Austri - 30.03.2000, Qupperneq 8

Austri - 30.03.2000, Qupperneq 8
Álver við Reyðarfjörð Engar ákvarðanir um breytingar á stærð áfanga né virkjanakosta Ennþá eru viðræður í gangi milli íslenskra stjórnvalda, Landsvirkj- unar og aðila Reyðaráls hf, sem stofnað var til að reka álver við Reyðarfjörð. Undanfarið hafa vangaveltur verið um þá möguleika sem fyrir hendi eru, bæði hvað varðar virkjanakosti og stærð ál- versins. Magnús Ásgeirsson, starfsmaður STAR, sagði það í samtali við blaðamann að ljóst væri að töluverð stærðarhagkvæmni sé í rekstri álvers og geti hugsast að hagkvæmara sé að byrja með stærri áfanga en 120 þúsund tonn. Hann sagði jafnframt að þegar þetta mál hafi komið til athugunar fyrst, fyrir um þremur árum síðan, var talað um að byggja 480 þúsund tonna ál- ver í tveimur jafnstórum áföngum. I Hallormsstaðayfirlýsingunni var settur ákveðinn tímarammi og ákveðið vinnuferli af stað sem unnið hefur verið eftir fram að þessu en Magnús segir að ljóst sé að ekki verði lengur unnið eftir því. í kjölfar ógildingar umhverfis- ráðherra á úrskurði skipulagsstjóra sé ljóst að skapast hafi svigrúm til að aðstandendur álversins geti velt fyrir sér næstu skrefum. Fara þarf með álverið í umhverfismat á nýjan leik og niðurstaða þess gæti litið dagsins ljós í lok sumars. „Svona álver eru byggð upp í áföngum og það er ekkert nema eðlilegt að menn velti því fyrir sér að áfanga- skiptingin gæti verið einhvemveg- inn öðruvísi en reiknað var með í byrjun. Þetta eru í sjálfu sér bara vangaveltur og menn eru bara að nota þennan slaka til að hugsa sig um.“ segir Magnús. Jafnframt seg- ir hann að ekki sé búið að blása 120 þúsund tonna áfangan af. Kárahnjúkavirkjun Ekki er ljóst hvernig álverinu verður áfangaskipt, en eins og áður sagði eru menn að velta því fyrir sér. Magnús segir að í kjölfarið á vangaveltum um breytta skiptingu áfanga álvers við Reyðarfjörð, get- ur það einnig hentað betur að taka orkukostina í einhverri annari röð. Það sé ekkert sem útiloki það í sjálfu sér að Kárahnjúkavirkjun komi á undan Fljótsdalsvirkjun. Samkvæmt upplýsingum frá Þorsteini Hilmarssyni, kynningar- fulltrúa Landsvirkjunar er auðveldlega hægt að byrja á Kára- hnjúkavirkjun á undan, en sumir telja það ekki vera hægt. „Það eru meira að segja til hugmyndir um sameiginlega virkjun, eða semsagt virkjun þessara beggja fallvatna saman. I því tilfelli þyrfti að koma til Kárahnjúkavirkjunar fyrst. Síðan hefur verið bent á að það sé hægt að hafa Fljótsdalsvirkjun þannig að miðlunarrými í Kára- hnjúkavirkjun er notað fyrir Jök- ulsá í Fljótsdal.“ Kaupfélag Héraðsbúa Halli af rekstri 1999 Tangi hf. Halli af reglulegri starfsemi Tangi hf. Vopnafirði var rekinn með halla af reglulegri starfsemi árið 1999 uppá 103,6 millj. kr. Rekstrartekjur Tanga hf. á árinu 1999 námu 1.345,6 milljónum kr. og lækkuðu um 17% frá árinu 1998. Á árinu 1999 tók fyrirtækið á móti 68.000 tonnum af loðnu, síld og kolmunna. Aðeins voru fryst um 1.000 tonn en annað var brætt. Þrátt fyrir þetta mikla magn til bræðslu vóg það ekki upp á móti lækkun af- urðaverðs og m.a. af þeim sökum dróst velta fyrirtækisins saman á milli ára. Verulegur samdráttur í loðnufrystingu olli einnig veltusam- drætti. Versnandi afkomu má þó að miklu leiti rekja til þeirra talsverðu breytinga sem orðið hafa á rekstrar- forsendum í veiðum og vinnslu á uppsjávarfiski. Á aðalfundi Tanga hf„ sem hald- inn verður í Félagsheimilinu Mikla- garði, Vopnafirði föstudaginn 7. apr- íl nk., mun stjóm félagsins gera að tillögu að 2% arður verði greiddur hluthöfum vegna rekstrarársins 1999. Á aðalfundi Kaupféalgs Hér- aðsbúa, sem haldinn var í Vala- skjálf á Egilsstöðum laugardaginn 25. mars sl., kom fram að félagið var rekið með 28 millj. kr. halla árið 1999. Á fundinum kom einnig fram að fyrirhugaðar eru breytingar á rekstri sláturhúsa KHB á árinu 2000 í þá átt að sam- Verslunin Veiðiflugan á Reyðar- firði flytur í nýtt 100 fermetra hús- næði þann 31. mars nk. Verslunin er staðsett þar