Austri - 04.12.1997, Page 4
4
AUSTRI
Egilsstöðum, 4. desember 1997.
Loðnuvinnslan Fáskrúðsfírði
100.000 tonn
komin á land
Afkoman batnar enn
Frá áramótum til 28. nóvember sl. hafði
loðnuvinnslan hf. á Fáskrúðsfirði tekið á
móti réttum 100 þús. tonnum af sfld og loðnu
til vinnslu. Móttekin loðna var þá 65.500
tonn, loðna frá flokkunarstöð var 7.500
tonn og síld 27.000 tonn. Þá hafði verið
framleitt 7.700 tonn af lýsi og 17.000
tonn af mjöli. Afkoma verksmiðjunnar,
sem aðeins hefur starfað í tæp tvö ár, var
góð. Hagnaður af rekstrinum fyrstu 9
mánuðina á þessu ári var tæpar 77 millj-
ónir króna en var allt árið 1996 36.5
millj. króna. Eigið fé var nú 612.4
millj.kr (50.15%) en var 31. desember
sl. 485.1 millj.kr( 44.5%).
Jan.-jún
Rekstrarreikningur M»«ónir 1997 1996
Rekstrartekjur ! 1.050,8 | 810,2
Rekstrargjöld 944,9 750,3
Hreinn Fjármagnskostnaður | 30,8 | 25,5
Hagnaður af reglulegri starfsemi 75.1 34,4
Aðrar tekjur og gjöld 1,5 ; 2,1
Hagnaður tímabilsins 76,6 36,5
Efnahagsreikningur 30/6 ‘97 30/6 ‘96
H Eignir l||
Veltufjármunir 195,8 60,6
Fastafjármunir ,1.025,5 1.028,4
Eignir samtals 1.221,3 1.089,0
JSkuldirogefgiðfé ; lilii
Skammtímaskuldir 1 U7,5 125,4
Langtímaskuldir 491,3 478,6
Eigið fé B 612,5 485,0
Skuldir og eigið fé samtals 1.221,3 1.089
Kennitölur 1997 1996
Eignafjárhlutfall 50,15% 44,55%
Veltufjárhlutfall 1 1,67 0,49
Veltufé frá rekstri 178,1 122,0
/
Utsala, útsala, útsala
Nú stendur yfir mánuður verslunar- og kaupgleði og eru allir auðvitað á þeim bux-
unum að reyna gera nú sem best kaup. Gamansagan sem hér fer á eftir er eftir Björn
Jónsson frá Hrærekslæk. Hún birtist upphaflega í 1. tölublaði Samherja, starfsmanna-
blaðs KHB, sem kom út í byrjun árs 1963. Björn hafði þá nýlega hafið störf sem verslun-
arstjóri í járnvörudeild KHB á Reyðarfirði þar sem hann starfaði um þriggja áratuga
skeið. Björn lést árið 1992 á 63. aldursári. Eftir hann liggur töluvert af kveðskap og gam-
ansögum. En bregðum okkur nú á útsölu með Birni Jónssyni í byrjun 6. áratugsins.
Það sem ég ætla að segja ykkur núna er
algjört leyndarmál, svo það er aldeilis gagn
að þið segið engum frá því.
í heilan dag núna í
síðasta mánuði hafði
ég séð allar bestu
frúr bæjarins hlaupa
við fót framhjá
glugganum á
skranvörudeildinni
minni og rogast svo
til baka með stóra
pakka í fanginu. Ég
fór að brjóta heilann
um hvað stæði
eiginlega til og hvað
gengi á. Þær eru
nefnilega vanar
blessaðar að líta inn,
þó erindið sé nú ekki
alltaf mikið, skiljið
þið (uss, en um þetta
verðið þið að
steinþegja).
Og alltaf gekk
Björn Jónssson
Verðkönnun á tónlistar-
námi barna og unglinga
Neytendasamtökin, ASÍ og BSRB
gengust á dögunum fyrir verðkönn-
un á hljóðfæranámi fyrir börn og
unglinga hjá skólum sem eru reknir
af sveitarfélögum eða styrktir af
þeim. Þar kom í ljós að verðmunur
er mikill milli sveitarfélaga og dýr-
ast er að nema tónlist í Reykjavík.
