Fréttablaðið - 08.10.2020, Side 22

Fréttablaðið - 08.10.2020, Side 22
brosir, þá á kjóllinn að brosa líka.“ Það er ekki hægt að fjalla um kvenkyns fatahönnuði án þess að nefna Coco Chanel, en hún á heiðurinn af einhverjum frægustu og áhrifamestu flíkum sem hugsast getur. Litla svarta kjólnum. Tvítjakkanum. Áberandi kokteilhálsmeninu. En það var jersey-efnið sem kom henni á alheims kortið. Ferilinn hóf hún í seinni heimsstyrjöldinni. Hún var fyrsti fatahönnuðurinn til þess að nota í almennri hönnun sinni efni sem vanalega þóttu eingöngu við- eigandi í undirfatnað. Þá var hún sú fyrsta í tískuheiminum til þess að hanna styttri f líkur sem ekki voru aðsniðnar sem auðveldaði konum að hreyfa sig og frelsaði þær frá þröngum korsilettum og pilsum. Gegnum árin teygði hún úr sér innan tískuheimsins og heilla ilmvötnin hennar enn þann dag í dag. Árið 1927 fór ferill Elsu Schiap- arelli á f lug eftir að hún kom fram með sína íkonísku hand- prjónuðu trompe l’oeil peysu þar sem hún notaði prjóna- tæknina til þess að ná fram nýrri vídd í efninu. Peysurnar ruku út og gáfu tóninn fyrir stíl Elsu, vel sniðnar hágæða flíkur með óvæntum snúningi. Hún var sú fyrsta til þess að nota rennilás sem áhersluatriði á f lík og vann með lista- mönnum eins og Salvador Dali og Meret Oppenheim. Einstakur stíll hennar kom Jóhanna María Einarsdóttir johannamaria@frettabladid.is Þróunin byrjaði hægt. Fyrst fóru fáar konur fyrir tísku-merkjum en þeim fjölgaði stöðugt eftir því sem leið á öldina. Í dag er meirihluti fatahönnuða enn karlkyns, það er af þeim hönn- uðum sem fara fyrir tískuhúsum. Þetta er sérstaklega kaldhæðnis- legt í ljósi þess að konur eru meiri- hluti neytenda fataiðnaðarins. Þrátt fyrir að jöfn hlutföll karla og kvenna sé að finna á tískupöll- unum eru konur í minnihluta á bak við tjöldin. Dæmi má taka frá árinu 2016, á tískuvikutímabilinu vor/sumar 2017. Af 371 fatahönn- uði sem fór fyrir 313 tískuhúsum, voru aðeins 40,2 prósent konur. Þá er fjöldi karlkyns fatahönnuða sem hanna kvenfatnað meiri en fjöldi kvenkyns fatahönnuða yfir- leitt. „Konur eru enn í minnihluta, því miður,“ sagði Julie de Libran, hjá Sonya Rykiel, um málið. „Jafn- vel þó að sum tískuhús hafi verið stofnuð af konum á sínum tíma, þá eru þau undir stjórn karla í dag.“ Einn elsti kvenkyns frumkvöð- ullinn innan tískuheimsins var Jeanne Lanvin. Upphaflega seldi hún hatta árið 1889 en síðar varð dóttir hennar, Marguerite Marie- Blanche di Pietro, henni inn- blástur og hún fór að hanna dýrð- lega útsaumaða silkikjóla handa stúlkum. Flíkurnar seldust eins og heitar lummur og upp úr 1920 var hún farin að hanna íþróttafatnað, f líkur úr feldi, undirfatnað, karl- mannsflíkur, sundföt, ilmvötn og innanstokksmuni. Madeleine Vionnet er af mörgum talin vera „arkitekt“ kjólagerðarfólks, en Vionnet umbylti tískuheiminum þegar hún stofnaði tískuhús sitt árið 1912. Hún varð samstundis þekkt fyrir hvernig hún nýtti skúlptúr í kjóla- gerðinni. Kvöldkjólarnir minntu á grískar styttur með ægifögrum fellingum og brotum. Konur féllu í stafi yfir fegurðinni, þægindunum og flæðinu í kjólum Vionnet. Eins og hún sagði eitt sinn: „Þegar kona Valdakonur í tískuheiminum Tískuheimurinn hefur í gegnum tíðina aðallega verið karlafag, en upp úr lokum nítjándu aldar og í byrjun þeirrar tuttugustu spruttu fram hæfileikaríkar konur sem fóru að feta veg hátískunnar. Coco Chanel (1883-1971) sést hér í íbúð sinni í París um 1959. MYNDIR/GETTY Sonia Rykiel (1930-2016) við opnun verslunar sinnar í London. Jeanne Lanvin (1867-1946). Hér er fatahönnuðurinn stödd í stúdíóinu sínu í Frakklandi árið 1930. Elsa Schiaparelli (1890–1973) fæddist á Ítalíu en starfaði sem fatahönnuður í Frakklandi. Mary Quant (f. 1934). Myndin er tekin árið 1963. Þetta eru konurnar sem ruddu brautina fyrir áhugaverðustu kvenkyns fatahönnuði nútímans. LÍTTU VIÐ Á BELLADONNA.IS Skeifunni 8 • 108 Reykjavík • Sími: 517 6460 • www.belladonna.is Verslunin Belladonna NÝJAR HAUSTVÖRUR STREYMA INN henni á forsíðu Time-tímaritsins, en hún var fyrsti kvenkyns fata- hönnuðurinn til þess að hljóta þann heiður. Mary Quant á heiðurinn af pínu- pilsinu. Quant segist hafa orðið fyrir áhrifum stúlknanna á King’s Road í London á 7. áratugnum og sagði að þær hefðu í raun fundið upp mínípilsið. „Ég var bara að búa til ein- föld, þægileg og ungæðisleg föt sem hægt væri að hreyfa sig í, hlaupa og stökkva.“ Stuttir litríkir kjólar hennar og mynstraðar sokkabuxur gáfu tóninn fyrir áratuginn. Franski fatahönnuður- inn Sonia Rykiel byrjaði feril sinn árið 1962 á óléttutímabili þegar hún þráði mjúkar peysur. Hún byrjaði að framleiða flíkur undir tísku- nafni eiginmanns síns, og meðal þeirra var röndótt peysa sem hún kallaði „Poor Boy“. Síðar meir áttu prjónuðu peysurnar hennar og kjólarnir eftir að breyta tísku- markaðnum til frambúðar. Hún var fyrsti hönnuðurinn til þess að hafa saumana sýnilega utan frá og prenta orð eða frasa á peysur. Þetta eru konurnar sem ruddu brautina fyrir áhugaverðustu kvenkyns fatahönnuði nútímans. En á eftir þessum sex íkonísku fatahönnuðum má nefna langan lista af konum sem hafa sett sitt einstaka mark á tískuheiminn á ógleymanlegan hátt. Þar má nefna: Elsa Peretti, Vivienne Westwood, Rei Kawakubo, Miuccia Prada, Carolina Herrera, Diane Von Fur- stenberg, Betsey Johnson, Norma Kamali, Donna Karan, Stella McCartney, Vera Wang, Sarah Bur- ton, Alberta Ferretti, Phoebe Philo, Olsen-systurnar og margar fleiri. 4 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 8 . O K TÓ B E R 2 0 2 0 F I M MT U DAG U R

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.