Austri - 04.09.1997, Síða 5
Egilsstöðum, 4. september 1997.
AUSTRI -KYNNINGARBLAð
5
Egilsstaðabær - Vallahreppur - Skriðdalshreppur
- Eiðahreppur - Hjaltastaðahreppur
Samstarfsnefnd um sameiningu
Hjaltastaðaþinghár, Eiðaþinghár,
Egilsstaðabæjar, Vallahrepps og
Skriðdalshrepps er nú í þann mund
að ljúka störfum sínum. Með út-
gáfu þessa aukablaðs í Austra vilj-
um við í nefndinni koma á framfæri
upplýsingum og hvetja til íhugunar
og umræðna um þetta mikilvæga
mál sem nú er kosið um. Hér eru í
einu blaði þær greinar sem undan-
farnar vikur hafa birst á vegum
sameiningarnefndarinnar og er
blaðinu dreift í öll hús á svæðinu.
Nefndin hóf störf 14. mars 1996.
Þá voru sveitarfélögin reyndar að-
eins þrjú. í upphafi árs 1997 bættist
síðan Vallahreppur í hópinn og að
lokum Skriðdalshreppur í júní sl. í
nefndinni sátu Þuríður Backman og
Vigdís Sveinbjömsdóttir fyrir Egils-
staðabæ, Þórarinn Ragnarsson og
Halldór Sigurðsson fyrir Eiðaþing-
há, Sævar Sigurbjarnarson og Sig-
mundur Halldórsson fyrir Hjalta-
staðaþinghá, Stefán Sveinsson og
Katrín Ásgrímsdóttir fyrir Valla-
hrepp og Jón Júlíusson og Kjartan
Runólfsson fyrir Skriðdalshrepp.
Vinna nefndarinnar hefur einkum
beinst að því að gera almennan
ramma eða stefnuyfirlýsingu fyrir
þau málefni sem leyst hafa verið
með misjöfnum hætti til þessa,
ramma sem við getum öll verið sátt
við og tryggir sem best þjónustu og
búsetuskilyrði alstaðar í nýju sveit-
arfélagi. Niðurstöðum nefnd-
arinnar var
dreift í
vor í öll hús og hvetjum við alla til
að kynna sér þær. Þessar tillögur
geta þó einungis gefið tóninn til
nýrrar sveitarstjórnar. Þess ber þó
að geta að um þær hefur verið fjall-
að í öllum sveitarstjórnum og þær
voru formlega samþykktar í bæjar-
stjóm Egilsstaðabæjar, á Völlum og
í Eiðaþinghá. Þar situr fólk úr öll-
um flokkum sem starfar að sveitar-
stjómarmálefnum og er því ljóst að
ný sveitarstjórn er nokkuð bundin
að tillögum þessum. Sjötta septem-
ber nk. gefst kjósendum þessara
sveitarfélaga tækifæri til að hafa
áhrif á framtíð svæðisins og dæma
um það hvort þær tillögur, sem sam-
starfsnefndin hefur unnið að, séu
þess eðlis að við getum sameinast
um þær. Við leggjum það nú í
hendur kjósenda í sveitarfélögunum
fimm að taka afstöðu og vonum að
það sem fram kemur í þessu blaði
verði til að létta þá ákvörðunar-
töku.