Austri - 25.11.1999, Blaðsíða 7
Egilsstöðum, 25. nóvember 1999
AUSTRI
7
Betri samgöngur
á Austurlandi
í 35. og 37. tbl. Austra eru tvær
greinar um samgöngumál í tengslum
við jarðgöng á Austurlandi sem ég tel
Austfirðinga eiga fullan rétt á jafnt og
íbúar annarra landshluta. í fyrri grein-
inni sem birtist í Austra 14.okt. sl.
kemur fram að Stöðfirðingar vilji fá
jarðgöng til Breiðdalsvíkur sem ég get
vel skilið vegna þess hvað leiðin um
Kambanesskriðumar er talin hættuleg,
og eins leiðin um Vattamesskriðumar
þar sem dauðaslys hafa orðið, eins og
nokkur dæmi em til um. I síðari
greininni sem Sigurður Lámsson á
Breiðdalsvík skrifar í 37. tbl. Austra,
28. okt. sl., kemur fram þakklæti Sig-
urðar fyrir áskomn Stöðfirðinga til
samgönguráðherra þess efnis að hann
athugi möguleika á jarðgöngum milli
Stöðvarfjarðar og Breiðdalsvíkur. Ég
vil taka undir aðra hugmynd Sigurðar
um þörfina fyrir jarðgöng milli Bem-
fjarðar og Breiðdals sem hann telur að
stytti leiðina um 45-50 km. I fram-
haldi af þessu hef ég velt annarri hug-
mynd fyrir mér. Þegar Sigurður bend-
ir á hugmynd um jarðgöng á þessari
leið, hvort það komi þá líka til greina
að kannaðir séu möguleikar á jarð-
göngum undir Breiðdalsheiði og For-
viðarfjall inn að leiðinni við Skriðu-
vatn í 100-150 metmm yfir sjó,
þannig að þau væm aðeins neðar held-
ur en Vestfjarðagöngin sem ekki ná
200 metrum yfir sjó. Nú finnst mér
sem landsbyggðarmanni að umræð-
umar um Fljótsdalsvirkjun og bygg-
ingu álvers á Reyðarfirði snúist um
hvort það geti orðið upphafið að bætt-
um samgöngum milli Fjarðabyggðar,
Egilsstaða, Flafnar í Flomafirði og
Vopnafjarðar, með jarðgöngum undir
Hellisheiði, þegar verið er að tala um
að stækka atvinnusvæðið fyrir Fjarða-
byggð og hugsanlega fleiri staði á
Austurlandi. Ég veit vel að margir
reyna að andmæla þessum hug-
myndum um Fljótsdalsvirkjun og
byggingu álvers á Reyðarfirði með
jarðgöngum milli Fáskrúðsfjarðar og
Reyðarfjarðar sem talað er um að
byrja fyrst á, og eins jarðgöngum í
Fjarðabyggð vegna þess að Odd-
skarðsgöngin munu aldrei geta svarað
kröfum nútímans, til þess em þau í
alltof mikilli hæð yfir sjó, þ.e. 600
metmm, eins og Sturla Böðvarsson,
samgönguráðherra, hefur sagt í viðtöl-
um í útvarpi og sjónvarpi. Ég met það
mikils að nýskipaður samgönguráð-
herra skuli vilja koma að þessum mál-
um með Austfirðingum sem fyrrver-
andi samgönguráðherra, Halldór
Blöndal, hlustaði aldrei á. Honum
hefur nú sem betur fer verið gefið fií,
og þótt fyrr hefði verið. Ef þessum
áformum yrði klúðrað, sem ég vil ekki
trúa, þá hef ég miklar áhyggjur af því
að samgöngur á Austurlandi í heild
séu í veði, og sömuleiðis ástand í at-
vinnumálum sem þykir nógu slæmt
fyrir, án þess að enn fleiri vandamál
hlaðist upp. Ég vil ekki sjá fólksflótt-
ann streyma inn á Reykjavíkursvæðið
án þess að íbúar Austurlands geti selt
verðlausar fasteignir sínar. Ef ekkert
verður gert í atvinnu- og samgöngu-
málum Austfirðinga, þá vil ég spytja
hvort það sé ódýrara að stöðva fólks-
flóttann inn á höfuðborgarsvæðið,
gera átak í því að bæta samgöngumar
milli Hornafjarðar og allt til Vopna-
fjarðar, t.d. með því að leggja bflveg
um leiðina úr Fellabæ meðfram Lag-
arfljóti og yfir Jökulsá á Dal alla leið
út að Hellisheiði þar sem jarðgöng
tækju við inn í Vopnaíjörð eða láta allt
Austurland fara sömu leið og byggð-
imar norðan ísafjarðardjúps sem fóm
í eyði fyrir tæpum 50 ámm? Ég spyr,
hvort er ódýrara? Ég er búinn að
vinna á vertíðum víða um land sem
farandverkamaður, fyrir norðan, vest-
ur á fjörðum og á Austurlandi. Mig
hefur lengi dreymt um það að sjá jarð-
göng verða að veruleika undir há-
heiðar á þessum stöðum þar sem snjó-
mokstrar í meira en 5-600 metra hæð
yfir sjó em illir viðureignar eða nánast
ekki framkvæmanlegir. Ég get engan
veginn skilið frekju Norðlendinga að
leggjast gegn jarðgöngum á Austur-
landi, ég veit vel að það fór fyrir
bijóstið á þeim þegar Steingrímur J.
