Fréttablaðið - 08.10.2020, Page 16

Fréttablaðið - 08.10.2020, Page 16
Nýrri Orkustefnu, sem nú hefur verið kynnt, fylgir skýr framtíðarsýn um sjálf- bæra orkuframtíð. Það eru dýrmæt og mikilvæg tímamót að þverpólit- ísk sátt hafi náðst um framtíðarsýn, leiðarljós og tólf meginmarkmið Íslands í orkumálum. Stefnan nær til ársins 2050 og er fyrsta langtíma-orkustefnan fyrir Ísland sem unnin er með þessum hætti. Yfirskrift hennar er „Sjálfbær orkuframtíð“. Með stefnunni er stefnt að því að gæta hagsmuna núverandi sem komandi kynslóða. Sjálf bær þróun er höfð að leiðarljósi með jafnvægi á milli efnahagslegra, samfélagslegra og umhverfislegra þátta. Þverpólitísk sátt Stefnan var unnin í þverpólitísku samstarfi og í samráði við almenn- ing og aðra hagsmunaaðila. Full- trúar allra þingflokka auk fjögurra ráðuneyta áttu sæti í starfshópnum sem vann stefnuna. Einhugur var um niðurstöðuna. Ég vil þakka öllum sem unnu að stefnunni fyrir að leggja þann metnað og alúð í þetta verkefni sem afurðin endurspeglar. Það var lykilatriði að stefna í þessum við- kvæma málaf lokki yrði mörkuð með breiðri samstöðu og samráði. Það gekk eftir. Meginatriði stefnunnar Orkustefnan kveður á um tólf meginmarkmið sem skiptast í fimm svið: orkuöryggi, orkuskipti, orkunýtni, umhverfisvernd og sam- félagslegan ávinning. Stefnan boðar sjálf bæra orku- framtíð. Að Ísland verði óháð jarðefnaeldsneyti. Að Ísland verði leiðandi í sjálf bærri orkuvinnslu, orkuskiptum og orkunýtni. Að orkuþörf samfélagsins sé mætt. Hún gefur engan afslátt af náttúru- vernd, þvert á móti, og oft getur þetta tvennt farið saman. Þannig eru orkuskipti og loftslagsmál óað- skiljanleg verkefni. Rík áhersla er í stefnunni á jafnt aðgengi allra landsmanna að orku og trausta innviði. Hverju breytir stefnan? Með Orkustefnu fáum við skýra framtíðarsýn sem varpar ljósi á þau fjölmörgu forgangsverkefni í orkumálum sem við getum náð samkomulagi um þvert á f lokka. Það mun setja sterkara kastljós á þau verkefni en fram til þessa, sem stuðlar að hraðari framförum. Dæmi um slík verkefni eru til dæmis sterkari innviðir, jafn aðgangur að orku um allt land, fjöl- nýting auðlindastrauma, breiðari áherslur í orkuskiptum, skýrari sýn á orkuþörf og orkuframboð á hverj- um tíma og virkari orkumarkaður. Hverju breytir stefnan ekki? Orkustefnan leysir auðvitað ekki öll ágreiningsmál. En hún leiðir fram hvað við getum verið sammála um, þegar við setjumst niður í einlægum vilja til að koma okkur saman um grundvallarmarkmið. Það er ekki bara mikilvægt heldur nauðsyn- legur vegvísir til framtíðar. Stefnan segir ekki til um hvað eigi að virkja mikið eða í hvað eigi að nota orkuna. Það er enda almennt ekki inntakið í orkustefnu annarra landa. Það verður því áfram sjálf- stætt verkefni fyrir samfélagið að taka afstöðu til einstakra verkefna, samkvæmt því regluverki sem gildir á hverjum tíma. En stefnan gefur leiðbeiningar um þau sjónarmið sem við eigum að horfa til við þær ákvarðanir, til dæmis sjálf bærni, umhverfisvernd og samfélagslegan ávinning. Rammaáætlun er ekki nefnd í stefnunni, en hún kveður hins vegar á um að til staðar skuli vera lang- tímaáætlanir um nýja orkukosti til þess að hægt sé að mæta framtíðar- þörfum samfélagsins. Það er okkar að velja bestu leiðina til að uppfylla það markmið. Þá er kveðið á um það í stefnunni að auðlindir í opinberri eigu skuli vera það áfram. Næstu skref Orkustefnan verður lögð fyrir Alþingi sem skýrsla til umræðu á þeim vettvangi. Næstu skref eru síðan að fylgja eftir þeim fjölmörgu verkefnum í orkumálum sem eru þegar hafin og móta bæði næstu verkefni og árangursvísa til að mæla hvernig okkur miðar. Ég hlakka til að fylgja eftir áherslum nýrrar Orkustefnu og hvet lesendur til að kynna sér efni hennar á vefnum orkustefna.is. Eignarhald á náttúruauðlind-um hefur verið til umræðu á Alþingi nánast alla lýðveldis- söguna, ekki