Austri - 25.11.1999, Blaðsíða 3
Egilsstöðum, 25. nóvember 1999
AUSTRI
3
Birtan og jökullinn
Lengi vel hékk uppi í Ráðherrabústaðnum við
Tjarnargötu vatnslitamynd frá Höfn í Hornafirði.
Þetta er einstaklega falleg mynd eftir Ásgrím Jóns-
son þar sem sér til Vatnajökuls og Horna-
fjarðarfljóts og hefur málaranum tekist að ná blæ-
brigðum vatnsins og birtunni yfir jöklinum með
hinu hárfína efni vatnslitunum. Hann var snilling-
ur í meðferð þeirra.
Ásgrímur málaði á Austurlandi á þriðja áratugn-
um, gerði ferð sína á Fljótsdalshérað og í Horna-
fjörð, á árunum 1924 á Seyðisfjörð og Hérað og
dvaldi þá á Breiðavaði, og árið 1927 í Hornafjörð.
Um þessar ferðir hans vitna þekkt listaverk, dýrgrip-
ir á borð við þann sem ég gat um í upphafi.
Málaralistin í Hornafirði
í Hornafirði eiga listmálarar uppruna sinn sem
eiga sér sess í listasögu 20 aldarinnar. Jón Þorleifs-
son var samtíðarmaður Ásgríms Jónssonar, og
einmitt þegar Ásgrímur er fyrir austan að mála eru
tveir ungir menn að stíga sín fyrstu skref á lista-
brautinni. Þetta eru Höskuldur Björnsson og Svavar
Guðnason, en nú er einmitt minnst níutíu ára
árstíðar Svavars með sýningu á Höfn.
Það hefur komið fram síðar að heimsókn hins
þekkta málara og það umhverfi sem þessir menn
lifðu og hrærðust í hafði mikil áhrif á þá og þá
stefnu sem þeir tóku.
Nafn Svavars Guðnasonar er stórt í íslenskri lista-
sögu, og margir telja að einmitt hann sé sá málari
okkar sem hefur náð mestri alþjóðlegri viðurkenn-
ingu.
Svavar hóf myndlistarnám í Kaupmannahöfn
1935, og var það meðal annars fyrir tilstilli Mark-
úsar ívarssonar járnsmiðs sem keypti af honum
myndir. Hann stundaði nám næstu árin í Kaup-
mannahöfn og það er upphaf langs ferils erlendis.
Eftir hann liggur mikið ævistarf.
Það er ljóst að æskustöðvarnar á Höfn í Hornaf-
irði hafa átt rík ítök í Svavari. Ætla má að jökullinn
og birtan hafi þar ekki verið sísti þátturinn. það
kemur fram í þeim greinum sem um hann hafa verið
skrifaðar og í viðtölum við málarann.
Laxness og Svavar
í ritröð Gyldendals, Vor Tids Kunst, skrifar Halldór
Kiljan Laxness sem var samtíðarmaður Svavars og vinur
hans athyglisverða grein um hann þar sem standa þessi
orð þar sem vikið er að Homafirði.
“ í þessari kyrri grænu sveit við lónið, umflotinni
vatni og aftur vatni í öllum myndum og skuggabrigðum
hefur verið skapaður himinn þar sem meira er um endur-
kast birtunnar og þar af leiðandi fleiri tilbrigði skærra lita-
tóna en menn eiga að venjast annars staðar. Birtan frá
Vatnajökli er mögnun þeirrar albirtu sem algengust er á
láglendi sunnanlands og sker meira í augu en annað á Is-
landi - ef ekki er þoka.”
Síðar í sömu grein segir um myndir hans:
“ þar er grænum lit túns og engja í æðra veldi og
sem hliðstæðu hans dálitlu af skærgulu úr sól jökulsins
teflt fram gegn öllum hugsanlegum birtingarmyndum
blárra vatna undir himninum: söltu vatni og ósöltu, dun-
andi Atlanstshafi ásamt litlum og lygnum ósum þar sem
sjór rennur inn í lónið , að ógleymdum jöklinum og
skýjuðum himni, og undir þetta allt strika sandamir með
fínmuldu basalti og öllum sínum gráu og brúnu og dökk-
grænu litbrigðum sem stafa frá móbergi, gabbró og líp-
aríti fjallanna hið næsta. En sterkur burðartónn í litrófi
Svavars Guðnasonar verður þó eftir sem áður hinn sí-
breytilegi, en ætíð jafn ágengi rauði litur sem alltaf er ná-
lægur.
Þannig las Halldór Laxness myndir Svavars Guðna-
sonar.
Veganesti að heiman
og erlend áhrif
Þess skulu menn minnast nú þegar níutíu ár eru liðin
frá fæðingu Svavars Guðnasonar að hann fór í víking
með veganesti að heiman sem lýst er hér með svo eftir-
minnilegum hætti. Hann sótti sér áhrif í evrópskar
listastefnur á fyrri hluta þessarar aldar sem blönduðust
þessu veganesti í einhverjum glæsilegustu verkum þessa
tímabils og er þó af nógu að taka. Það er því vel við hæfi
að minnast þessa mikla listamanns.
