Austri - 30.03.2000, Blaðsíða 4

Austri - 30.03.2000, Blaðsíða 4
4 AUSTRI Egilsstöðum, 30. mars 2000 Sigríður Lára Sigurjónsdóttir Völin & Kvölin & Mölin Sigríður Lára Sigurjónsdóttir er fædd á Egilsstöðum þann 04.04.1974. Hún tók stúdentspróf frá Mennta- skólanum á Egilsstöðum 1993, lauk BA. prófi í Almennri bókmennta- fræði frá HÍ. 17.06.1997, og er óvirkur mastersnemi sem stendur, ásamt því að vinna hjá Bandalagi Is- lenskra Leikfélaga, vera í aukastarfi sem þjónn á Lækjarbrekku, á frönskunámskeiði hjá Alliance Francaise, að hanna búninga fyrir leikfélagið Hugleik og að skrifa leikrit í hjáverkum. Það var á sólríku þriðjudagseftir- miðdegi sem ég mælti mér mót við þessa uppteknu ungu konu á kaffi- húsinu Rive Gauche í Kópavogin- um. Við pöntum okkur kaffi og komum okkur fyrir í út í homi. Það vekur athygli mína að hún dregur fram lítinn plasthólk og sýgur af áfergju. „Ég er hætt að reykja“ segir hún brosandi. „hef hafið nýtt og heilbrigðara líf..“ og hlær. „Það hjálpar líka til við búningahönnun, ég er orðin svo mikil gribba að leik- aramir þora ekki að kvarta" segir hún og setur upp óárennilegan svip. “sjáðu bara: urrr....” við hlæjum dá- góða stund að þessum tilburðum hennar. Eins og flestum ætti að vera kunnugt er Sigga Lára, eins og hún er kölluð, einn af höfundum leikrits- ins “ Völin, kvölin og mölin “ sem Leikfélag Fljótsdalshéraðs ætlar að frumsýna eftir rúmar tvær vikur. Þetta er þó ekki fyrsta leikverkið sem hún hefur skrifað. „Ég byrjaði að skrifa leikrit með samhöfundum mínum þeim Vilhjálmi Kára Heiðdal og Hildi Þórðardótt- ur haustið ’96. Það þótti hins vegar svo vont að það var sett f geymslu til frekari vinnslu síðar. Vorið 1997 tókum við svo upp pennana að nýju, en eftir fyrstu kynn- ingu á höfundafundi hjá Hugleik var ákveðið að henda því! Haustið 1997 byrjuðum við áVöl- inni, kvölinni og mölinni, sem þótti það hið frambærileg- asta og var tekið til sýninga í október 1999 í leikgerð Þor- geirs Tryggvasonar. Nú síðan ætlar Leik- félag Fljótsdalshér- aðs að taka það til sýninga." Það verður að teljast gott að nýtt leikverk sé tekið tvisvar sinnum til sýninga á sama leik- árinu, og ég spyr hvemig henni lítist á að verkið verði sett upp fyrir austan? „Ég veit náttúralega að þetta er klíkuskapur, en ég er samt afskap- lega montin!“ segir hún og glottir. „En auðvitað treysti ég þeim full- komlega, enda sá þetta félag um mitt leiklistaruppeldi og á mikið af hæfu fólki.“ Sigga Lára steig sín fyrstu skref á sviði með LF. Árið 1990, þegar hún fór sem íhlaupagítarleikari og auka- leikari í sýningu á Sölku Völku á Leiklistarhátíð í Hveragerði. Þaðan var ekki aftur snúið, um haustið lék hún í „Þar er líka líf ‘ eftir Sólveigu Traustadóttur með ungliðadeild fé- lagsins. Fram til ársins 1993 tók hún þátt í 8 sýningum með LF og Leik- félagi Menntaskólans. Eftir útskrift fór hún í Háskólann á Akureyri einn vetur. „mér hefur sjaldan leiðst jafn mikið. Ekkert leikfélag í heilan vet- ur!