Austri


Austri - 25.11.1999, Blaðsíða 6

Austri - 25.11.1999, Blaðsíða 6
6 AUSTRI Egilsstöðum, 25. nóvember 1999 SPURNINGIN Hvað er þér eftirminnilegast úr ferðinni? (Dublinarfaramir spurðir við heimkomu) Friðjón Jóhannsson Tónlistin og morgunverðurinn. Jónas Jóhannsson Þetta er erfið spuming. Ætli það sé ekki hvað maður er búinn að ganga mikið eftir verslunargötum. Ljósbrá Björnsdóttir Ferð á sveitakrá, sem auk þess er nokkurs konar safn. Þar var líka lifandi tónlist og danssýning. Bjarney Ríkharðsdóttir Bara allt, ég var að fara í fyrsta skipti út og það var æðislegt. Arna Christianssen Morgunverðurinn á Ripley Court hóteli. Hansína Halldórsdóttir Það að fara til Belfast, það var yndislegt. / Penninn Sæl Unnur. Og þið hin og þakka ykkur blaðið. Það er ákaflega erfitt að slíta sig frá þessari virkjanaumræðu án þess að eiga þess svo sem nokkum kost að tæma hana á einn eða annan veg. Fyrir mér er eins og hún sé vatn sem hafi farið í hjólfar eftir bíl sem ekið var utan vega á viðkvæmu landi. Við höfum, flest heimili á Austur- landi verið skattlögð, á núvirði trú- legast á bilinu þrjú til fjögurþúsund krónur á mánuði inn þá orkufram- leiðslu sem Landsvirkjun hefur borið ungan af. Aætlanir fyrir þessar virkjanir, eins og Fljótsdalsvirkjun og Blöndu t.d., litu þannig út að viss hluti af framleiðslunni átti að seljast til almenningsveitna, þetta er upp- setningaratriði, eins og að á heimil- um okkar flestra eru 2 orku”sölu”- mælar, annar að rukka okkur fyrir hitun, hinn fyrir ljós. Það væri hægt að skrifa langt mál um þessa hlið málanna, um gjaldskrárbreytingar RARIK, til þess gerðar að ná af okk- ur peningum og þessar breytingar voru gerðar af mönnum, karlmönn- um vel að merkja, sem sjálfir vissu að eftir því sem RARIK greiddi meira fyrir orkuna, greiddu þeir sjálfir, kaupendur hjá Rafmagnsveitu Reykjavíkur, minna. Landsvirkjun hefur farið illa með fé samkvæmt því litla sem ég hef séð af reikning- um þeirra, en fram á miðjan níunda áratuginn mátti gera samanburð milli Rarik og LV með því að skoða fjár- málafrumvarpið, en það er ekki lengur hægt. Og ég veit ofur vel að Rarik fór og fer illa með fé, en var hátíð hjá LV. LV var til skamms tíma með helming allra skulda landsins og átti seðlabankastjóra að stjómar- formanni, sem hefði víst þótt í meira lagi vafasamt annarsstaðar. Það er víst lítill vafi á að þetta var notað í verteringu lána og vandamálunum m.a. velt yfir á útgerðina í landinu sem var á þessum tíma að endumýja skip og sat, eftir þvf sem ég veit um tilfelli til, uppi með lán í óhagstæðari mynt. Þama er sem sagt harðsvírað- ur hópur sem mulið hefur verið und- ir og vill ekki hætta því sem hann kann, alveg eins og t.d. kísilgúrvinn- endur við Mývatn. Þjórsársvæðið er upp þurrkað í slíkum skilningi og ámar norðan Vatnajökuls hafa lengi verið áformaðar næsta svæði, og gæti með sama hraða enst þeim í 30 ár. Ég spyr auðvitað, hvað svo? Það er í sjálfu sér enginn “”liðnaður” á Islandi ef frá eru líklega taldar 2 steypustöðvar, önnur sem steypir potta og pönnur. Við erum í hrá- málmsvinnslu vegna lágs orkuverðs og launa, eins og önnur þriðjaheims- ríki. Væntingar þeirra sem láta sér detta í hug að koma upp álveri við Reyðarfjörð felast auðvita