Fylkir


Fylkir - dec 2019, Qupperneq 7

Fylkir - dec 2019, Qupperneq 7
FYLKIR - jólin 2019 ° ° 7 Eyverjar, félag ungra sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum, verður 90 ára þann 20. desember næst- komandi. Það er mjög merkilegt að í desember sama ár og Sjálfstæðis- flokkurinn sem var stofnaður í maí 1929 skuli hafa verið búið að stofna félag ungra sjálfstæðismanna í Eyjum. Framan af hét félagið ein- faldlega “Félag ungra Sjálfstæðis- manna í Vestmannaeyjum” en árið 1961 var ákveðið að félagið fengi nafnið “Eyverjar” ásamt því að nú- verandi merki félagsins var tekið í notkun. Það var mikill samhugur í þessu nýstofnaða félagi, sem reyndar hefur ávallt einkennt starf- semi félagsins. Markmið Eyverja, sem og annarra ungra Sjálfstæðis- manna, er að berjast fyrir “víðsýnni framfarastefnu í þjóðfélaginu með hagsmuni allra stétta að leiðarljósi” eins og segir í lögum félagsins. Með stuðningi Sjálfstæðisflokks- ins hafa Eyverjar reynt eftir bestu getu að koma þeim sjónarmiðum á framfæri. Eyverjar hafa alla tíð unnið vel með öðrum Sjálfstæðis- félögum í Vestmannaeyjum, og ætíð hefur yngri meðlimum flokks- ins verið treyst til ábyrgðastarfa. Til að mynda hafa Eyverjar nær alltaf fólk á framboðslista í bæjarstjórn- arkosningum, sem og í ráðum og nefndum fyrir hönd félagsins. Fyrir síðustu bæjarstjórnarkosningar voru meira en helmingur fram- bjóðenda á lista Sjálfstæðisflokks- ins á Eyverja aldri. Fyrsti formaður félagsins var Páll Eyjólfsson, en frá stofnun hafa 47 einstaklingar gengt formannsembætti. Starfsemin Eyverjar hafa alltaf lagt mikið upp úr miklu félagsstarfi. Hér áður fyrr var venja að halda svokallaða Vorhátíð Eyverja, þar sem settur var upp nokkurskonar kabarett á hvítasunnukvöld og síðan var dansleikur langt fram eftir nóttu, en þessi hefð lagðist niður fyrir um 30 árum eða svo. Á þrettándanum hafa Eyverjar haldið grímudansleiki í mörg ár. Upphaflega bæði fyrir fullorðna og börn, en í dag eru þeir eingöngu fyrir börn og er óhætt að segja að dansleikurinn sé ómissandi hefð ár hvert. Það er einstaklega gaman að sjá metnaðinn sem börn og foreldrar leggja í búningana og gleðina sem á sér stað á ballinu. Engin breyting er þar á núna og kemur ballið til með að vera haldið á komandi þrettándahátíð. Ásgarður, núverandi félagsheimili Sjálfstæðisfélaganna í Vestmanna- eyjum, er fjórða aðsetur félaganna. Fyrsta aðstaðan var í Samkomu- húsinu, en upp úr 1960 var ákveð- ið að kaupa húseignina Helgafell og gera þar upp félagsheimili. Opnunarhátíð félagsheimilisins í Helgarfelli var síðan haldin tveimur árum síðar. Félagsheimilið var oft á tíðum kallað “Betlehem” vegna þess að félagsmenn leituðu mikið í stuðning hjá fyrirtækjum og ein- staklingum bæjarins þegar lagfær- ingar á húsinu áttu sér stað. Árið 1968 var síðan ákveðið á félags- fundi að kaupa eignina Vík sem stóð við Bárustíg. Stóð til að gera húsið upp og breyta því í félags- heimili, en það kom aldrei til þeirra breytinga vegna fjárskorts og var húsið selt nokkru síðar. Árið 1974 var lokið við að innrétta nýja félags- aðstöðu í vesturhluta nýbyggingar Samkomuhússins. Salurinn sem var ekki stór var jafnan kallaður Eyverjasalurinn og hafði gríðarlega góð áhrif á félagsstarfið. Nokkrum árum síðar var kjallarinn undir salnum þar fenginn líka og hann innréttaður sem leiktækjasalur. Samkomuhúsið var selt 1987 og árið 1989 festu