Austri


Austri - 25.11.1999, Blaðsíða 2

Austri - 25.11.1999, Blaðsíða 2
2 AUSTRI Egilsstöðum, 25. nóvemer 1999 Útgefandi: AUSTRI Tjamarbraut 19, 700 Egilsstaðir. Kennitala: 430169-5649 Sími 471-1600. Fax 471-2284. Netfang: austri@eldhorn.is Vefsíða: http://www.eldhorn.is/austri/ Ritstjóri og ábyrgðarmaður: Jón Kristjánsson. Útgáfustjóri: Jörundur Ragnarsson. Blaðamaður: Margrét Urður Snædal, Unnur Sveinsdóttir. Grafískur hönnuður: Ingólfur Friðriksson. Askriftarverð pr. mán. kr. 625.-m/vsk. Setning og umbrot: Austri Prentunvinnsla: ísafoldarprentsmiðja hf. Efni óskast skilað á tölvutæku formi (DOS, Wordl eða vélrituðu. Vegna stærðar blaðsins mega aðsendar greinar ekki vera lengri en sem nemur 1800 slögum. Austri áskilur sér rétt til að stytta greinar sem eru lengri en það. Austri er aðili að Samtökum bæjar- og héraðsfréttablaða. Til framtíðar í ferðamálum Austurland er sá landshluti sem næst er nágrannaþjóðum okkar í Evrópu. Þessi staðreynd hefur orðið til þess að ferjusiglingum hefur nú verið haldið uppi til Austurland frá Danmörku og Færeyjum í meir en aldarfjórðung. Þetta hefur tekist fyrir einstakt samstarf Færeyinga og Islendinga og er á engan hallað þótt nafn Jónasar Hallgrímssonar sé nefnt af þeim mönnum hérlendis sem mestan hlut eiga að þessu farsæla samstarfi. Nú hafa þau tíðindi gerst að tekið hefur verið tilboði þýskrar skipa- smíðastöðvar um smíði ferju sem hingað hefur siglingar árið 2002 og er mun afkastameiri en Norræna sem siglt hefur verið hingað um ára- bil og hefur reynst einstaklega vel. Þetta eru stórtíðindi fyrir ferðamálin á Austurlandi, en ferjufarþegar hafa myndað grunn í ferðaþjónustunni í landshlutanum sem hefur verið afar mikilvægur. Bæjaryfirvöld á Seyðisfirði hafa ávallt tekið á móti ferjunni þangað með miklum myndarskap og er þessi þáttur gildur í atvinnu og mann- lífi þar. Nú hefst nýr þáttur í þessari sögu, því ljóst er að miklar end- urbætur þarf á aðstöðunni við höfnina til þess að taka á móti hinu nýja skipi. Þegar þarf að hefja undirbúning að þeim aðgerðum og gera áætlun um hvaða mannvirki þarf að reisa til þess að aðstaðan verði bærileg fyrir svo mikil umsvif sem þessu fylgja. Fleiri tíðindi eru af ferðamálunum eystra, því stofnað hefur verið félag um það verkefni að kynna Egilsstaðaflugvöll og möguleika hans. Þar er um mikið samgöngumannvirki að ræða sem nýta mætti betur, en mörg ljón hafa verið í veginum, svo sem lítill heima- markaður, að beint flug væri þangað reglulega. Það er vel að áhuga- samir menn hafa nú tekið höndum saman um að athuga þá möguleika sem kynnu að vera um aukna nýtingu flugvallarins. Hann gegnir nú mikilvægu hlutverki sem varavöllur en mikil þörf er á því að auka kynningu hans og nýtingu. Framkvæmdum við flugstöð er nú að ljúka og aðstaða til móttöku farþega er mjög góð. Eitt af því sem veldur því að flestir ferðamenn fara aðeins um Suðvesturland er sú staðreynd að flugfarþegar koma nær eingöngu til landsins um Keflavíkurflugvöll og fara þaðan í styttri ferðir. Nýjar dyr á landið loftleiðina mundu gjörbreyta ferðamynstrinu hérlendis. Hér er mikið verk að vinna, en bestu óskir fylgja þeim ötulu mönnum sem nú eru að hefjast handa við kynningu Egilsstaðaflugvallar. J.K. w 3 < hð 0 '3 t ö c JÉ '0 w E d Almennur félagsfundur I Framsóknarfélagi Austur-Héraðs verður haldinn mdnudaginn 29. nóvember, kl. 20:30 í Austrasalnum. Skipulagsmdlin rædd. Heitt d könnunni. * c* Neskaupstaður Fjórðungssjúkrahúsið þakkar Síðastliðinn föstudag hélt Fjórðungssjúkrahúsið í Neskaupstað boð fyrir velunnara stofnunarinnar. Fv. Guðrún Sigurðardóttir, hjúkrunarforstjóri Neskaupsstað, Stefán Þórarinsson, yfirhéraðslœknir Austurlands og Guðmundur Guðjónsson, yfirlœknir í Neskaupsstað, voru á meðal gesta. Mynd/Karl Th. Birgisson Fjórðungssjúkrahúsið í Nes- kaupstað hefur á undanfömum 3-4 ámm eignast ný og fullkomin tæki að verðmæti um 30 millj. króna, og em mörg þessara tækja gjafir frá líknar- félögum og samtökum sem vilja hag sjúkrahússins sem bestan. Þörfin á endumýjuðum tækjakosti var orðin brýn og til að þakka þeim sem hönd hafa lagt á plóginn í söfnunum og gjöfum, bauð sjúkrahúsið til móttöku sl. föstudag. Að sögn Kristins Ivars- sonar, rekstrarstjóra sjúkrahússins, em tæki á gjörgæsludeild frá Rauðakross- deildinni Neskaupstað, fjarlækninga- og