Austri - 30.03.2000, Blaðsíða 7

Austri - 30.03.2000, Blaðsíða 7
Egilsstöðum, 30. mars 2000 AUSTRI 7 Hræðsluáróður í Reykjavíkurbréfi Morgun- blaðsins sunnudaginn 26. mars s.l. er fjallað um svokölluð gróður- húsaáhrif í all löngu máli. Eins og venja er þegar talað er um vísinda- leg málefni nú á dögum einkennast skrif þessi af ágiskunum, ímynd- unum og rangtúlkunum eins og sést á orðalaginu, sem notað er: „Talið er” „álitið er” „spáð er” o.s.frv. Frá vísindalegu sjónarmiði er þetta því marklaust hjal, sem í raun er ekki svaravert. Þetta orða- lag er viðurkenning á því að menn vita hreinlega ekki hvað þeir eru að tala um. Það er sitthvað að vita eða þykjast vita! En þar sem svo undarlega marg- ir virðast trúa þessum hugarórum bókstaflega og heimspólítíkin farin að byggjast á þeim að verulegu leiti þá verður að reyna að benda á þær staðreyndir, sem þekktar hafa verið frá alda öðli og hafa sannast á hverri einustu kynslóð, öld eftir öld og eru raunar svo einfaldar og auðsjáanlegar að hvert barn getur sannprófað þær af eigin rammleik. Kenningin um gróðurhúsaáhrif er sú að snefilefni í andrúmsloftinu geti hindrað hitaútgeislun jarðar- innar, svo hitinn safnist upp og veðurfar hlýni og það svo að ísar bráðni, ekki aðeins jöklarnir held- ur einnig sjálfur heimskautaísinn, með öllum þeim hrikalegu afleið- ingum, sem svo mikil áhersla er lögð á að telja fólki trú um. Nokkur grundavallaratriði I þessu sambandi verður að hafa í huga nokkrar grundvallarstað- reyndir, sem eru svo augljósar að varla ætti að þurfa að útskýra þær. Heitt loft er léttara en kalt og leitar því upp. Það er nóg að sjá hvernig gufan stígur upp úr graut- arpottinum. Loftið kólnar svo eft- ir því sem ofar dregur og uppi í há- loftunum er ótakmarkaður kuldi. Það þarf raunar ekki að fara svo mjög hátt upp. Allir vita að það er kaldara uppá fjöllum en á láglendi. Loftið ber hitann af jörðinni upp í háloftin og kólnar þar og raunar endurnýjast líka að efnasamsetn- ingu, kemur svo niður aftur á hin- um köldu svæðum jarðarinnar, þar sem ekkert uppstreymi er, t.d. á heimskautasvæðunum. Það skiptir engu máli hvaða lofttegundir eiga í hlut eða hvemig þær eru blandað- ar. Þær eru allar sama eðlis að þessu leiti. Það er því augljóst að hiti getur ekki „safnast upp”. Slíkt er beinlínis ósannindi þeirra svokölluðu vísindamanna, sem halda því fram, því þeir vita betur. Væri annars fróðlegt að vita hvað verið er að kenna í háskólum heimsins. Það er heldur ekki rétt að hita- stig á heimskautasvæðunum hafi hækkað miklu meira en annars- staðar á jörðinni. Það einfaldlega gengur ekki upp! Hvers vegna höfum við hér á íslandi ekki orðið vör við það. Það hefði varla farið framhjá mörgum ef hitinn hefði hækkað um 13 -14 ° ! Hafstraumarnir Nú er einnig farið að hræða fólk með ímyndaðri hættu á að haf- straumar kunni að raskast. Vísindamenn virðast ekki vita ennþá hvað það er sem knýr haf- straumana og er ekki hægt að ásaka þá fyrir það út af fyrir sig. Veðurfræðingar halda því fram að hafstraumarnir séu knúnir af vind- inum eingöngu. Þeim hefur senni- lega ekki verið kennd grundvallar- lögmál eðlisfræðinnar þrátt fyrir allt. T. d. það að tvennt gerist þeg- ar efni hitnar: Það léttist og það þenst út! Hitaþensla og frost- þensla er svo mikill kraftur að ekk- ert stenst. Þetta er alkunna. í bensínvélum og diesilvélum er þessi þenslukraftur loftsins nýttur. í gufuvél nýta menn þenslu vatns- ins við hitun. Flestir hafa séð þeg- ar sýður uppúr grautarpottinum, vegna þenslu vatnsins þegar það hitnar. Það gerist hvort sem búið er að salta grautinn eða ekki. Haf- straumarnir eru einfaldlega knúnir af sama lögmáli. í hitabeltinu hitar sólin yfirborð sjávar og þenslan verður svo mikil að sjórinn ryðst af stað og flæðir milli meginlandanna t.d. norður eftir öllu Atlantshafi og norðaust- ur með norðurströnd Evrópu, alla leið norður í íshaf og er þá orðinn kaldur og þungur, sekkur því í djúpið og snýr síðan til baka með- fram botninum. Þetta er hringrás eins og í miðstöðvarkerfi. Hin ei- lífa og óstöðvandi hringrás vatsnins, loftsins og frumefnanna og tímans. Hvað er raunveruleg þekking? Hér hefur verið drepið á aðeins örfá grundvallaratriði en ekki er rúm til að hafa þetta ýtarlegra. Maður þyrfti að hafa allt að tvær síður í Morgunblaðinu eins og Reykjavíkurbréfið til þess að gera þessu efni verðug skil. Þar kemur í ljós vald fjölmiðlanna til að ráða hvaða upplýsingar koma fyrir sjónir almennings, en einnig ábyrgð þeirra á því hvort almenn- ingur er rétt upplýstur. Það er ekki hægt að halda því fram að eitthvað sé rétt fyrr en það hefur verið sannað. Og það er ekkert vit í því að fara eftir öðru en því sem sann- að er þegar málið varðar heilar þjóðir eða jafnvel alla heims- byggðina. Fjölmargir vísinda- menn halda því fram að talið um gróðurhúsaáhrif sé eintómt rugl, og geta sannað það, en fjölmiðl- arnir hafa samt ekki áhuga á að birta þeirra mál. Það er hlutverk vísindanna að sanna hvað er raun- veruleg þekking og hvað ekki, annars villast menn í moldviðri fordóma, sleggjudóma og hvers- konar hugaróra og ekki bætir úr skák ef menn þar að auki láta stjórnast af bölsýni og og trú á það illa í mannlegri tilveru. Pétur Guðvarðsson Millifyrirsagnir eru blaðsins Átt þú nokkuð ógreiddan augl/singareikning eða Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Náðu varanlegum árangri í eitt skipti fyrir öll. Ég misstil8kg. Síðasta sending seldist strax upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Hringdu strax. Pétur s: 893 1713. Aukakílóin burt! Ný öflug vara! Ég missti 14 kg á 7 vikum. Síðasta sending seldist upp. Persónuleg ráðgjöf og stuðningur. Fá pláss eftir. Hringdu strax. Soffia hjúkrunarfræðingur s:899 0985. Til sölu er Svartur tauhomsófi og unglingarúm (fyrir 10-12 ára) upplýsingar hjá Sflu í síma 471-1150 Hundar fást gefins 4 hvolpar bordercollie blendingar fást gefins. Upplýsingar hjá Helgu eða Friðrik í síma 471-1683. Haiió halló Man einhver eftir mér, Vigfúsi Friðrikssyni (Fúsa). Nú vantar mig og minni spúsu litla íbúð frá og með 20. júlí eða 1. ágúst. Ef einhver vill leigja okkur á Egilsstöðum hafið þá samband við mömmu eða pabba í síma 471- 1683. * Eg skal kveða við þig vel Umsjón: Ágústa Jónsdóttir Heil og sæl Einhvern tíma í vetur fékk ég ágætt bréf frá frænda mínum einum í Neskaupstað. Hann sendi mér kvæði eftir Jónas Þorsteinsson frá Skuggahlíð í Norðfirði og spurði jafnframt hvort ég ætti nokkrar vís- ur eftir hann. Ég hef kynnt mér, með góðra manna hjálp, ýmislegt um Jónas Þorsteinsson. Hann var fæddur í Skuggahlíð árið 1853 og ólst þar upp. Hann bjó um tíma á Krossi í Mjóafirði og var lengi ým- ist í Mjóafirði eða Norðfirði. Hann þótti prýðilega hagmæltur og var auknefndur „skáldi.“ Alkunn er vísa hans um Mjóafjörð: Hér við óar huga manns, harður þó sé gjörður, öskustóinn andskotans er hann Mjóifjörður. Jónas átti konu þá er Sigríður Magnúsdóttir hét, hún var all- nokkru eldri en hann. Mjög var kært með þeim hjónum, en Sigríð- ur varð ekki gömul, andaðist aðeins 46 ára. Jónas orti einstaklega fal- legt erfíljóð eftir hana, sem nefnd- ist Söknuður. Þar í er þessi vísa: Aldrei fyrr svo fann ég lífsins kulda, frost og hita samanblandað þó. Get ég ekki gátu skilið hulda, guðlegt ráð svo veikum manni bjó. Sagt er að Jónas hafi átt við nokkurt þunglyndi að stríða. Hann gat þó mætavel gert að gamni sínu. Einn af vinum hans í Mjóafirði var Þorkell Joensen, færeyskur maður, þeir reru til fiskjar saman. Jónas gerði þessa vísu, sem sagt er að Þorkell hafi oft kveðið við raust: Það ber til ég segi satt, samt þó kunni að Ijúga, en upp úr Kela aldrei datt orð sem mátti trúa. Jónas var líka á sjó með manni sem Högni hét, sá átti þá unga dótt- ur Þorgerði að nafni. Jónas kvað: Dragðu flyðru úr flœði, feita, sem má heita munnum Ijúfa manna. Mikið verði spikið. Svinnur þá mun svanni sýna dóttur þína vœna eftir vonum, veit ég Gerða heitir. Að kveðnu þessu erindi dró Högni stóra og feita lúðu. Jónas fór víða, hann var um tíma í Vestmannaeyjum og nokkur ár í Færeyjum. Síðustu ár sín bjó hann á Norðfirði, með konu er hét Jó- hanna Jóhannsdóttir, og nefndi hús sitt Harðangur. I þann tíð var siður að mála líkkistur svartar. En Jónas kom á framfæri ósk um annan lit: Fögur héðan ferðin er, flestir svo á líta. Kæru brœður, krítið þér kistuna mína hvíta. Það skal nýung það að sjá þar á grafarfundi. Krossinn rauði ofan á allvel fara mundi. Sagan segir að upp frá því hafi kist- ur verið málaðar hvítar á Norðfirði. Þessar vísur og fróðleikur um Jónas em teknar úr Mjófirðingasögum eftir Vilhjálm Hjálmarsson. Víst þætti mér gaman ef einhver gæti vísað mér á fleira eftir Jónas Þorsteinsson. Við skulum ljúka þessu með tveim- ur vísum eftir Rósberg G. Snædal, á leið um æskustöðvar sínar orti hann: Oft er gœlt við grafna sjóði, gengin spor um hól og laut, þar er gróinn götuslóði gömlum manni Aðalbraut. Margur hefur leitað sér hugarbótar ívinnunni. Rósberg kveður: Dofnar skinn og daprast trú, dvín að sinni bragur, lœknir minn og líkn ert þú langi vinnudagur. Svo þakka ég lesturinn. Ágústa Osk Jónsdóttir Eiríksstöðum 2 s: 471-1067 Sómabátur óskast! Ef þú átt sómabát sem þú vilt selja, þá, þá vil ég kaupa. Allt kemur til greina. Nánari upplýsingar í súna 472-1111. Húsnæði óskast Tvo reglusama og reyklausa einstaklinga vantar íbúð á Egilsstöðum í sumar. Nánari upplýsingar hjá Guðjóni í síma 861-9021 og Sigmari í síma 8696201. Amma stal buxum dótturdóttur sinnar eftir að hafa mist 20 kg. En viltu vita hvað Amma gerði? Upplýsingar hjá Maríu í síma 697- 3812. Bílasími, Maxon 450i farsími selst á hálfvirði þar sem eigandi er bfllaus og hefur því ekki not fyrir hann. Upplýsingar hjá Sigurði Lárussyni, Árskógum 20b í síma 471-1698. Til sölu smáauglýsing í Austra. Hún kostar 1.000 kr. nema að þú sért áskrifandi, þá er hún ókeypis! Upplýsingar í síma 471-1600. Til sölu aiwa bassabox fyrir græjur. Upplýsingar í síma 899-4332. Vantar lítið sófasett (má vera svefnsófí), eldhúsborð og stóla , helst ódýrt eða gefins. Upplýsingar í síma 854-9746.

x

Austri

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Austri
https://timarit.is/publication/792

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.