Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Blaðsíða 7

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Blaðsíða 7
Sjónarhorn 7 s A bókasafni Samtakanna 78 Agustin Gomez-Arcos The Carnivorous Lamh - Mannœtu- lambið William Rodarmor þýddi úr frönsku, 1975 Höfundur þessarar skáldsögu er spænskur en hefur verið búsettur í Frakklandi frá 1968, en þá voru bækur hans bannaðar á Spáni og hann hrakinn í útlegð. Þegar það gerðist höfðu tvö af leikritum hans engu að síður hlotið verðlaun á Spáni og hann var virtur fyrir þýð- ingar sínar á verkum Jean Giraudoux. Mannœtulambið er fyrsta skáldsaga hans og var hún kjörin skáldsaga ársins 1975 í Frakklandi þegar Gomez-Arcos hlaut Prix Hermés verðlaunin fyrir hana. Sagan gerist á einræðistímum Francos á Spáni. Helstu sögupersón- ur eru Carlos, útskúfaður hægrisinn- aður lögfræðingur, Mathilde, hefðarfrú með byltingarsinnað inn- ræti, og synir þeirra Antonio og Ig- nacio, bræður og ástmenn. Sviðið er herragarður sem muna má fífil sinn fegri, þar sem skuggar liðinnar byltingar og andrúmsloft nútímans skera andartakið. Inn í þetta umhverfi fæðist Ignacio, aðal- persóna sögunnar, undurfallegur, sakleysislegr og girnilegur. Sagan er sögð af honum. Faðir hans, sem ekki má trufla, er skuggi sem rykfellur daglangt í vinnuherbergi sínu í minningu pólitískra ósigra. Móðir hans, óljós en sínálægur stjórnandi hnignandiherragarðs.neitaraðvið- urkenna tilvist sonarins. Aðeins eldri bróðirinn, Antonio, erhonum raunverulegur. Hann er í senn faðir Ignacios, kennari, verndari og síðar ástmaður hans. Það er sú ástarsaga sem er meginþráður sögunnar, en um leið fær Franco, fjölskyldan og kaþólska kirkjan hnitmiðaðar kveðjur- yfirborðsmennskan fær á baukinn. Fleiri persónur koma við sögu, og nefni ég þar sérstaklega vinnu- konuna Clöru, en hún er eins konar ímynd upplausnarástandsins í spænsku þjóðlífi á þessum tíma, an- arkisti og guðleysingi. Hún er tengiliður flestra annarra persóna í sögunni og stuðpúði hnignandi há- stéttar. Þetta er skemmtilegt, kaldhæðn- islegt, erótískt og umfram allt vand- að bókmenntaverk. Ég mæli eindregið með henni. Góða skemmtun! Jón Helgi Gíslason. Kindred Spirits ritstj. Jeffrey M. Elliott, 1984 Worlds Apart ritstj. C. Decarnin, E. Garber og L. Paleo, 1986 Heitið „Science fiction" eða vís- indaskáldsögur þýðir ekki endilega framtíðarsögur, heldur allt eins sög- ur sem gerast í öðrum rúmi eða á einhverjum ótilteknum tíma. Þetta geta verið riddarasögur, ómann- eskjulegar framtíðarsögur eða um- hverfisvæn ævintýri, og allt þetta rúmast í bókunum tveimur sem hér eru nefndar. Sumar sögumar eru góðar og aðrar skrýtnar eins og gengur og gerist. Þessar tvær bækur eru smásagnasöfn með samkyn- hneigðu ívafi eða jafnvel einhverju óskilgreindu „kyn“legu þema. Á sviði vísindaskáldsagna hef ég fundið minn uppáhaldshöf- und, en það er Marion Zimmer Bradley. Hún hefur m. a. skrifað bókaflokk um plánetuna Dark- over. Á þeirri plánetu hafa jarð- arbúar svolitla nýlendu, en upphaflegir íbúar eru ennþá til staðar, e. k. ættflokkar eða fjöl- skyldur með smákonunga í broddi fylkingar. Þar fyrirfinnst einnig nokkuð sérstæð kvenna- kommúnu sem er kölluð „The Amazon Guild“. Konur koma þangað að fúsum og frjálsum vilja, sumar barnungar og aðrar eftir að hafa slitið sig úr fjötrum hjónabands, (samlíkingin