Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Side 1
Um alnœmissmit og atvinnu
Baráttan við óttann
eftir Hólmfríði Gunnarsdóttur
Jákvœði
hópurinn sœkir
í sig veðrið
• • •
Ég þori ekki í
leikfimi
• • •
Tískusveiflur
í jólahaldi?
• • •
Skyggnst um í
menningarkima
homma og lesbía
• • •
Lesbíur og
alnœmi
• • •
Heill Gerd
Brantenberg
fimmtugri
• • •
Faðmlag - kafli
úr sögu eftir
Gerd Branten-
berg
• • •
Þáttaskil í lífi
Harðar Torfa
• • •
Öruggt kynlíf:
framför - ekki
fullkomnun
„Ég veit ekki hvort það er hægt
að eyða ótta og tortryggni gagn-
vart þeim sem eru smitaðir af
alnæmisveirunni og eru úti á
vinnumarkaðinum. En það væri
ósiðlegt að reyna það ekki.“
Heilbrigðisráðherra Dana lét
þessi orð falla við blaðamenn í
haust þegar verið var að kynna
tveggja ára herferð í Danmörku
sem miðar að því að hjálpa fólki
til að taka skynsamlega á málun-
um ef alnæmissmitaðir einstak-
lingar eru á vinnustaðnum.
Fólk er yfir sig hrætt við þenn-
an sjúkdóm. Það er ekki hægt að
loka augunum fyrir því.
Við emm hrædd við margt. Líf-
ið er endalaus áhætta ef út í það er
farið - en við reynum að gleyrna
því nema eitthvað sérstakt komi
upp á. Alnæmi er eitt af því sem
við óttumst. Auðvitað erum við öll
hrædd. Hrædd við að smitast,
hrædd við að sýkjast, hrædd við að
deyja. Hvað er til ráða?
Það þarf ekki að segja neinum
sem kominn er til vits og ára á Is-
landi að alnæmi smitast við blóð-
blöndun og við samfarir. Það er
tiltölulega auðvelt að forðast að fá
blóð í opið sár eða á slímhúð í dag-
legri umgengni, en þeir sem vinna
þau störf, þar sem hætta er á slíku,
þurfa sífellt að sýna varkámi.
Vitað er um nokkra tugi heil-
brigðisstarfsmanna sem hafa smit-
ast í vinnunni. Þar er einkum um
að ræða hjúkrunarfræðinga sem
hafa stungið sig á óhreinum nál-
um.
Nú er farið að ræða möguleik-
ann á því að smitaðir heilbrigðis-
starfsmenn kunni að smita
skjólstæðinga sína. Þessi umræða
magnaðist mjög þegar það vitnað
ist að tannlæknir í Flórída hafði
borið smit til nokkurra sjúklinga
sinna. Menn eru ekki á eitt sáttir
urn hvernig þetta gerðist. Sú til-
gáta hefur kornið fram að hann
hafi hugsanlega gert þetta af ásettu
ráði. Tilgátan er bæði skelfileg og
ótrúleg.
Spurningar um smit á þennnan
veginn hafa oftar vaknað þegar
heilbrigðisstarfsmenn, t. d. skurð-
læknar, hafa látist úr alnæmi og
vitað er að þeir hafa skorið upp
fjölda sjúklinga og oft stungið sig
eða hruflað í aðgerð. Það hefur
ekki verið sýnt frarn á að þetta fólk
hafi smitað neinn sjúkling, og á
norrænum fundi í Kaupmanna-
höfn í haust töldu menn að ekki
væri nein ástæða til að hindra fólk
í að gegna hvers konar störfum við
lækningar og hjúkrun þótt það hafi
smitast af alnæmisveirunni. A
þessum fundi voru smitsjúkdóma-
læknar og annað fagfólk.
Án samstöðunnar er lífið Iítils virði.
Alnæmi er vissulega ungur
sjúkdómur utan Afríku og ekki
hægt að fullyrða að öll kurl séu
komin til grafar.
Vinnulöggjöf
sem ekki verndar
Menn óttast útilokun og fordóma
á vinnustöðum. Islenska vinnu-
löggjöfin er ekki verndandi á
þessu sviði. Flestir eru ráðnir með
ákveðnum uppsagnarfresti og þess
vegna er auðvelt að losa sig við
hvern sem er ef vilji er fyrir hendi.