fjarfundabúnaður sem Krabba- meinsfélag Austljarða gaf, myndavél og prentari fyrir speglanamyndatökur frá Kvenfélaginu Nönnu, fullkominn þolprófsbúnaður frá 15 aðilum á Austurlandi og sjúklingalyfta í sund- laug sjúkrahússins sem Sjálfsbjörg, félag fatlaðra í Neskaupstað gaf, meðal þeirra tækja sem stofnuninni hafa verið gefin. Allt em þetta full- komin tæki sem em afar nauðsynleg á nútímasjúkrahúsi. Sundlaugin er í tengslum við endurhæfingarstöðina, en þar fer fram, auk endurhæfingar, ungbamasund og yngstu krökkunum í grunnskólanum er komið á flot í henni. Mikill áhugi er fyrir því að stofna endurhæfingardeild við Fjórðungssjúkrahúsið þar sem góð aðstaða er fyrir hendi, og myndi hún geta tekið á móti mörgum þeim Aust- firðingum sem þurfa að leita sér meðferðar á Reykjalundi. Nýi þol- prófsbúnaðurinn er meðal þess sem gerir þá hugmynd framkvæmanlega, ásamt sundlauginni. Auk þeirra 3ja sjúkraþjálfara sem starfa við stofnun- ina myndi þurfa að ráða iðjuþjálfa að deildinni. Fyrirhugað er að byggja íbúðir fyrir Norðfirðinga sem vegna fötlunar þurfa að dvelja annarsstaðar, og myndi iðjuþjálfinn nýtast þar líka. Þessi mál hafa verið lögð fyrir ráðuneytið, og er verið að vinna af þeim af kappi. Seyðisfjörður Tónlist og skíði í Tónlistarskóla Seyðisfjarðar fer fram metnaðarfullt starf sem lýsir sér e.t.v. best í því að nemendur skólans eru að gefa út jóladisk sem mun koma út í byrjun desember. Diskurinn er að öllu leyti unninn á Seyðisfirði, og að hluta tekinn upp í nýju hljóðveri, Stúdió Steinholt, sem er í sama hús- næði og Tónlistarskólinn. Nemendur lO.bekkjar hönnuðu útlit disksins og sjá um sölu á honum, og fá að laun- um hluta söluágóðans í ferðasjóð. Tónlistarskólinn fékk til liðs við sig nemendur í söngnámi og kirkjukórinn við gerð disksins, en hiti og þungi verksins hvíldi á krökkunum. Eru þau allt frá leikskólaaldri og upp í 10. bekk, og leika á hin ýmsu hljóðfæri auk söngs. Eins og áður sagði var diskurinn að hluta tekinn upp í hljóðverinu, en annars var kirkjan notuð sem upptökusalur, og þar sungu leikskólabömin og kóramir, og blokk- flautur hljómuðu. Einar Bragi Braga- son skólastjóri Tónlistarskólans segir að ágóðinn af diskinum verði notaður til að kaupa hljóðfæri og tæki í ónýttan kjallara skólans, og segist vona að það muni verka sem ákveðinn þrýstingur á bæjaryfirvöld á Seyðisfirði að fara að taka hann í notkun. Hljóðverið segir hann að verði notað meira í framtíðinni til kennslu, og tónlist tekin upp alltaf öðm hvom. Einar Bragi er auk þess að vera skólastjóri, nýkjörinn formaður skíðadeildar Hugins. Sagði hann búið að ráða skíðaþjálfara, Ágúst Valde- marsson, sem á síðasta ári þjálfaði Hauka. Flytur hann til Seyðisíjarðar með fjölskyldu sína í desember, og ijölgar þá Seyðfirðingum um 5. Mun hann einnig verða tómstundafulltrúi í Seyðisijarðarskóla. Seyðisfjörður Gallerý Handverk blómstar Nú fer sá tími í hönd þegar hvað flestir setjast við eldhúsborðið á kvöldin og föndra gjafir fyrir vini og vandamenn. Af því tilefni gerði blaðamaður sér ferð á Seyðisfjörð og leit inn í eina af þeim verslunum sem aðstoðar fólk við að búa til fallegar jólagjafir og hugguleg heimili. Gall- erý Handverk er í eigu trésmiðjunnar Töggs ehf. og er til húsa yfir verk- stæðinu. Lára Vilhjálmsdóttir sem rekur verslunina segir það mjög þægilegt að hafa svona beinan að- gang að trésmíðaverkstæði, því mikið af þeim vömm sem verslunin selur hefur Lára búið til. Mótatimbur sem liggur fyrir utan búðina varð efnivið- ur í fallegar skreytingar og fær viður- inn að njóta sín. Ymiskonar tréföndur er í öndvegi í búðinni, auk gjafavöru, en nokkra undrun vakti nokkurskonar “míni” byggingarvöm- verslun með málningarvörum, skrúfum, tækjum og tólum. Lára segir blandaðar verslanir af þessu tagi Úr verslun Gallerý Handverks. hafa gefist vel ef fólk er að hugsa um að gera huggulegt heima hjá sér. Smáhlutir í skraut, veggfóðurborðar og málning á einum stað. Verslunin varopnuðíjúní sl. og hafa mótttök- umar verið afar góðar. Lára hefur Austri/us haldið námskeið í tréföndri og eru fyrirhuguð önnur í búta- og dúkku- saumi auk námskeiða fyrir krakka. Áhuginn er þvílíkur, að eftir eitt nám- skeiðið keyptu 4 aðilar af 10 sér tifsagir til að geta haldið áfram.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.