Það skal tekið fram að niðurstöð-
ur könnunarinnar sýna einungis
verðmun, en enginn mælikvarði er
lagður á gæði menntunarinnar.
í könnuninni er spurt um verð í
forskóla, hljóðfæranámi með tón-
fræðigreinum og hver sé kostnaður
við að mennta tvö eða þrjú böm.
Hér fyrir neðan sjást niðurstöður
könnunarinnar á Austurlandi:
Forskóli hljóðfæranám með tón- fræðigreinum 1 barn í forskóla og 1 í hljóðfæranámi 1 barn í forskóla og 2 í hljóðfæranámi Hljóðfæra leiga
Tónlistarsk. á Egilsstöðum Grunnskóli 24.000 24.000 40.000 4.000
Tónlistarsk. Seyðisfjarðar 9.000 18.000 23.850 32.850 1.000
Tónlistarsk. Eski- og Reyðarfj. 11.600 18.000 29.000 41.300 3.000
Tónlistarsk. Neskaupstaðar 11.000 18.000 23.500 32.500 ókeypis
Tónsk. Austur-Skaftafellssýslu Gmnnskóli 20.000 20.000 34.000 ókeypis
T ónlistarskóli Austur-Skaftafells-
sýslu er ódýrastur á landinu er
kemur að því að setja eitt barn í
forskóla og eitt í hljóðfæranám, en
þar er forskóli ókeypis og kostnaður
því 20.000 alls. Hæsta gjald á
landinu, til samanburðar, er í
Tónskóla Sigursveins, í Reykjavík,
66.240. Það er ódýrast á landsvísu
að hafa eitt bam í forskóla og tvö í
hljóðfæranámi í Neskaupstað,
32.500, en þar er Tónskóli
Sigursveins aftur hæstur á lands-
vísu, þar kostar sama nám
109.440.
þetta eins, sami
straumurinn fyrir gluggann, og ég satt að
segja orðinn talsvert forvitinn. En svo
skálmar ein að dyrunum og vindur sér inn
fyrir. Ég reyni að setja upp mitt blíðasta
bros, en hvernig það tókst veit ég ekki því
ég var orðinn talsvert þungt hugsi, og ætlaði
að spyrja frúna hvað ég gæti gjört fyrir hana.
En áður en ég kom upp nokkru hljóði,
hálfkallaði hún: „Bjössi, hvar er útsalan?"
„U-U-U-Utsalan,“ stamaði ég og nú rann
loksins upp ljóstýra í mínum formyrkvaða
haus. „Hún hún hún hlýtur að vera á sau-
sau-saumastofunni.“
Og nú skyldi ég allt, auðvitað hlaut að
vera útsala, þetta hefði ég getað sagt mér
sjálfur. Punktur, allt fyrirgefið.
Og frúin hraðaði sér á útsöluna.
Þegar hún var farin og ég sestur niður
aftur, fór ég að brjóta heilann um hvað það
væri sem gæti dregið þær af svona
ómótstæðilegum krafti á þessar útsölur. Ég
hafði aldrei komið á útsölu, þangað koma
karlmenn ekki, við kaupum ekki eldgamalt
og óhreint drasl á
uppsprengdu verði, ekki
aldeilis, nei.
En það væri nú annars
ansi fróðlegt að vita hvað
þessar útsölur eru,
hugsaði ég, en
fjandakornið, eiginlega
skammaðist ég mín fyrir
að láta nokkurn sjá að ég
færi á útsölu, en ég yrði
að reyna að laumast og
kíkja og ef einhver sæi
mig þá ætlaði ég að
spyrja eftir einhverjum
sem ég vissi að væri ekki
á útsölunni.
Og ég fór og kíkti, og
sjá, það var nú þarna
ýmislegt sem hægt var að
nota. Og áður en ég vissi
af var ég farinn að
gramsa og róta í
vörunum.