síst í tengslum við breytingar á stjórnarskrá. Hefur sú umræða snúist um þá grundvallar- spurningu hvernig þjóðin öll fái notið arðsins af auðlindunum og á síðari tímum hvernig tryggt verði að auðlindirnar verði nýttar með sjálf bærum hætti. Aldrei hefur þó náðst samstaða á Alþingi um slíkt stjórnarskrárákvæði þótt það hafi ratað inn í töluvert marga stjórnar- sáttmála. Framan af voru það fremur stjórn- málamenn vinstra megin við miðju sem lögðu slík ákvæði fram og má þar nefna Einar Olgeirsson 1963 með tillögu um að komið yrði í veg fyrir eignarhald útlendinga á fasteignum og náttúruauðæfum og Ragnar Arnalds og fleiri með frumvarp um að tilteknar auðlindir skyldu verða skilgreindar í þjóðareign. Tillögur að stjórnarskrárákvæðum um auð- lindir voru þó ekki einkamál vinstri- sinnaðra stjórnmálamanna. Í frum- varpi Gunnars Thoroddsen 1983 um heildarendurskoðun nýrrar stjórn- arskrár var lagt til að náttúruauð- lindir og auðlindir hafsins skyldu vera þjóðareign og árið 1994 lagði Davíð Oddsson, forsætisráðherra, fram frumvarp um að í stjórnarskrá skyldi koma ákvæði um að nytja- stofnar sjávar skyldu vera sameign þjóðarinnar en fjallað var um slíkt ákvæði í stjórnarsáttmála þáverandi ríkisstjórnar. Auðlindanefnd undir forystu Jóhannesar Nordals skilaði svo tillögum árið 2000 sem æ síðan hafa verið ein af mælistikunum á þau auðlindaákvæði sem eftir hafa komið og verða því miður ekki talin upp með tæmandi hætti í svo stuttri grein. Tillaga stjórnlagaráðs sem unnin var á kjörtímabilinu 2009-2013 bar svip af fyrri ákvæðum að því leytinu til að þar var leitast við að telja upp tiltekin náttúrugæði og kveðið á um þjóðareign á þeim. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar sem tók tillögur stjórnlagaráðs til þinglegrar meðferðar veturinn 2012-2013 gerði verulegar breyt- ingar; bætti inn grunnvatni í upp- talninguna og sett var inn setning um að löggjafinn gæti með lögum ákveðið að lýsa fleiri náttúrugæði þjóðareign. Það ákvæði bar því með sér að það rúmaði ekki allar mögu- legar auðlindir. Það auðlindaákvæði sem unnið hefur verið á þessu kjörtímabili felur í sér knappar og skýrar megin- reglur sem bjóða ekki upp á neina möguleika á gagnályktunum og túlkunarvandkvæðum. Auðlindir landsins sem ekki eru háðar einka- eignarrétti eru lýstar þjóðareign sem er það grundvallaratriði sem lengst af hefur verið deilt um í allri umræðu um stjórnarskrárbreyt- ingar. Kveðið er á um að nýting auð- linda skuli grundvallast á sjálfbærri þróun sem er þá í fyrsta sinn sem það hugtak kemur inn í stjórnar- skrá. Kveðið er á um að óheimilt sé að afhenda þær til eignar eða varan- legra afnota. Veiting afnotaheimilda skal byggja á lögum þar sem gæta skal jafnræðis og gagnsæis. Með lögum skuli kveða á um gjaldtöku vegna auðlindanýtingar í ábata- skyni. Í stuttu máli tekur ákvæðið á öllum þeim grundvallaratriðum sem verið hafa til umræðu á und- anförnum árum. Vissulega er ekki tekin afstaða til þess hvernig gjald- töku skal háttað enda er það verk- efni almennrar löggjafar. Þannig má sjá að stjórnlagaráð lagði til á sínum tíma fullt gjald (sem skýrt er sem hæsta verð sem nokkur er tilbúinn að greiða) sem meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar breytti í eðlilegt gjald. Rökstutt er að hvorugt hugtakið sé hentugt í stjórnarskrá heldur einmitt eðli- legt að löggjafinn taki afstöðu til gjaldtöku af ólíkum auðlindum, enda ólíkir þættir sem þarf að skoða þegar um er að ræða samfélagslega rekna hitaveitu eða nytjastofna sjávar. Að mínu viti dregur umræð- an um upphæð gjalds athygli frá raunverulegu inntaki ákvæðisins – sem er þjóðareign á auðlindum sem er stóra grundvallarmálið í þessari pólitísku umræðu. Þá felur ákvæðið í sér að auðlindir skuli aldrei afhent- ar varanlega, sem sagt að nýtingar- heimildir séu ýmist tímabundnar eða uppsegjanlegar. Umhverfis- og náttúruverndar- ákvæði það sem