Austri


Austri - 15.02.1996, Síða 7

Austri - 15.02.1996, Síða 7
Egilsstöðum, 15. febrúar 1996. AUSTRI 7 BÆTT HEILSA og betra líf Umsjón: Sigurborg Kr. Hannesdótlir, sími 471-2143 Vertu snjall og snýttu þér ! Kvef er einn þeirra kvilla sem hvað oftast hrellir okkur íslend- inga. Við tölum gjaman um kvef- ið eins og að það sé svo sem ekk- ert til að hafa áhyggjur af. Þegar sá kvefaði er spurður hvort hann sé lasinn svarar hann gjaman eitt- hvað á þessa leið „ nei, nei, ég er bara með smá kvef, það lagast". Þetta kann í fljótu bragði að líta út eins og að landinn hristi almennt af sér kvefið án þess að nota til þess nokkra utanaðkomandi hjálp. En ekki er allt sem sýnist og það sannast meðal annars á því hvern- ig við tökum á nefsins forna fjanda, kvefinu. Hið dæmigerða kvef er veiru- sýking og veiran tekur sér ból- festu í slímhúð í efri hluta öndun- arvega. Með efri hluta öndunar- vega er hér átt við nef, kok og háls. Veirurnar ráðast inn í slím- húðarfrumurnar og halda þar til og nota sér alla aðstöðu á þeim bæ. Þetta veldur slíkum innvortis usla í frumunum að þær bólgna og blása út. Frumurnar þurfa að losa sig við þennan umframvökva og fara að gráta hver og ein. Þeirra grátur er vatnskenndur eins og augnanna og þegar saman koma smá skvettur frá mörgum frumum fer hreinlega að renna úr nefinu. Þannig verða til aðalein- kenni flestra kvefa en það eru systumar homös og nefstífla. Lít- um aðeins á raunvemleg viðbrögð landans við kvefinu. Bregst hann við í samræmi við orðin „ þetta er nú bara smákvef sem lagast ,„ eða eru þessi orð eins og kvefið bara í nösunum á honum? Forvitnilegt er að skoða lyfjakaup okkar Is- lendinga vegna kvefsins. Kvef eins og margar aðrar veimsýking- ar gengur yfir af sjálfu sér og ekki em til nein lyf sem lækna kvefið. Það eru hins vegar til ýmis lyf sem fólk getur keypt til að slá á sum þeirra einkenna sem fylgja kvefi. Þar ber hæst nefdropa og nefúða og þessi lyf er hægt að kaupa án lyfseðils. Mikilvægt er að undirstrika að það gildir ekki síður um slík lyf að fara þarf ná- kvæmlega eftir leiðbeiningum um skammta og meðferðarlengd. Geri fólk það ekki er hætta á ferð- um. Ofnotkun á nefdropum og nefúða. Mjög mikil ofnotkun á sér stað á nefdropum og nefúða. Oftast er tilefni þeirrar notkunar kvef með nefrennsli og eða nefstíflu, a. m. k. í upphafi. Til ársins 1986 var einungis hægt að fá þessi lyf gegn lyfseðli og hafði notkun þeirra þá verið óbreytt ár eftir ár. Síðan þá er hægt að fá þessi lyf án lyfseðils og hefur notkun þeirra meira en þrefaldast á þessu tímabili og er enn vaxandi. Nær öll salan er í handkaupi, þ.e. einungis 5-6% sölunnar eru samkvæmt lyfseðli. Þessar tölur byggja á sölu þessara lyfja í Apótekinu á Egilsstöðum, en það er svipað og landsmeðal- tal. Við læknar sjáum af þessu vemlegar aukaverkanir, sumar al- varlegar. Þessi lyf valda samdrætti í æðum í slímhúð nefsins. Það dregur úr bólgunni vegna kvefsins og þá minnkar grátur fmmanna og þar með einkennin, hor og stífla. Þetta hljómar vel og verður sum- um of mikil freisting. Einnig eru trúlega margir sem nota þessi lyf þar sem þau eiga ekki við eins og í ofnæmi, þar sem nefrennsli og stífla eru áberandi. Of margir brjóta skammtaleiðbeiningar sem fylgja þessum lyfjum, nota of mikið og of lengi. Slíkri notkun fylgir mikill og langvinnur sam- dráttur í æðum nefsins. Með tím- anum veldur það rýmun í slímhúð nefsins. Einkenni slíkrar rýmunar eru m.a. rennsli úr nefi og nefstífla. Þetta kallar á meiri notkun lyfjanna og þá er til orð- inn vítahringur, þar sem fólk er jafnvel að nota þessi lyf flesta daga. Að lokum hætta þau að gera nokkurt gagn og þá er farið til læknisins. A ekki stærri stofn- un en Heilsugæslustöðinni á Eg- ilsstöðum höfum við oft séð þetta ferli. Þegar hér er komið þarf oft að nota dýr og kröftug lyf svo- kallaða stera. Einnig höfum við dæmi um að rýrnunin var orðin slík að komið var gat á miðnesið, þ. e. skilvegginn milli nasanna, semsagt þar var nefið byrjað að hverfa. Sá sem notar þessi Iyf á að nota rétta skammta og ekki lengur en 1 viku í senn. Eftir slíka notkun