sem matvöruverslun Lykils á Reyðarfirði var áður. I versluninni verða á boðstólunum fjöldi nýrra vömflokka s.s. ritföng, gjafavara, leikföng, og víngerðar- efni. Þá verður framboð á útivistar- vömm aukið til muna sem og fram- eina þau og Norðvesturbandalagið við Kjötumboðið, Reykjavík. Stjórn Kaupfélags Héraðsbúa er óbreytt en í henni sitja: Aðal- steinn Jónsson, Jón júlíusson, Sig- urður Baldursson, Sveinn Þórar- insson og Þórdís Bergsdóttir. Kaupfélagsstjóri er Ingi Már Að- alsteinsson. boð á veiðivörum. Innréttingar verslunarinnar em allar úr viði og að stómm hluta smíðaðar úr viði sem kemur úr Hallormsstaðaskógi. í versluninni verður mikið af upp- stoppuðum dýmm og fjöldi skraut- fiska í 500 lítra fiskabúri. Finna má ítarlegri umfjöllun um verslunina og fjölda ljósmynda frá nýja húsnæðinu á Fréttavefnum. Tangi hf. Vopnafirði - Kennitölur í milij. kr. 1999 1998 Heildartekjur 1,346,- 1.637,- Rekstrargjöld 1,230,- 1,382,- Hagnaður fyrir afskriftir og fjárml. 116,- 255,- Sjóðstreymi: Veltufé frá rekstri 32,3,- 160,8,- Handbært fé frá rekstri 6,6,- 276,5,- Fjárfestingarhreyfingar (103,9) (401,4) Fjármögnunarhreyfingar 21,5 96,8 Kennitölur: Eiginfjárhlutfall 24,7% 25,0% Veltufjárhlutfall 0,67 0,71 Innra virði hlutafjár 1,16 1,13 Austfirski fréttavefurinn www.frettavefurinn.is Kaupfélag Héraðsbúa - Kennitölur í millj. kr. 1999 1998 Rekstrartekjur í millj. kr. 2,096,- 2,096,- Rekstrargjöld 2,040,- 1,995,- Hagnaður fyrir afskriftir og fjárml. 56,- 101,- Veltufé frá rekstri 15,- 72,- Handbært fé frá rekstri 22,- (44,-) Fjárfestingarhreyfingar (56,-) (41,-) Fjármögnunarhreyfingar 35,- 83,- Kennitölur: Eiginijárhlutfall 24,9 % 26,9 % Veltufjárhlutfall 0,93 1,13 Veiðiflugan í nýtt húsnæði í 1. tölublaði Gerpis, Mánaðarrits Fjórðungsþings Austfirðinga, á ár- inu 1950, má fmna grein sem Indriði Gíslason, fyrrverandi prófessor við Kennaraskóla íslands, sem heitir ,Að afloknum þingkosningum" Þar segir m.a. ,J4ei, svo óvænlega er nú komið virðingu æðstu stofnunar lýðveldis- ins okkar, að fæstir minnast hennar öðmvísi en í gríni. - Er sannarlega aumt, illt og skammarlegt, að svo skuli komið. Hinu verður ekki með rökum í móti mælt, að æmar orsakir liggja til þessa virðingarskorts. í raun og veru er engu líkara en hið þjóðkjöma þing haldi sig vera samankomið til þess að leika sér að teningum og spilum, en ekki til þess að ráða fram úr vandamálum ríkis- ins! Um hveijar kosningar þeytast frambjóðendur um landið þvert og endilangt og afla sér atkvæða með loforðum og fagurmælum, en þegar komið er til Reykjavíkur lendir allt í taumlausu þrasi og þrefi um völd og metorð. Ekki vil ég taka fyrir, að þing- mannaefni flest kunni að meina það, sem þau segja á framboðsfundum, en í þjngsölunum fá þeir enga rönd við reist hinum óhóflegu flokka- dráttum, svo allt nýúlegt starf sogast niður og hverfur í valdapólitíkur- hringiðuna, lýtur í lægra haldi alls konar hrossakaupum og baktjalda- samningum um hina og þessa bit- linga. Miklu veldur hér sjálfsagt um, að stjómmálaflokkamir eru margir og tiltölulega jafnir. Er nú orðið langt síðan að nokkur flokkur hefir haft hreinan þingmeirihluta, og þótt mik- ið virðist ekki bera á milli þeirra, er stefnuskrár em athugaðar, þá hefir reyndin oftast orðið sú, að treglegast gengur þeim samstarfið, sem líkast- ar ættu að hafa skoðanimar. Afleiðingamar af þessu em svo auðvitað þær, að mjög treglega hefir gengið - og enda stundum reynzt ókleyft að mynda ríkisstjóm. En þær, sem tekizt hefír að bræða sam- an, þá verið svo veikar og óvirkar, að lítið var betra en stjómleysi. Gegnir það furðu, hve mikill ábyrgðarskortur og skeytingarleysi virðist vera ríkjandi hjá þingflokk- unum, - sérstaklega þegar þess er gætt, að oft var þörf, en nú hin mesta nauðsyn á styrkri og sam- hentri stjóm.“ Fellabæ V Sími 471-1623 Fax 471-1693

x

Austri

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Austri
https://timarit.is/publication/792

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.