í viðmið- uninni við launin í fiskinum og ef þið ætlið að kaupa ykkur bréf þama skal ég strax gefa ykkur uppskrift að því hvemig á að tryggja, eigum við að segja gulltryggja, launaþáttinn. Þið skulið aðstoða einhverja við að kaupa burtu kvótann af svæðinu. Nú, nú smá sundurlaus upptalning. Brasilía, Venúsúela, Suður-Afríka, Rússland, ekki bara Noregur. Vel að merkja hvað ætla Norðmenn og Kín- veijar að gera með Gula-fljótið? Ég er búinn að fylgjast mjög grannt með því sem hefur verið í pípunum í þessum efnum í bráðum 40 ár, þetta hefur verið partur af áhugamálinu, sem betur fer bara partur, hitt er svo annað mál að fjarlægðin gerir það sem út úr þeim athugunum kom auð- vitað þannig að erfitt er að byggja á því sannindi. Hins vegar stend ég allt í einu uppi með þessa brotakenndu þekkingu, hafandi Egilsstaðir Myndlistarsýning í Safnahúsinu Þann 28.nóv. verður opnuð mynd- listarsýning í Safnahúsinu á Egils- stöðum. Em þar á ferðinni 31 listamaður, og em verkin þeirra eins óllk og þau em mörg. Til dæmis verða sýnd málverk, höggmyndir, ljósmynd- ir, teikningar, myndbönd og atburðir. Listamennimir eru allt frá því að vera rótgrónir og gamalkunnir (má þar nefna Magnús Pálsson sem dæmi), til þess að vera ennþá í listnámi, en flest- öll em þau þekkt í listheiminum og hafa haldið fjölda sýninga. Má segja að sýningin sé þverskurður af því sem er að gerast í íslensku listalífi. Þema sýningarinnar er nokkurs- konar margröddun, -margræðni, hvemig margar mismunandi meining- ar geta verið innan sama verksins, og ekki allar sammála. Niðurstaðan er ekki gefin, og hver finnur sína út- komu. Steingnmur Eyfjörð lista- maður skipuleggur sýninguna, en hann hefur verið búsettur á Egils- stöðum síðan í sumar. Hann telur Eg- ilsstaði henta ágætlega til sýninga- halds af þessu tagi, hér sé mikil hreyf- ing á fólki og að mörgu leyti minni staðurinn á úthverfi í Reykjvík, t.d. Mosfellsbæinn. Sýningin verður opin alla virka daga frá kl.9.00-17.00 Steingrímur Eyfjörð listamaður tekur upp úr kössunum. Austrí/us meira að segja komið í álver fyrir margt löngu, og með það að viðbót að þekkja vel þessa “há”tækni sem blaðrað er um og finna ekki eina ein- ustu sál sem vill ræða þessa hluti nema sem draumsýn í hyllingum. Alls ekki stærð fjárfestingarinnar, ekki þarfir samfélagsins, endar stuttu máli í því klassíska eitthvað þarf að gera. Ég á að vísu bágt með að vísa því á bug, að ekki sé rétt að gera eitthvað. Mér er hins vegar minni vandi á höndum en mörgum öðrum sem settir eru út í horn með þessum hætti, ég hef reynt að vekja athygli á hlutum í þessu sambandi, er að því. Ég ætla ekki, vegna þess að við Maja erum í hjónaballsnefnd og ég má ekki vera að því að skrifa þetta bull, að fara út í nema eitt lítið einfalt atriði. Ég geri ráð fyrir að þið þekkið sæmilega til virðisauka- skattsins og vitið að hann er inn- heimtur af, ja eigum við að segja bíl- um og viðgerðum á þeim, varahlut- um og vinnu. Nú hljótið þið líka að skilja þetta með að færa bókhald og rukka inn. Hagfræðingar sjá engan mun á fullbúnum bfl og því að gera við hann, sá sem þarf að rukka hag- fræðinginn sér það hins vegar fyrir sér, að til að bflaframleiðandinn væri með sambærilegt dæmi í höndunum hefði hann þurft