Fréttablaðið - 13.10.2020, Blaðsíða 6
Ég hef sett senda á
grágæsir og heiðar-
gæsir í gegnum tíðina og það
kemur fyrir að þær eru
skotnar.
Arnór Þórir
Sigfússon,
fuglafræðingur
hjá Verkís
SANDBLÁSTUR
Sundaborg 3
104 Reykjavík
777 2700
xprent@xprent.is
Ráðgjöf
Tilboð
Hönnun
Uppsetning
ALLT
fyrir listamanninn
Smáratorgi 1, 201 Kópavogi, sími 588 6090, vl@verkfaeralagerinn.is
Mán.-fim. kl. 9-18, fös. kl. 9-18:30, lau. kl. 10-18, sun. kl. 12-17
Verkfæralagerinn
VÍSINDI Fimm merktir helsingjar
lögðu af stað úr Skaftafellssýslum
til vetrarstöðva á Skotlandi fyrir
skemmstu. Fengu þeir nöfnin Eivör,
Guðmundur, Guðrún, Stefanía og
Sæmundur en hefð hefur skapast
fyrir að sá sem styrkir senditæki fái
að velja nafnið.
Fuglafræðingurinn Arnór Þórir
Sigfússon hjá Verkís hefur merkt
helsingja frá árinu 2017 í samstarfi
við Náttúrustofu Suðausturlands,
og fræðimennina Halldór W. Stef
ánsson og Carl Mitchell. „Helsingjar
eru stofn sem er tiltölulega nýbyrj
aður að verpa hér á landi, rétt fyrir
1990, og það var ekki mikið vitað
um hann,“ segir Arnór. „Bróður
parturinn verpir á Grænlandi og
fuglarnir hafa alltaf komið hérna
við.“
Helsingjum hefur fjölgað mikið
hér á landi og er þá helst að finna í
Skaftafellssýslum annars vegar þar
sem þeir verpa og Húnavatnssýslum
og Skagafirði hins vegar þar sem
þeir fara um á vorin á leið til Græn
lands. Flestir fara að vetri til eyjar
undan vesturströnd Skotlands sem
nefnist Islay en einhverjir til Írlands
einnig og annarra staða í Skotlandi.
Arnór segir marga íslenska farfugla
fara til eða í gegnum Bretlandseyjar,
það sé þeirra hlið til Evrópu.
Með senditækjunum er hægt að
sjá staðsetningu, hæð, hreyfingar,
beit og f leira. Eitt af því sem verið
er að kanna er ásókn helsingjanna í
ræktarland miðað við villtan gróð
ur. Landeigendur hafa sums staðar
kvartað yfir helsingjanum hvað
þetta varðar. Helsingjar eru friðaðir
í Skotlandi en þó er nokkuð skotið
vegna ágangs í ræktarland. Ísland
er eini staðurinn þar sem helsingi
er veiddur í sportveiði og fagnar
Arnór því að hið áðurnefnda fimm
eyki hafi lifað sumarið og haustið af
til að fljúga suður. Það sé langt í frá
sjálfgefið.
Með senditækjunum er einnig
hægt að sjá hvort fugl sé lifandi eða
dauður. „Ég hef sett senda á grágæsir
og heiðargæsir í gegnum tíðina og
það kemur fyrir að þær eru skotnar.
Þá get ég séð hvar þær hanga utan á
húsi, hringi og fæ sendinn til baka,“
segir Arnór. „Í eitt skipti var send
irinn skotinn í tætlur, annars hef
ég fengið þá heila og getað notað
aftur.“
Arnór segir að upphaf lega hafi
verið lagt upp með að fylgjast með
helsingjunum í fimm ár en þó hafa
engin tímamörk verið ákveðin.
Leitað hefur verið til fyrirtækja um
stuðning en að hluta er verkefnið
fjármagnað úr eigin vasa.
Á hann von á að þeir snúi aftur
til Íslands í byrjun apríl. Megnið af
stofninum, sem telur um 80 þúsund
fugla, heldur þá til Grænlands en á
bilinu tvö til þrjú þúsund pör verpa
hér sem þýðir milli 10 til 20 þúsund
fugla að hausti. Arnór segir að allir
merktu helsingjarnir séu varpfuglar
nema Guðmundur. Hann hafi verið
gripinn í vor í hópi geldfugla. „Það
kemur væntanlega í ljós í vor hvort
hann sé kominn með fjölskyldu.“
kristinnhaukur@frettabladid.is
Kemur þá í ljós hvort
hann eigi fjölskyldu
Fimm helsingjar með senditæki á hálsinum eru flognir til vetrarstöðvanna í
Skotlandi. Arnór Þórir Sigfússon fuglafræðingur sem fylgist með er feginn því
að þeir lifðu haustið af því að hann hefur áður misst gæsir til veiðimanna.