unnið hefur verið að byggist að verulegu leyti á hug- myndum stjórnlagaráðs og meiri- hluta stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar. Í ákvæðinu er kveðið á um sjálf bæra þróun, fjölbreytni, vöxt og viðgang náttúrunnar og að varúðar- og langtímasjónarmið séu höfð að leiðarljósi í náttúru- vernd. Þá er kveðið á um almanna- rétt sem rík hefð er fyrir í íslenskum lögum en hefur hingað til ekki ratað í stjórnarskrá. Þá er kveðið á um rétt almennings til upplýsinga um ákvarðanir í umhverfismálum og réttinn til áhrifa á slíkar ákvarð- anir. Svipaðar hugmyndir má finna í ákvæðum stjórnlagaráðs og meiri- hluta stjórnskipunar- og eftirlits- nefndar. Lengi hefur verið barist fyrir því að almannaréttur verði stjórnar- skrárvarinn. Þá er það gríðarlegt framfaraspor að tryggja grunngildi umhverfis- og náttúruverndar í stjórnarskrá á borð við sjálf bæra þróun og líffræðilega fjölbreytni. Í upphafi kjörtímabilsins lagði ég til að stjórnarskráin yrði endur- skoðuð í heild sinni og vinnunni skipt á tvö kjörtímabil í þverpólit- ísku samstarfi með aðkomu þjóðar- innar þar sem meðal annars yrði beitt aðferðum almenningssamráðs á borð við rökræðukannanir. Formenn f lokkanna hafa því fundað reglulega um stjórnar- skrárbreytingar. Þar hafa verið til umfjöllunar, fyrir utan umhverfis- og auðlindamál, ákvæði stjórnar- skrár um forseta og framkvæmda- vald, ákvæði um íslenska tungu og táknmál og ákvæði um þjóð- aratkvæðagreiðslur og þjóðar- frumkvæði. Jafnframt hafa verið til umfjöllunar ákvæði um framsal valdheimilda til alþjóðlegra stofn- ana og með hvaða hætti stjórnar- skrá verður breytt auk þess sem ýmis önnur viðfangsefni hafa verið rædd s.s. jöfnun atkvæðisréttar. Ljóst má vera að formenn f lokka nálgast þetta verkefni úr mjög ólík- um áttum og þegar þetta er skrifað eru enn umræður og lokafundur eftir í okkar hópi. Hvað sem segja má um ólíkar skoðanir hafa þessir fundir verið gefandi og skýrt mun betur helstu ágreiningsefnin sem uppi eru um til að mynda þessi tvö ákvæði. Síðar mun ég fjalla nánar um aðrar tillögur að breytingum og niðurstöður almenningssamráðs. Það er sannfæring mín að Alþingi skuldi samfélaginu það að ljúka vinnu við stjórnarskrárbreytingar – jafnvel þó að það taki tvö kjör- tímabil. Ég tel líka að Alþingi fái sjaldan betra tækifæri til að taka afstöðu til meitlaðra ákvæða sem hafa verið lengi í umræðu og náð að þroskast vel á undanförnum árum. Ég vona að Alþingi muni nýta það tækifæri og ljúka umfjöllun um stjórnarskrárákvæði á komandi þingi þannig að afstaða þingmanna til grundvallaratriða, á borð við grunngildi umhverfis- og náttúru- verndar, auðlindir í þjóðareign og fleiri atriði verði öllum ljós. Það er sannfæring mín að Alþingi skuldi samfélag- inu það að ljúka vinnu við stjórnarskrárbreytingar – jafnvel þó að það taki tvö kjörtímabil. Orkustefnan varpar ljósi á þau fjölmörgu forgangsverk- efni í orkumálum sem við getum náð samkomulagi um þvert á flokka. Það stuðlar að hraðari framförum. Tækifærið er hjá Alþingi Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra Orkustefna um sjálfbæra orkuframtíð Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunar- ráðherra Markmið námskeiðsins eru: • Efla sjálfstraust og auka eldmóð • Leita nýrra tækifæra og vinna með styrkleika sína • Stækka tengslanetið og byggja upp ný sambönd • Auka tjáningarhæfni til að skapa jákvæð áhrif • Bæta viðhorf, minnka kvíða og stjórna streitu • Gerð ferilskráar og styrkja ásýnd á samfélagsmiðlum Námskeiðið er 6 skipti með viku millibili, 2,5 klst í senn. Verðið er 80.000 kr. og hægt er að fá styrk frá VMST allt að 60.000 kr. Næstu námskeið: 2. nóv. Selfoss 10. nóv. Reykjavík 12. nóv. Live Online á netinu Dale á milli starfa Nýtt námskeið fyrir atvinnuleitendur Nánar á dale.is 8 . O K T Ó B E R 2 0 2 0 F I M M T U D A G U R16 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.