að færa bílinn, einmitt þennan bíl, stykki fyrir stykki í bókhaldi sínu og líka rukka fyrir hvert einstakt, samkvæmt stök- um nótum fyrir næstum hverja skrúfu. Hagfræðingurinn segir auð- vita að hann sjái þá ekki þann mun sem hefði verið, hefðum við sleppt þessum skatti, bfllinn hefði einfald- lega orðið ódýrari. Því er vitanlega til að svara að hagfræðingurinn hefði vitaskuld keypt sér dýrari bíl, en málið snýst bara ekki um þetta, held- ur hitt að viðmiðunin sem við erum með, er fyrst og fremst kaupið, tekj- umar okkar, móti því sem við þurf- um að borga iðnaðarmanninum. Það sorglegasta við söluskattinn á sínum tíma var að hann lagðist líka á eftir menntun, háskólaborgarar borguðu hann ekki og hvar bjuggu þeir? Svarta starfsemin blómstraði í tilbót, betur í borginni eðlilega, og síðan hefur fljótt á litið landsbyggðin ekki átt nokkra peningalega möguleika. Ferillinn hélt svo áfram, en ég er í hjónaballsnefnd. En hvar slær svo hjartað í mér? Jú, merkilegt nokk, tiltölulega lítið inn á Eyjabökkum, nema sem eftirsjá eftir grónu landi og því sem þar fylgir. Mér fyndist miklu nær að skrúfa fyrir Dettifoss og þess vegna hleypa á hann vatni fyrir borgun tvisvar til þrisvar á ári, ég kemst bara yfirleitt alls ekki svo langt í þankanum að þetta verði spumingar sem ég þarf að svara. En ég skal játa það að mér hugnast enn að samfélag þar sem bömin ná því að komast að, þó ekki sé nema öðm foreldrinu: “Pabbi (eða mamma), viltu snýta mér” -. Kannski GSM eigi bara að leysa það? En ég er fyr- ir nokkuð löngu hættur að reyna að hafa vit fyrir öðm fólki, mig skortir svo greinilega hæfileikann til þess. Ég reyni ekki einu sinni að fá kött- inn til að éta hrátt kjöt, út á fallegri feld. Á húsinu næst utan við okkur í Sólvangi, neðan götunnar, þar sem nú er þetta glæsta fyrirtæki Islensk miðlun h/f Stöðvarfirði, er þak eins og lög gera ráð fyrir, og árið sem ég vasaðist sem mest með kaupfélagið, tilheyrði þetta hús því og var verið að selja það til hreppsins, ég talaði um að þakið innramegin á húsinu væri fúið og ég væri hræddur um að það fyki. Það fauk og þegar ég kom, líkt og aðrir verkfærir Stöðfirðingar á staðinn til að koma brakinu í skjól stóðu Bjarni bæjarverkstjóri og Ævar smiður á þakinu og tilkynntu mér sigrihrósandi að þetta þak væri sko ekki fúið. Ég held ég hafi ekkert sagt, nema jæja. Þarna á blettinum innan við Sólvang kvað ég sem sagt að hætta að skipta mér af hlutunum. Kveðja Hrafn Baldursson Rjóðri, Stöðvarfirði Austur-Hérað Dansað í Ný-ung Félagsmiðstöðin Ný-ung stóð á dögunum fyrir dans- maraþoni, danshappdrætti og dansbingói, og var til- gangurinn að safna fjár til tækjakaupa í félagsmiðstöðina. Halldór Hlöðversson, forstöðu- maður Ný-ungar segir und- ir- búninginn hafa verið nokkuð langan, og síðustu 2-3 vikurnar var unnið sleitulaust. Halldór segir fyrirtæki hafa verið ein- staklega almennileg, og hafa látið styrki og vinn- inga af hendi rakna í dans- happdrættið og bingóið. Langflestir nemendur 8-10 bekkjar í Egilsstaðaskóla og Hallormsstaðaskóla mættu og dönsuðu, og stjórnaði Logi Vígþórsson danskennari krökkunum í dansinum og hélt uppi fjör- inu. Dansað á öllum hœðum! Austri/us

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.