Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Síða 2

Samtökin '78 - Sjónarhorn - 15.01.1992, Síða 2
2 Sjónarhorn Frá því sjónarhomi Umræðan um alnæmi tekur talsvert rúm í blaðinu að þessu sinni. „Eru ekki allir löngu búnir að fá hundleið á því máli?“ kann einhver að segja. Þeim hinum sama svörum við með því að spyrja. „Getur málefni, sem skiptir sköpum um líf okkar og framtíð, orðið úrelt?“ Við neitum því að umræða um alnæmi eigi minni rétt á sér nú en áður. Því alnæmi er komið til að vera. í hverjum mánuði finnst að meðaltali einn HlV-jákvæð- ur einstaklingur á íslandi og tveir þriðju smitaðra og sjúkra eru hommar. Alnæmi er háskalegri staðreynd meðal okkar en nokkru sinni fyrr. Stöðugt fjölgar þeim í hópi vina og kunningja sem verða að læra að lifa með þeirri erfiðu staðreynd sem alnæmi nefnist og sú staðreynd hefur áhrif á allt samfélag homma og lesbía ef grannt er að gáð. Nú á dögunum gaf Landlæknisembættið út vegg- spjald sem er ætlað að skírskota til alls almennings. Plakat þetta er afbragðs dæmi um vel heppnað áróð- ursefni í forvarnarskyni. Á því er dæmigerð bekkjar- mynd úr íslenskum grunnskóla snemma á 8. áratugnum. Hringur er dreginn um andlit eins af strák- unum á myndinni og til hans er skírskotað í textanum undir henni. „Einn úr þessum bekk hefur smitast af alnæmi.“ En plakatið hefur fleira fram að færa en vel heppnaðan forvarnaráróður. Ekki síður er það gert til að vekja athygli á hlutskipti smitaðra og sjúkra. Því textinn heldur áfram: „Drengurinn á myndinni átti allan rétt á að lifa eðlilegu lífi þegar hann var í barnaskóla. Nú þegar hann er sýktur, á hann enn þennan sama rétt.“ Það er tímanna tákn að sumir hafa heyrst gera athugasemdir við það að birt sé mynd af heilli bekkj- ardeild á alnæmisplakati? Að baki liggja skýr sjónar- mið þó að þau séu sjaldan færð í orð: Hvað er verið að bendla þetta fólk við það þó að einn af strákunum í bekknum hafi orðið fyrir þessu. Hinir hafa sitt á þurru hér í lífinu. í því sambandi er þó rétt að líta sér nær. Kannski mæta smitaðir hommar hvergi meiri tortryggni og andúð en meðal annarra homma - þeirra sem ekki eru smitaðir eða telja sig ekki vera það. Eða eins og skýr og skorinorður maður sagði: „Á meðan ég var að horfast í augu við það að ég væri hommi, leið mér oft eins og annars flokks þjóðfélagsþegni. Eftir að hinir hommarnir fengu að vita að ég er smitaður, líður mér stundum innan um þá eins og ég sé annars flokks homrni." Það er mikið til í þessu - því miður. Þeir eru enn til á meðal okkar sem biðja smitaða vini sína um að nota sérstakt handklæði og geyma tannburstann þar sem hann verður ekki fyrir „okkur hinum“, svo vitnað sé í kvæði sem birtist hér í blaðinu. Kannski er þessi útskúfunartilhneiging nöturlegust þegar kemur að kynlífi og ástum. Varaðu þig á þessum þarna, hann er smitaður! Hommar sem í öðru orðinu tala um rétt okkar til lífsins, eru þannig að neita vinum og stall- bræðrum um þann sjálfsagða rétt allra manna að njóta eðlilegs ástarlífs - og það á tímum þegar við vitum allt um smitleiðir og smitvarnir í þessu sam- bandi! Líti nú hver í eigin barm. Ef umræðan um alnæmi í blaðinu verður til þess að við komum auga á fordóma okkar gagnvart okkur sjálfum, þá hefur talsvert áunn- ist. Við getum ekki látið á okkur sannast þá ávirðingu að hommar séu hommum verstir. Þ. Sjónarhorn Útgefandi: Samtökin 78 Félag lesbía og homma í Islandi Pósthólf 1262— 121 Reykjavík Ritnefnd: Árni Kristjánsson, Lilja Svanbjörg Sigurðardóttir, Veturliði Guðnason og Þorvaldur Kristinsson Abvrgð: Lilja S. Sigurðardóttir Umbrot: Þorvaldur Kristinsson og Jón Proppé Prentun: Prentstofa G. Benediktssonar Merktar greinar í Sjónarhomi eru birtar á ábyrgð höfunda sinna og túlka ekki endilega stefnu útgefanda. Menntaskólanemar Með vottorð í leikfimi eftir Lilju S. Sigurðardóttur Talsvert virðist vera um það að ungar lesbíur og ungir hommar, sem stunda nám í menntaskólum höfuðborgarsvæðisins, plati námsráðgjafana sína til þess að gefa sér vottorð í leikfimi út á það að vera samkynhneigð. Þessi gasa- lega sniðuga brella gengur út á það að fara með tárvot augu til náms- ráðgjafans og segja honum eða henni að maður geti hreinlega ekki farið í sturtu með skólafélögum sínum án þess að fá standpínu eða fiðring í fingurna. Námsráðgjafi í Menntaskólanum við Hamrahlíð tjáði mér að alltaf