Guðmundur fór fyrstur af stað til Skotlands. MYND/ARNÓR ÞÓRIR SIGFÚSSON
COVID -19 Karlar eru í miklum
meirihluta þeirra sem taka ákvarð
anir um og stýra aðgerðum gegn
COVID19 faraldrinum.
Samkvæmt nýrri rannsókn sem
birt var í tímaritinu BMJ Global
Health eru rúmlega 85 prósent
aðgerðateyma um allan heim að
langmestu leyti skipuð körlum.
Aðeins í rúmlega 11 prósentum
voru konur í meirihluta. Í aðeins
3,5 prósent tilfella var jafnræði
meðal kynjanna, með 10 prósenta
skekkju mörkum.
„Við sáum það strax í upphafi
faraldursins að mörg aðgerðateymi
voru aðallega skipuð karlmönnum.
Það er þau sem taka ákvarðanir,
gefa stjórnvöldum ráð og koma
fram í fjölmiðlum,“ segir Kim Van
Daalen, doktorsnemi í lýðheilsu
fræði við Cambridgeháskóla, við
fréttasíðuna Medical News Today.
Hún var meðal þeirra sem komu að
rannsókninni. „Þetta grefur undan
aðgerðunum gegn COVID19 og
trausti almennings til vísindanna.“
Alls voru 115 aðgerðateymi í 87
löndum skoðuð. Van Daalen og
félagar ráku sig þó á að erfitt var
að nálgast upplýsingar um teymi
frá mörgum löndum.
Í rannsókninni kom einnig fram
að karlar voru mun meira áberandi
í ákvarðanatöku en konur hvað
varðar sérþekkingu og ráðgjöf. Sem
dæmi eru aðeins rúmlega 9 prósent
konur í COVID19 aðgerðateymi
Bandaríkjaforseta á meðan 82
prósent meðlima í COVID19 hópi
bandarísku Lýðheilsustofnunar
innar eru konur.
„Gögn okkar sýna það sem er
orðið voveif lega samþykkt mynst
ur í stjórnun heilbrigðismála á
heimsvísu,“ segir í greininni. Sé
kynjahallinn í núverandi heims
faraldri alls ekki einsdæmi. – khg
Ákvarðanir um COVID
flestar í höndum karla
25 karlar og tvær konur eru í aðgerðateymi Bandaríkjaforseta. MYND/EPA
BANDARÍKIN Dómsmálanefnd öld
ungadeildar Bandaríkjaþings tekur
nú fyrir tilnefningu Amy Coney
Barrett í Hæstarétt Bandaríkjanna
en umfjöllun nefndarinnar um
skipan Barrett hófst í gær.
Á fyrsta fundi nefndarinnar, sem
fór fram í gær, fengu allir 22 þing
menn nefndarinnar, tólf úr röðum
Repúblikana og tíu Demókratar, tíu
mínútur til að ræða tilnefninguna
auk þess sem Barrett ávarpaði
nefndina.
Í dag og á morgun mun Barrett
síðan sitja fyrir svörum á fundi
nefndarinnar sem hefst klukkan
13 að íslenskum tíma. Dagskránni
lýkur síðan á fimmtudaginn þegar
aðrir en Barrett sjálf mæta fyrir
nefndina og svara spurningum um
dómaraefnið.
Hin 48 ára Barrett var tilnefnd
í hæstarétt af Bandaríkjaforseta
þann 26. september til að fylla sæti
Ruth Bader Ginsburg. Verði hún
dómari við réttinn munu aðeins
þrír dómarar sitja þar sem tilheyra
frjálslyndari armi réttarins á móti
sex íhaldssamari dómurum.
Tilnefning Barrett hefur verið
harðlega gagnrýnd af Demókröt
um, meðal annars vegna þess hve
stuttur tími er í forsetakosningar
en einnig vegna íhaldssamra gilda
Barr ett. Búast má við að allir þing
menn Demókrata leggist gegn til
nefningunni.
Engu að síður er fastlega reiknað
með að tilnefningin verði stað
fest þar sem Repúblikanar eru
með meirihluta innan öldunga
deildarinnar. Dómsmálanefnd
þingsins mun líklega samþykkja
tilnefninguna fyrir 22. október og
mun öldungadeildin í heild sinni
greiða atkvæði um skipunina í
kjölfarið. – fbl
Situr fyrir svörum næstu tvo daga
Amy Coney Barrett situr nú fyrir svörum í öldungadeildinni. MYND/GETTY
1 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð