Fréttablaðið - 08.10.2020, Síða 4
Tæp 64 prósent finnst
göngugötur hafa jákvæð
áhrif á veitingastaði
jeep.is
UMBOÐSAÐILI JEEP® OG RAM Á ÍSLANDI • ÍSLENSK-BANDARÍSKA • ÞVERHOLT 6 • 270 MOSFELLSBÆR
S. 590 2300 • WWW.ISBAND.IS • ISBAND@ISBAND.IS • OPIÐ VIRKA DAGA 10-18 • LAUGARDAGA 12-16
ALLAR BREYTINGAR UNNAR AF BREYTINGARVERKSTÆÐI ÍSBAND
40” BREYTTUR 35” BREYTTUR ÓBREYTTUR
JEEP® WRANGLER RUBICON – VERÐ FRÁ: 10.990.000 KR.
• BENSÍN 273 HÖ / DÍSEL 200 HÖ
• 8 GÍRA SJÁLFSKIPTING
• ROCK-TRACK® FJÓRHJÓLADRIF
• SELECT-TRAC® MILLIKASSI
• TRU-LOCK® 100% DRIFLÆSINGAR AÐ FRAMAN OG AFTAN
• AFTENGJANLEG JAFNVÆGISSTÖNG AÐ FRAMAN
ALVÖRU JEPPAR - ALVÖRU FJÓRHJÓLADRIF
JEEP® WRANGLER BREYTTIR OG ÓBREYTTIR
• HEAVY DUTY FRAM- OG AFTURHÁSING
• BAKKMYNDAVÉL MEÐ BÍLASTÆÐAAÐSTOÐ
STJÓRNMÁL Katrín Jakobsdóttir
forsætisráðherra stefnir að því að
leggja fram frumvörp um breyt-
ingar á stjórnarskrá í nóvember.
Í aðsendri grein í Fréttablaðinu í
dag fjallar Katrín um tvö þeirra
ákvæða sem eru á teikniborði for-
manna stjórnmálaflokkanna sem
hafa reglulega fundað um stjórnar-
skrárbreytingar á kjörtímabilinu.
„Það er alveg ljóst í mínum huga
að það er mjög mikill og ríkur vilji í
samfélaginu til að það sé fjallað um
auðlindir í stjórnarskrá en okkur
hefur ekki lánast að finna lendingu
þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir,“ segir
Katrín í samtali við Fréttablaðið.
Hún vísar til þess að umræða um
stjórnarskrárákvæði um auðlindir
hafi staðið síðan á sjöunda ára-
tugnum.
„Ég myndi allavega telja að það sé
mikilvægt að fá efnislega umræðu
um svona ákvæði í þinginu: Að við
séum ekki bara að ræða ferlið, eins
og við höfum verið að ræða mjög
mikið, heldur efnisatriðin sjálf,“
segir Katrín.
Ákvæðið sem formennirnir hafa
rætt felur í sér „knappar og skýrar
meginreglur sem bjóða ekki upp á
neina möguleika á gagnályktunum
og túlkunarvandkvæðum“, eins og
Katrín lýsir því í greininni. Hún seg-
ist sannfærð um að knappt ákvæði
sé farsælli leið en ákvæði sem felur
í sér upptalningu á þeim auðlindum
sem njóta eigi verndar.
„Ég er algerlega sannfærð um að
rétta leiðin í svona ákvæði er ein-
mitt ekki að fara í upptalningu
heldur tala um þetta út frá grund-
vallargildunum, það er að auðlindir
sem ekki eru háðar einkaeignarrétti
séu í þjóðareign. Ég held að ef við
ætlum í einhverja upptalningu þá
séum við bara að fara að elta skottið
á sjálfum okkur,“ segir Katrín.
Það sama gildi um gjaldtöku
fyrir nýtingu auðlinda. Mun eðli-
legra sé að löggjafinn taki afstöðu
til þess hverju sinni með hliðsjón af
mismunandi auðlindum og ólíkri
nýtingu þeirra.
Í greininni fjallar Katrín líka
um fyrirhugað ákvæði um nátt-
úru- og umhverfisvernd. Í því er
meðal annars vikið að almanna-
rétti sem oft hefur verið deilt um,
ekki síst vegna hagsmuna landeig-
enda. „Þarna verður bara að fara bil
beggja,“ segir Katrín en aðspurð um
virkni svona ákvæðis í stjórnarskrá
segir Katrín að almannaréttur sé nú
þegar tryggður í náttúruverndar-
lögum. „Það var mikið tekist á um
hann við síðustu breytingar á þeim
lögum, þannig að þetta hefur verið
umdeilt og stjórnarskrárákvæði
myndi tryggja ákveðin grunngildi
um þennan rétt til framtíðar, þó að
svo sé hann útfærður nánar í lögum.
Það er til dæmis eðlilegt að mögu-
legt sé að takmarka umferð um við-
kvæm svæði en meginreglan verður
frjáls för fólks,“ segir Katrín.
Stjórnarskrárbreytingar eru ekki
á þingmálaskrá ríkisstjórnarinnar
en Katrín segist hafa hug á því að
leggja fram frumvörp sem byggja
á vinnu formannanna, sem þing-
maður, annaðhvort ein eða ásamt
öðrum formönnum.