Sigfússon gekk frá öllum áætlunum
með Vestfjarðagöngin sem Halldór
Blöndal vildi að yrði hætt við, en án
árangurs. Ég lýk þessari grein með
því að ítreka það sem ég hef heyrt
áður að Austurland skal verða og er
næst í forgangsröð í jarðgangagerð.
Mér þykir sanngjamt að Austurland
gangi næst fyrir eins og Vestfirðingar
hafa lýst yfir.
Guðmundur Karl Jónsson
Góðar í jólapakkann
Já, ráðherra
Eftir Guðjón Inga Eiríks-
son og Jón Hjaltason.
Bókin er sjálfstætt framhald
hinnar vinsælu bókar, HÆSTVIRT-
UR FORSETI og er innihaldið, sem
fyrr, gamansögur af íslenskum al-
þingismönnum. Fylgja hér á eftir
nokkur sýnishorn úr bókinni.
Séra Gunnlaugur Stefánsson, prest-
ur í Heydölum í Breiðdal ffá 1987, var
alþingismaður fyrir Alþýðuflokkinn í
Austurlandskjördæmi frá 1991 til
1995 og sinnti þá jafnframt prests-
störfum þar eystra. í kosningabarátt-
unni fyrir alþingiskosningamar 1991,
þóttust Breiðdælingar heyra þess
glögg merki í messum Gunnlaugs
hvað framundan væri, enda hafði hann
þá sleppt “Amen”á eftir Faðirvorinu
og sagt í staðinn “A- menn”.
Háaldraður vistmaður
á elliheimili var fyrir löngu kominn
yfir í annan heim á andlega sviðinu.
Engu að sfður drógu smaladrengir rót-
gróins stjómmálaflokks hann á kjör-
stað í einum alþingiskosningum. Vissi
öldungurinn ekkert um tilgang ferðar-
innar né hvers væri af honum krafist.
Það sannaðist best þegar hann tróð út-
krotuðum kjörseðlinum ofan í kassann
sinn og sagði um leið: “Mér fannst nú
jólatrésskemmtanimar miklu betri hér
áður fyrr.”
Útgáfan Bjarg er nýtt forlag og
gefur út eina bók í haust.
“Leiðarvísir
puttaferðalangs um
vetrarbrautina”
Höfundur er Douglas Adams, þýð-
ingu annaðist Kristján Kristjánsson.
Bókin er vísindaskáldsaga í gaman-
sömum stfl fyrir alla sem kunna að
meta spaug og hnyttni.
Sagan hefst á örvæntingarfullum
mótmælum Artúrs Dents gegn því að
húsið hans verði rifið. Það verða þó
skyndilega smámunir einir, þegar leik-
urinn berst út f víðáttur vetrarbrautar-
innar, þar sem Artúr lendir í háskaleg-
um ævintýrum og ekki virðist hægt að
stjóma aðstæðunum á nokkum máta.
Douglas Adams, höfundur bókar-
innar, er fæddur í Cambridge á
Englandi árið 1952. Upphaflega var
verkið flutt sem útvarpsleikrit á BBC
Radio 4 í mars árið 1978 og síðan hef-
ur sagan verið sögð í bókum, sjón-
varpsþáttum, á hljómplötu, í tölvuleik
ásamt sviðsuppfærslum af ýmsu tagi.
Þessa stundina vinnur Disney kvik-
myndafyrirtækið að því að kvikmynda
söguna.
Bækumar um Artúr Dent og félaga
hans em orðnar 5 talsins.
Eg skal kveða
við þig vel
Umsjón:
Jónbjörg S. Eyjólfsdóttir
Séð með augum 7 ára
dótturdóttur
Komið þið sæl!
Fyrir nokkru áskotnaðist mér
svolítið kver, útgefið af Aust-
firðingafélaginu í Reykjavík árið
1964, í tilefni af 60 ára afmæli
þess. Meðal þess sem þar er að
finna er Austfirðingaríma eftir Jón
Olafsson, og þótt hún sé nokkuð
löng skulum við líta á hana.
Gerum oss nú glaðan dag
gumar teitir,drósir slyngar.