Jón Kristjánsson
Miklar breytingar þarf að gera á Seyðisfjarðarhöfn áður en að ný
Nörröna kemur vorið 2002. Reisa þarf nýjan öryggisgarð og mynda þannig
nýja innsiglingarrennu. Bæta þarf aðstöðu fyrir farþega, bæði við komu og
brottför. Samgönguráðherra hefur lýst þeirri skoðun að svo mikil breyting á
hafnarsvæði geti ekki verið eingöngu á kostnað heimamanna.
Skipulagsstofnun hefur samþykkt fyrirhugaða lagningu háspennulínu
milli Eskifjarðar og Eyvindarár á Héraði um Eskifjarðarheiði. Skilyrt er að
framkvæmdin verði í samráði við Náttúruvernd ríkisins. Ekki er talið að
framkvæmdin skaði menningarminjar eða valdi grunnvatnsmengun.
Aðalfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins var haldinn á Hótel
Loftleiðum 5. og 6. nóvember. Á fundinum voru kosnir 8 einstaklingar í
landsstjóm Framsóknarflokksins. Þeir sem að miðstjóm flokksins kaus eru:
Elín R. Líndal, V-Húnavatnssýslu; Kolfinna Jóhannesdóttir, Borgarbyggð;
Þorvaldur Jóhannsson, Seyðisfirði; Helgi S. Guðmundsson, Reykjavík;
Þórólfur Gíslason, Sauðárkróki; Haukur Halldórsson, Eyjafirði; Sveinn
Bemódusson, Bolunganók og Þórður Olafsson, Þorlákshöfn. Varamenn voru
einnig kosnir: Sigurbjörg Björgvinsdóttir, Kópavogi; Geir Magnússon,
Reykjavík og Bogi Sigurbjömsson, Siglufirði. I landsstjórn Framsóknar-
flokksins sitja svo framkvæmdaráð, sem er skipað 9 einstaklingum, og
formenn kjördæmasambandanna sem eru 8. Alls eru því 26 í landsstjóm
flokksins.
Siv Friðleifsdóttir umhverfisráðherra, Finnur Ingólfsson
iðnaðarráðherra og Kristinn H. Gunnarsson alþingismaður boða til fundar
í Valaskjálf, Egilsstöðum í kvöld kl. 20.30. Fundarefni er “Orku- frekur
iðnaður og atvinnumál” . Áhugafólk er hvatt til að mæta.
Undirbúningur að flutningi lýsistanka frá Seyðisfirði er hafinn. Þrír
tankar fara til Norðfjarðar og þrír til Barðsness í Sandgerði, en Barðsnes er
dótturfyrirtæki Sfldarvinnslunnar.
Búið er að höggva hæsta jólatréð sem Skógræktin fellir í Hallorms-
staðaskógi. Tréð er á milli 10 og 14 metra hátt og yfir 40 ára gamalt.Tréð
verður reist við Kaupfélag Héraðsbúa á Egilsstöðum.
FRAMS0KNARFL0KKURINN
Orkufrekur iðnaður og
ATVINNUMÁL
Framsóknarflokkurinn boðar til fundar um
ORKUFREKAN IÐNAÐ OG ATVINNUMÁL
fimmtudaginn 25. nóvemberkl. 20:30 fHótel
Valaskjólf, Egilsstöðum
Ræðumenn:
Finnur Ingólfsson, iðnaðarróðherra
Siv Friðleifsdóttir, umhverfisróðherra
Kristinn H. Gunnarsson, alþingismaður
Fundurinn er öllum opinn og er allt óhugafólk
hvatt til að mæta. Heitt ó könnunni.
Framsóknarflokkurinn
“Það er búið að halria Austfírðingum volgum varðandi stóriðju í 20 ár.
Ef ekki verður af virkjunarframkvæmdum og fyrirhugaðri byggingu álvers á
Reyðarfirði verður það sálrænt reiðarslag , ekki aðeins fyrir Austfirðinga
heldur þjóðina alla. Það er engan veginn veijandi að menn kippi að sér hönd-
um þegar þeir standa frammi fyrir stóriðjukosti úti á landi” sagði
Guðmundur Ámi Stefánsson, varaformaður Alþýðuflokksins og þingmaður
Samfylkingarinnar. DV greindi frá.
Niðurstöður viðhorfskönnunar Félagsvísindastofnunar um afstöðu
íslendinga til stóriðju og virkjana eru komnar á vefinn í heild sinni.
Viðhorfskönnunin var unnin fyrir STAR (samstarfsnefnd um staðarval
iðnaðarsvæða í Reyðarfirðij.Hægt er að nálgast könnunina á vefsíðunni
www.star.is
------ Umhverfisráð vikunnar ------------
Vissir þú að snúrulaus raftœki eru spilliefni?
reisir húsið
Orðskviðir Salómons
Jóhanna I. Sigmarsdóttir valdi.