Austri


Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 8

Austri - 11.11.1993, Blaðsíða 8
8 AUSTRI Egilsstöðum, 11. nóvember 1993. Oddvitar svara Framhald af bls. 7 orðið til þess að styrkja og efla byggð í fámennum sveitum eins og Mjóafjarðarhreppi þá er það af hinu góða”. Jón Steinar Elísson oddviti Tunguhrepps „Kostir sameiningar eru: Aukin verkefni hins stóra sveitarf. skil- virkari stjómun og markvissari á- kvarðannataka. Tvímælalaust mun þessi sameining styrkja Egilsstaða- bæ sem þjónustumiðstöð fyrir hér- aðssvæðið. Ókostir eru: Miklar vegalengdir að þéttbýliskjarna jað- arbyggðar falla utan við svokallað- an þjónustuhring sem er 30 mín. akstur að þéttbýli. Jaðarbyggð er homsteinn hverrar sveitar. Án markvissra aðgerða til að efla bú- setu jaðarbyggða svo sem með sýnilegum aðgerðum í vegabótum og snjómokstri er sameining til lít- ils. Það verður erfitt verk ef af sam- einingu verður fyrir hina nýju sveitarstjóm að þurfa að flokka íbúa hins nýja sveitarfélags niður eftir búsetu í fyrsta og annars flokks íbúa. Þeir eiga jú allir rétt á sömu þjónustu en ef samgöngur verða ekki stórbættar verður erfitt að veita hana. Það má líkja þessum sameiningaráformum við skot á körfu, hún gæti stöðvað fækkun íbúa í Tunguhreppi en skotið gæti geigað, þá er ver af stað farið en heima setið.“ Aðalbjörn Björnsson odd- viti Vopnafjarðarhrepps “Þegar maður skoðar kosti og galla þess að Vopnafjarðarhreppur sameinist Skeggjastaðahreppi er það nokkuð ljóst að slík sameining skiptir engum sköpum fyrir Vopna- fjörð. Þessari sameiningu fylgja engu að síður mun fleiri kostir en ókostir. Nú þegar er samstarf þess- ara sveitarfélaga það mikið að skrefið til sameiningar er mun létt- ara heldur en fyrir mörg önnur. Stóra málið er það að sameinað sveitarfélag verður fjölmennara og þá jafnframt öflugra sem gerir því auðveldara að taka við þeim verk- efnum sem rikið ætlar sveitarfélög- unum á næstu árum. Með þessari sameiningu tökum við þátt í að fækka og stækka sveitarfélögum í landinu og samfara því að færa aukin völd frá höfuðborginni heim í hérað”. Albert Eymundsson forseti bæjarstjórnar, Höfn “Grundvallaratriðið í sameining- arhugmyndum sveitarfélaga er styrking sveitarstjómarstigsins. Það er aðeins hægt með því að fela sveitarfélögum aukin verkefni. Með flutningi verkefna frá ríkinu til sveitarfélaganna flyst frum- kvæði, ráðstöfunarréttur, atvinnu- tækifæri o.fl. heim í hémð. í dag era miklir og dýrir milliliðir í flest- um málaflokkum og tvíverknaður víða. Við höfum einfaldlega ekki efni á þessu flókna, dýra og mið- stýrða kerfi. Allan fómarkostnað- inn sem þessu fylgir greiðum við landsbyggðarfólkið í störfum og kostnaði á Suðvesturhomi landsins. Eina leiðin sem ég sé til að reyna að spyrna við fótum og snúa þess- ari þróun við er að stækka sveitar- félögin og flytja verkefni til þeirra. Verkefni sem hvergi eiga annars- staðar heima en á vettvangi fólks- ins sem nýtir þjónustuna. Með flutningi málaflokka, sem talað er um í dag, gætu fjárhagsleg umsvif svæðanna aukist yfir 50%. Sam- fara þessu skapast möguleikar á að hagræða og skipuleggja þjónustuna vel og nýta þannig fjármagnið bet- ur fyrir íbúana. Það er mikilvægt að við landsbyggðarfólkið sýnum að við erum tilbúin að axla þessa á- byrgð. Þessi aðgerð ætti líka að stuðla að breyttum viðhorfum gagnvart dreifbýlinu. Það er nauð- synlegt að breyta þeim neikvæðu viðhorfum sem endurspeglast í því að ekki sé hægt að veita meiri og betri þjónustu í dreifbýlinu og á landsbyggðinni, þjónustu sem er sótt á höfuðborgarsvæðið í dag. I mínum huga era engin mál eða verkefni tengd sameiningunni mjög flókin eða erfið úrlausnar. Þó geri ég mér fulla grein fyrir að jafn viðamikil breyting og gert er ráð fyrir er viðkvæm og vandasöm og það verða ekki allir sáttir við niður- stöðuna hver sem hún