Austri


Austri - 04.09.1997, Síða 3

Austri - 04.09.1997, Síða 3
Egilsstöðum, 4. september 1997. AUSTRI 3 I dagsins önn Hið fagra haust Það hefur verið heldur vætusamt á Austurlandi nú undanfarið og það sýnir stærð fjórðungsins og ólíkt náttúrufar að á Suðausturlandinu og norður á Austfirði hefur verið þoka og rigning langtímum saman í sum- ar meðan bjart hefur verið og oft hlýtt norðar í fjórðungnum. Svo geta hlutimir snúist við þegar norð- austanáttin skellur á. Síðsumar á Héraði Það var á dagskrá hjá okkur hjón- unum að komast í berjamó og tína sveppi um síðustu helgi, en það er ómissandi þáttur í því að fá síðsum- arið fyrir austan til þess að leika um vangann. Mér leist ekki á blikuna á föstudaginn. Það rann úr loftinu og var ekki gert upp á milli Fjarða og Héraðs í þetta skiptið. En heppnin var með okkur, það birti upp og á laugardaginn rann upp einn af þess- um fallegu síðsumarsdögum á Fljótsdalshéraði og seinni part dags- ins var hægt að komast í sveppina og berin á sunnudaginn. Hér áður fyrr þótti manni það sjálfsögð lífsgæði að njóta náttúr- unnar. Hún var þáttur af lífi sveita- mannsins, jafn sjálfsagður eins og að draga andann. Svo breytist til- veran og fyrr en varir er borgin orð- in drjúgur hluti af henni, malbikið, bílaumferð með tilheyrandi út- blæstri, risablokkir og hraðbrautir. Þó er Reykjavík ekki þétt í sér mið- að við margar erlendar borgir. Það.er á hinn bóginn svo að eftir að hafa mælt malbikið og lifað í borgarumhverfinu, þá fæst önnur sýn á jafn einfaldan hlut eins og að ganga út í skóg eða fara í berjamó. Þetta eru lífspæði, ekki síst í olboga- rýminu á Fljótsdalshéraði, gróður- sældinni og góðviðrinu sem oft ríkir á þeim slóðum. Haustið er, ef tíðin er góð, sérlega sjarmerandi tími með uppskerunni á öllum sviðum, þegar grænmetið er sprottið í Mjóa- nesi, lerkisveppurinn út um allt, blá- berin þroskuð. Hvað þá ef maður kemst niður á Firði í það óhemju berjaland sem þar er víða. Ormsteiti Það er orðinn fastur liður að halda hátíð á Héraðinu á þessum tíma og um helgina var svokallað „Orms- teiti,“ þar sem meðal annars er markaðsdagur, og fólk býður sína vöru til sölu í tjaldi á Egilsstöðum. Ég sá á þeim fjölda sem var þar á laugardaginn að fólk kann að meta þetta, og margir renndu uppeftir „neðan af Fjörðum“ eins og sagt er í daglegu tali. Það væri verðugt verkefni að vekja athygli á haustinu á Fljóts- dalshéraði og annars staðar á Aust- urlandi. Það er fallegur tími ef veðrið er gott, þótt auðvitað geti brugðið til beggja vona. Hitt er víst að það býður upp á lífsgæði sem em eftirsóknarverð. Jón Kristjánsson. Frá Sundlauginni Egilsstöðum Opnunartímar frá 15. september 1997 Mánud., miðvikud., föstud.: Kl.: 07:00 - 20:00 Þriðjud. og fimmtud.: kl.: 10:00 - 20:00 Laugard. og sunnud.: kl.: 10:00 -16:30 Ath að allir verða að fara upp úr lauginni 30 mín- útum eftir lokunartíma. --að verðið er óbreytt. --að það er frítt íyrir börn 0-4 ára og elli- lífeyrisþega. Athugið að vegna sundmóts helgina 6. og 7. sept. verður laugin opin: Laugardag 6. /([.: 13:00 -18:30 og sunnudag 7. kL: 15:00 -18:30 Þakdúkar og vatnsvarnarlög