Nei þarna sá ég
ökklasíðar nærbuxur á 25
krónur, þær voru að vísu
ansi stórar No 48 og ég
nota No 36, en 25 kr á
viðreisnaröld. Auðvitað
keypti ég buxurnar, já og
gallabuxur, maður á 110
krónur, með löngum
axlaböndum og stóru brjóstaspeldi.
Kjarakaup, en þær voru No 46, en ég nota
No 50, svo ég kemst aldrei í þær, en þær
kostuðu heldur ekki nema 110 krónur.
Nærskyrtu keypti ég
einnig á 20 krónur, 13
pör sokka á 15 kr.
parið. Hvoru tveggja
vel við vöxt en þetta
kostaði ekkert, já og
skóna maður, þessa
fínu lakkskó á 216
krónur, hvar færðu skó
á 216 krónur núna?
Þeir voru að vísu
reimalausir, og
hællinn dottinn undan
öðrum þeirra, og svo
voru þeir 4 númerum
of stórir, en hugsaðu
þér, skó á 216 krónur
færðu hvergi annars
staðar. Og skyrtan,
þessi fína skyrta á 85
krónur. Hún var að
vísu flibbalaus og stór skítablettur á
bringunni en nokkum veginn mátulega stór,
kannski ívið þröng í hálsinn, en þetta er
ekkert verð. Já ég keypti margt, jafnvel
brjóstahöld sem ég veit ekkert hvað ég á að
gera við, en þetta var allt svo ódýrt.
Já seinast rakst ég á lopapeysu á 200
krónur, hlægilegt verð, lopapeysa á 200
krónur, alveg mátulega stór, að vísu var stórt
gat á hægra brjóstinu og peysan að öðm leyti
lítilsháttar mölétin en verðið var heldur
ekkert.
Og þarna sá ég þessi fínu föt aldeilis
sallafín, maður, næstum því tandurhrein og
svo ansi falleg. „En heyrðu góði, þessi föt
eru ekki á útsölunni,“ sagði konan sem
afgreiddi. „En þetta eru þó ágætis föt og
kosta ekki nema 2840 kr.“ og auðvitað varð
ég að kaupa fötin þó þau pössuðu ekki
alveg.
Og nú ætlaði ég að borga og fara, já borga
segi ég, eiginlega kostaði þetta ekkert nema
fötin. Þá segir konan: „Nú áttu bara eftir að
fá þér hatt.“
„Já hatt,“ segi ég. „Já, auðvitað verð ég að
fá mér hatt.“ Og hattinn keypti ég, hann fer
að vísu ekki sem best við fötin, ljósbrúnn en
þau blá, en skítt með það hann kostaði bara
480 krónur, en var svo lítill, að hann tollir
ekki á hausnum á mér nema ég sé inni, og
sitji helst alveg grafkyrr, en samskonar hatt
færðu ekki í búð fyrir minna en 700 krónur.
Og nú dró ég upp veskið og borgaði „7683
krónur, takk,“ sagði konan og brosti
blíðlega.
Ég renndi augunum að síðustu yfir
útsöluna, og hvað sé ég, en ekki þama upp í
hillu gamla draslið úr skranvörudeildinni
minni. Gamla draslið sem ég var svo
montinn af að ég hefði selt fyrir næst síðustu
helgi, því ég sá það ekki í hillunum á
mánudaginn þegar ég kom í búðina.
Og ægilegri hugsun skaut upp í huga mér.
- Þetta sem ég var að kaupa skyldi þó aldrei
vera óþverra dótið úr deildinni við hliðina á
minni deild, deildinni þar sem hann Marinó
og stelpurnar ráða ríkjum. - Ja hver fjárinn
og allt í einu mundi ég eftir lopapeysunni
með stóra gatinu.
Já vinir mínir þið skuluð aldrei fara á
útsölu. Það geri ég aldrei framar. Já og þið
munið það að ég sagði ykkur þetta í trúnaði
en ef þið skilduð nú kjafta frá þá skuluð þið
minnast þess að ég sagði ykkur ekki að ég
heiti,-
Bjöm Jónsson