Sjálfstæðisfélögin í Vestmannaeyjum kaup á jarðhæð og hluta kjallara Heimagötu 35-37, sínu framtíðarhúsnæði. Árið 1982 var stofnaður Ferðaklúbbur Eyverja, sem á þeim tíma var nokkuð öfl- ugur. Farið var í eftirminni- lega ferð til Englands árið 1982, ásamt styttri ferðum um landið, til að mynda í heimsókn á Keflavíkur flugvöll og skemmtiferð um Suð- urland. Fyrr á árum var einnig farið í margar ferðir um landið en fyrsta ferðin upp á land var árið 1932, þá var farið með m.b Skógarfossi til Stokkseyrar sem þótti mikið ferða- lag á þeim tíma. Síðasta ferðin sem ferðaklúbbur félagsins stóð fyrir var heimsókn nokkra Eyverja til Færeyja árið 2003 þar sem ferða- langar kynntu sér jarðgangagerð í Færeyjum ásamt sögu og menn- ingu eyjaskeggja. Árið 1938 kom fyrst út málgagn Eyverja, Stofnar og var Loftur Guð- mundsson kennari fyrsti ritstjóri þess. Næst kom það út tæpum 30 árum síðar, en útgáfustarfsemi hefur verið sterkur þáttur í starfi Eyverja frá þeim tíma. Tölublaðið kemur út 1-2 á ári. Einnig gaf fé- lagið út símaskrá fyrir Vestmanna- eyjar í mörg ár. Fyrsta útgáfan var árið 1978. Ákveðið var að hafa aug- lýsingar, söguágrip sem og upp- lýsingar um helstu stofnanir bæj- arins í þessu riti. Það gekk þó ekki áfallalaust fyrir sig til þess að byrja með þar sem Póstur & sími höfðu einkaleyfi á útgáfu símaskrár, var þá í kjölfarið ákveðið að nefna út- gáfuna Upplýsingarit Vestmanna- eyja. Póstur & sími kærði útgáfuna með þeim afleiðingum að þáver- andi formaður félagsins Sigurður Örn Karlsson var handtekinn, en skráin kom þó út eftir mikið laumu- spil í kringum það. Nokkur ár eru síðan að hætt var að gefa út Upplýsingaritið og má segja að tæk nibylt ing og netið hafi skipt þar mestu. Síðustu ár hafa Eyverjar reynt að halda uppi góðu félags- lífi fyrir ungmenni Vestmannaeyja. Félagið reynir að hafa nokkra við- burði ár hvert, eins og til dæmis spurningakeppnir, golfmót, uppi- stand og hin ýmsu skemmtikvöld við góðar undirtektir. Mikilvægi ungliðastarfs Í stjórn eins og Eyverjum koma saman ólíkir einstaklingar með ólík sjónarmið. Það er bæði þroskandi og gefandi að taka umræðu um málefni og komast að góðri sam- eiginlegri niðurstöðu. Það er mikil- vægt að raddir ungs fólks fái að heyrast og Sjálfstæðisflokkurinn hefur sýnt það að hann hlustar á ungt fólk og hann treystir ungu fólki. Eyverjar hafa verið í góðu samstarfi við bæjarfulltrúa flokks- ins og komið þar sjónarmiðum sínum á framfæri og það sama á við um þingmenn sem hafa sýnt áhuga á starfi félagsins og má þar helst nefna Áslaugu Örnu Sigur- björnsdóttur og Vilhjálm Árnason. Framtíðin Það er ljóst að erfiðara og erfiðara er að fá einstaklinga til þess að taka þátt í sjálfboðaliða starfi og þar er þátttaka í stjórnmálasam- tökum ekki undanskilin. Hins vegar ríkir mikil gleði og mikill einhugur í Eyverjum og auðvelt hefur verið að finna einstaklinga til þess að gegna þar trúnaðarstörfum. Það er því ekki hægt að ætla annað en fram- tíð Eyverja sé björt og vonandi að næstu 90 ár verði jafn gæfurík og hin fyrri 90! Gjör rétt, þol ei órétt. Eyverjar í 90 ár! Það er því ekki hægt að ætla annað en framtíð Eyverja sé björt og vonandi að næstu 90 ár verði jafn gæfurík og hin fyrri 90! Gjör rétt, þol ei órétt. ALMA INgóLFSdóTTIR varaformaður Eyverja Myndir úr starfi Eyverja á síðustu árum.

x

Fylkir

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.