verður. En ég treysti sveitarstjómarmönnum fyllilega til að leysa þau mál með hagsmuni íbúanna að leiðarljósi. Neikvæðu hliðar málsins eru að mínu viti léttvæg á vogarskálinni þegar kostir og gallar sameiningar- innar era vegnir”. Friðmar Gunnarsson oddviti Fáskrúðsfjarðarhrepps “Satt er það að hvaðeina orkar tvímælis þá gert er. Sameiningu sveitarfélaga hefur undan farið verið haldið fast að landsmönnum og kosningar nálg- ast. Menn hljóta að hugsa, sem svo hvað er það sem baki býr. Þetta gæti nú verið ágætt en hefur ekki samstarf hreppanna gengið. Hér hafa hreppamir sameinast um sum mál sem þurfa hefur þótt og efni staðið tíl. Hafa menn trú á því að auknir fjármunir muni streyma út um land eftir sameiningu. Verð- mætasköpun þjóðarinnar verður væntanlega sú sama eftir sem áður. Auðvitað væri mjög þægilegt að vita það með fullri vissu að eftir sameiningu yrði samgöngumálum stóram betur sinnt, snjómokstur stór aukinn, félagslegri þjónustu haldið uppi út í ystu æsar o.s.frv. En því miður halda margir að svo einfalt verði þetta ekki. Verða ekki sveitarfélög eftir sameiningu afar misjafnlega á vegi stödd. Þetta fyr- irhugaða sveitarfélag Fáskrúðs- Búða-, Stöðvarfjarðar- og Breið- dalshreppur, tekur yfir þó nokkurt landsvæði. Þéttbýlin þrjú þurfa að sjálfsögðu sitt. Félagsleg þjónusta í fullum skrúða yrði vegna fjar- lægðar feikna dýr. Er þá líklegt, að sveitarfélag við þessar aðstæður standi jafn vel að vígi og t.d. annað sveitarfélag svipað að íbúatölu að öllu leyti innan sama fjallahrings og þar af leiðandi mun miklu minni fjarlægðir að ræða. Forvitnilegt hefði verið að fá að vita hvort ríkis- valdið gerði ráð fyrir að jafna þennan aðstöðumun og þá eftir hvaða reglu. Ef til vill dettur einhverjum í hug að ólíkt þægilegra sé fyrir Alþingi að afgreiða ákveðna summu til hverrar sveitar úti á landi og það verði svo heimamenn, sem skipti. Það hefur þó enginn sagt að þannig muni meira fjármagn berast út á land og ekki er langt síðan að í sjónvarpsþætti sagði þekktur maður að höfn hér og höfn þar o.s.frv. vitnaði síst um fjármálastjórn til fyrirmyndar. Heyrst hefur að sparnaður verði í yfirstjórn, þar sem sveitarstjómamönnum fækki sömuleiðis hreppstjórum og fólki í nefndum, og satt er nú það. En reynsla Eyjafjarðarsveitar vitnar ekki þar um. Fyrir íbúa Fáskrúðs- fjarðarhrepps virðist mér blasa við að við sameiningu eiga þeir greið- ari aðgang að þeirri starfsemi sem haldið er úti á vegum sveitarfélag- anna. Þar á móti kemur að þeir samþykkja að leggja niður sitt gamla sveitarfélag og gerast um aldur og ævi minnihlutahópur í nýju samfélagi með því áhrifaleysi sem því fylgir”. Gunnar Sigurjónsson oddviti Skeggjastaðahrepps “Hvað varðar þessi tvö sveitarfé- lög hér, Skeggjastaðahrepp og Vopnafjarðarhrepp, að óbreyttum forsendum höfum við engan ávinn- ing af sameiningu. Hins vegar að breyttum forsendum miðað við það að við ætlum að efla þetta stjóm- sýslustig, efla sveitarstjómimar með því að færa aukin verkefni til þeirra þannig að þau geti sinnt þessum auknu verkefnum og bætt sína þjónustu, skapað íbúunum betri aðstöðu í heimabyggð. Þá get ég að sjálfsögðu ekki verið á móti sameiningu. Eitt er alveg ljóst að það era á- kveðin verkefni sem á að færa til sveitarfélaganna. Árið 1995 á skólinn að færast til sveitarfélag- anna og miðað við horfur í skóla- málum þá sýnist mér nú að skólinn sé ekki verr settur í höndum sveit- arfélaga en í höndum ríkisins. En þá spyr ég á móti; hvernig verður með fræðsluskrifstofurnar? Verða þær starfræktar áfram á sama grundvelli og verið hefur? Eins og staðan er í dag þá er okk- ur enginn hagur af sameiningu. En ef við lítum til framtíðar þar sem skólinn verður kominn yfir til sveitarfélaganna árið 1995, öldrun- arþjónustan, félagsþjónustan og heilbrigðisþjónustan eða heilsu- gæslan verður alfarin komin yfir