„Ég átta mig mjög á því að það eru
skiptar skoðanir meðal stjórnmála-
leiðtoganna um stjórnarskrárbreyt-
ingar og þær eru líka mismunandi
eftir ákvæðum. Ég á því ekki von
á því að þetta verði eitt frumvarp
heldur nokkur,“ segir Katrín.
Náist góð stemning fyrir breyt-
ingum megi gera ráð fyrir lokaaf-
greiðslu frumvarpa á stuttu þingi
í ágúst á næsta ári áður en þing
verður rofið og boðað til kosninga.
Grein Katrínar er á síðu 16.
adalheidur@frettabladid.is
Vill fá efnisumræðu í þinginu
um breytingar á stjórnarskrá
Forsætisráðherra hyggst leggja fram nokkur frumvörp um breytingar á stjórnarskrá í haust, í eigin nafni
sem þingmaður. Telur hún ríkan vilja í samfélaginu til að fjallað sé um auðlindir í stjórnarskrá. Hún
skrifar um stjórnarskrárákvæði um auðlindir og náttúruvernd í aðsendri grein í Fréttablaðinu í dag.
Það er mjög mikill
og ríkur vilji í
samfélaginu til að það sé
fjallað um auðlindir í
stjórnarskrá en okkur hefur
ekki lánast að finna lend-
ingu þrátt fyrir ítrekaðar
tilraunir.
Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra ræddi stjórnarskrárbreytingar í
stefnuræðu sinni við upphaf haustþings. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI
MIÐBÆR Ánægja með göngugötur
í miðborginni eykst á milli ára.
Fólki sem finnst göngugötusvæðið
of lítið fjölgar og því nær göngu-
götusvæðum sem fólk er búsett, því
jákvæðara er það. Alls eru 82 pró-
sent þeirra sem heimsækja göngu-
götur vikulega eða oftar jákvæð
gagnvart göngugötum. Þetta er
meðal þess sem fram kemur í nýrri
könnun Maskínu sem unnin var
fyrir Reykjavíkurborg í september.
Alls eru 67,2 prósent Reykvíkinga
jákvæð gagnvart göngugötum í ár
sem er aukning upp á þrjú prósent
miðað við í fyrra. Neikvæðum
fækkar úr 20,3 prósentum í 16,1
prósent. Þau sem heimsækja göngu-
götur minnst eru einnig minnst
ánægð með að loka á bílaumferð.
Milli ára dregur úr neikvæðni í
öllum þremur hópum um fjögur til
fimm prósentustig.
Mikill munur er á milli hverfa
borgarinnar hvað viðhorfið varð-
ar. Þeir sem búa í miðborginni eru
jákvæðastir en úthverfin eru nei-
kvæðust. Neikvæðastir eru íbúar
Grafarvogs en þar eru 26 prósent
með neikvætt viðhorf til göngu-
gatna.
Ungt fólk hefur jákvæðara við-
horf til göngugatna en þeir sem
eldri eru og dregur smám saman
úr jákvæðninni eftir því sem fólk
verður eldra.
Þau sem voru neikvæð gáfu til
dæmis upp þær ástæður að þau
langaði að geta keyrt hvar sem er
og óhagstætt veðurfar. Þær ástæður
sem fólk gaf fyrir jákvæðu viðhorfi
gagnvart göngugötum voru meðal
annars að þær byðu upp á betri
borgarbrag, skemmtilegra mannlíf,
meira öryggi og að það væri gott að
losna við mengun og bílaumferð. – bb
Eldra fólk og íbúar Grafarvogs neikvæðust gagnvart göngugötum
Alls eru 67,2 prósent Reykvíkinga
jákvæðir gagnvart göngugötum.
NORÐURLAND Hús nálægt Hleiðar-
garðsfjalli í Eyjafirði voru rýmd
eftir að stór aurskriða féll ofan
við bæinn Gilsá 2 í fyrradag. Sam-
kvæmt tilkynningu frá lögreglunni
á Norðurlandi eystra og almanna-
varnadeild ríkislögreglustjóra
skreið aur enn fram í gær og var
farinn að ganga yfir veginn.
Sérfræðingar frá Veðurstofu
Íslands og Náttúrufræðistofnun
ásamt lögreglu mátu aðstæður
hættulegar í gær og var ekki úti-
lokað að fleiri skriður gætu fallið á
svæðinu. – ab
Hús rýmd eftir
stóra aurskriðu
Bæirnir Gilsá 1 og Gilsá 2 auk
sumarhúss voru rýmdir í gær.
VIÐSKIPTI Mikill vöxtur hefur verið
í heimsendingu á matvöru eftir að
hertar sóttvarnatakmarkanir tóku
gildi í vikunni og þurfa nú margir
að bíða lengur en áður eftir því að fá
matinn inn fyrir hússins dyr.
Heimkaup geta ekki lengur boðið
upp á afhendingu samdægurs vegna
álags og Nettó þurfti að auka afköst
sín um helming.
Ásta S. Fjeldsted, framkvæmda-
stjóri Krónunnar, segir að sala í
Snjallverslun Krónunnar hafi aukist
mikið. Nú sé unnið að því að auka
framboð á heimsendingartímum og
stefnt að því að þrefalda þá á næstu
dögum. – eþá
Þurfa að bíða
lengur eftir mat
8 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð