Fylkir


Fylkir - des. 2019, Síða 10

Fylkir - des. 2019, Síða 10
10 FYLKIR - jólin 2019 ° ° svifamikill og kom víða við. Auk hússins eignaðist hann hlut í bátum, og samkvæmt fasteigna- skrá frá 1918 átti hann rúmlega 60 rúmmetra fiskhús í Skipasandi, 284 fermetra þerrireit við Uppsali og u.þ.b. tveggja dagsláttu tún í ræktun í Dalaheiði. Heimilishald í Steinholti hefur eflaust endurspeglað umfang húsbóndans og breytingarnar í samfélaginu. Væntanlega hefur verið nóg að bíta og brenna, hús- næðið var rúmgott, rafmagn og vatn, 2 eldavélar og hitað upp með kolum. Heimilistæki önnur hafa þó verið fá þar eð rafmagnstæki höfðu ekki enn hafið innreið sína inn á heimili í Eyjum. E.t.v. var þó komið útvarp á Steinholtsheim- ilið seinustu árin fyrir flutning, en ríkisútvarpið hóf göngu sína 1930. Á lóðinni var svo fjósið með mjólk- andi kú og ilmandi hey í hlöðunni. Steinholtssystkinin hafa alist upp í nálægð við atvinnulífið, stutt var niður í Skipasand í fiskhús föður þeirra, þar sem fiskurinn af báti og bátum hans var verkaður. Á sumrin hafa þau væntanlega hjálpað til á þerrireitnum við Uppsali og víðar, breitt út saltfisk, staflað honum og umstaflað, en slík verk voru fyrst og fremst á herðum eldra fólks, kvenna og barna. Á sólríkum sumardögum var Heimaey þakin snjóhvítum saltfisksbreiðum langt upp frá sjávarsíðunni. Fleira fólk og fyrirtæki Þótt fjölskylda Kristmanns og Jónínu stækkaði ört, var Steinholt stórt og mikið hús, þar sem vítt var til veggja og hæðir tvær auk kjallara. Því var hægt að koma fyrir leigjendum til lengri eða skemmri tíma. Kristmann var útgerðarmað- ur, en altítt var, að sú stétt manna skyti skjólshúsi yfir bátsverja sína, sem sóttu sjóinn á báti eða bátum viðkomandi. Voru þeir gjarnan ráðnir upp á gistingu og kost, svo oft hefur verið mannmargt í Stein- holti. Þá mun húsfreyjan einnig hafa verið með kostgangara, þ.e. vertíðarfólk sem eingöngu var hjá henni í fæði. Friðbjörn (1885-1957) og Eirikka Guðrún (1888-1970), systkin hús- bóndans, höfðu flutt til Eyja í kjöl- far hans og fengu inni hjá bróður sínum í hinu nýja, glæsilega húsi, sem hann hafði látið byggja. Voru þau titluð sem vinnufólk á heim- ilinu fyrstu árin. Sambýliskona Friðbjörns var Valdimara Ingibjörg Hjálmarsdóttir (1886-1969), en þeim fæddist sonur í húsinu árið 1908, Óskar (1908-1992), en annan son, Alexander Samson (1907- 1907), misstu þau árið áður. Þessi fjölskylda átti eftir að eiga heima á ýmsum stöðum í Eyjum, síðast á Herjólfsgötu 12A árið 1930. Fleiri úr fjölskyldu húsbóndans í Stein- holti fengu inn í húsinu, s.s. móðir hans, Sigurveig Samsonardóttir (1854-1930). Barnsfæðingar voru tíðar í Stein- holti á þessum fyrstu áratugum hússins. Auk húsfreyjunnar, sem fæddi og missti einnig barn, eignuðust hjónin Ingibjörg Þor- steinsdóttir (1883-1949) og Þor- steinn Hafliðason (1879-1965), son árið 1910, Bjarna Eyþór (1910- 1946). Bjuggu þau þá í húsinu með 2 önnur börn sín og móður Ingibjargar, Agnesi Hannesdóttur (1850-1927). Þorsteinn stundaði bæði skósmíðar og sjómennsku í Eyjum, en fjölskyldan bjó víða í bænum áður en hún flutti á brott árið 1946. Lærlingur Þorsteins, Sig- urður Jónsson (1888-1916), stund- aði einnig um tíma skósmíðar í Steinholti. Fólk kom í Steinholt og fór þaðan á áratugum fjölskyldu Kristmanns og Jónínu í húsinu án þess að það þætti meira fréttnæmt en flutn- ingar annars fólks milli húsa eða til og frá Eyjum. Þó kom fyrir, að bæj- arblöðin festu á prent heimsóknir í húsið, reyndar löngu eftir að þeim var lokið. Þórarinn Kristjánsson (1886-1943), verkfræðingur, síðar hafnarstjóri í Reykjavík, fékk t.a.m. að halla höfði sínu undir þaki Steinholts, en hann dvaldi sumar- langt árið 1914 í Eyjum í tengslum við gerð hafnarinnar. Dvöl Þórarins í húsinu rataði inn á síður Eyja- blaðsins Fylkis áratugum síðar, en þar var birtur gamanbragur um hann, þar sem sama setningin var margendurtekin: ... „Svalt er hjá Kristmanni á kvöldin“. Væntanlega er höfundur að tengja starf Krist- manns í Íshúsinu við dvöl Þórarins á heimilinu? En fleiri gistu í Steinholti en ein- staklingar og fjölskyldur. Nú voru fyrirtæki í bænum farin að líta hýru auga til hússins. 30. október 1919 kom fyrsta útibú Íslandsbanka í Vestmannaeyjum sér fyrir í kjall- araherbergjunum í Steinholti, sem sneru að Kirkjuveginum. Neðsti hluti vegarins lá á þessum tíma á milli hússins og Rafstöðvarinnar og bankinn því í alfaraleið. Síðar var vegurinn færður vestur fyrir Rafstöðina. Útibú Íslandsbanka flutti seinna í húsið Tungu, Heima- götu 4, og þaðan að Heimagötu 1. Úr peningaviðskiptum og geymslu fjármuna hýsti Stein- holt næst viðgerðir á skófatnaði auk heimilisrekstursins. Árið 1926 birtust í Eyjablaðinu tilkynningar frá Eyjólfi Eyjólfssyni (1902-1966), þar sem hann auglýsti „Bestar og ódýrastar skóviðgerðir“ og stað- setti þær í Steinholti, trúlega í fyrrverandi peningahirslum kjall- arans! Eyjólfur lauk skósmíðanámi hjá Sófusi Guðmundssyni í Eyjum, en hann var fæddur í Ölfusi og bjó í 8 ár i Vestmannaeyjum. Hann hafði fengið beinbólgu ungur að aldri, sem leiddi til fötlunar á fæti. Eyjólfur rak verkstæði sitt a.m.k. í 4 ár í Steinholti, en í september 1930 tilkynnti hann viðskiptavinum sínum í Eyjablaðinu Víði, að hann muni „leggja niður vinnustofu“ sína. Flutti hann sama ár til Reykja- víkur og keypti skósmíðaverkstæði í höfuðborginni að Týsgötu 7. Á meðan fyrirtæki voru að koma sér fyrir í Steinholti hélt fjölskyldu- líf áfram að blómstra þar. Ágústu Hansínu Petersen Forberg (1905- 1987) og Ólafi Magnússyni (1903- 1930), ritstjóra Víðis, fæddist sonur, Ólafur (1928-1984), í húsinu, en fyr- ir var annar sonur, Magnús (1926- 1990). Hjónin fluttust skömmu síðar til Reykjavíkur vegna þess að Ólafur eldri veiktist af berklum. Þá eignaðist elsta dóttir Steinholts- hjóna, Júlíana