Austri - 30.03.2000, Blaðsíða 1

Austri - 30.03.2000, Blaðsíða 1
Opið: virka daga kl. 9-19 45.árgangur Egilsstöðum 30. mars 2000. 12. tölublað Verð í lausasölu kr. 175 Hreindýraráð selji veiðileyfín Siv Friðleifsdóttir, umhverfis- ráðherra, kynnti fyrir Ríkisstjórn sl. föstudag frumvarp um úthlutun kvóta til hreindýraveiða. Frum- varpið er byggt á niðurstöðum nefndar sem umhverfisráðherra skipaði 23. nóvember sl. m.a. til að endurskoða ákvæði laga um vernd, friðun, og veiðar á vilitum fuglum og villtum spendyrum hvað varðar ákvæði um hreindýraveiðar. Nefnd- inni var sérstaklega ætlað að gera til- lögur um skipan hreindýraráðs, rannsókna og vöktunar stofnsins, út- hlutun og skiptingu veiðiheimilda og stjórn veiða, sölu veiðileyfa, gjaldtökuheimildir, arðshlutun og vanhæfnisreglur þeirra sem starfa að þessum málum. í frumvarpinu eru lagðar til þær breytingar á skipan hreindýraráðs, þannig að inn komi fulltrúi Náttúrustofu Austurlands og í staðinn fari út annar fulltrúi Búnaðarsambands Austurlands. Ennfremur er lagt til að hreindýraráð annist að öllu leyti sölu veiðileyfa og skiptingu á arði af veiddum dýrum fyrir hönd ráðuneytisins. Segir í frumvarpinu að verði það að lögum mun það þýða að auðveld- ara verður að auglysa og bjóða út veiðar á hreindýrum en verið hefur. Núverandi formaður hreindýraráðs er Hákon Hansson, dýralæknir á Breiðdalsvík. Auk hans eru í ráðinu ásamt 4 varamönn- um Sigurður Þráinsson, vara- formaður, Lárus Sigurðsson, Þor- steinn Sigfússon, Einar Pálsson og Halldór Jóhannsson. Austur-Skaftafellssýsla í Suðurkjördæmi? Undanfarið hefur flutningur Austur-Skaftafellssýslu til Suður- kjördæmis verið til umfjöllunar hjá kjördæmanefnd, sem unnið hefur að breytingartillögum á kjördæmaskipan. Meirihluti þeirr- ar nefndar hefur fallist á að Aust- ur-Skaftafellssýsla, þ.m.t. Höfn í Hornafirði, komi til með að til- heyra Suðurkjördæmi í stað Norð- Austurkjördæmis. Ef sú tillaga nær fram að ganga kemur Suður- kjördæmi til með að ná frá Hval- nesskriðum í Lóni til Reykjanestá- ar í vestri. í könnun sem gerð var á Horna- firði í lok ársins 1999, voru 58% aðspurðra hlynntir því að Austur- Skaftafellssýsla ætti frekar að til- heyra Suðurkjördæmi. Gert er ráð fyrir að tillagan verði lögð fram á Alþingi nk. mánudag. Áhöfn ATR-42 ásamt starfsmónnum íslandsflugs á Egilsstöðum eftir að afgreiðslu síðasta flugs var lokið. Frá vinstri: Kristján Orri Magnússon, hlaðmaður, Sigbjörn Þór Birgisson hlaðmaður, Guðrún Sigurðardóttir stöðvarstjóri Egilsstöðum. , Guðrún Þráinsdóttir flugfreyja, Hermann Leifsson flugstjóri og Sverrir Örn Valdimarsson flugmaður. Á myndina vantar Kristínu Hólm Þórleifsdóttur, starfsmann, Egilsstöðum. Austri/jr íslandsflug hætt fíugi til Egilsstaða Síðasta áætlunarflug íslandsflugs til Egilsstaða frá Reykjavík var um miðjan dag mánudaginn 27. mars sl. Félagið hafði boðað að áætlunarflugi yrði hætt þar sem það stæðist ekki þær væntingar sem gerðar höfðu verið. Félagið hóf fast áætlunarflug á milli Reykjavíkur og Egilsstaða 1. júní 1997 þegar einkaleyfi til innan- landsflugs var afnumið. Félagið setti sér það mark að lækka fargjöld og gera þannig fleiri fært að fljúga. Það tókst, flugfargjöld lækkuðu. Sam- kvæmt upplýsingum frá íslandsflugi hefur alltaf verið halli á þessum rekstri og því ekki stætt á að halda honum áfram. Félagið ætlar í fram- tíðinni að einbeita sér að millilanda- flugi sem og leiguflugi. Flugfélag Is- lands mun nú verða eina flugféalgið sem að flýgur með farþega milli Reykjavíkur og Egilsstaða. Jón Karl Ólafsson sagði blaðamanni AUSTRA nýlega að tryggt væri að Flugfélag Is- lands ætlaði að veita farþegum full- komna þjónustu á því verði sem er á flugfargjöldum í dag. Það væri markmið að hækka ekki fargjöld þó svo að íslandsflug hefði hætt áætlun- arflugi. Hér neðar á síðunni er svo listi yfir fargjöld og fraktgjöld Flug- félags Islands þriðjudaginn 28. mars 2000. Hœttur, farinn, bless. lslandsflug. / Nokkur fargjöld FI. Egilsstaðir-Reykjavík-Egilsstaðir Ferðasæti 11.930 kr. (Ársmiði) Bamafargjald 5.766 kr. (f. 2-11 ára) Elli-, náms- og örorkufargjald 11.530 kr. (f. 67 ára og eldri) Hopp 3.465 kr. 12-25 ára) Flugfrakt (6-10 kg) 939 kr. Pantaðu vínþrúgurnar hjá okkur... ...heim að dyrum, hratt og öruggt. ÍS Vínlist Laugavegi 178 S. 562-5870

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.