Austri


Austri - 25.11.1999, Blaðsíða 1

Austri - 25.11.1999, Blaðsíða 1
Opiö: virka daga kl. 9-19 laugardaga kl. 10-18 sunnudaga kl. 12-18 /Veno& (Aelúomin m - ...'i Vöruhús ' 44. árgangur Egilsstöðum, 25. nóvember 1999. 41. tölublað Yerð í lausasölu kr. 175 Smyril Line Ný farþegaferja í smíðum Á fundi stjómar Smyril Line sem haldinn var í Þórhöfn í Færeyjum laugardaginn 20. nóvember s.l., ákvað stjóm fyrirtækisins að ganga til samninga við skipasmíðastöðina Flensburger Schiffbau-Ges- ellschaft í Flensborg í Þýskalandi um byggingu á nýrri farþega- og bflferju sem koma á í stað Nör- rænu sem nú siglir á milli meginlands Evrópu, Fær- eyja og Islands. Nýja skipið á að vera 161 metra langt og 30 metra breitt og burðargeta 4300 tonn. Skipið er hannað til að geta sinnt þörfum á N-Atl- antshafi. Vélarafl verður 30.000 hestöfl sem mun gera skipinu kleyft að ná allt að 21 sjómflna ferð á klst. Á efra þilfari verður svefnpláss fyrir 1.000 farþega í 2 og 4 manna klefum með baði og salemi. Á neðra þilfari verður svo svefnpokapláss fyrir 324 í 6 manna klefum auk annars rýmis. Þannig verður aðstaða fyrir 1500 farþega í skipinu. 120 eins og tveggjamanna klefar með snyrtingu verða svo á brúarþilfari fyrir áhöfnina. Alls verður hægt að flytja 750 fólksbfla eða 130 flutningabíla með tengi- vagn í einu eða samsetningu af því flutningamagni (eða 1000 fólksbíla af venjulegri stærð). Skipið verður byggt samkvæmt ströngustu kröfum sem nú em gerðar til slíkra skipa. I skipinu eiga svo að vera 1.200 sæti fyrir farþega, sundlaug, gufubað, ljósa- bekkir, þreksalur, fundaherbergi, verslanir, stór kjör- búð og leikherbergi fyrir böm. Samkvæmt upplýs- ingum Jónasar Hallgrímssonar, stjómarformanns Smyril Line á að afhenda nýja skipið 31. mars árið 2002 en þá verður Nörröna jafnframt seld. Vatnsskarð eystra Vegaframkvæmdum frestað Umhverfisráðherra hefur fellt úr gildi úrskurð skipulagsstjóra ríkisins frá 27. júlí 1999 um mat á umhverfisáhrifum Borgarfjarðarvegar um Vatns- skarð eystra. Vegagerðin hafði tilkynnt um fram- kvæmd til Skipulagsstofnunar í maí s.l. Skipulags- stjóri hafði svo fallist á fyrirhugaða lagningu sam- kvæmt leið 1 eins og henni er lýst í framlögðum gögnum þó með því skilyrði að samráð verði haft við Náttúravemd ríkisins, Skógræktina og veiðimálastjóra um tilhögun framkvæmda og frá- gang að ffamkvæmdum loknum. Það var svo Magn- ús Þorsteinsson oddviti, Höfn Borgarfirði sem að kærði úrskurðinn. I kæranni færir hann þau rök fyr- ir kröfu sinni að umfjöllun og samanburður Vega- gerðarinnar á leiðum 1 og 2 hafi einkennst af hlutdrægni og að ekki sé viðunandi að úrskurður skipulagsstjóra ríkisins hafi nær eingöngu byggst á svöram Vega- gerðarinnar. Magnús segir í kæra sinni að leið 2 væri snjóléttari og bendir einnig á að hægt sé að leggja leið 2 inn á gamla veginn utan við Njarðvíkumámu og endurbyggja hann síðan á sama vegarstæði og því ekki þörf á að leggja nýjan veg á Margir ferðamenn sœkja Borgarfjörð eystri heim ár hvert og yfir vetrartímann geta veður oft reynst vond á þessu svœði. Því telja menn mikilvœgt að byggja upp góðan veg til Borgarfjarðar. Austramynd leið 2 yfir mýri. Umhverfisráðherra segir í úrskurði sínum að fram skuli fara frekara mat á umhverfis- áhrifum á útfærslu á leið 2, þar sem að gerð verði grein fyrir leið 2 með samanburð við leið 1 sam- kvæmt frummatsskýrslu Vegagerðarinnar. Sam- kvæmt upplýsingum frá Vegagerðinni mun þessi úrskurður ekki hafa áhrif á framkvæmdir við breytingu vegar um Vatnsskarð eystra. Fram- kvæmdaáætlun er aðeins breytt. Ég geymi að fara, nóg pláss með nýja skipinu eftir 2 ár! Þessi unga stúlka skautaði svellköld í bliðviðrinu á dögunum. Austramynd: USv nriLióáW* Appelsínur kr. 166.- kílóið Grape hvítt kr. 139,- kílóið Klementínur kr. 136,- kílóið Sítrónur kr. 199.- kílóið Gildir til 28.11.99 i&.-'í Lambalæri heilt kr. 849.- kílóið Rauðvínslegið lambalæri kr. 999.- kílóið Saltað folaldakjöt kr. 389.- kílóiÓ Nóa Kropp í fóna kössum, 150 gr kr. 144,- Nóa Malta bitar í pokum, 40 stk kr. 326.-1 Nóa Hrísbitar í pokum, 40 stk kr. 326,- Nóa Smellir í pokum, 40 stk kr. 349.1 ‘V&iuL ‘Vel&omia I

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.