Kristín, tvær dætur, Jónínu Kristínu (1930) og Magneu Kristólínu (1932-1998) á tveggja ára bili með eiginmanni sínum, Kristjáni Magnússyni (1909-1979). Fjölskyldan flutti til Reykjavíkur 1934. Verslun með peninga og skófatn- að hafði ratað undir þak Steinholts á öðrum og þriðja áratugnum, og enn bættist við fyrirtæki, sem fékk inni í húsinu á þeim fjórða. Um ára- mótin 1934/ 1935 birtist auglýsing í Víði frá Verslun Gunnl. Loftsson, þar sem í boði voru appelsínur: „15 stykki fr. 2 krónur“. Þessi verslun hafði verið til í Eyjum a.m.k. frá 1928, en auglýsti hvorki fyrr né síðar vörur sínar frá Steinholti. Mikil umsvif höfðu verið hjá Krist- manni Þorkelssyni þá áratugi, sem hann hafði búið í Eyjum. Heimilis- lífið hafði blómstrað sem og hagur fjölskyldunnar. Óveðurský voru þó skammt undan. Frá 1930 var kreppan mikla skollin á með öllum sínum þunga, fiskafurðir hríðféllu í verði, og margir útgerðarmenn urðu að láta í minni pokann fyrir henni. Ekki er ólíklegt að versn- andi lífsafkoma hafi m.a. valdið því að hjónin, Kristmann og Jónína, ákváðu að kveðja samfélagið í Eyj- um, sem hafði fram að því reynst fjölskyldunni svo gjöfult. Hjónin fluttu til Reykjavíkur, en Kristmann stundaði þar m.a. útgerð í Sand- gerði og síðar verslunarstörf í Ed- inborg. Hann lifði konu sína, sem dó árið 1957, og lést 1972. Börnin settust öll nema eitt að á fasta- landinu og áttu ekki afturkvæmt á bernskuslóðir nema sem gestir. Kristmennska Kristmann í Steinholti var m.a. starfsmaður Ísfélagsins í Eyjum og var þekktur sem slíkur, „Kristmann í Íshúsinu“. Hann lagði gjörva hönd á margt, sem hefur glatast í tímans rás. Tjáningarmáti hans hefur þó varðveist, orðið nokkurs konar arfleið Kristmanns, sögur um mis- mæli og glettni, sem enn eru jafnvel til í minni elstu, núlifandi kynslóðar Eyjamanna. Eftirfarandi sögur voru hafðar um Kristmann frá sonarsyni hans og birtust í Morgunblaðinu undir fyrirsögn- inni, „Kristmennska“. Eitt sinn kom skip til Eyja með vörur til Ísfélagsins. Um það leyti, sem uppskipun átti að hefjast, fór rafmagnið. Kristmann snaraðist þá í símann og hringdi í rafveituna og mælti: „Þetta er Ísmann í Kristhús- inu. Það er komið skip með ol og kolíu og ekkert hægt að gera fyrir dimmuleysi“. Annað tilvik segir frá því, er Krist- mann þurfti að koma boðum til undirmanns síns um að fara með hestinn og skola hann að innan og setja hestvagninn á beit! Kristmannsbræður Steinholt var áfram í eigu fjöl- skyldu Kristmanns og Jónínu eftir flutning þeirra úr Eyjum haustið 1933. Elsti sonur hjónanna, Ingi, hafði kvænst Sigríði Þorgilsdóttur (1904-1991) árið 1929 og flutti fljótlega inn með konu sinni. Þar bjuggu þau a.m.k. til ársins 1941, en Ingi starfaði m.a. sem banka- gjaldkeri. Fjölskylda Inga og Sig- ríðar hélt síðar til Reykjavíkur með viðkomu í Knarrahöfn, Fífilgötu 8. Ungu hjónin eignuðust 3 börn í Eyjum, sem öll fæddust í Steinholti: Kristján Ágúst (1931-2017), Jónínu Þóru (1934) og Unni Dóru (1934). Þær systur fluttust báðar síðar til Bandaríkjanna. Eitt barna þeirra Kristmanns og Jónínu, Karl, festi rætur til fram- tíðar í Eyjum. Kalli Kriss bjó í Stein- holti með eldri bróður sínum og hans fjölskyldu á meðan þeirra naut við. Hann hóf snemma versl- unarrekstur, sem hann byggði á verslunarleyfi móður sinnar frá 1931. Kalli var óragur við að láta reyna á nýjar hugmyndir í rekstr- inum og seldi m.a. kaffi, Fellskaffi, sem hann brenndi sjálfur í útihúsi við Steinholt. Þá vafðist ekki fyrir honum að leita sér frekari mennt- unar og þekkingar í verslunar- fræðum, er hann hélt í því skyni utan til Þýskalands seint á fjórða áratugnum. Kom hann aftur heim til Eyja reynslunni ríkari rétt fyrir stríð. Kalli gerðist umboðsmaður fyrir ýmis fyrirtæki á staðnum, s.s. Flugfélag Íslands, sem var með skrifstofu í fyrrnefndu útihúsi. Þá var hann einnig þar með verslun. Steinholt stóð fyrir austan Kirkjuveginn, en við stækkun Raf- stöðvarinnar árið1934 var veru- lega þrengt að húsinu. Myndaðist því mjótt sund á þessum hluta vegarins með háum húsgöflum Rafstöðvarinnar á annan veginn og Steinholts til hins. Gátu bæj- arbúar gengið Kirkjuveginn alveg við vesturhlið hússins að verslun/ skrifstofu Kalla Kris, en aðeins voru nokkrir faðmar yfir að austurgafli Rafstöðvarinnar hinum megin, þar sem þrengst var. Kalli drukknaði í höfninni árið 1958 aðeins 47 ára gamall. Á meðal barna hans er Kristmann (1945), kunnur borgari í Eyjum, en hann hélt áfram verslunarrekstri föður síns samkvæmt verslunar- leyfi ömmu sinnar og byggði upp öflugt heildsölufyrirtæki, sem enn er starfandi. gestir og gangandi Gestagangur hjá þeim Krist- mannsbræðrum var allnokkur eftir að þeir tóku við búsforráðum í Steinholti eftir flutning foreldra þeirra og yngri systkina til Reykja- víkur. Væntanlega hafa herbergin á loftinu sem og í kjallara staðið ferðalöngum milli húsa í bænum til boða og einnig meginlandsbú- um, sem freistuðu gæfunnar í Eyjum. Að venju stöldruðu gestir mislengi við, einstaklingar og fjöl- skyldur. Lúðvík Jónsson (1904-1983) bak- ari var heimamaður, oft kenndur við Haga, Heimagötu 11 í Eyjum, fékk leigt hjá þeim bræðrum um tíma ásamt konu sinni, Lovísu Guð- rúnu Þórðardóttur (1901-1993) og tveimur dætrum, Ástu (1930-2012) gamli Kirkjuvegurinn, neðsti hlutinn, eins og hann leit út á dögum Kristmanns og fjölskyldu hans, Borgarhóll til hægri og síðan Steinholt gegnt Rafstöðinni. Sigríður Þorgilsdóttir og Ingi Kristmanns, húsbændur í Steinholti á fjórða áratugnum. Kalli Kriss bjó með fjölskyldu Inga bróður síns í Steinholti og var ungur kominn á kaf í kaup- mennsku. Ákall til húsmæðra í Eyjum! Kalli Kriss auglýsir af mikilli háttvísi kaffibrennslu frá Steinholti í Eyjablaðinu víði frá 1937 og dregur ekkert undan um gæðin!

x

Fylkir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.