Fréttablaðið - 13.10.2020, Síða 8

Fréttablaðið - 13.10.2020, Síða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Helgi Magnússon FORSTJÓRI OG ÚTGEFANDI: Björn Víglundsson RITSTJÓRI: Jón Þórisson jon@frettabladid.is, FRÉTTASTJÓRAR: Aðalheiður Ámundadóttir adalheidur@frettabladid.is Ari Brynjólfsson arib@frettabladid.is, Garðar Örn Úlfarsson gar@frettabladid.is MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Fréttablaðið kemur út í 80.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Björk Eiðsdóttir bjork@frettabladid.is Í umsögnum um laga- breytinguna kristallast skýr munur á því hvort horft er á orlofið út frá hags- munum barnanna eða foreldr- anna og atvinnulífs- ins. LÆGSTA VERÐIÐ Í ÖLLUM LANDS- HLUTUM SKILYRÐISLAUST Orkan – Ódýrt fyrir alla Sæll, Ásmundur Einar.Við undirritaðar sjáum okkur ekki annað fært en að reyna að ná til þín með opnu bréfi. Ástæðan fyrir því er að við höfum miklar áhyggjur af því að þú ætlir ekki að uppfylla loforð sem gefið var við undir- ritun Lífskjarasamningsins vorið 2019. Loforðið var að grípa til aðgerða til að uppræta þjófnað á launum verka- og láglaunafólks á Íslandi. Í erfiðum kjaradeil- um þann vetur var það eitt af okkar stærstu baráttu- málum að loksins yrði gripið til aðgerða vegna þessa. Umfang vandans er gríðarlegt. Á hverju ári er hundruðum milljóna stolið af verkafólki. Frá árunum 2015-2019 var meira en einum milljarði stolið af félögum í Eflingu. Félagið sendir út mörg hundruð kröfur á hverju ári til að reyna að innheimta þýfið en innheimtan getur tekið mjög langan tíma. Á meðan ber manneskjan sem verður fyrir glæpnum kostnað- inn: getur ekki greitt reikninga eða húsaleigu. Meðal- krafan sem Efling sendir frá sér fyrir hönd félaga er næstum því 500.000 krónur. Slík upphæð skiptir verulega miklu máli í lífi láglaunafólks. Hér tölum við af reynslu en varaformaður Eflingar varð til dæmis fyrir launaþjófnaði í sínu fyrra starfi. Það kostar stjórnvöld og ríkissjóð bókstaflega ekkert að uppræta launaþjófnað á íslenskum vinnu- markaði. Þvert á móti mun það auka tekjur ríkissjóðs. Nú er meira en eitt og hálft ár liðið frá undirritun Lífskjarasamningsins. Þetta mál hefur verið á þínu borði allan þann tíma. En þér hefur ekki tekist að uppfylla loforðið, þrátt fyrir að hafa lofað því að lausn væri í sjónmáli á fundi með samninganefnd ASÍ þann 25. ágúst síðastliðinn. Samtök atvinnulífsins hafa slegið skjaldborg um launaþjófnað og kannski er það skýringin. Varla ætlar þú að láta varðmenn launaþjófnaðar stjórna för? Þú hefur tækifæri til að sýna að þú getir sett þig í spor verkafólks, til að sinna skyldu þinni sem ráðherra gagnvart vinnandi fólki og börnum þeirra. Ætlar þú að láta það tækifæri renna þér úr greipum? Opið bréf til félags- og barnamálaráðherra Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar Agnieszka Ewa Ziólkowska varaformaður Eflingar Í síðustu viku leið fresturinn til umsagnar um ný heildarlög um fæðingar- og foreldraorlof. Breytingarnar fela í sér að orlofið lengist úr níu mánuðum í tólf en jafnframt er lagt til að for-eldrar eða forsjáraðilar fái úthlutað sitt hvorum sex mánuðunum og aðeins einn þeirra sé fram- seljanlegur til hins aðilans. Áður fengu foreldrar sína þrjá mánuðina hvort og þrír voru sameiginlegir. Þó að flestir séu sammála um að lengra orlof sé gæfuspor er fólk ekki á einu máli um skiptinguna né heldur að tímabilið sem gefst til að nýta orlofið sé stytt úr 24 mánuðum í 18. Það dylst ekki að markmiðin eru að fjarvera frá atvinnumarkaði