Austri


Austri - 02.09.1993, Síða 2

Austri - 02.09.1993, Síða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 2. september 1993. Útgefandi: Kjördæmissamband framsóknarmanna á Austurlandi. Skrifstofa Austra Lyngási 12, 700 Egilsstaðir, pósthólf 173, sími 97-11984, fax 97-12284. Rítstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Sólveig Dagmar Bergsteinsdóttir. Blaðamenn: Arndís Þorvaldsdóttir og Marinó Marinósson. Auglýsingar: Sími 97-11984, Sigrún Lárusdóttir. Áskrift: Sími 97-11984, Svanfríður Kristjánsdóttir. Áskrift kr. 95 pr. blað. Lausasöluverð kr. 120,- Prentun: Héraðsprent sf. Egilsstöðum. Austri kemur út á fimmtudögum. Aðsent efni þarf að hafa borist fyrir kl. 10:00 föstudaga. Austri er aðili að samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Stofnanaflutningur -áform stjórnvalda eða Skýrsla stjómskipaðrar nefndar um flutning ríkisstofn- ana kom fyrir sjónir almennings fyrir nokkru síðan og var kynnt af formanni nefndarinnar og forsætisráðherra, en nefndin starfaði í umboði forsætisráðuneytisins. í nefndarálitinu er greint svo frá að það hafi verið haft að leiðarljósi í tillögugerðinni að í öll kjördæmi lands- byggðarinnar yrðu fluttar ríkisstofnanir frá Reykjavík. Gert er ráð fyrir því að Rafmagnsveitur ríkisins séu flutt- ar til Egilsstaða. Astæðan fyrir því er sú að á Austurlandi er stærsta veitusvæði RARIK, og stofnunin er þegar með mikla starfsemi í landshlutanum sem hefur miðstöð á Eg- ilsstöðum. Eins og fram kom starfaði nefndin á ábyrgð forsætisráð- herra og nefndarmenn voru skipaðir af honum, án til- nefninga. Hann ber því fulla ábyrgð á þessu starfi og undirstrikaði það með því að vera sjálfur viðstaddur þeg- ar skýrslan var kynnt. Það kom reyndar í ljós, áður en nefndin hafði lokið stöf- um að ekki var allt sem sýndist um flutning RARIK til Egilsstaða. Iðnaðaráðherra þáverandi setti þá þegar í gang vinnu sem miðar að því að flytja þessa starfsemi til Akureyrar og stofna hlutafélag um starfsemina sem Akureyrarbær leggði inn í verulegar eignir gegn því að aðalstöðvar þess nýja fyrirtækis yrðu í bænum. Fjármálaráðherra undir- strikar svo í viðræðum við bæjarstjórn Akureyrar, að til- lögur nefndarinnar hafi verið skilyrtar hvað varðaði Rarik, á þann veg að þær ættu aðeins við ef óbreytt form væri á rekstri fyrirtækisins. Allt er þetta hið furðulegasta mál, og það hlýtur að vera krafa að forsætisráðherra geri hreint fyrir sínum dyrum. Hann hefur sagt að málið komi til kasta Alþingis þegar það kemur saman. Því er eðlilegt að Austfirðingar krefj- ist svara við þeirri spumingu hvort stjórnarfrumvarp sé væntanlegt þegar Alþingi kemur saman um flutning Rarik til Egilsstaða. Ef skilningur fjármálaráðherra á málinu, að tillagan sé skilyrt, er rétt, eru hér í frammi hafðar alvarlegar blekkingar, og það er auðvitað afar á- mælisvert að nefndin skuli vera látin vinna í góðri trú, og einstakir ráðherrar séu svo að vinna í allt aðrar áttir. Það eru einkennileg vinnubrögð að bíða ekki niðurstöðu nefndarinnar. Ekki síður hljóta menn að spyrja hver sé afstaða núver- andi iðnaðarráðherra til þessa máls, lítur hann svo á að þetta mál sé skilyrt og tillögurnar séu aðeins pappírs- gagn. Þessi vinnubrögð eru afar einkennileg svo ekki sé meira sagt og Austfirðingar hljóta að krefjast þess að fá botn í það, og fá undanbragðalaust svör um það hvort það er ætlun stjórnvalda að fylgja eftir þessum tillögum, eða hvort nefndarmenn hafi verið látnir sitja í góðri trú við þess tillögugerð, og tilgangurinn hafi verið sá einn að slá ryki í augun á því fólki sem býr út á landsbyggðinni. J.K. BRIDDS Fréttirfrá BSA Opið kvennamót Opið kvennamót verður haldið í Valhöll, Eskifirði laugardaginn 11. september nk. Spilaður verður barometer. Þetta er fyrsta opna kvennamótið á Austurlandi og m.a. haldið til þess að briddskonumar drífi sig á mót en fáar konur sækja mótin svona almennt. Stjóm BSA vonast eftir almennri þátttöku á sambandssvæðinu og að konur utan þess láti líka sjá sig. Bikarkeppni BSA Þátttakendum í bikamum fer fjölgandi ár frá ári og nú keppa 19 sveitir á sam- bandssvæðinu. Dregið var í fyrstu umferð í sumarbriddsinum á Reyðarfirði 17. á- gúst. Þessar sveitir voru dregnar saman. 1. aukaleikur. Vélaleiga Sigga Þórs á Egilsstöðum og Gunnarstindur á Suður- fjörðum. 2. aukaleikur. Skipaklettur Reyðarfirði og Malarvinnslan á Egilsstöðum. 3. aukaleikur. Slökkvitækjaþjónustan Eskifirði og Sverrir Guðmundsson á Höfn. 1. leikur. Brattahlíð Seyðisfirði á móti Þórami Sigurðssyni Egilsstöðum. 2. leikur. Hótel Höfn á móti Aðalsteini Jónssyni Eskifirði. 3. leikur. Homabær Höfn á móti Sólningu Egilsstöðum. 4. leikur. Álfasteinn Borgarfirði ámóti Vinningssveit úr 1. aukaleik. 5. leikur. Hótel Bláfell Breiðdalsvík á móti Jóni B. Stefánssyni Egilsstöðum. 6. leikur. BB sveitin Höfn á móti Lífeyrissjóði Austurlands Neskaupstað. 7. leikur. Gunnar Páll Halldórsson Höfn á móti Vinningsveit úr 3 aukaleik. 8. leikur. Vélsmiðjan Stál Seyðisfirði á móti vinningsveit úr 2 aukaleik. Fyrstu umferð á að vera lokið 10. september. Sumarbridds Verður áfram fram í september í Félagsheimilinu Reyðarfirði á þriðjudags- kvöldum og er upplagt fyrir ferðamenn að taka spilaslag á leið sinni um hringveg- inn. Fyrsta mót haustannar var haldið á sambandssvæðinu á Eiðum 21. ágúst. Auk kvennamótsins verður í september þann 24. og 25. opið stórmót Homfirðinga, Jöklamótið. Hraðsveitakeppni BSA verður þann 16. október. Aðaltvímenningur BSA 12. og 13. nóvember og Parakeppni BSA 27. nóv. Önnin endar svo 2. janúar með opnu móti Suðurfjarðamanna í Hótel Bláfelli. ína D. Gísladóttir Knattspyrna Riðlakeppni í 4. deild í knatt- spymu karla lauk nýlega og hófst úrslitakeppnin í síðustu viku. í fjórðu deild voru 4 riðlar og komust 2 lið úr hverjum riðli í úr- slit en leikið verður heima og að heiman. I D-riðli komust Höttur Egilsstöðum og KBS af Suður- fjörðum áfram. KBS liðið fór norður á Blöndós sl. fimmtudag og lék við Hvöt. Um var að ræða jafnan leik þar sem á- þekk lið léku á vellinum. KBS komst í 2-0 í fyrri hálfleik með mörkum Vilbergs Jónassonar og Helga Ingasonar en heimaliðið minnkaði þá muninn fyrir leikhlé með marki Sigurðar Agustssonar. Hermann Arason skoraði svo jöfn- unarmark Hvatar um miðjan seinni hálfleik. Leikurinn einkenndist af mikilli baráttu það sem eftir var. Þjálfara Hvatar var vísað af velli í síðari hálfleik en dómari lét leik- menn beggja liða komast upp með óþarfa hörku í leiknum. Lokatölur urðu 2-2. Liðin spila svo aftur í dag (fimmtudag). Verður eflaust um mikinn baráttuleik að ræða og erfitt að segja til um hvort liðið fer með sigur af hólmi en þjálfari Hvatar verður í leikbanni. Leikur Hattar og Aftureldingar, Mosfellsbæ sem fram fór sl. laug- ardag á Egilsstaðavelli var mjög opinn og skemmtilegur. Framan af einkenndist leikurinn mjög af ^á,etðarmenn' Un“^W Fiskin lína á lægra *** verði lofar góðu. Höfum fyrirliggjandi norska fiskilínu í öllum sverleikum frá 4 til 8 mm og sterka ábót á góðu verði. Okkar verð er ennþá betra. Netanaust sími 91-689030 ■JL* " ‘ í; : ■ - |“ •Mri>|i*Hji;h.*„l: ■ Starfskraftur óskast Laust er til umsóknar starf prófarkalesara við blaðið. Engrar sérstakrar menntunar er krafist en viðkomandi þarf að hafa gott vald á íslenskri tungu. Starfstími er eftir þörfum á mánudögum og þriðju- dögum frá kl. 13. Starfið gæti hentað t.d. heimavinnandi húsmóður, nemanda í Menntaskólanum eða eldri borgara. Viðkomandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Áhugasamir hafi samband við framkvæmdastjóra Austra, Sólveigu Dagmar að Lyngási 12 eða í síma 11984. ___ n ___ m Frá aðalfundi Félags smá- bátaeigenda á Austurlandi Aðalfundur Félags smábátaeig- enda á Austurlandi mótmælir harð- lega framkomnum hugmyndum sjávarútvegsráðherra frá í vor að skipta fiskveiðiári krókabáta í þrjú tímabil þar sem barist verði um sameiginlega veiðiheimild hvert tímabil fyrir sig. Slíkt fyrirkomulag mun valda miklu kapphlaupi um úthlutaðan afla með tilheyrandi slysahættu. Ennfremur telur fundurinn mjög brýnt að komið verði til móts við eigendur aflamarksbáta með þeim hætti að veita þeim heimild til að veiða á öngla síðustu tvo mánuði hvers fiskveiðiárs, ef þeir hafa veitt allan sinn afla á kvótatímabilinu. Greinargerð: Þar sem þorskur er uppistaða aflaheimilda smábáta koma þeir verst út úr samdrætti í þorskkvóta og hafa takmarkaða möguleika á veiðum annarra tegunda. Einnig mótmælir fundurinn harðlega öllum þeim gjaldskrár- hækkunum sem yfir smábátaeig- endur hafa dunið að undanfömu, jafnt frá ríki og einkaaðilum sem ríkisvaldið hefur opnað leið ofan í budduna með reglugerðum og laga- setningum. Þrátt fyrir að afkoma útgerðaraðila sé skert um jafnvel tugi prósenta á ári af stjómvöldum. Að síðustu krefst fundurinn þess að frjálst val verði um tryggingafé- lög vegna húftrygginga þilfarsbáta. miðju baráttu. í hálfleik var staðan 0-0. Haraldur Klausen skoraði fyrsta markið og kom Hetti yfir en Kristján Jóhannesson jafnaði. Er um 7 mín. vom eftir af leiknum virtust leikmenn Aftureldingar ekki hafa þol til að klára leikinn og gengu Hattarmenn á lagið og skor- uðu þeir Jón Fjölnir Albertsson og Grétar Eggertsson og tryggðu Hetti sigur. Lokatölur urðu 3-1. Eftir þessa 2 leiki detta út 4 lið. Ef KBS kemst áfram, spila þeir á móti Njarðvík eða Fjölni. Ef Hött- ur kemst áfram munu þeir spila á móti Ægi eða KS. Úrslitaleikurinn verður svo leikinn 19. september. Þess má geta að 2 lið komast uppí 3. deild. Lokastaðan í 4. deild D- riðill: Höttur 12 10 2 1 41-15 29 KBS 12 8 1 3 49-17 25 Einherji 12 7 2 3 39-16 23 Sindri 12 7 1 4 35-28 22 Valur Rf. 12 3 2 7 18-36 10 Austri 12 2 1 9 18-52 7 Huginn 12 1 1 10 16-52 4 PAPARNIR KOMA. N.k. Laugardagskvöld 4. september munu Papamir skemmta á Hótel Vala- skjálf. Þessi eldhressa og skemmtilega hljómsveit mun sjá til þess að gestir skemmti sér. Þeir munu skemmta með leik og söng, írsk kráarstemmning í al- gleymingi og svo að sjálfsögðu mun rokkið vera með. Hljómsveitina skipa þeir, Ingvar Jónsson, gítar og söngur, Georg Ólafsson, bassi og kontrabassi, Páll Eyjólfsson, hljómborð og harm- óníku, Vignir Ólafsson, gítar banjó o.fL, Óskar Sigurðsson trommur og slagverk, og Hermann Hermannsson, söngur. SL.

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.