Kveðum oss til kœtis brag
kátir jafnan Austfirðingar.
ríma flutt við borðhaldið. “ Að
loknu borðhaldi skemmtu menn sér
við samræður, dans og spil fram til
klukkan fjögur að morgni”. I kveri
þessu er einnig sagt frá ferð Jónas-
ar Hallgrímssonar um Austurland
1842, og vitnað í bréf sem hann
skrifaði vini sínum, en þar segist
Jónas hafa sent “ellefu kistur af
grjóti til Kaupmannahafnar”,
næstum því búið í Hengifossár-
gilinu, veitt silung í Lagarfljóti og
séð Lagarfljótsorminn! Svona lýsir
hann honum:
Enginn komast mun í mát,
-magi neins ei þarf að springa-
heilmikið þótt hér sé át.
hvað erþað fyrir Austfirðinga.
Þó að vel sé þetta veitt
þurrt er ketið Sunnlendinga.
Öðruvísi finnst mér feitt
feita ketið Austfirðinga.
Efhér vœri af Austfjörðum
ein -eða fleiri- sauðabringa
og magálsbiti á borðunum
brún þá léttist Austfirðinga.
Þá sjáum við það. Engin
megrunarárátta búin að ná tökum á
mönnum þarna. En áfram með
rímuna.
Hér er œska, hér er fjör,
hér eru fríðar sólir hringa,-
eftir glaðvœrð fylu - för
fer ei neinn til Austfirðinga.
Hurðin er í hálfa gátt-
heyra mega Reykvíkingar
að vér berum höfuð hátt
hér, sem jafnan, Austfirðingar.
Bergi nú á bollunum
blessað kaffið,liljur hringa.
En karlar súpi á kollunum.
-Kneyfum minni Austfirðinga.
Á fyrsta fundi þessara samtaka
árið 1904 voru Jón Ólafsson rit-
stjóri, Jón Hermannsson úrsmiður
og Benedikt Þórarinsson kaup-
maður skipaðir í nefnd til að sjá um
“fyrsta almenna mótið sem boðað
var til með auglýsingu”. Það var
haldið 14. janúar 1905 og var þessi
Kryppu Ijótri Ormur ók
upp úr Fljóti og belginn skók.
Tuttugu og átta álnir var
ein og gáttir Nástrandar.
Á 50 ára afmæli félagsins var
sungið kvæði eftir Þorbjörn
Magnússon frá Másseli í Hlíð, sem
bjó á Reyðarfirði. Ég læt það fylgja
hér með.
Austurland, í örmum fjalla þinna
unirfólk þitt við sinn dal og fjörð.
það hrópar ekki hátt til óska sinna,
en hey 'r sitt starf og elskar
sína jörð.
Við fótstall þinna fjalla
bceir standa,
en fiskibátar halda út á mið.
Er bárur hjala blítt við fjörusanda
þœr boða öllum þreyttum hvíld
ogfrið.
Á haustin þegar Huldur
landsins kalla
og höfug angan streymir jörðu frá,
sólin horfin, sest að baki fjalla
og svefninn hefur lokað
dagsins brá,
mœtast þá í mánaskini björtu
mœr og sveinn í œvintýra leit.
Tunglskinsnóttin töfrar
þeirra hjörtu,
í trausti hennar vinna þau
sín heit.
Þá verður ekki kveðið meira að
sinni og bið ég ykkur vel að lifa.
J.S.E
Ath: það sem er innan
gœsalappa er tekið orðrétt upp iír
kverinu.
Förum varlega í umferöinni
CI ií AD Til sölu
3MAAR Nýr eldhúsháfur úr ryðfríu stáli. Uppl. í síma 471-1256
Til sölu, ísskápur með frysti, selst á 5000,- Upplýsingar í síma 471-1124 eða 471 - 1437. Til sölu kringlótt borð, dökkbæsað. Stólar geta fylgt með, gefins. Uppl. í síma 471-1945 eftir kl. 5.
Til sölu Einn tveggja vetra foli, ógeltur og einn fjögra vetra til sölu. Ágætlega ættaðir. Á sama stað Ford Econoline húsbíll til sölu. Nánari upplýsingar í síma 863- 8394/551-0624 Til sölu Master blásari sem þarfnast lagfæringar. Nánari upplýsingar í síma 471-2069. Naggrísir Tvo naggrísi vantar góð heimili. Upp- lýsingar f síma 471-2367 eða 853- 3367
Dvergkanínuungar fást gefins. Uppl. gefa Guðrún eða Valdís í síma 471 - 2339 eftir kl. 6 á daginn. Ibúð til leigu Rúmgóð 2ja herbergja íbúð til leigu í Fellabæ. Sanngjörn leiga, laus strax. Sími 471-1217