Austri - 04.09.1997, Blaðsíða 1
Leitið ekki langt
yfir skammt
Verslanir KHB
42. árgangur
Egilsstöðum, 4. september 1997.
31. tölublað
Verð í lausasölu kr. 150.'
Næsta álver á
Austurlandi?
Hugmyndir um byggingu álvers á
Reyðarfirði hafa verið mjög í sviðs-
ljósinu sl. viku, eða síðan Halldór As-
grímsson, 1. þingmaður Austurlands,
sagði frá þeim á aðalfundi SSA.
f máli Halldórs kom fram að for-
senda þess að ný stóriðja rísi á íslandi
í náinni framtíð sé orka frá Austur-
landi, en virkjunarkostir sunnanlands
eru að verða uppurnir. Bygging há-
spennulínu yfir hálendið myndi kosta
um 30 milljarða, en þeim peningum
mætti verja betur með uppbyggingu
stóriðju austanlands.
Jafnframt sagði Halldór að fyrir-
tæki af þessari stærðargráðu á mið-
svæði Austurlands kallaði á umbætur
í samgöngumálum á svæðinu. Vinnu-
svæðið yrði að stækka til að tryggja
nægilegt vinnuafl. Jarðgöng myndu
styrkja forsendur þess að ráðist yrði í
framkvæmdir af þeirri stærðargráðu
sem um ræðir.
Finnur Ingólfsson, iðnaðarráð-
herra, sagði í samtali við Austra að
það verði að meta hvort fjármagni
sem færi í byggingu háspennulínu
væri hugsanlega betur varið í at-
vinnuuppbyggingu á Austurlandi.
Mörg tæknileg mál spili þar inn í,
t.a.m. hvaða viðbótarálag byggða-
línukerfið þolir eins og það er.
Hvenær kemur að því að menn þurfi
að styrkja það og þá með hvaða hætti
það verður gert? „Munu menn styrkja
það með hálendislínu, eða styrkja
kerfið eins og það er í dag. Þetta eru
allt saman hlutir sem verður að taka
inn í myndina,“ segir Finnur.
Könnunarviðræður hafa staðið yfir
við dótturfélag Norsk Hydro, Hydro
Aluminium Metal Products (HAMP)
og er áhuginn að sögn m.a. tilkominn
af því að verið er að tengja Noreg við
aðra hluta Evrópu með sæstreng, og
því hafa Norðmenn haldið að sér
höndum við uppbyggingu stóriðju
heimavið, en selt rafmagnið úr landi
og fengið fyrir það hærra verð. Island
er ekki eini staðurinn sem íyrirtækið
er að kanna byggingu álvers í, það
hefur einnig verið leitað fanga í Suð-
ur-Ameríku.
Finnur segir að viðræðumar á því
'stigi að báðir aðilar séu að afla gmnn-
upplýsinga, hvor í sínu lagi, til að
meta hvort farið verði í formlegar
samningaviðræður. Málið sé því á al-
gjöm fmmstigi. ,,Það er mikill vilji af
beggja hálfu að skoða þetta,“ sagði
Finnur. Rætt er um byggingu stórs
álvers, sem er af stærðargráðunni
200-400 þús. tonn. „Stærðin mun
ráðast af þeirri tækni sem verður not-
uð í álverinu.“ Það er í það minnsta
ljóst að hér er verið að ræða um
nokkur hundmð manna vinnustað.
Staðsetning hefur ekki verið rædd
í smáatriðum, en Finnur segir Norsk
Hydro hafa verið tjáð að íslendingar
telji Reyðarfjörð heppilegasta stað-
inn.
Það hefur valdið taugatitringi hjá
mörgum að rætt er um að Norsk
Hydro myndi standa að virkjana-
framkvæmdum, ásamt Islendingum,
A þessari mynd sést jörðin Eyri við Reyðarfjörð, en hugmyndir eru uppi um að þar rísi álver í sameiginlegri eigu Norsk Alumini-
um Metal Products, dótturfyrirtœkis Norsk Hydro, og íslenskra aðila. Halldór Ásgrímsson, utanríkisráðherra, sagðifrá þessu á
aðalfundi SSA í síðustu viku.
og þar með eignast hlut í orkuverinu.
Hugsanleg útfærsla er sú að Norð-
mennimir myndu virkja og síðan af-
skrifist þeirra hlutur eftir ákveðnum
reglum, þannig að smám saman eign-
ist fslendingar virkjanimar alfarið.
Með þessu fæst einkafjármagn í
verkið og ríkið er ekki skuldsett. „Það
er þannig að erlendum fjárfestum af
evrópska efnahagssvæðinu er heimilt
að fjárfesta í virkjunum á íslandi, skv.
EES samningunum," segir Finnur.
Hingað til hefur Landsvirkjun haft
einkarétt á að virkja á íslandi, en
hann féll úr gildi um síðustu áramót
að sögn Finns.
Nokkur andstaða hefur verið hér
austanlands við virkjanir Jökulsár í
Fljótsdal og Jökulsár á Dal, og hafa
vemdunarsjónarmið ráðið þar mestu.
Mynd: Mats Wibe Lund.
Þá hafa menn verið lítt hrifnir af því
að virkjað sé í fjórðungnum, en orkan
fari öll á suðvesturhomið. Því er lík-
legt að andstaða við virkjanafram-
kvæmdir verði lágværari þegar ljóst
er að orkan sem frá þeim kemur nýt-
ist til atvinnuuppbyggingar á Austur-
landi.
Finnur segir að í sínum huga sé
heppilegasti framkvæmdatíminn þeg-
ar framkvæmdum við aðrar stórfram-
kvæmdir sem nú eru í gangi ljúki.
