þrátt fyrir skurðaðgerð í Dan- mörku og bjó hann því við heilsuleysi til æviloka. Árið 1954 kom út eftir hann ljóðabókin “Um dægur löng.” Rúmlega ald- arfjórðungi síðar stóðu ættingjar hans að útgáfu annarar bókar “Stuðlamál” og hefur hún að geyma úrval ljóða hans og áður óbirtan kveðskap frá seinni hluta ævinnar, en hann lést í júlí 1978 þá 68 ára að aldri. Einar var rímnaskáld og orti m.a. Far- mannsrímur byggðar á Hrafnkels sögu Freysgoða. Hann var fljúg- andi hagmæltur og fljótur að kasta fram vísu og oft glettinn. Eitt sinn þegar honum þótti fé- laga sínum mælast vel, varð til eftirfarandi vísa: Sigurður á þarflegt þing sem þegnar eftir taka hefur hann kjaftinn hring í hring og hálfa leið til baka. Um sumarkomuna segir Einar: Þegar vorið gyllir grund gróa blóm á vengi. Þú átt sólrík sumarstund, silfurtæra strengi. Kveðja til stúlku: Gæfist næði, væna víf, væri æði gaman að við bæði lítið líf létum fæðast saman. Haust: Bylgjur rísa vítt um ver, vindar blása svalir. í haustsins litum hrósa sér hrjúfir Islandsdalir. Á góðri stund: Vín á könnu kvæðablað kæti vekur geði, ungum mönnum þykir það þarfleg stundargleði. Vor. Fuglar láta léttum róm lifna máta gaman, lindin kát og bakkablóm brosa og gráta saman. Sléttubönd: Hrönnin bláa svelgir sól, sveipar hauður skugginn. Hvönnin smáa klakakjól klæðist nauða guggin. Dagur líður fróni frá, fennir hríðarsvæði. Hagur blíður þykir þá þegar hlýðum kvæði. Hamar tíðin, gneipur gín gulur hlíðarslakki. Varnar lýðum sólarsýn svartur hríðarbakki. Með kveðju AÞ 7^1 Tilkynning frá félagsmálaráðuneytinu varðandi sumardvalarheimililsumarbúðir bama Athygli er vakin á pví að sækja parf um leyfi til félagsmálaráðuneytisins til að mega stofna og reka sumardvalarheimili/sumarbúðir fyrir börn, sbr. 52. gr. laga um vernd barna og ungmenna nr. 58/1992 og reglur um sumardvalarheimili barna og sumarbúðir nr. 160/1993. Umsóknareyðublöð liggja frammi í afgreiðslu félagsmálaráðuneytisins, Hafnarhúsinu við Tryggvagötu, 4. hæð. Umsóknir purfa að hafa borist félagsmálaráðuneytinu fyrir 1. maí 1993. Félagsmálaráðuneytið, í apríl 1993. A Húsfreyjan komin út Austraspurning Hvað finnst þér skemmtilegast að gera þegar fer að vora? Davíð Sindri Sigurðsson, Egils- stöðum Hjóla og hamast í hundin- um. Gauti Hjálmþórsson, Egilsstöðum Það er nú ýmislegt, hjóla fara út að ganga og vera bara úti. Svanbjört Guðnýjardóttir, Egils- stöðum Vera úti á kvöldin. Dagný ísleifsdóttir, Egilsstöðum Hjóla og vera úti í leikjum. Steinunn Magnúsdóttir, Neskaup- stað Það er svo margt. Það er t.d. mjög gaman að vera úti á kvöldin þegar það er orðið bjart. Stella Steinþórsdóttir, Neskaup- stað. Mér finnst ofsalega gaman að vera úti, þegar næturnar eru orðnar bjartar. Á nýlega afstöðnu Búnaðarþingi var stjórn Búnaðarfélags Islands falið að gera athugun á því, hvernig réttarstöðu bænda er háttað gagn- vart þeim stofnunum, sem annast framkvæmdir, er hafa í för með sér jarðrask og umferð um lönd þeirra. Athugun þessi taki til eftirfarandi: 1. Samskipta við stofnanir, svo sem Vegagerð ríkisins, Orkustofn- un, Landsvirkjun, Rafmagnsveitur ríkisins, Póst og síma, Vita- og hafnarmálastofnun. Einnig við verk- taka, er annast framkvæmdir á veg- um þessara aðila. 