þarf að gefa nef- inu góða hvfld frá lyfjunum, a. m. k. 1 viku. Auk þess ráðlegg ég þér, les- andi góður, að taka ekki í blindni mark á stórum auglýs- ingum lyfjafyrirtækjanna, þar sem haldið er fram ágæti nef- dropa og úða og nauðsyn þess að þú notir þá. Veltu því fyrir þér hvort hornösin þín er ekki bara kvef sem lagast og breyttu í samræmi við það. Þá er ráðið að snýta sínu nefi, sem er betra en að missa það. Pétur Heimisson læknir Smáauglýsingar Til sölu Neskaupstaður Til sölu tveggja hæða einbýlishús ca. 170fm. Skipti á minni eign í Neskaupstað, á Egilsstöðum eða í Reykjavík koma til greina Upplýsingar í síma 477-1541 og 477-1214 Til sölu Brío barnavagn, vagnpoki og magaburðarpoki fylgja. Verð kr. 20.000,- uppl. í síma 471-1187 Til sölu Bronco ‘66, nýlega uppgerður, með 302 vél og sjálfskiptingu, 33” dekk, nýuppgerður millikassi ‘66, gormar aftan, diskabremsur framan. Selst undir kostnaðarverði. Uppl. í síma 471-1968. Til sölu 220 v. vatnsdæla (brunadæla). Með 20 lítra jafnþrýstikút. Uppl. í síma 471-1968 Til sölu eða leigu 2ja herb. íbúð í Fjóluhvammi 9, Fellabæ. íbúð minnst 3ja eða einb. óskast til leigu austan við fljót. Uppl. í síma 853 2858 v. eða 471 2318 heima. Brottför úr Reykjavík: þriðjudaga,fimmtudaga og föstudaga. Afgreiðsla á Landflutningum. Sími 568-5400. Bflasímar: sími 85-21193 sími 85-27236 SVAVAR & KOLBRÚN Sími 471-1953 /fax471-2564 Miðás 1-5 700 Egilsstöðum Smáauglýsingar X 1 Oskast Kojur óskast Oska eftir vel með förnum barna- kojum. Uppl. í síma 471-1653 Oska eftir skrifstofuhúsgögnum. Uppl. í síma 471-1984 Sólveig. Staðgreiðsla Fjögra dyra fjölskyldubíll óskast, má vera station. Verðhugmynd 100- 300 þúsund. Uppl. í síma 471 1244 og 471 1898 eftir kl. 18:00. Til leigu Einstaklingsíbúð til leigu á Egils- stöðum. Laus 1. mars. Uppl. í síma 471-2277. Fimdarsalur Til leigu fundarsalur að Tjarnarbraut 19 á Egilsstöðum. Nánari uppl. í síma 471-1984. Ertu að flytja suður. Þarftu að flytja búslóð þfna til Reykjavíkur eða nágrennis, þá er laus sendiferðabíll suður 10-15 mars. Uppl. í síma 471 1382 Dýravinir Dýravinir athugið: Litla og sæta holpa bráðvantar framtíðarheimili. Upplýsingar í síma 471-1917. Félagsstörf Spjall um bæjarmálin. Mánudaginn 19. febrúar kl. 20:30. í Austrahúsinu. ALLIR VELKOMNIR! Framsóknarfélag Egilsstaða Komið og Dansið Austurlandi. Við minnum á sérstök námskeið fyrir starfsmannahópa, saumaklúbba, þorrablótsnefndir, íþróttahópa og aðra sem vilja taka sig saman um að gera eitthvað skemmtilegt og nýtt. Iðunn og Eymundur, sími 471-2150. Skák Skáksamband Austurlands stóð fyrir atskákmóti á Eski- firði þann 11. febrúar sl. Þátt- takendur voru ellefu talsins og voru sjö umferðir tefldar eftir Monrad-kerfi. Atskákmeistari Austurlands varð Jóhann Þor- steinsson, Reyðarfirði með 6 vinninga. í öðru sæti urðu Sverrir Unnsteinsson, Breið- dalsvík og Viðar Jónsson, Stöðvarfirði báðir með 5 vinn- inga hvor, en stigaútreikningur færði Sverri 23,5 stig, en Við- ari 21,5 og hlaut því Sverrir annað sætið og Viðar það þriðja. í fjórða og fimmta sæti urðu þeir Rúnar Hilmarsson, Reyðarfirði og Guðmundur Ingvi Jóhannsson, Egilsstöðum með 4 vinninga. G.IJ. ttufjíýsirifjasími Slustra er 471-1984 ISLENSK FYRIRTÆKI 199B Klassískt rit í 26 ár Upplýsingahandbókin ÍSLENSK FYRIRTÆKI er handbók sem inniheldur grunnupplýsingar um flestöll starfandi lýrirtaeki, félög og stofnanir landsins, t.a.m. nafn, heimilisfang, símanúmer og kennitölu. Bókin er ómissandi fyrir stjórnendur og annað starfsfólk íslenskra iyrirtækja 1. Kennitölur, fax- og símaúmerctskrá 2. Fyrirtækjaskrá 3. Vöru- og þjónustuskrá (gular síður) 4. Umboðaskrá (gular síður) 5. Útflytjendaskrá (gular síður) VERÐ BÓKAR 1. eintak kr. 5990,- pr. bók 2. eintak kr. 5490,- pr. bók 3. eintak kr. 4990,- pr. bók 4. elntak kr. 4490,- pr. bók 5. eintak kr. 3990,- pr. bók 10. elntak kr. 3490,- pr. bók UPPBYCGING BÓKARINNAR „Bók sem ég þarf oft að grípa til í dagsins önn“. Margrét Kristmannsdóttir, framkvæmdarstjóri Pfaff hf. UppQsingar: Sími SIS SG30 Fax: SIS SS39

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.