komi ekki niður á öðru foreldrinu og að stuðla að jöfnum rétti foreldra til samveru með barni sínu þar til því býðst dagvistun á leikskóla. Þar komum við að vandanum: Börn í Reykjavík komast almennt ekki inn á leikskóla við eins árs aldur. Þó að opinbert viðmið sé 18 mánaða er raun- hæfara að horfa til tveggja ára aldurs. Dagmömmur eða einkaleikskólar hafa verið tíma- bundin lausn fyrir mörg börn en er bæði kostnaðar- söm leið og plássin fá og því bregða margir foreldrar á það ráð að lengja orlofið gegn launaskerðingu. Í umsögnum um lagabreytinguna kristallast skýr munur á því hvort horft er á orlofið út frá hagsmunum barnanna eða foreldranna og atvinnulífsins. Þó svo Samtök atvinnulífsins styðji breytingarnar og telji þessa jöfnu skiptingu milli foreldra best til þess fallna að tryggja barni samvistir við báða for- eldra, þá tala staðreyndirnar sínu máli og er nauðsyn að horfa til f leiri sjónarmiða. Tölur sína skýrt að hingað til hafa mæður nýtt sér að mestu þá þrjá sam- eiginlegu mánuði sem hingað til hefur verið boðið upp á. Tónninn í umsögn Embættis landlæknis er á öðrum nótum en forsvarsmanna atvinnulífsins en þar segir að fæðingarorlof ætti að skilgreina sem rétt barns til umönnunar á fyrstu mánuðum lífsins fremur en einungis sem rétt fullorðinna á vinnumarkaði. Land- læknir vill sveigjanleika og leggur til að skiptingin verði 4-4-4. Lokamarkmiðið hlýtur alltaf að vera að standa vörð um velferð barnsins og fjölskyldueiningarinnar. Við verðum þá að muna að fjölskyldur eru alls konar, foreldri getur verið eitt, eða aðstöðu- og launamunur foreldra mikill, áhuginn og getan er jafnvel misjöfn og þar fram eftir götunum. Foreldrar eiga sjálfir að fá að ráða sem mestu í þessum efnum. Þannig græðir barnið. Eins standa oftast f leiri en foreldrarnir að barni, það þarf helst þorp í verkefnið og af hverju mætti ekki framselja rétt til fæðingarorlofs til ömmu, afa eða annarra, ef staðan væri þannig? Þannig væri staða fólks á atvinnumarkaði enn jafnari. Hugsum þetta út fyrir kassann. Aðalatriðið er að þessir mánuðir falli ekki niður og barnið tapi, eins og staðreynd er að gerist allt of oft í dag. Fyrir hvern? Grafin loforð Heilbrigðisráðuneytið stendur á erfiðum og heimatilbúnum krossgötum um þessar mundir. Annars vegar að leyfa Land- spítalanum að létta álagið með því f lytja sjúklinga í húsnæði Heilsuverndar í Urðarhvarfi eða ekki. Sama húsnæði og Lands- bankinn vildi alls ekki vera í. Enginn vill segja upphátt raun- verulegu ástæðuna fyrir því af hverju er svona erfitt fyrir ríkið að vera þarna upp frá. Líkt og margir þekkja úr Stephen King- sögum þá stendur Urðarhvarf á fornum grafreit. Í stað frum- byggja Ameríku eru þar grafin öll stjórnsýslubætandi loforð síðustu áratuga, allt frá bættum eftirlitsstofnunum til slagorðs- ins um „báknið burt“. Það er vel skiljanlegt að embættismenn vilji síður eiga á hættu að vekja upp þannig drauga. Háþrýstingur Sigmundur Davíð hitti naglann á höfuðið um helgina þegar hann skrifaði heila blaðagrein um ybba. Greinin vakti mikla athygli á samfélagsmiðlum og ybbar þessa lands tóku sig til og kepptust við að skilgreina sig í hópinn. Skrif Sigmundar Davíðs eru umdeild svo mildilega sé til orða tekið. Um tíma virtist sem menn yrðu sendir út af örkinni með háþrýstidælur til að afmá skilaboðin úr Moggum lands- ins. Til þess kom þó ekki, enda hefði það verið ybbalegt. 1 3 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 Þ R I Ð J U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.