til sveitarfélaganna, þá er þetta kannski ekki lengur spurning um vilja heldur getu. Og þá er kannski skynsamlegra að gera þetta meðvitað í dag að sameina sveitar- félögin og reyna að hafa áhrif á hvemig málum verður háttað í framtíðinni í þessu byggðarlagi sem og á Vopnafirði, heldur en að biðja um það eftir einhver ár. Ég held að það vanti svör við nokkram grundvallarspurningum s.s. með hvaða hætti tekjur verði í sameinuðu sveitarfélagi, framlag jöfnunarsjóðs, hvernig verður staðið að verkefna tilflutningi frá riki til sveitafélaga um skólahald og hafn- armál. Þurfum við t.d. að sætta okkur við að hafnarvigtinni verði lokað kl. 5 á hverjum degi og um helgar. Hér er trillubátaútgerð og menn hafa búið við mikið frjálsræði í því hvenær þeir sæki sjó. Þar hafa menn verið háðari veðrum og gæft- um en stimpilklukku. Menn spyrja sig svona spurninga. Þessu er nátt- úralega erfitt að svara því að auðvit- að vilja allir hafa sem mest frjáls- ræði. Þá spyrja menn: Er sveitarfé- lagið í stakk búið til þess að viðhafa slíkt? Ég er alls ekki á móti sam- einingunni en ég vil gjarnan fá að heyra meira og sjá meira. Það era allar líkur á að einhver svör um ó- vissuþætti í sameiningarmálum sveitarfélaga fáist á fjármálaráð- stefnu sem haldin verður í Reykja- vík daganna 11-12 nóvember”. Hamborg heimsótt Allt sem maður þekkir ekki hlýtur að koma að einhverju leyti á óvart þegar það ber fyrir sjónir manns. Svo var fyrir mér með Ham- borg. Ég hafði ímyndað mér hana erilsama iðnaðar- og hafnarborg og bjóst ekki við mikilli fegurð þar. Önnur varð reyndin. Ég dvaldi í Hamborg eina viku um mánaðarmótin apn-maí 1990, var að vísu mjög heppin með veðrið enda var undran mín mikil yfir gróðrinum og snyrtimennskunni. Meira að segja þó vatnið í Alster væri ekki tært þá var þar hvorki drasl á floti né í fjöruborði. í Hamborg eru mjög fallegir al- menningsgarðar. Undirritaðri fannst “Planten und blómen” bera af þeim sem ég sá. Ég fór upp í útsýnistuminn “Femsehen” sem snýst í hring en þaðan er geysilegt útsýni yfir borgina. Eitt kvöldið fórum við í óperu- hús “Hamborg opera”. Það var ó- gleymanlegt kvöld. Annan dag settumst við inn í kirkju og horfð- um á myndir frá sögu Hamborgar. Þær höfðuðu til allra tegunda til- finninga lffsins, vöktu viðbjóð á hörmungum stríðsáranna og undir- Þórann Sigurðardóttir. búningi þeirra. Sorg yfir örlögum Hamborgar og íbúum hennar og lotningu yfir kjarki og elju þess fólks sem vann að uppbygging- unni. Þar stendur efst hrifning á konunum sem auðvitað vora í meiri hluta vegna mannfalls í stríðinu, þær söfnuðu saman múr- steinsbrotum. óku í hjólböram eða báru, söguðu og hlóðu og byggðu saman heimili sín upp aftur. Og ef ekki stæðu minjar sem með vilja eru hafðar sem sýnishorn af afleið- ingum striðsins tryði ekki fáfróð kona úr friðsælu landi að Ham- borg hefði verið rústir einar fyrir 45 árum. Þórunn Sigurðardóttir, Skipalæk. Pennavinur Austra barst bréf frá Emi Þorleifssyni í Húsey sem innihélt annað bréf frá Austurríki. Er það frá stúlku sem hyggst eyða fríinu sínu á íslandi og óskar hún eftir upplýsingum um Húsey. Stúlkan sem heitir Marion óskar einnig eftir pennavini á Islandi. Hann/hún verður að hafa gaman af hestum og reið- mennsku og vera á aldrinum 15-16 ára, eða undir 30 ára. Hægt er að skrifa á ensku eða þýsku. Skrifið til: Marion Reinitshuber Amtlang 15 A 9201 Krumpendorf Austria J Bændaskólinn á Hvanneyri V r Bændadeild auglýsir Innritun á vorönn stendur yfir 1. önn og 5. önn Umsókn um skólavist sendist skólanum fyrir 1. desember n.k. Við veitum nánari upplýsingar í síma 93-70000 Skólastjóri Sími 11122 Bjóðum 50% afslátt á flugi til Hafnar á laugardögum og mánudögum. kr. 4.775.- (m/flugvallask.) Einnig er 20% afsláttur á öllu flugi innan fjórðungs til áramóta.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.