2. Hvaða bótaskylda hvílir á bænd- um, ef tjón verður á ljósleiðurum, rafmagnsköplum o.fl. lögnum í jörðu vegna framkvæmda á bújörð- um, sem hafa í för með sér jarð- rask. 3. Hvort ekki beri nauðsyn til þess, að Búnaðarfélag íslands gerist sam- ræmingaraðili eða bakhjarl land- eigenda í þessum samskiptum, eða ráði til þess annan aðila. Tillaga um breytingu á lögum Búnaðarfélags Islands var lögð fyr- ir af stjóminni, sem þingið af- greiddi þannig: Búnaðarþing hefur jafnframt lýst þeim vilja sínum að sem nánust samvinna og upplýsingatengsl séu á milli hinna tveggja höfuðstofnana landbúnaðarins, Búnaðarfélags Is- lands og Stéttarsambands bænda. Nú um sinn hefur félagskerfi land- búnaðarins í heild legið undir all- harðri gagnrýni. Bent hefur verið á þörf þess að gera það einfaldara og skilvirkara. Með hliðsjón af þess- ari félagsmálaumræðu felur þingið stjóm Búnaðarfélags Islands að endurskoða starfshætti Búnaðar- þings og þá sérstaklega framkomn- ar hugmyndir um seturétt fulltrúa Stéttarsambands bænda á Búnaðar- þingi og kynna þær stjóm Stéttar- sambandsins. Stjórnin leggi síðan fullmótaðar tillögur í þessum efn- um fyrir næsta reglulegt Búnaðar- þing. Búnaðarþing fékk til umsagnar til- lögu til þingsályktunar um rann- sóknir og þróun fiskeldis á Islandi fram til aldamóta, sem lögð var fyr- ir 116. löggjafarþing af tíu alþing- ismönnum úr öllum stjórnmála- flokkum. Erhúnþannig: Alþingi ályktar að fela ríkisstjóm- inni að gera áætlun um rannsóknir og þróun fiskeldis á Islandi fram til aldamóta. Áætlunin skal taka til bæði eldis ferskvatnsfiska og sjáv- arfangs. Markmið áætlunarinnar skal vera að móta stefnu þannig að fyrir aldamót verði íslendingar í fremstu röð þjóða hvað varðar þekkingu á eldi fiska og annars sjávarfangs. Búnaðarþing lagði til að þingsá- lyktunartillagan yrði samþykkt ó- breytt en vildi jafnframt taka fram, að á samráðsfundum framleiðenda, kennara, leiðbeinanda og rannsókn- araðila í bleikjueldi var samin skýrsla árið 1992, sem heitir “Á- ætlun um bleikjurannsóknir.” Rétt þykir að benda á, að hún verði höfð til hliðsjónar við áætlun um þróun fiskeldis til aldamóta. Vill Búnað- arþing þar með minna á, að vonir em bundnar við að bleikjueldi geti orðið atvinnuskapandi í sveitum landsins til framtíðar. Að síðustu skal getið nokkurra mála, sem Alþingi lagði fyrir þing- ið: Frumvarp til laga um breytingu á jarðalögum. Frumvarp til laga um breytingu á lögum um fuglaveiðar og fuglafrið- un, vegna samnings um Evrópska efnahagssvæðið. Tillaga til þingsályktunar um frið- un landnáms Ingólfs fyrir lausa- göngu búfjár. Frumvarp til laga um breytingu á landgræðslulögum. Frumvarp til laga um dýrasjúk- dóma og varnir gegn þeim. Húsfreyjan, 1. tbl. 1993 er komin út. Meðal efnis eru viðtöl við fermingarbörn og umfjöllun um ferminguna, urn aðstæður unglinga og um konur í stjómkerfi EB svo nokkuð sé nefnt. Þá eru tvær sér- hannaðar uppskriftir að bamapeys- um með og án húfu og hugmyndir og uppskriftir að veislumat og kök- um. Húsfreyjan er málgagn Kven- félagasambands Islands. Fréttatilkynning C o a o 33 m- o c SKRIFS TOFUHUSNÆÐI VIÐ HAFNARGÖTU 28 SEYÐISFIRÐI Húsnæðið sem er ca. 140 m2 er ekki að futiu innréttað, gæti hentað, fyrir einn eða fleiri aðila, sem gætu nýtt sér sameiginlega t..d. kaffistofu, hreinlætisaðstöðu og fundarherbergi og e.t.v. sameiginlega afgreiðslu. Innrétting húsnæðisins gæti verið gerð í samráði við væntanlega leigutaka. Hentart.d. fyrir verkfræðinga, félagaskrifstofur og stofnanir eða annað þ.h. Annarskonar leiga kemur vel til greina. Upplýsingar gefur Leifur í síma (97) - 21312. Hafnargötu 28 Seyðisfirði AUGLÝSING HJA AUSTRA BORGAR SIG

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.