Það er ekki nauðsynlegt að til-
greina ástæðu. Það er ekki trúlegt
að það tjói að höfða til mannkær-
leika þegar hagsmunir eru annars
vegar. Þekking og reynsla verða
notadrýgst í þessu efni.
Ekki er vitað um eitt einasta
dæmi þess að alnæmi hafi smitast
manna á milli við venjulega um-
gengni á vinnustað. A hinn bóginn
má gera ráð fyrir að æ víðar komi
það upp á að einhver vinnufélagi
sé smitaður, hvort sem hann veit
það eða ekki, og hvort sem hann
segir frá því eða ekki.
Fulltrúar atvinnuveitenda og
launþega, Vinnueftirlitið, heil-
brigðisyfirvöld og fleiri í Svíþjóð
sameinuðust um níu punkta sem
átti að kynna á öllum vinnustöðum
um allt Svíaríki. Punktarnir níu
undirstrikuðu þá afstöðu þessara
aðila að það ætti að líta á alnæmi
eins og hvern annan langvarandi
sjúkdóm og enginn ætti að sæta
andstöðu né uppsögnum á vinnu-
stað vegna þess.
Framtakið er lofsvert og sýnir
góðan vilja, en það þarf meira til.
Danir ætla að fara í tveggja ára
herferð til að létta undir með smit-
uðum og efla menn til að taka vel
á þessum málum á vinnustöðum.
Bjartsýni er
vanmetið vopn
Landsnefnd um alnæmisvarnir
hefur ötulan starfsmann á Islandi.
Þekkingin eykst með ári hverju. A
dögunum birtust í fjölmiðlum
fréttir af lyfjameðferð sem lofar
góðu. Jafnframt vara menn við
óhóflegri bjartsýni á lyf og vilja
haldbetri sannanir.
Vissulega þarf að fara varlega,
lækning er ekki fundin. En bjart-
sýnin er kannski vopn sem menn
hafa ekki metið sem skyldi.
Þeir sem þekkja inn á sálina
hafa veitt því athygli að hófleg
bjartsýni og viljaþrek geta lyft
björgum. Tveir menn sem ganga
saman út í eyðimörkina með
svipað þrek og jafn mikið vatn á
flöskum skila sér misjafnlega til
vinjar.
Austurríski geðlæknirinn Vict-
or Frankl komst lífs af úr fanga-
búðum nasista. Hann skrifaði bók
um veru sína þar og taldi að það
sem skipti sköpum um hvort menn
lifðu af var að hafa eitthvað að lifa
fyrir. Sumir vom staðráðnir í að
lifa af vegna barna, aðrir vegna
verka, þeir þriðju vegna einhvers
annars. Það skipti ekki máli hvað
það var sem menn vildu lifa fyrir.
Það sem skipti máli var að það gat
bjargað lífi þeirra.
Eg las nýlega grein um fyrir-
brigðið að spjara sig sem á ensku
er kallað „to cope“. Hverjir spjara
sig þegar í nauðimar rekur? Það
eru sagðir vera þeir sem búa yfir
skynsamlegri bjartsýni og bjarg-
fastri trú á sjálfa sig og það þrek
sem býr innra með hverjum
manni.
„Það er ekki hægt að lifa lífinu
eins og maður eigi ekki að deyja,“
sagði Matthías Johannessen skáld
í útvaipsviðtali á jóladag.
Lífið er nefnilega stundarfyrir-
brigði. Og það gildir fyrir okkur
öll. Það veit enginn hvað við tekur.
Við vitum það eitt að við erum
samferða á eins konar eyðimerk-
urgöngu sem reynist okkur mis-
jafnlega erfið. Og það er siðlaust
að hjálpast ekki að ef á móti blæs.
Höfundur er starfandi hjúkrunarfræð-
ingur hjá Vinnueftirliti ríkisins og hef-
ur iðulega fjallað um alnæmi og
vinnuvemd á opinberum vettvangi.
Greinin er skrifuð að beiðni blaðsins.