við „að koma úr felum“ er nokkuð aug- ljós). Þarna læra konur að vera óháðar vernd karlmanna, þær læra sjálfsvörn og bardagalistir og eru að þessari þjálfun lokinni eftirsóttar sem lffverðir eða stríðsmenn í herjum hinna ýmsu smákonunga. Margar þessara kvenna eru auðvitað lesbíur eða kynnast ástum kvenna innan veggja þessarar amazónukomm- únu. Sumar ganga meira að segja svo langt að láta gera sig „em- masca“, afmá öll kvenleg ein- kenni utan sem innan! Þetta eru á köflum afskaplega skemmtilega feminískar sögur, það örlar meira að segja á aðskilnaðar- stefnu kvenna og karla og ég mæli hiklaust með þeim, sérstaklega fyrir lesbíur. Það eru a.m.k. tvær bækur eftir Marion Zimmer Bradley á bókasafni Samtakanna 78 og þær gætu orðið fleiri ef ég tími að gera vorhreingerningu í bókahillunni minni. í bókinni Worlds Apart á M. Z. B. einmitt söguna „To keep the Oath“, úr bókaflokknum um Darkover. Sagan fjallar um amazónuna Kindru sem er ein af aðalhetjunum í Dark- overbókunum. I Kindred Spirits er einnig að finna „riddara“sögur s. s. „The woman who loved the Moon“ eftir Elizabeth A. Lynn og „The prodigal Daughter“ eftir Jessica Amanda Solmonson. Sú fyrr- nefnda fjallar um þrjár systur sem eru miklir bardagssnillingar og hefur hver þeirra strengt þess heit að taka sér ekki eiginmann nerna hann sé jafningi hennar í bardaga. Það er óþarfi að taka það fram að engin systranna giftist í þessari sögu. Önnur saga úr Kindred Spirits nefnist „How we saved the human race“ og er eftir David Gerrold (einn af mörgum handritshöfundum sjón- varpsþáttanna um Star Trek, þessara yndislega hallærislegu þátta um þá félaga, kaptein Kirk og Spock með oddmjóu eyrun sem ættu að vera öllum „science fiction“unnendum að góðu kunnir). Þar leikur ónefnd veira aðalhlutverkið og það er eftir- tektarverður skyldleiki með þessari sögu og harmsögu okkar daga, al- næmi - í raun og veru alveg ótrúlegt þegar tekið er tillit til þess að sagan er tuttugu ára gömul. Það er ekki hægt að skilja við Kindred Spirits án þess að minnast aðeins á „Nuclear Fission" eftir Paul Novitski. Þetta er umhverfis- vænt ævintýri sem ég held að hljóti að vera samið sérstaklega fyrir les- bíska femínista! (þar sem konurnar heita dýranöfnum og karlamir blómanöfnum). Sagan endar á því að faðir nokkur stendur upp frá saumaskapnum til að hugga fimm ára son sinn. Þeir feðgar hafa skömmu áður orðið vitni að barns- fæðingu þar sem a. m. k. ein ljós- móðir af þremur var karlmaður, og núgrætursonurinnyfirþvíóréttlæti heimsins að hann geti ekki fætt af sérbarn líkt og konan. Hvernig líst ykkurá,stelpur? Ég verð að viðurkenna það að sögur með lesbísku ívafi standa mér nær í þessari umfjöllun, en því fer fjarri að hommar fái ekki eitthvað fyrir sinn snúð í bókunum tveimur sem hér um ræðir. I lokin er rétt að geta þess að báðar bókakápumar eru listavel gerðar af George Barr og vel þess virði að skoða þær þó að vís- indaskáldskapurinn sé látinn bíða annarra lesenda. Lana Kolbrún Eddudóttir. Lars Kampmann JegharAIDS, 1988 Það er ekki að spyrja að bræðrunum Kampmann þegar þeir stinga niður penna. Enginn hommi á Norður- löndum hefur skrifað um líf sitt af annarri eins snilld og danski rithöfundurinn Christian Kamp- mann. Lars er litli bróðir hans og þetta er fyrsta bók hans, svo sannar- lega ekkert