“ segir hún og andvarpar. „Enda var það fyrsta sem ég gerði þegar ég flutti suður var að fara og skrá mig í Hugleik og hef ég tekið þátt í 7 sýningum hjá þeim“. Leikfélagið Hugleikur er eins konar flótta- mannahæli áhugaleikara utan af landi, og hefur þar verið starfandi öflug Austfirðingadeild síðustu árin. Góður skriður komst á samninga- viðræður milli Verkamannasam- bands Islands og Samtaka Atvinnu- lífsins um sl. helgi. Tók samninga- nefnd VMSÍ/LI þá ákvörðun sl. sunnudag að fresta boðuðu verkfalli, sem hefjast átti í kvöld, fram til 13. apríl nk. í yfirlýsingu frá samninga- nefndinni segir að þessi frestun sé ákveðin í ljósi þess að sú vinna sem átt hafi sér stað undir verkstjóm rík- issáttasemjara hafi, að mati nefndar- innar, skilað þeim árangri að nauð- synlegt sé að samningsaðilar fái meiri tíma til að leita lausnar á deil- unni. Einnig segir í yfirlýsingu samn- inganefndarinnar að nokkrir hlutar kjaradeilunnar séu þegar leystir, aðr- ir á lokastigi og mörg meginatriði kröfugerðarinnar séu komin í vinnsluferil sem sé það viðkvæmur að mikilsvert sé að vinnufriður hald- ist svo reyna megi til þrautar að leysa þau mál. Þegar hefur vinna hafist um megin kröfur nefndarinnar Hugleikur sýnir oftast verk eftir meðlimi félagsins, og hafa þau verið sýnd við góðan orðsír víðs vegar um landið. Að meðaltali segir Sigga að sett séu upp 2-3 verk eftir félags- menn Hugleiks hjá aðildarfélögum Bandalags íslenskra leikfélaga á ári. „Og svo er starfandi öflug höfunda- deild innan Hugleiks. Hópurinn telur orðið um 20 manns, sem hittast reglulega og lesa yfir hvert hjá öðm og ræða málin. Þetta hefur gefist mjög vel”. Hugleikur hefur einnig getið sér góðan orðstír utan lands- steinanna. “Við fómm á leiklistarhá- tíð í Noregi sumarið 1998, og þar var okkur boðið að sýna í Litháen og Færeyjum. Það var sérstaklega eftir- minnilegt að sýna í Litháen, þar fengum við til afnota kastala frá 14.öld, þar sem búningsherbergið var efst í gluggalausum turni og leikarar klæddu sig innan um ryk og og verði ekki annað séð en að sú vinna muni skila mikilsverðum ár- angri til lausnar á deilunni. Sem dæmi um slík mál má nefna: -Nýja launatöflu, sem til framtíðar mun skila þeim árangri að í stað margra mismunandi launataxta mun launatafla þeirra félaga sem að samningunum standa verða einföld og aðgengileg -Breyttar áherslur í kaflanum um skyldutryggingar launagreiðanda sem m.a. munu leiða af sér hækkað- ar tryggingabætur -Ákvæði um starfs- og grunn- menntun verkafólks -Ákvæði um fræðslu erlends vinnuafls -Sérstakur kafli um bifreiðarstjóra Svo virðist sem að VMSÍ/LI ætli ekki að láta í minni pokann í þessum samningaviðræðum. Ekki er ljóst hversu langan tíma viðræður munu taka en reiknað er með að kjara- samningamir verði tilbúnir áður en að fyrirhugaðri vinnustöðvun kem- ur. rottur..! Eftir sýninguna fór svo hópurinn og synti nakinn í Trakai- vatni, og einn leikarinn missti gler- augun sín. Hann þvertekur fyrir að þau séu týnd, bara óheppilega stað- sett, og verður kafað eftir þeim í sumar..” Hugleikur fer í sína aðra leikferð