Það verður að öllum líkindum árið
1999. Þá yrðu virkjanaframkvæmdir
hafnar.
Á bilinu október til áramóta segir
Finnur að búast megi við að það
skýrist hvort farið verður í formlegar
viðræður við Norsk Hydro. „Það er
klárt að allt er opið í þessu máli.“
Búlandstindur - Njörður
Agreiningur um samruna
Kosið
um
sameiningu
Nk. laugardag, 6. september,
munu íbúar Egilsstaðabæjar, Eiða-
þinghár, Hjaltastaðaþinghár,
Skriðdalshrepps og Vallahrepps
kjósa um sameiningu sveitarfélag-
anna. Undanfarnar vikur hafa
sveitarstjómarmenn í hreppunum,
eða fulltrúar þeirra, skrifað greinar
um málið í Austra. Með blaðinu
nú fylgir fjögurra síðna aukablað
á vegum sameiningarnefndar
sveitarfélaganna.
Upplýsingar um kjörstaði er
einnig að finna í aukablaðinu, sem
er á blaðsíðum 5-8. Að sjálfsögðu
eru allir, sem kosningarétt hafa,
hvattir til að mæta á kjörstað og
segja hug sinn um sameininguna.
Undanfarna mánuði hefur verið
könnuð hagkvæmni þess að setja í
eitt fyrirtæki Búlandstind hf. á
Djúpavogi og Njörð hf. í Sandgerði.
Samkvæmt heimildum Austra hefur
verið unnið lengi að þessum sam-
runa. Stjóm Búlandstinds mun hafa
ákveðið að láta kanna hvort að sam-
mni við Njörð væri fyrirtækinu hag-
kvæmur kostur. Sú könnun var gerð
og eru stjórnarmenn Búlandstinds
ekki sammála um hagkvæmni slíks
samruna.
Búlandstindur á Djúpavogi er al-
mennigshlutafélag og er á almennum
hlutabréfamarkaði. Njörður í Sand-
gerði er einkahlutafélag í eigu Haf-
liða Þórssonar og fjölskyldu hans.
Stærsti hluthafi í Búlandstindi er ís-
haf hf. sem á 23,95%, en aðaleigandi
íshafs er íslenskar sjávarafurðir hf.
sem eru jafnframt söluaðili fyrir
framleiðslu Búlandstinds. íshaf hf.
hefur hafnað samruna fyrirtæjanna
og er ástæðan að ekki er talið að
samruninn verði Búlandstindi til
góðs. Næst stærstu hluthafamir í Bú-
landstindi, Olíufélagið hf. (Esso) og
Vátryggingarfélag íslands (VÍS) em
aftur á móti hlynntir sammna fyrir-
tækjanna. Olíufélagið á 14,43% af
hlutafé og VÍS 11,73% hlutafé í Bú-
landstindi.
Njörður hf. Sandgerði er fyrir-
tæki sem á og rekur loðnuskipið
Dagfara, skuttogarann Þór Pétursson,
loðnubræðslu, sem stendur til að
loka, og hefur leigt hús til að frysta
loðnu. Hjá Nirði er byrjað að byggja
nýja loðnubræðslu við hlið þeirrar
gömlu. Þá hefur fyrirtækið keypt
togarann Heiðrúnu frá Bolungarvík
og hyggst breyta í loðnuskip. Aug-
ljóst er að fjárfestingar Njarðar eru
vemlegar. Rekstur Búlandstinds hef-
ur verið í bolfiskfrystingu á Breið-
dalsvík, sfldar- og loðnufrysting á
Djúpavogi sem og loðnubræðslu sem
verið er að endurbyggja og mun
bræða um 500-600 tonn eftir endur-
bætur. Þá á Búlandstindur og gerir út
flakafrystiskipið Sunnutind. Hagur
fyrirtækisins hefur farið batnandi
undanfarin ár.
Eigið fé Njarðar mun vera nei-
kvætt um 227 milljónir, skuldir 655
milljónir. Eigiðfé Búlandstind mun
vera jákvætt um 407 milljónir og
skuldir nema 805 milljónum. Eftir
því sem næst verður komist mun
hluti Njarðar í sameinuðu fyrirtæki
verða u.þ.b. 35% þá mun Njörður
eiga að fá 100 millj. króna í peninga-
greiðslu frá Búlandstindi við sam-
runann. Samkvæmt þeirri áætlun
sem til er um samrunann á hann að
verða virkur frá og með 1. mars sl.
Nafn nýja fyrirtækisins mun eiga að
vera Búlandstindur og samþykktir
Búlandstinds að gilda fyrir nýja fé-
lagið.
Ljóst er að mikill ágreiningur er
um samruna þessara tveggja fyrir-
tækja.
Á stjómarfundi, sem haldinn var í
Búlandstindi þann 1. september, var
Árna Benediktssyni, sem er fulltrúi
íshafs í stjóminni, vikið sem stjóm-
arformanni en Einar Kristinn Jóns-
son, hagfræðingur Reykjavík kosinn
sem formaður. Aðrir í stjórn Bú-
landstinds eru Ragnar Bogason frá
Esso, varaformaður, Olafur Ragnars-
son Djúpavogi, ritari, Gunnar Birgis-
son VÍS, meðstjórnandi, og Árni
Benediktsson íshaf, meðstjómandi.
Ekki hefur verið tekin endanleg
ákvörðun um samrunann þar sem
hluthafafundur í Búlandstindi hefur
ekki verið haldinn um málið. Einn
hluthafi mun hafa óskað eftir að hlut-
hafafundur verði haldinn.
- milljónir á laugardögum!
Ætli það sé ekki best að
kæra bara strax?