viðvaningsverk. En Lars var svo sem enginn smákrakki þegar bókin kom út - 44 ára gamall. Ekki veit ég hvort Lars lifir enn, en ef svo er þá er hann í Bandaríkjunum þar sem hann hefur búið frá fimmtán ára aldri. Form bókarinnar er gamal- kunnugt, spumingar og svör, og gerir það frásögnina sérstaklega auðlæsilega. Þessi bók býr yfir mörgum kostum. Hér segir alnæmis- sjúklingur frá reynslu sinni og fortíð af slíku hispursleysi að sjaldgæft er. Hann rekur reynslu sína allt frá því hann smitaðist og lýsir lífi sínu sem hommi á vesturströnd Bandaríkjanna á 7. og 8. áratug aldarinnar. Hér er þagað um fátt og það gerir bókina dýrmæta - í rauninni svo góða að sérhver hommi ætti að gera það að metnaðarmáli sínu að lesa hana því alnæmi er mál okkar allra. Lars lýsir þróun sjúkdómsins, hvemig óttinn kvaldi hann og hvem- ig honum tókst að sigrast á honum. Hann lýsir kynlífi sínu og ástum á ámnum áður en nokkur hafði hugboð um sjúkdóminn, og það er ekki laust við að við sem höfum aldurinn til þess, finnum við lestur- inn fyrir saknaðarsting í brjóstinu þegar hann rifjar upp með okkur árin „before AIDS“ í stórborgum Vestur- landa. Hann talar um fordómana, tryggð fjölskyldunnar, líf um tíma án kynlífs með öðrum körlum, sjálfan dauðann, hvemig hann glataði lönguninni til lífsins og fann hana aftur. Niðurlag bókarinnar lýsir manni sem tókst að snúa böli í gæfu, svo undarlegt sem það hljómar. Alnæmi varð til þess að kenna Lars að elska lífið. Um það segir hann: „Talaðu um sjúkdóminn eða slepptu því, það fer eftir því hvað þér finnst rétt þá stundina. Lifðu með sjúkdómnum, hann er staðreynd. Vertu ekki að lifa með endalokin eilíft fyrir augunum, þá missirðu af því sem eftir er af lífinu. Hvað nú ef þú lil’ir í tvö eða þrjú ár án þess að hugsa um annað en það að þú eigir eftir að deyja úr alnæmi, og svo uppgötva menn lyf sem geta lengt líf þitt, jafnvel þar til lækning finnst? Slepptu því að spilla góðu stundunum með áhyggjum. Giv dit liv en chance." Þorvaldur Kristinsson. Samtök innan seilingar Opið hús Á Lindargötu 49 er opið hús tvisvar í viku, mánudaga og fimmtudaga milli kl. 20 - 23. Auk þess minnum við alla á að húsið er opið fyrsta laugardags- kvöld í hverjum mánuði milli kl. 21 - 01. Þar er kjörið tækifæri til að hitta kunningjana áður en menn bregða sér á ball. Hittumst á opnu húsi laugardagana 1. febr- úar og 7. mars. AA fundir AA fundir eru haldnir í hverri viku á Lindargötu 49, á þriðjudags- kvöldum kl. 21. Þau kvöld fer engin önnur starfsemi fram í hús- inu. Þar hittast alkohólistar á batavegi til að miðla reynslu sinni, styrk og vonum. Hér koma þeir sem eiga við áfengis- og vímuefnavandamál að stríða og eru þreyttir á því oki sem víman leggur á menn. Löngunin til að hætta neyslu er eina skilyrðið fyr- ir þátttöku í AA. Ungliðahreyfing Ungliðar félagsins undir 26 ára aldri hittast annað hvert sunnu- dagskvöld á Lindargötu 49. Sjón er sögu ríkari og þeir sem vilja blanda geði við ungliðana og hafa aldur til, ættu að láta sjá sig á sunnudagskvöldum. Nánari upplýsingar í síma félagsins á mánudags- og fimmtudagskvöld- um. Síminn er 2 85 39. Bókasafn Bóka- og myndbandasafn fé- lagsins er opið á mánudags- og fimmtudagskvöldum milli kl. 20 - 23. Þar er að finna góðan bóka- kost, skáldskap og fræðirit. Úr Sjónmáli í Sjón- arhorn Þau tíðindi bárust