Fylkir


Fylkir - dec. 2019, Side 23

Fylkir - dec. 2019, Side 23
FYLKIR - jólin 2019 ° ° Hlíðarveg 4 sem er næst stærsta sjóvarma- dælustöð í heiminum. Í Drammen í Noregi er 14MW sjóvarmadælustöð. Fyrir rúmum hundrað árum var hér í Eyjum einn mesti frumkvöðull sem Ísland hefur átt, en það var Eyjapeyinn Gísli J Johnsen (10.3.1881 – 6.9.1965). Hann tók eftir því að Danir voru farnir að vélfrysta fisk. Hann dreif sig til Danmerkur og keypti frysti- pressur og stofnaði fyrsta frystihús landsins í Vestmannaeyjum. Gísli keypti pressur frá framleiðandanum Sabroe. Nú rúmlega 100 árum seinna erum við Eyjamenn fyrstir til að byggja sjóvarmadælustöð á Íslandi, og viti menn, það eru einnig Sabroe pressur! Hvernig virkar varmadælan? Vinnslumiðillinn ammóníak fer í gegnum sjóvarmaskiptin. Í sjóvarmaskiptinum fer sjór um aðra hlið hans og ammóníak um hina. Vegna lágs suðumarks ammóníaks sýður ammóníakið í varmaskiptinum og breytist í ammóníaksgufu og sjórinn kælist. Ammóníaksgufan fer þaðan inn í Sabroe skrúfupressu sem þjappar gasinu saman upp í rúm 30 bar og þá er hitinn á gasinu orðinn um 115°C. Ammóníaksgasið heita fer þaðan í varmaskipta hitaveitunnar og hitar upp vatn hitaveitunnar í 75°-77°C. Eftir það er ammóníakið orðið kaldur vökvi og fer síðan aftur í sjóvarmaskiptinn og hringrásin hefst aftur. Sjóvarmadælustöðin við Hlíðarveg Haustið 2015 var farið í útboð á 8-12MW sjóvarmadælum og bárust 12 tilboð. Árið 2016 ákvað stjórn HS Veitna hf. að fara út í þessa framkvæmd og fjárfestinga- samningur var gerður við ríkisvaldið ásamt samningum um orkukaup við Landsvirkjun og HS Orku hf. Samið var um kaup á sjó- varmadælum frá danska framleiðandanum Sabroe með 10,4MW varmaafli samkvæmt útboði 2015. Engar lóðir voru á lausu næst sjó á hafnar- svæðinu, sem hefði verið fyrsti kostur. Vest- mannaeyjabær átti lausa lóð að Hlíðarvegi 4 sem HS Veitum hf. var úthlutað. Byrjað var að byggja sjóvarmadælustöðina vorið 2017. Aðalverktaki byggingar var Steini og Olli ehf. Sumarið 2018 voru vélarnar settar inn í bygginguna og í október það ár voru vél- arnar ræstar, og upphitun á hitaveituvatn- inu hófst. Reksturinn þetta fyrsta ár hefur gengið vel. Að sjálfsögðu hafa komið upp byrjunarörðugleikar, en þau verkefni hafa verið leyst. Þessi framkvæmd, sem er töluvert stór á mælikvarða okkar Eyjamanna, var að stórum hluta unnin af fyrirtækjum hér í Eyjum. Þann 29. maí fór fram vígsla á sjóvarma- dælustöðinni, þar sem Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra Íslands, og Ívar Atl- ason tæknifræðingur HS Veitna hf. klipptu á borða og opnuðu stöðina formlega. Eftir skoðunarferð um stöðina var haldið í Akó- geshúsið þar sem ávörp og kynningar fóru fram. Lokaorð Sjóvarmadælustöðin sér um að hita upp mestan hluta bæjarins. Til þess að sjóv- armadælustöðin geti hitað upp allan bæ- inn allan ársins hring, þarf að bæta fimmtu vélinni við. Við smíði hússins var gert ráð fyrir henni. Vonandi mun þessi framkvæmd verða hagkvæm fyrir íbúa Vestmannaeyja um ókomna framtíð. 23 Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Gleðileg jól og farsælt komandi ár þökkum viðskiptin á árinu sem er að líða! Þórdís Kolbrún Reykfjörð gylfadóttir, Iðnaðarráðherra og greinarhöfundur klippa á borðann við vígslu stöðvarinnar Ívar Atlason með forseta á báðar hendur. Forseti Þýskalands Frank-Walter Stein- meier og eiginkona hans Elke Büdenbender ásamt forseta Íslands guðna Th. Jó- hannessyni og Elizu Reid eiginkonu hans heimsóttu varmadælustöðina 13. júní sl. Foreinangruð hitaveiturör frá Set voru lögð frá kyndistöðinni við Kirkjuveg að Sjóvarmadælustöðinni að Hlíðarvegi 4.

x

Fylkir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fylkir
https://timarit.is/publication/878

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.