kæmu nokkrir nemendur á ári til sín í þessum erindagjörðum og að hún vissi hreinlega ekki hvernig hún ætti að bregðast við, og þar af leiðandi fengi þetta fólk oftast vottorð. Ég sagði konunni að það sem amaði að þessum einstaklingum héti leti og ætti ekkert skylt við samkyn- hneigð, og var hún glöð að heyra það. Að gefnu tilefni spyr ég því: Hvemig dettur fullþroska fólki sem er komið úr felum (ég geri ráð fyrir að feluliðið fari þegjandi og hljóðalaust í leikfimi) í hug að nið- urlægja sjálft sig með því að segj- ast ekki vera hæft inni í sturtuklefa með öðru fólki? Ég veit að ekki er um að ræða neina eðlislæga íþróttafóbíu samkynhneigðra, því að megnið af þessu fólki stundar íþróttir utan skóla og ef fólk er spéhrætt, þá ætti það bara að eiga það við sjálft sig eins og gagnkyn- hneigðir verða að gera. Hiu er annað mál að erfitt getur verið að þola stríðnina og háðs- glósurnar ef skólasystkinin vita að þið eruð samkynhneigð. En elsk- urnar mínar, ef þið ætlið að lifa lífi ykkar án feluleiks, þá held ég að það sé best að fara að æfa sig í að svara fyrir sig því þið þurfið að gera það næstu sextíu árin. Það þýðir ekkert að berjast gegn fordómum ef þið ætlið að búa þá aftur til jafnóðum. Stefán Harðarson 1965 -1991 Fullur eftirvæntingar og hreysti kvaddi hann ísland í lok maí. Fram undan beið nýtt starf í tjar- lægum löndum. Rúmum tveim- ur mánuðum síðar bárust til íslands fréttir af alvarlegum veikindum hans - Stefán hafði veikst af malaríu við störf í Afr- íku. Eftir vikulangt dauðastríð var hann allur. Stefán Harðarson fæddist og ólst upp í Reykjavík, sonur hjónanna Elínar Kristinsdóttur og Harðar Sveinssonar, yngstur fimm systkina og sannkallað eftirlætisbam. Hann tók í arf góðar gáfur, tilgerðarlausa hátt- vísi og næmleika á tilfinningar og líðan annarra. Hann var fljót- ur til skilnings, bjó yfir ágætri tungumálakunnáttu og drjúgum sannfæringarkrafti, enda reynd- ust þær gáfur honum vel í starfi síðan. Lengst af stundaði hann verslunarstörf og sölumennsku í Reykjavík og var síðast auglýs- ingastjóri útvarpsstöðvarinnar Effemm. Hugurinn leitar til aftur til ársins 1984. Vinur minn Gísli Hafsteinsson hringdi og sagðist langa til að kynna mig fyrir pilti sem hann hafði heillast af. Og kvöld eitt birtist hann með Stef- áni, þá átján ára Verslunarskóla- nema. Við áttum saman langt og fjörugt kvöld, og þegar við kvöddumst vissi ég að þennan dreng kærði ég mig um að þekkja. Þeir Gísli áttu síðan eftir að bindast vináttu- og ástar- böndum og næstu árin áttum við félagarnir ótaldar samveru- stundir - bæði glaðar og sárar - en fullar af því trausti og þeirri aðdáun sem er lykill góðrar vin- áttu. Velþóknun mín á Stefáni var ekki úr lausu lofti gripin. Korn- ungur hafði hann horfst í augu við dýrmætustu tilfinningar sín- ar og ákveðið að rækta þær eins og ábyrgum manni sæmdi. Ég sé hann fyrir mér kvöld eitt, vet- urinn sem við kynntumst, þar sem hann situr á móti mér, svip- mótið er undarlegur blendingur bemsku og karlmennsku, hann horfir beint í augun á mér og talar um sjálfan sig og sjálfs- virðinguna. Og orðin heyri ég eins þau væru sögð í gær: „Ef þú lýgur lengi verður lygin að vana og það hefur áhrif á mann alla ævi. Því lengur sem maður lifir tvöföldu lífi því erfiðara er að breyta lífi sínu.“ Svona var Stefáni eiginlegt að tala af því að hann var sá gæfumaður að treysta sjálfum sér til góðra verka. Ekki síður var það gæfa hans að geta treyst stuðningi foreldra sinna, systk- ina, Gísla og nánustu vina hvenær sem hann efaðist um eigin styrk. Að vísu að vísu er stundin hverful og stutt - en gefum dýpt hennar gaum sem alkyrrð vatni og auga Þannig orti Þorsteinn frá Hamri eitt sinn við sviplegt frá- fall ungs manns. Þó að samveru- stundirnar yrðu færri en vinir Stefáns Harðarsonar hefðu kos- ið, þá skulum við gefa dýpt þeirra gaum. Ég þakka fyrir stöku gleðistundir, svo góðar að ekki þurfti að staðfesta þær með hlátrasköllum; þakka fyrir fáein augnablik samúðar sem voru svo hlý að ekki var þörf á orðum til að sanna það sem að baki bjó. Þorvaldur Kristinsson Munið félagsgjöld Samtakanna 78, við þurfum á stuðningi ykkar að halda!

x

Samtökin '78 - Sjónarhorn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Samtökin '78 - Sjónarhorn
https://timarit.is/publication/1491

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.