ritstjórn blaðs- ins rétt áður en blaðið fór í prent- un að til væri útgáfufyrirtæki í Reykjavík með sama nafni. Að- standendur þess komu að máli við okkur og vísuðu á lögvernd- aðan rétt sinn í þessu efni. Sögð- ust þeir myndu leita réttar síns fyrir dómstólum ef við leystum málið ekki hið snarasta. Þess vegna hefur blaðið hlotið nýtt nafn og vonum við að vanafastir eigi ekki órólegar nætur af þeim sökum. Þetta er tímanna tákn - blöð fæðast og deyja og kvikna á ný til æðra framhaldslífs. En frá okkar sjónarhorni virðist blaðið vera komið til þess að vera. Það ermikilvægtað lesbíurog homm- ar hér á landi eigi sér vettvang þar sem við getum komið skoð- unum okkar á framfæri og miðlað af reynslu okkar í rituðu máli. Við erum samt of fá sem berum hag blaðsins á herðunum. Því lýsum við eftir ritfæru og pennalipru fólki sem kann til verka í þessu tilliti. Ertu kannski iðinn lesandi er- lendra tímarita og langar til að þýða greinar íblaðið? Viltu leggja okkur lið með því að skrifagreinar um einhver þau málefni sem okk- ur varða? Viltu taka þátt í störfum ritnefndar? Hafðu þá samband við okkur hið fyrsta. Lilja S. Sigurðardóttir sími 2 97 98 Þorvaldur Kristinsson sími 1 33 91 Frá mínu sjónarhomi Grýla gamla skrifar Það var einn dag hér fyrir jólin þegar ég sem oft áður hleraði með mínum alnæmu eyrum eftir óþekkum krökkum í jólamatinn, að ég heyrði á tal tveggja manna hér í bæ. Ég gerði mér fljótlega grein fyrir að mennirnir voru kynvillingar, en lét það nú ekkert á mig fá því eins og alþjóð veit, þá er ég ekki haldin fordómum gagnvart neinum öðrum en öskrandi krakkaormum. En mennirn- ir voru sumsé að skipuleggja jólahaldið og eftir skamma stund kom í ljós að báðir ætluðu heim til mæðra sinna. Þetta fannst mér nú í meira lagi skrýtið þar sem ég þóttist hafa greint af ástúðlegu hjali þeirra að þeir unnust hugástum. Þetta var til þess að ég einsetti mér að athuga málið hjá öðru slíku fólki og viti menn, það sama kom á daginn hjá langflestum kynvillingum bæjarins, allir vildu heim í foreldrahús um jólin. Þetta kitlaði forvitni mína meira en lítið því að ég hafði alltaf haldið af öllu mínu hleri að ástfangið fólk vildi vera saman yfir jól. Til þess að athuga hvort um svonefnda tískusveiflu væri að ræða, lagði ég eyrun við hús nokkurra eðlilegra ektapara í borginni, en þar kom á daginn það sem ég hef alltaf haldið: Annaðhvort voru ektapör saman heima eða þá að þau fóru saman heim til foreldra annars hvors. Ég spyr því: Hvað er það sem veldur því að kynvilltu ekta- pörin eru oftast hvort í sínu lagi yfir jólin? Er þetta bara almennt séreinkenni á þessu fólki? Eða er það vegna þess að foreldramir vilja ekki fá tengdadótturina eða tengdasoninn í heimsókn? Eða vegna þess að kynvillingamir em hræddir við tengdafólk sitt? Eða er þetta fólk allt í felum eins og spesíalistarnir orða það nú til dags? í framhaldi af þessum vangaveltum mínum spurði ég sjálfa mig sisona að því hvort það gæti verið eitthvað brogað við jólasveinana mína því þeir eru alltaf komnir heim á þrettánd- anum þegar við höldum okkar jól í Esjunni. Athugasemd ritstjómar: Við vonum að lesendur geti stautað sig fram úr fomeskjulegu orðalagi gömlu konunnar. Hún er ekki ímiklum tengslum við þjóðfélagið nú orðið, en vill vel.

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.