til Litháen nú í sumar. í þetta skiptið verður sýnd söngdag- skrá eftir félagsmenn svo að það er augljóst að mikil gróska ríkir í her- búðum Hugleiks. “Svo á ég náttúrulega einn ein- þáttung í einþáttungaröðinni “Ég sé ekki muninn” sem verður frum- sýndur 1. apríl. Þar leiða þrettán Höfundar Hugleiks saman hesta sína og þættimir em byggðir á Hávamál- um” bætir Sigga Lára við, og fær sér “smók” af nikótínstautnum sín- um. “Svo ætla ég til Frakklands haustið 2001 til að klára masters- námið í bókmenntafræðinni, og það- an stefni ég á framhaldsnám í dramatúrgíu og leikstjóm.” Segir hún og klárar úr kaffibollanum sín- um. Það hlýtur að vera erfitt að skipuleggja tíma sinn í allri þessari vinnu, og þegar ég inni hana eftir hvort að hún hafi tíma fyrir einkalíf brosir hún kankvíslega. “Nei, veistu, það er bara ekki til staðar. Leikhúsið er mitt heimili og Hugleikur mín fjölskylda þessa dagana. En maður reynir stundum að kíkja út ef færi gefst, auðvitað.. og núna verð ég að drífa mig niður í búningageymslu og heim til að klára frönskuna fyrir kvöldið!” Hún kveður og gengur út í sólskinið sem loksins hefur ákveð- ið að heiðra okkur borgarbúa með nærvem sinni. KNV. Gerðu bréfaskriftir gæfumuninn? Verkamannasamband íslands og Landssamband iðnverkafólks sendi í sl. viku frá sér opið bréf til Ríkis- stjórnar íslands. í bréfinu kemur m.a. fram að VMSÍ/LI hefði þungar áhyggjur vegna þeirrar aðferðar sem valinn hefur verið til að leiðrétta kjör þess fólks sem fær atvinnuleys- isbætur og bætur frá almannatrygg- ingum, en það er að bæta prósentu- hækkun ofan á bótagrunninn. Ástæðan fyrir áhyggjum VMSÍ/LI er í bréfinu sögð vera sú, að þó pró- sentuhækkunin sé e.t.v. sú sama og hjá öðmm og betur stæðum hópum, þá er hækkunin umtalsvert minni í raun, því prósentumar leggist á lág- an gmnn. Einnig segir í bréfinu að þessi aðferð stuðli að því að bilið milli þeirra sem hafi framfæri sitt af téðum bótum og lágmarkslauna í landinu breikki enn. Því væri mynd- arleg krónuhækkun vænlegri leið í því sambandi. Utboð Vopnafjöröur EL 'lz SIGLINGASTOFNUN Löndunarbryggja, fylling við stálþil Hafnarstjórn Vopnafjarðarhrepps og Siglingastofnun íslands óska eftir tilboðum í gerð fyllingar á Vopnafirði. Helstu magntölur: Um 12.000 m“ kjarnagrjót, 3.700 m“ af möl og taka upp 1.000 m“ af grjóti úr eldri fyllingu. Verkinu skal lokið þann 1. júlí 2000. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Vopnafjarðarhrepps og skrifstofu Siglingastofnunar Vesturvör 2, Kópavogi frá þriðjudeginum 21. mars, gegn 5.000 kr. greiðslu. Tilboð verða opnuð á sömu stöðum þriðjudaginn 11. apríl 2000 kl. 11:00 Siglingastofnun íslands. Hafnarstjórn Vopnafjarðarhrepps. Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, einn af höfundum „Völin & Kvölin & Mölin” Austri/knv Frá œfingu Leikfélags Fljótsdalshéraðs á leikritinu Völin & Kvölin & Mölin sem frumsýnt verður á Eiðum 7. apríl nœstkomandi. Austri/ps VMSÍ/LI Vel gengur í samningaviðræðum

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.