Þakdúkarog vatnsvarnarlög á: Þök þaksvalir steyptar rennur ný og gömul hús -unnið við öll veðurskilyrði FAGTUN Brautarholti 8 sími 562 1370 V._____ ________/ RAFSTÖÐVAR Margar stœrðir DíseHbensín, 220/380V lubíaðið AUSTRI, óskar eftir auglýsingastjóra í hálft starf, sem fyrst. Upplýsingar gefur Jörundur í síma 471-1600 Œetkna efttr líóömpntium N'u er tækifæn Er tekin til vft a teiknaa n ju • • Bl cmtsteikningar %: ■ K Ehsabet Hvassaleiti 10 103 Reykjaúk Gerum við og seljum nýja vatnskassa. Gerum einnig við bensíntanka og gúmmíhúðum að innan. Alhliða blikksmíði. Blikksmiðjan Grettir Ármúla 19, 568-1949 og 568-1877 Ég skal kveða við þig vel Umsjón: Arndís Þorvaldsdóttir Nýlega rak á fjörur mínar ljóða- bókina Gullkamb eftir Jón Sig- urðsson frá Rjóðri á Djúpavogi. Jón var prýðilega hagmæltur, fékkst töluvert við vísnagerð, auk þess að hann lét eftir sig lengri kvæði. Af ljóðum hans má marka, að hann var mikill unnandi ís- lenskrar náttúru, sérstaklega voru heimahagarnir honum kærir og þeim helgaði hann mörg ljóða sinna. Ljóðið sem hér fer á eftir varð til eftir ferð til Mjóafjarðar: Ferð til Mjóafjarðar Mjög er bjart um Mjóafjörð munum við það róma þegar öll hér angar jörð ilmi lyngs og blóma. Til vor hér úr hamraþröng huldur glaðar kalla hér er gott að hefja söng og hlusta á bergmál fjalla. þegar angarylrík jörð oss er dátt í sinni. Minningin um Mjóafjörð mun þar geymast inni. Vel skal standa Vilhjálms byggð af völdu fólki og þekktu. Voldug Guðs og vœtta tryggð vaki yfir Brekku. I Gullkambi eru einnig nokkrar lausavísur. Sumar bera með sér að hafa orðið til í dagsins önn og hefði aukið á gildi bókarinnar hefði tilefnis verið getið. Hér fær „Gróa á Leiti“ og fylgiskonur hennar kveðju: Sannleikanum sýnist tregt að sigra í öfugstreymi. enda er orðið leiðinlegt að lifa íþessum heimi. Lygin hefur lengi átt láni hér að mœta. Þeim er ekki hossað hátt sem heiminn vilja bœta. Til stökunnar Ömurleiki að er fer oft á langri nætur vöku en þó hýrnaryfir mér er ég heyri góða stöku. Mig hefur stuðlamálið mœrt mœtti fegurð slungið. Afþví get ekki lært atómljóð né sungið. Samlíking Eitt er líkt með síld og svanna silfri hafs og baugalín. Óskadraumur ungra manna er það tvennt og brennivín. Gaman hefði verið að vita tilefni þessarar vísu: Það mun margra þreki spilla að þraukaískugganum. Loft er þungt mér líður illa Ijúktu upp glugganum. Leiðtogafundurinn í Höfða Heyrast engin hróp né köll hljóðir verðir standa. A sama húninn horfir öll heimsbyggðin í vanda. Slúðurausur Skella á lœr og skrafa hljótt skilja fátt að vonum. sjá þó ætíð eitthvað Ijótt hjá annarra manna konum. Um sannleika og lygi segir Jón: Ekki hreyfist húnninn enn, hvað sem má því valda. En sómi er hvað sjónvarpsmenn sinni stillingu valda. Meira verður ekki kveðið að sinni. Kveðja AÞ Laugardagur 6, september SOTOJJl^J Meiri háttar dansleikur með IfMjJémsmnftnmB @n\wBifgimBir • Verð kr. 1300,- lf Aldurstakmark 18 ár. »11% tterra /Austuríand verður Iqjnntur á Jjm dansíeiíqmm ll H'OTEL I\ \J VALASKJALF Utl EGILSSTÖÐUM ©4/1 1500

x

Austri

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.